Færslur: Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu

Eldur á svölum við Skúlagötu
Eldur kviknaði í grilli á svölum íbúðar á þriðju hæð í húsi við Skúlagötu í Reykjavík nú á áttunda tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um mikinn eld og reyk og voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á staðinn. Eldurinn hafði læst sig í timburklæðningu.
Eldur í kjallaraíbúð í Hlíðasmára
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í kjallaraíbúð í Hlíðarsmára um klukkan ellefu í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út í fyrstu, en eftir að í ljós kom að eldurinn var minni en óttast var voru flestar stöðvar kallaðar til baka.
Gróðureldar eru ekkert grín
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins vill eindregið brýna fyrir fólki á öllum aldri að láta sér ekki koma til hugar að kveikja eld í sinu. Mikilvægt sé að árétta að gróðureldar eru ekkert gamanmál og illa geti ráðist við þá á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Mikill reykur í íbúð í fjölbýlishúsi
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 108 í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöld. Í dagbók lögreglu kemur fram að búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang. Upptök eldsins voru í uppþvottavél og var mikill reykur í íbúðinni. Slökkvilið reykræsti íbúðina.
Myndskeið
Þrír gróðureldar á höfuðborgarsvæðinu á einum degi
Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tólfta tímanum í gærkvöld vegna gróðurelda við Þorláksgeisla í Grafarholti. Þetta var þriðja útkallið vegna gróðurelda á einum degi.
Mikill vatnsflaumur á Spítalastíg
Svo virðist sem stífla hafi myndast í fráveiturörum við Spítalastíg í Reykjavík með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í kjallara að minnsta kosti þriggja húsa í götunni. Átta slökkviliðsmenn á tveimur dælubílum unnu að því að ná tökum á lekanum ásamt starfsfólki Veitna.
Slökkviliðið braut upp hurð í fjölbýlishúsi vegna reyks
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst um reykjarlykt í fjölbýlishúsi við Austurbrún í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Í ljós kom að eldur hafði kviknað í potti á eldavél í mannlausri íbúð.
Eldur í bíl á Miklubraut - enginn slasaðist
Eldur kviknaði í bíl á Miklubraut á tíunda tímanum í kvöld. Hann hefur nú verið slökktur, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikill eldur og reykur var í bílnum. Ekki fengust upplýsingar um það hve margir voru í bílnum þegar eldurinn kom upp en það er ljóst að engin slys urðu á fólki.
Eldur í tveimur bílum í Hafnarfirði
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í tvö útköll á ellefta tímanum í kvöld vegna brennandi bíla í Hafnarfirði. Tilkynningarnar komu á svipuðum tíma, en sín úr hvoru hverfinu. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var mikill eldur í bílunum þegar komið var á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldana, en bílarnir eru báðir ónýtir. Ekki er talið að skemmdir hafi orðið á öðru en bílunum.
Stórt vatnstjón, eldur í gámi og fótbrot á Úlfarsfelli
Það hefur verið töluverður erill hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag. Nú er verið að klára að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í pappagámi við Varmárskóla í Mosfellsbæ, en gámurinn verður svo tekinn upp á bíl og sturtað úr honum svo hægt sé að slökkva eld að fullu.
Myndskeið
Kafarar þreifuðu fyrir sér í myrkri til að finna bílinn
Skjótur viðbragðstími og góð samvinna þeirra sem björguðu drengjunum sem voru í bíl sem fór í sjóinn Hafnarfjarðarhöfn í janúar varð ekki síst til þess að þeir lifðu slysið af. Aðstæður voru með versta móti og kafarar þurftu að þreifa fyrir sér í myrkri til að finna bílinn.
Eldur í þaki gamallar hlöðu á Kjalarnesi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan hálf átta í morgun að eldur logaði í þaki á gamalli hlöðu á Skrauthólum á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá slökkviliðinu gengur vinna vel, en eldur er staðbundinn í þakinu.
Eldur í íbúð við Klapparstíg
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna elds og mikils reyks í íbúð á fimmtu hæð í húsi við Klapparstíg í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru slökkviliðsbílar frá fjórum stöðvum sendir á staðinn.
