Færslur: Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu

Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna brunans
Eldur kom upp í húsi milli Lambhaga og verslunarinnar Bauhaus í kvöld. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa verið tiltölulega fljótt að slá á eldinn.
Myndskeið
Nánast öll önnur hæð skólans var á floti
Slökkviliðsbíll var kallaður út í kvöld við byggingu Listaháskólans í Þverholti vegna vatnstjóns. Vel hefur gengið við að hreinsa vatnið en enn á eftir að meta tjónið.
Sinubruni í Grafarvogi
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall um sjöleytið í kvöld, þar sem tilkynnt var um sinubruna í Fossaleyni í Grafarvogi.
Slökkviliðsstjóri deilir áhyggjum Más og Þórólfs
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu deilir áhyggjum sóttvarnalæknis af að ný COVID-bylgja sé í uppsiglingu. Á Facebook-síðu þess segir að það sé komið á gult. Þar er þó ekki átt við aukinn viðbúnað heldur nýja skærgula sóttvarnagalla, sem koma í stað þeirra hvítu.
28.10.2021 - 10:36
„Menn voru með góðan ásetning um að kveikja í húsinu“
Fagstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að það hafi markað tímamót þegar héraðsdómur sakfelldi forráðamann óleyfishúsnæðis á grundvelli hegningarlaga í júní. Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa í gróðaskyni lagt líf og heilsu á fjórða tug erlendra verkamanna í hættu. Mennirnir sváfu í fjögurra fermetra svefnkössum úr timbri og brunavarnir voru svo til engar.
Ekkert enn vitað um eldsupptök í Hafnarfirði
Ekkert er enn vitað um upptök eldsvoðans í Hafnarfirði, þar sem kona lést í nótt. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin var full af reyk og mikill hiti. 
Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi
Einn var fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi, rétt utan við Grundarhverfi um sjöleytið í kvöld. Viðbragðsaðilar á Kjalarnesi fóru að slysinu auk eins sjúkrabíls.
Maður féll í sjóinn við Reykjavíkurhöfn
Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn nú rétt í þessu þegar maður féll í sjóinn. Að sögn Slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu er verið að hlúa að manninum.
Einn á slysadeild vegna elds í Kópavogi
Kallað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan fimm í morgun vegna manns sem var að berja á glugga á húsi í Kópavogi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar lögregla kom á staðinn reyndist eldur vera í herbergi á jarðhæð hússins. Slökkvilið var kallað út og voru dælubílar frá tveimur stöðvum sendir á vettvang.
Slasaður maður sóttur á Móskarðshnjúka
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir göngumanni sem ökklabrotnaði á leið sinni niður Móskarðshnjúka um átta leytið í kvöld. Sjúkrabílar frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru í fyrstu sendir á staðinn og nutu sjúkraflutningamenn aðstoðar Björgunarsveitarinnar í Mosfellsbæ við að komast til mannsins.
Eldur í hjólhýsi á Vesturlandsvegi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að eldur kviknaði í hjólhýsi á Vesturlandsvegi við Korputorg. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Hjólhýsið er hins vegar ónýtt og verður ekki notað meir.
Eldur kviknaði út frá hleðslutæki
Þá var slökkvilið kallað út vegna elds sem kviknaði í íbúðarhúsi í Hafnarfirði síðar á ellefta tímanum. Eldurinn kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma, og voru íbúar búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang.
Svifdrekaflugmaður fluttur á slysadeild
Karlmaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir slæma lendingu á vélknúnum svifdreka á Hólmsheiði á ellefta tímanum í kvöld. Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru, en lendingin var víst nokkuð harkaleg.
Eldur í tveimur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kallað út í kvöld vegna elds í íbúðarhúsum. Um klukkan átta barst tilkynning úr Árbæ þar sem eldur kviknaði í rúmi.
Slökkvistarfi í Heiðmörk lokið
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum í Heiðmörk. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins fóru síðustu menn af svæðinu á fjórða tímanum, eftir að hafa verið fullvissir um að allt væri í lagi.
„Nú í morgunsárið hjálpuðum við barni sem lá svona á“
Verkefni slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt voru fjölbreytt að vanda. Meðal þeirra var að aðstoða við fæðingu barns, sem lá á að komast í heiminn.
Myndskeið
Íbúðarhús við Kaldasel stórskemmdist í eldi í morgun
Íbúðarhús við Kaldasel í Seljahverfi í Reykjavík stórskemmdist í eldi í morgun. Það skíðlogaði í húsinu þegar slökkvilið kom að en fyrir átta var að mestu búið að slökkva eldinn.
Þúsundir fermetra á floti í byggingum HÍ
Stór kaldavatnslögn í Vesturbæ Reykjavíkur gaf sig í nótt með þeim afleiðingum að feikimikið vatn fossaði inn í kjallara nokkurra bygginga Háskóla Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru þúsundir fermetra í Aðalbyggingu háskólans, Lögbergi, Gimli, Árnagarði, Háskólatorgi og Stúdentakjallaranum og fleiri byggingum austan Suðurgötu undir vatn áður en menn náðu að loka fyrir rennsli um lögnina. Einnig mun eitthvað af vatni hafa streymt inn í Nýja Garð.
Eldtungurnar sleiktu skemmu með lífdísilgeymum
Það þurfti stórtækar vinnuvélar til þess að slökkva eld sem kviknaði á ruslahaugunum í Álfsnesi í morgun. Eldtungurnar sleiktu skemmu þar sem geymd voru fleiri tonn af metanóli og lífdísil. 
08.01.2021 - 12:25
Vélhjólamaður féll í Hafravatn
Maður á vélhjóli féll í Hafravatn síðdegis er hann ók á ísi lögðu vatninu sem gaf sig. Óskað var aðstoðar slökkviliðs en manninum tókst að koma sér á þurrt land áður en það kom á vettvang.
Eldur í íbúðarhúsi við Mánatún
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tólfta tímanum þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Mánatúni. Lið var sent á vettvang frá tveimur stöðvum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist eldurinn hafa kviknað út frá kertaskreytingu.
COVID flutningum fer fækkandi
Engir COVID sjúkraflutningar voru í nótt en þrír í gærdag, segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem segir sjúkraflutningum þeirra með veikindi af völdum COVID-19 fara fækkandi síðustu daga. Að öðru leyti var nóttin nokkuð róleg, slökkviliðið sinnti útkalli eftir að kviknaði í blaðagámi í Safamýri.
Íbúar sluppu heilir á húfi úr brennandi húsi
Nær allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í raðhúsi í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt. Að sögn talsmanns slökkviliðsins var töluverður eldur í húsinu og eldtungur teknar að teygja sig í þak þess.
19.11.2020 - 04:43
Myndskeið
Bílar brunnu á bílaplani við Hátún
Eldur kom upp í fólksbíl á bílaplani við Hátún á níunda tímanum í kvöld. Eldurinn barst síðan í jeppa, sem stóð þar við hliðina. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og tveir bílar til viðbótar skemmdust einnig töluvert.
Rúta gjöreyðilagðist í eldi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fimmta tímanum vegna elds í gamalli númerslausri rútu sem stóð við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Rútan var alelda þegar að var komið en slökkvistörf gengu greiðlega og lauk þeim seint á sjötta tímanum. Engin hætta var á að eldurinn teygði sig í önnur farartæki eða mannvirki, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu, þar sem rútan stóð nokkuð frá öllu slíku.