Færslur: Slökkvilið

Eldur í húsi við Haðarstíg í miðborg Reykjavíkur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Haðarstíg í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Mikill eldur logaði þegar slökkviliðið bar að. Engan sakaði.
Miklu meiri eldsmatur en áður og hættan vaxandi
Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda, fleiri elda en ratað hafa á gróðureldalista Náttúrustofnunar Íslands frá árinu 2006. Loftslagssérfræðingur segir þurrkana undanfarið ekki óeðlilega, en að afleiðingarnar geti verið alvarlegri en áður. Bregðast þurfi við nýjum veruleika.
12.05.2021 - 12:39
Þakka snarræði vegfaranda að ekki fór illa
Tveir gróðureldar kviknuðu á svæði Brunavarna Árnessýslu í dag, en fyrri átti upptök sín við trjálund austan við Þrastarlund um klukkan tíu í morgun. Þakka megi skjótum viðbrögðum vegfaranda að ekki fór verr að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra.
Myndband
Börðust við eld í sinu og bílflökum - myndband
Um 15 til 20 slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum á Austurlandi eru í býsna umfangsmiklu verkefni við Vífilsstaði í Hróarstungu. Þar logar eldur í sinu og skógrækt sem og í nokkrum bílum. UPPFÆRT: Slökkvistarfi lauk á fyrsta tímanum og í spilaranum hér að ofan má sjá myndir frá vettvangi og heyra viðtal Rúnars Snæs Reynissonar við Harald Eðvaldsson slökkviliðsstjóra.
Myndband
Eldur í Lagarfljótsbrú – brúargólfið brunnið á kafla
Nokkrar skemmdir urðu á Lagarfljótsbrú í dag þegar rafstrengur undir brúnni ofhitnaði og kveikti í brúargólfinu. Önnur akreinin er lokuð vegna skemmda og er umferð stýrt yfir brúna. Starfsmenn ISAVIA á Egilsstaðaflugvelli skutu báti út á Lagarfljót og slökktu eldinn eftir að vegfarendur höfðu reynt að gera það sjálfir.
14.04.2021 - 15:08
Slökkviliðsmenn á bát slökktu eld í Lagarfljótsbrú
Eldur kviknaði í Lagarfljótsbrú, milli Egilsstaða og Fellabæjar, eftir hádegi í dag. Brúnni var lokað en opnað hefur verið fyrir umferð yfir hana að nýju.
14.04.2021 - 14:14
Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 
Eldur í Svartsengi truflar ekki raforkuframleiðslu
Engum var hætta búin þegar eldur kviknaði í vélarbúnaði í Orkuveri 3 hjá HS Orku í Svartsengi síðdegis í dag. Orkuverið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en starfsmenn HS Orku lokuðu svæðinu.
06.04.2021 - 19:22
Kveikt í bálkesti í leyfisleysi og banni
Tilkynning barst Brunavörnum Selfoss í kvöld um að mikinn, svartan reyk legði frá sumarhúsabyggð nærri Reykholti í Árnessýslu. Vísir greinir frá og segir mikinn viðbúnað hafa verið viðhafðan en nokkrir dælubílar, tankbíll, lögreglu- og sjúkrabíll voru sendir á vettvang. Tíu mínútum eftir að þeir lögðu af stað var þeim snúið við þar sem í ljós kom að einhver hafði kveikt í brennu.
01.04.2021 - 00:49
Slökkvilið kallað út vegna sprengingar á Grundartanga
Slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar verða á vaktinni við verksmiðju Elkem á Grundartanga fram á morgun. Útkall barst um ellefuleytið í gærkvöld vegna sprengingar í verksmiðjunni.
29.03.2021 - 01:48
Ráðherra kynnti tillögur til úrbóta í brunavörnum
Heimildir til að fjöldi fólks verði skráður á sama lögheimili verða endurskoðaðar og kannað skal hve margir búa húsnæði sem ekki er ætlað til íbúðar. Jafnramt skal skrá alla leigusamninga ásamt því sem skilgreina ber mismunandi tegundir útleigu.
Bílvelta rétt innan við Ólafsvík
Um­ferðarslys varð á Snæ­fellsnesi, um fimm kílómetra innan við Ólafs­vík, skömmu fyr­ir hádegið í dag.
