Færslur: Slóvakía

Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
COVID-mótmæli í Slóvakíu
Óeirðalögreglumenn í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, beittu táragasi gegn mótmælendum sem söfnuðust saman við þinghús landsins og komu í veg fyrir að fólk kæmist þar út eða inn. Mótmælt var frumvarpi til laga sem á að heimila bólusettu fólki aðgang að almennum samkomum, sem verða lokaðar hinum óbólusettu.
Sjö diplómatar fjögurra Evrópulanda reknir frá Moskvu
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í gær sjö diplómötum frá fjórum ríkjum Evrópusambandsins að þeir yrðu að yfirgefa Rússland innan viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Þrír þeirra sem vísað er úr landi starfa við sendiráð Slóvakíu en hinir fjórir eru frá Eistlandi, Lettlandi og Litáen.
29.04.2021 - 01:55
Útgöngubann í Slóvakíu
Stjórnvöld í Slóvakíu lýstu í dag yfir útgöngubanni frá átta að kvöldi til fimm að morgni. Það gengur í gildi í kvöld og stendur að minnsta kosti til nítjánda mars. Jafnframt er því beint til landsmanna að halda sig sem mest heima að degi til nema til að fara til og frá vinnu, til læknis eða til að viðra heimilisdýrin. 
03.03.2021 - 16:02
Bólusetning hafin í Evrópusambandinu
Bóluefni Pfizer-BioNTech gegn COVID-19 barst til allra 27 aðildarríkja Evrópusambandsins í gær og í dag hefst sameiginlegt bólusetningarátak sambandsins. Reyndar þjófstörtuðu Slóvakar og Ungverjar og byrjuðu að bólusetja strax og bóluefnið barst þeim í gær, og sögðust engan tíma mega missa.
Skimuðu helming slóvakísku þjóðarinnar í gær
Næstum helmingur slóvakísku þjóðarinnar var skimaður fyrir kórónuveirunni í gær eftir að yfirvöld settu af stað tveggja daga skimunarátak. Stefnt er að því að skima alla þjóðina til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
01.11.2020 - 17:39
Myndskeið
Læknanemar á heimleið vegna hertra aðgerða í Slóvakíu
Neyðarlög tóku í gildi í Slóvakíu í dag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. Læknanemi við Háskólann í Martin, þar sem tæplega 200 Íslendingar stunda nám, segir mjög marga á heimleið vegna ástandsins.
01.10.2020 - 19:40
Tveir létu lífið í hnífaárás í skóla í Slóvakíu
Tveir létu lífið eftir að vopnaður maður réðist inn í grunnskóla í Slóvakíu í morgun. Lögregla skaut árásarmanninn til bana en ung börn voru meðal þeirra sem særðust. 
11.06.2020 - 22:01
Myndskeið
Gassprenging í 12 hæða fjölbýlishúsi
Slökkvistarfi lauk í morgun í tólf hæða fjölbýlishúsi í Presov í Slóvakíu, þar sem gassprenging varð um hádegisbil í gær. Að minnsta kosti sjö létust í eldsvoðanum og um það bil fjörutíu slösuðust. Eitt hundrað slökkviliðsmenn börðust við eldinn í meira en hálfan sólarhring. Verkið var erfitt þar sem hugsanlegt var talið að húsið hryndi.
07.12.2019 - 14:59
Sprenging í fjölbýlishúsi í Slóvakíu
Að minnsta kosti fimm létust og yfir fjörutíu slösuðust þegar gassprenging varð skömmu eftir hádegi í tólf hæða fjölbýlishúsi í borginni Presov í austurhluta Slóvakíu. Margir íbúanna eru fastir inni í húsinu og hafa látið vita af sér í síma.
06.12.2019 - 16:12
Áttunda konan sem leiðir ESB-ríki
Zuzana Caputova, var í gær kjörin forseti Slóvakíu, fyrst kvenna. Átta konur gegna nú embættum forseta, forsætisráðherra eða kanslara í aðildarríkjum Evrópusambandsins sem eru tuttugu og átta.
31.03.2019 - 15:21
Erlent · Slóvakía · ESB
Caputova verður forseti Slóvakíu
Zuzana Caputova verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu. Þegar talningu atkvæða er nánast lokið hefur hún hlotið rúmlega 58 prósent þeirra, en Maros Sefcovic tæplega 42 prósent. Caputova hefur gagnrýnt ríkjandi stjórnvöld opinberlega og er þekktur aðgerðarsinni gegn spillingu í heimalandinu. Sefcovic var frambjóðandi stjórnvalda, og er núverandi orkumálaráðherra Evrópusambandsins.
30.03.2019 - 23:51
Caputova leiðir eftir fyrri umferð í Slóvakíu
Zuzana Caputova hefur hlotið flest atkvæði þegar talningu atkvæða í forsetakosningunum í Slóvakíu er nánast lokið. Caputova er leiðtogi nýs framsækins afls í Slóvakíu sem á ekki sæti á þingi.  Hún hefur hlotið rúm 40 prósent atkvæða, en helsti keppinautur hennar, Maros Sefcovic, hefur hlotið tæp 19 prósent.
17.03.2019 - 01:14
Neitar að fallast á ráðherralista
Andrej Kiska, forseti Slóvakíu, neitar að fallast á ráðherralista sem Peter Pellegrini, starfandi forsætisráðherra lagði fram í gær. Hann fær frest fram á föstudag til að velja aðra ráðherra í ráðuneyti sitt. Forsetinn fól Pellegrini í síðustu viku að mynda nýja stjórn eftir að Robert Fico forsætisráðherra sagði af sér. Hneykslismál skóku stjórnina, ekki síst vegna morðs á slóvakískum rannsóknarblaðamanni sem hafði kannað tengsl forsætisráðherrans og aðstoðarmanna hans við ítölsku mafíuna.
20.03.2018 - 11:39
Ráðherra segir af sér vegna morðs
Robert Kalinak, innanríkisráðherra Slóvakíu, sem jafnframt er aðstoðarforsætisráðherra, hefur sagt af sér vegna morðs á blaðamanni sem rannsakaði tengsl ríkisstjórnarinnar við glæpasamtök.
12.03.2018 - 15:37
Tugir þúsunda mótmæltu í Slóvakíu
Tugir þúsunda söfnuðust saman í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, í kvöld, og mótmæltu stjórnvöldum. Fólk hefur safnast saman til mótmæla dögum saman, víða um Slóvakíu, en mótmælin í kvöld eru þau fjölmennustu til þessa. Áætlað er að mótmælendur hafi ekki verið færri en 40.000, sem gerir þetta að fjölmennustu mótmælum í landinu frá því það öðlaðist sjálfstæði í kjölfar hruns kommúnismans. Þúsundir til viðbótar mótmæltu í öðrum borgum og bæjum Slóvakíu.
10.03.2018 - 01:56
Fréttaskýring
Morð á blaðamanni skekur valdakerfi
Hafi tilgangurinn með morðinu á slóvakíska blaðamanninum Jan Kuciak og sambýliskonu hans í síðasta mánuði verið að kæfa óþægilega fjölmiðlaumfjöllun um möguleg tengsl stjórnvalda við skipulagða glæpastarfsemi, þá er nokkuð ljóst að það hefur ekki tekist. Vaxandi andstaða er nú gegn forsætisráðherra landsins, Robert Fico, og stjórn hans og sífellt fleiri mæta á skipulagða mótmælafundi í landinu. Boðað hefur verið til fjölda slíkra funda í kvöld, víða um Slóvakíu.
09.03.2018 - 14:43