Færslur: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Hafði uppi óspektir og hrækti í andlit öryggisvarðar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í gærkvöld um mann sem áreitti gangandi vegfarendur í miðborginni auk þess sem hann hrelldi viðskiptavini og starfsfólk verslunar með framferði sínu. Meðal annars hrækti hann í andlit öryggisvarðar. Maðurinn var horfinn á braut þegar lögreglu bar að.
Myndskeið
Slökkviliðið bjargaði fugli sem var fastur á trjágrein
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk óvenjulegt útkall í dag þegar tilkynnt var um starra sem var fastur í trjágrein.
Álag á slökkviliðinu: „Allt vitlaust í bænum“
Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að álagið vegna skemmtanahalds í miðborg Reykjavíkur í nótt hafi verið mjög mikið.
Fjórir fluttir á slysadeild eftir rafskútuslys
Fjórir voru fluttir á slysadeild síðasta sólarhringinn eftir að hafa slasast á rafskútum. Nokkur erill hefur þá verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en það sinnti 122 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 32 forgangsútköll og rafskútuslysin fjögur teljast til þeirra.
Auka viðbúnað og búast við annasamri skemmtanahelgi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað um helgina, en um síðustu helgi var mikil ölvun í miðbænum og met sett í sjúkraflutningum. Varðstjóri segir að sjúkraflutningamenn hafi verið að jafna sig fram eftir vikunni. Hann býst við svipuðu álagi nú.
Þarf ekki að óttast um öryggi sitt
Almenningur þarf hvorki að óttast um öryggi sitt né veigra sér við að óska eftir aðstoð sjúkraliðs segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Sprenging hefur orðið í fjölda sjúkraflutninga það sem af er ári og álag á sjúkraflutningamenn aukist að sama skapi. 
„Maður er bara á bláum ljósum út um allan bæ”
Aðstoðarvarðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins man ekki eftir jafn annasamri nótt í Reykjavík og þeirri síðustu. Mikil ölvun, líkamsárásir, slys og óhöpp voru helstu verkefnin, þessa aðra helgi eftir afléttingu samkomutakmarkana. Þetta er önnur helgin þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi, en sú fyrsta eftir mánaðarmót og útborgun.
Nóttin eins og stórviðburður hjá löggu og slökkviliði
Næturvaktin var eins og stórviðburður væri í bænum, segir í færslu varðstjóra slökkviliðsins um verkefni síðasta sólarhringinn. Farið var í 122 sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og þar af voru 67 á næturvaktinni, flest vegna atvika í miðbænum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði sömuleiðis í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Metfjöldi í sjúkraflutningum
Mikill erill hefur verið í skjúkraflutningum síðasta sólarhringinn en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór 130 ferðir í gær og í nótt. Það er ekki nóg með að síðustu dagar hafi verið með drjúgasta móti hvað sjúkraflutninga varðar heldur hefur aukningin allt síðasta ár verið gríðarleg, að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, vaktstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkviliðið slökkti eld í kofa nærri Hafravatni
Slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins slökkti eld í mannlausum og ónotuðum kofa eða geymsluskúr skammt frá Hafravatni nærri Nesjavallaafleggjara í nótt.
21.06.2021 - 02:57
Hvalfjarðargöngin opin að nýju öðru sinni í kvöld
Umferð hefur verið hleypt um Hvalfjarðargöng að nýju eftir umferðaróhapp sem varð þar á tólfta tímanum.Tvisvar þurfti að loka göngunum í kvöld vegna umferðaróhappa og varðstjóri hjá slökkviliði hvetur ökumenn til aðgátar.
Hvalfjarðargöng lokuð öðru sinni í kvöld
Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna áreksturs tveggja bíla í göngunum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru tveir sjúkrabílar á leið á staðinn en hann segir allt útlit fyrir að óhappið sé minniháttar. 
Hundur numinn á brott og kona festist í fatagámi
Síðdegis í gær réðist maður nokkur inn á heimili í Kópavogi og hafði með sér hund þaðan sem hann staðhæfði að hann ætti. Lögreglu var tilkynnt um málið og hefur eftir húsráðanda að ekki sé rétt að sá sem tók hundinn eigi hann.
Eldur við blokk í Jórufelli í Breiðholti
Mikinn reyk lagði frá fjölbýlishúsi í Jórufelli í Breiðholti á tíunda tímanum eftir að kveikt var í mótorhjóli rétt við blokkina og eldur læsti sig í klæðninguna. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn klukkan 21:06 og hefur nú slökkt eldinn. Töluverður reykur barst inn í húsið og tjónið mikið. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað.
16.06.2021 - 21:31
Dólgslæti á slysadeild og bílar barðir utan
Lögregla var kölluð á slysadeildina í Fossvogi í nótt vegna manns sem lét öllum illum látum eins og það er orðað í dagbók lögreglu. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var því handtekinn.
Þyrla gæslunnar flutti slasaða konu á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til skömmu fyrir miðnætti til að flytja konu, sem féll á göngu við Flekkudalsfoss, á Landspítalann.
Eldur í bíl á Arnarnesbrú
Eldur kviknaði í bíl á Arnarnesbrú rétt eftir klukkan sex í kvöld. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið slökkvistörfum og varðstjóri hjá slökkviliðinu segir eldinn hafa verið töluverðan en að eldsupptök séu enn ókunn. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað.
Harður árekstur á Hringbraut
Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar nú á tólfta tímanum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var áreksturinn nokkuð harður og ein manneskja flutt á slysadeild.
Myndskeið
Dómurinn sendir skýr skilaboð
Eigandi starfsmannaleigu var í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi erlendra verkamanna í bráða hættu þegar hann hýsti þá við hættulegar aðstæður í iðnaðarhúsnæði. Þetta er fyrsti dómur sinnar tegundar. Slökkviliðsstjóri fagnar dómnum og segir hann senda skýr skilaboð.
Slökkviliðið kallað til eftir að skór brann í ofni
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að reykræsta íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eftir að skór brann í ofni. „Já, hann ætlaði að hita skóinn upp og víkka hann. En hann gleymdist í ofninum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. „Við höfum nú ekki lent í þessu áður, en það er alltaf eitthvað nýtt. Það var mikil lykt af þessu.“
Um 40 COVID-flutningar í tengslum við smit gærdagsins
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti síðasta sólarhringinn fjörutíu flutningum á fólki í tengslum við COVID-19 smit í Hafnarfirði sem greint var frá í gær.
Eldur á trésmíðaverkstæði í Kópavogi
Eldur kom upp í trésmíðavél á verkstæði við Dalbrekku í Kópavogi laust fyrir klukkan þrjú í dag.
29.05.2021 - 15:26
Alvarlega slösuð eftir harðan árekstur
Karlmaður á fimmtugsaldri og tvær ungar stúlkur lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi, við Leirvogstungu, um kvöldmatarleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var áreksturinn mjög harður.
Enginn COVID-flutningur í fyrsta sinn í yfir tvo mánuði
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk boð um tæplega 100 sjúkraflutninga á einum sólarhring í gær, laugardag, en enginn þeirra var svokallaður COVID-flutningur þar sem COVID-19 smitaður einstaklingur þarfnast sjúkraflutnings.
Minniháttar gróðureldar í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út sex sinnum í nótt vegna minniháttar gróðurelda. Eldur kviknaði í þrígang í grennd við Sundahöfn í Reykjavík. Slökkvistörf gengu hratt og vel og ekki var þörf á að kalla út aukamannskap.