Alvarlega slasaður eftir fall af nýbyggingu
Maður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann rétt fyrir klukkan fimm síðdegis eftir vinnuslys, en hann féll af nýbyggingu í austurhluta borgarinnar.
Stórt útkall slökkviliðs reyndist eldur í ruslageymslu
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um tíuleytið í morgun eftir að tilkynning barst um að svartur reykur stæði upp úr þaki á sjö hæða húsi í Vesturbæ Reykjavíkur.
Tveir fluttir á slysadeild eftir eldsvoða
Tveir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi á Seltjarnarnesi á fimmta tímanum í dag.
Ítreka að fólk taki fram hugsanlegt smit í neyðarkalli
Þrír starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun vegna kórónuveirusmits. Fjórir starfsmenn eru í sóttkví og sex hafa lokið sóttkví og einangrun. Í tilkynningu frá slökkviliðinu í dag er biðlað til almennings að láta vita af mögulegu smiti þegar óskað er eftir neyðaraðstoð.
Mikið tjón í miðbænum - góðkunningi grunaður um aðild
Mikið tjón varð í eldsvoða í húsakynnum skemmtistaðar og veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrítugur karlamaður, sem var handtekinn á vettvangi, er enn í haldi lögreglu, grunaður um aðild að málinu. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu.
Eldur í íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti. Mikill reykur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang en búið að slökkva eldinn að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Ein kona var í íbúðinni og komst hún út heilu og höldnu. Reykræstingu lauk rétt fyrir klukkan hálf eitt í nótt. Talsverðar reykskemmdir eru í íbúðinni og einhver reykur barst út á stigaganginn.
Bílar eyðilögðust í eldi í Breiðholti
Þrír bílar voru fluttir illa skemmdir af bílastæði í Breiðholti á þriðja tímanum í nótt. Eldur kviknaði í einum þeirra og dreifðist yfir á hina tvo. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ómögulegt að segja til um eldsupptök. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en bílarnir eru að öllum líkindum ónýtir. Engin hætta var á að eldurinn bærist í hús og bílarnir voru allir mannlausir þegar kviknaði í þeim.
Ný tækni eykur öryggi slökkviliðsmanna
Ný tækni sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu nýtti við slökkvistörf á Vesturvör í nótt er byltingakennd að mati slökkviliðsstjóra. Tæknin geti dregið úr vatnstjóni eftir eldsvoða og aukið öryggi slökkviliðsmanna.   
Viðtal
Þurfa að taka stikkprufur á sælgætislagernum eftir eld
„Þetta er hræðilegt,“ sagði Kári Pálsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar Hamars, við fréttastofu í morgun. Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisverksmiðjunnar Freyju, segir fyrirtækið hins vegar hafa sloppið ótrúlega vel og enginn eldur hafi komið upp í húsnæði fyrirtækisins. „Það var lykt og það var allt sem kom hér og aðallega í skrifstofuhúsnæðinu,“ sagði Pétur. 
Tveir á slysadeild eftir árekstur í miðbænum
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á gatnamótum Njálsgötu og Vitastígs í miðbæ Reykjavíkur á tíunda tímanum í kvöld. Að sögn varstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru meiðsli beggja sem voru fluttir á slysadeild minniháttar. Eitthvað tjón varð á bílunum og rakst annar þeirra utan í kyrrstæðan bíl.
Eldur í þaki á Fiskislóð
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í húsi við Fiskislóð í Reykjavík rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Kveikt var í rusli fyrir utan húsið, en þaðan barst eldurinn í þakskegg og á þakið. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins náði eldurinn að læsa sig undir klæðningu og þakið, og þurfti því að rífa svolítið af klæðningu og þakplötum af húsinu.
Eldur í potti olli talsverðum skemmdum
Allt tiltækt slökkvilið var sent að litlu fjölbýlishúsi í vesturbæ Hafnarfjarðar um klukkan tvö í nótt þar sem eldur hafði kviknað út frá potti. Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er íbúðin sem eldurinn kom upp í verulega illa farin og óvíst hvenær, og jafnvel hvort, húsráðandi geti snúið þangað aftur.