28.02.2021 - 13:44
Bílar og brotajárn brunnu
Eldur kom upp í bílflökum á svæði Hringrásar á Reyðarfirði skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkviliðinu á staðnum, auk liðsauka frá Fáskrúðsfirði, tókst að varna því að eldurinn bærist í bíldekk á svæðinu.
21.02.2021 - 13:44
Vilja kaupa stafrænan þjálfunarbúnað fyrir slökkvilið
Slökkviliðið í Borgarbyggð vill kaupa sér stafrænan þjálfunarbúnað. Með slíkum tækjum má bæði spara fé og draga úr líkum á að slökkviliðsmenn fái krabbamein.
Þriðjungur slökkviliðsmanna veikur eftir bóluefnið
Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að þriðjungur starfsliðsins hafi fundið fyrir flensueinkennum eftir bóluefnissprautu gærdagsins. „Þetta eru mest venjuleg flensueinkenni, beinverkir, hiti. Þetta hefur ekki verið alvarlegt en leggst aðeins mismunandi í menn. Ég hugsa að það sé þriðjungur af mannskapnum hjá okkur sem hefur fundið fyrir einkennum sem valda þeim óþægindum.“
11.02.2021 - 18:01
Eldur logar í bílum við Álfsnesafleggjarann
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld í tveimur bílum við afleggjarann að Álfsnes í Mosfellsbæ um klukkan níu í kvöld. Tveir slökkvibílar voru sendir af stað en öðrum var fljótlega snúið við.
06.02.2021 - 21:36
Myndskeið
Sinueldur slökktur við Korpúlfsstaði
Opnað hefur verið fyrir umferð um Korpúlfsstaði og Bakkastaði að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Götunum var lokað meðan Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins glímdi við sinueld við Korpúlfsstaði, sem nú hefur verið slökktur.
Eldur í togara við Slippinn í Reykjavík
Eldur kviknaði í togara við Slippinn í Reykjavík nú síðdegis. Fjölmennt útkall slökkviliðs, sjúkrabíla og lögreglu var sent á staðinn. Samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn nú klukkan rúmlega 15 og allir komnir úr skipinu.
28.01.2021 - 15:09
Myndskeið
Íbúðarhús við Kaldasel stórskemmdist í eldi í morgun
Íbúðarhús við Kaldasel í Seljahverfi í Reykjavík stórskemmdist í eldi í morgun. Það skíðlogaði í húsinu þegar slökkvilið kom að en fyrir átta var að mestu búið að slökkva eldinn.
Eldur í íbúðarhúsi í Seljahverfi
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Kaldaseli Seljahverfi í Breiðholti þar sem íbúðarhús er alelda að sögn varðstjóra.
Óboðinn gestur í Grafarvogi og hnupl í Breiðholti
Lögreglan vísaði óvelkomnum gesti út af heimili í Grafvarvogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
Lík allra sem fórust í brunanum á Andøya fundin
Björgunarfólk hefur fundið lík allra þeirra fimm sem fórust í eldsvoðanum í Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi aðfaranótt laugardags. Ekki hafa enn verið borin kennsl á hin látnu en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 18:23
Erlent · Noregur · Evrópa · Eldsvoði · Bruni · Banaslys · Andlát · lögregla · Slökkvilið
Tvö fundin látin í brunarústum hússins á Andøya
Björgunarfólk hefur fundið tvö lík í brunarústum húss á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Ekki hafa enn verið borin kennsl á þau en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 12:22
Fjögurra barna saknað eftir húsbruna í Norður-Noregi
Fimm er saknað eftir að sumarbústaður brann til grunna í Risøyhamn á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Mikil leit stendur yfir í brunarústunum og umhverfis húsið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru fjögur þeirra sem saknað er börn undir sextán ára aldri.
16.01.2021 - 14:22
„Mjög þungir dagar“ hjá slökkviliðinu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk 147 útköll vegna sjúkraflutninga á síðasta sólarhringnum, 24 þeirra voru forgangsverkefni og níu útköll tengdust COVID-19. „Það er mjög mjög mjög mikið,“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við fréttastofu.