Færslur: Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu

Þrír COVID flutningar hjá slökkviliðinu
Þrír COVID-19 flutningar voru meðal verkefna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring, en þann sólarhring var metfjöldi sjúkraflutninga. Alls sinnti slökkviliðið 127 slíkum verkefnum, þar af 53 á næturvaktinni.
Á þriðja tug vitna yfirheyrð vegna brunans
Á þriðja tug vitna hafa verið yfirheyrð vegna bruna sem varð í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn þar sem þrír létust. Meðal þeirra er fólk sem var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og íbúar hússins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og vísar blaðið í upplýsingar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Eldur í grillaðstöðu á útivistarsvæði í Mosfellsbæ
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld á útivistarsvæði við Varmá í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í kvöld. Mikinn reyk lagði af eldinum og var lið frá tveimur stöðvum sent á vettvang. Í ljós kom að kviknað hafði í yfirbyggðri grillaðstöðu og trépallinum sem hún stóð á. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eyðilagðist hvort tveggja pallurinn og yfirbyggingin í eldinum, sem einnig læstist í nærliggjandi gróður.
Í gæsluvarðhaldi til 6. ágúst vegna brunans í Vesturbæ
Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur, til 6. ágúst, á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 26. júní vegna gruns um aðild að eldsvoða í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs 25. júní.
Skoða húsnæði þar sem margir hafa lögheimili
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að því í samstarfi við byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitið að skoða húsnæði þar sem mikill fjöldi fólks er skráður með lögheimili.
Talsvert um „gleðitengd“ útköll
Útköll slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt einkenndust að mörgu leyti af því að „full frjálslega var gengið um gleðinnar dyr,“ eins og fram kom í samtali fréttastofu RÚV við talsmann slökkviliðsins. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en talsvert var um „gleðitengd“ útköll og er það mat slökkviliðsins að fólk sé að færast í aukana í skemmtanahaldinu.
Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg
Boðað hefur verið til samstöðufundar við Alþingishúsið í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Eftir fundinn verður gengið að húsinu við Bræðraborgarstíg sem kviknaði í í síðustu viku. Þrír létust í eldsvoðanum.
Kastaðist út úr bíl sem valt á Hvalfjarðarvegi 
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Hvalfjarðarveginum á áttunda tímanum í morgun. Slysið átti sér stað í nágrenni Hvalfjarðarganganna og valt bíllinn nokkrar veltur.
Myndskeið
Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi
Tveir létust á vettvangi brunans í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær. Einn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi slökkviliðsmanna við reykköfun inni í brennandi húsinu.
Þrír látnir eftir brunann á Bræðraborgarstíg
Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæsludeild Landspítalans eftir brunann sem varð á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Myndir
Slökkvistörfum lauk hálffjögur í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk störfum klukkan hálf fjögur í nótt á vettvangi brunans á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þá voru fjórir menn á vegum slökkviliðsins enn að störfum. Stórum hluta af brunarústum hússins hefur verið mokað í burtu. 
Fimm íbúar hafa fengið húsaskjól hjá Rauða krossinum
Fimm íbúar hússins sem brann á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í Vesturbæ Reykjavíkur í dag hafa fengið inni hjá Rauða krossinum. Fólkið er allt af erlendu bergi brotið. Sex voru flutt á sjúkrahús frá brunanum og er á gjörgæslu.
Myndskeið
Þrennt handtekið á vettvangi brunans
Þrennt var handtekið á vettvangi brunans við Bræðraborgarstíg í dag. Fjórir íbúar af þeim sex, sem vitað er að hafi búið í húsinu voru fluttir á gjörgæslu í dag og lögregla leitar hinna tveggja.
Á gjörgæslu eftir eldsvoða við Bræðraborgarstíg
Fólkið sem var flutt slasað á sjúkrahús frá brennandi húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í dag er allt á gjörgæslu. Slökkvistarfi í húsinu er ekki lokið og mikil vinna eftir. Slökkvilið hefur náð fullri stjórn á útbreiðslu eldsins.
Vita ekki hversu margir voru í húsinu
Ekki er vitað hversu margir voru í húsinu sem brennur á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. Reykkafarar hafa farið inn í húsið til að leita í öllum rýmum. Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Húsið er skráð á HD verk
Hús á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, þar sem eldur kom upp í dag, er skráð á fyrirtækið HD verk, samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra er hlutverk þess fyrirtækis leiga atvinnuhúsnæðis. Efling hefur haft vitneskju um að starfsmenn á vegum hennar hafi verið þar til húsa um skeið.
Myndskeið
Eldur í húsi í Vesturbænum
Allt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út að horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Að sögn sjónarvotta eru tveir menn á efstu hæð hússins, en óvíst er hvort þeir hafi komist út. Stúlka sást kasta sér út um glugga þess niður í ruslagám. Lögregla og sjúkralið er á staðnum og víkingasveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til. Enn logar eldur út um glugga.
Slökkvistarfi við Ástjörn lokið
Lokið var við að slökkva gróðurelda sem loguðu í nágrenni Ástjarnar í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld.
Eldsneytisleki reyndist minni en talið var í fyrstu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Atlantsolíu við Bústaðaveg í Reykjavík á öðrum tímanum þar að tilkynnt hafði um mikinn eldsneytisleka og að þar væri biluð bensíndæla sem dældi endalaust. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins reynist lekinn mun minni, einn til tveir fermetrar voru þaktir eldsneyti.
Eldur á svölum við Skúlagötu
Eldur kviknaði í grilli á svölum íbúðar á þriðju hæð í húsi við Skúlagötu í Reykjavík nú á áttunda tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um mikinn eld og reyk og voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á staðinn. Eldurinn hafði læst sig í timburklæðningu.
Eldur í kjallaraíbúð í Hlíðasmára
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í kjallaraíbúð í Hlíðarsmára um klukkan ellefu í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út í fyrstu, en eftir að í ljós kom að eldurinn var minni en óttast var voru flestar stöðvar kallaðar til baka.
Gróðureldar eru ekkert grín
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins vill eindregið brýna fyrir fólki á öllum aldri að láta sér ekki koma til hugar að kveikja eld í sinu. Mikilvægt sé að árétta að gróðureldar eru ekkert gamanmál og illa geti ráðist við þá á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Mikill reykur í íbúð í fjölbýlishúsi
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 108 í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöld. Í dagbók lögreglu kemur fram að búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang. Upptök eldsins voru í uppþvottavél og var mikill reykur í íbúðinni. Slökkvilið reykræsti íbúðina.
Myndskeið
Þrír gróðureldar á höfuðborgarsvæðinu á einum degi
Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tólfta tímanum í gærkvöld vegna gróðurelda við Þorláksgeisla í Grafarholti. Þetta var þriðja útkallið vegna gróðurelda á einum degi.