Færslur: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Stórt útkall slökkviliðs vegna elds sem enginn var
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins brást kröftuglega við þegar tilkynnt var um líklegan eld á efri hæðum fjölbýlishúss við Kleppsveg um miðnæturbil og sendi mannskap af stað á fjórum dælubílum, einum körfubíl og tveimur sjúkrabílum, samtals 22 menn, enda kallar eldur í fjölbýlishúsi jafnan á mikinn viðbúnað.
Slökkviliðið fór í tíu COVID-19 tengd útköll í gær
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tíu COVID-19 tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhring. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins í morgun.
Eldur logar í bílum við Álfsnesafleggjarann
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld í tveimur bílum við afleggjarann að Álfsnes í Mosfellsbæ um klukkan níu í kvöld. Tveir slökkvibílar voru sendir af stað en öðrum var fljótlega snúið við.
06.02.2021 - 21:36
Slösuð kona sótt á Grímansfell
Björgunarsveitir í Mosfellsbæ og Reykjavík ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sóttu slasaða konu á Grímansfell í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag.
Myndskeið
Sinueldur við Reynisvatn
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna sinubruna við Reynisvatn í Grafarholti í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Nokkur reykur barst frá brunanum yfir nálæg hverfi en vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Myndskeið
Sinueldur slökktur við Korpúlfsstaði
Opnað hefur verið fyrir umferð um Korpúlfsstaði og Bakkastaði að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Götunum var lokað meðan Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins glímdi við sinueld við Korpúlfsstaði, sem nú hefur verið slökktur.
Mikill sinueldur við Korpúlfsstaði
Korpúlfstaðavegur er nú lokaður við Korpúlfstaði og Bakkastaði, vegna mikils sinuelds sem logar suðaustan við Staðahverfi. Útkall barst Slökkvliði höfuðborgarsvæðisins laust fyrir klukkan átta í morgun.
Handtekinn fyrir að kveikja í bíl í miðborginni
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í bíl við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöld. Að sögn varðstjóra var eldurinn ekki mikill og náði hann ekki að breiðast út. Einn dælubíll var sendur á vettvang.
Myndskeið
Bruni við Fellsmúla - slökkvistarfi lokið en mikið tjón
Slökkvistarfi í íbúð við Fellsmúla í Reykjavík er lokið. Það tók ekki langan tíma, en vinnuni var lokið um klukkan hálf níu í kvöld. Eldurinn kviknaði í íbúð á þriðju hæð í blokk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er mikið tjón í íbúðinni, en enginn slasaðist.
Viðtal
Falskir eftirlitsmenn uppgötvuðust fyrir tilviljun
Óþekktir einstaklingar þóttust vera eftirlitsmenn Matvælastofnunar og fyrirskipuðu hundagæslu að hætta starfsemi vegna meintra ágalla á starfseminni. Þetta uppgötvaðist þegar raunverulegir eftirlitsmenn komu í eftirlit skömmu síðar, segir Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunnar.
Eldur í íbúðarhúsi í Seljahverfi
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Kaldaseli Seljahverfi í Breiðholti þar sem íbúðarhús er alelda að sögn varðstjóra.
Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og eins fyrirlestrasalir á jarðhæð á Háskólatorgi. Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið. Verulegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors.
Lögregla leitar manns sem beraði sig við Seljaskóla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að hún leitaði karlmanns sem beraði á sér kynfærin fyrir framan nemendur í Seljaskóla í Breiðholti um hádegisbilið í fyrradag.
Mánuðir þar til hægt verður að nýta hluta háskólans
Jarðhæð Gimli og fyrirlestrasalir á jarðhæð Háskólatorgs, þeirra húsa Háskóla Íslands sem fóru verst út úr vatnsflaumnum í nótt, verða ónothæfar næstu mánuði. Öll kennsla sem farið hefur fram á Háskólatorgi og í Gimli verður nú rafræn.
Viðtal
Líklega hundraða milljóna tjón í Háskóla Íslands
Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að enn sé of snemmt að segja til um hversu mikið tjón hlaust í Háskóla Íslands af völdum vatnsflaums þegar kaldavatnslögn fór í sundur í nótt. „Við höfum bara hugmyndir um að það hlaupi á hundruðum milljóna. Það er gríðarlegt tjón.“ Hann telur að munir á Árnastofnun hafi sloppið. Listasafn er í sumum húsum en eftir á að skoða hvort það lenti í vatninu.
Myndskeið
Starfsemi Háskólans raskast til hádegis hið minnsta
Öll starfsemi Háskóla Íslands, kennsla, rannsóknir og þjónusta á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu liggur niðri að minnsta kosti til hádegis. Á þriðja þúsund tonna af vatni flæddi um háskólasvæðið í nótt þegar kaldavatnslögn við Suðurgötu gaf sig.
Óboðinn gestur í Grafarvogi og hnupl í Breiðholti
Lögreglan vísaði óvelkomnum gesti út af heimili í Grafvarvogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
Eldur í þvottavél í einbýlishúsi í Reykjavík
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um reyk frá einbýlishúsi í Vogahverfi Reykjavíkur nú á tólfta tímanum. Allar stöðvar voru sendar að húsinu, þar sem kom í ljós að kviknað hafði í þvottavél. Tvær stöðvar voru fljótlega sendar til baka.
„Mjög þungir dagar“ hjá slökkviliðinu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk 147 útköll vegna sjúkraflutninga á síðasta sólarhringnum, 24 þeirra voru forgangsverkefni og níu útköll tengdust COVID-19. „Það er mjög mjög mjög mikið,“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við fréttastofu.
Hafa ráðið niðurlögum eldsins í Álfsnesi
Starfsfólk Sorpu og verktakar hafa ráðið niðurlögum elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í Reykjavík undir stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
08.01.2021 - 10:44
Myndskeið
Bruni á ruslahaugum í Álfsnesi — íbúar loki gluggum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um hálfsjöleytið í morgun eftir að eldur kviknaði á ruslahaugum í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í Reykjavík. Varðstjóri slökkviliðsins segir að kviknað hafi í dekkjakurli, sem notað er til að stafla rusli, og að það hafi komið fyrir nokkrum sinnum áður. Sennilega hafi orðið sjálfsíkveikja.
08.01.2021 - 08:36
Eldur í hjólhýsi í Laugardal
Eldur kviknaði í hjólhýsi í Laugardal á sjöunda tímanum í morgun. Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að hjólhýsið hafi brunnið til ösku en engan hafi sakað. Eldsupptök eru enn ókunn.
Talsverður erill hjá lögreglu og slökkviliði
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fimmtán sinnum eftir miðnætti og átján sinnum alls til að slökkva elda í ruslagámum. Að sögn varðstjóra var aldrei hætta á ferðum og ekki varð umtalsvert tjón. Sömuleiðis var mikill erill hjá lögreglunni.
Aðgerðum slökkviliðs lokið við Lækjargötu 2a
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum við Lækjargötu 2a í Reykjavík þar til nú skömmu fyrir fréttir. Mikinn reyk lagði um ganga hússins og út um glugga sem reyndist koma frá þvottavél eða þurrkara í kjallara. Nú er unnið að því að reykræsta húsið. Húsið gereyðilagðist í bruna árið 2007 og var endurbyggt að stærstum hluta.
Eldur í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg
Eldur kom upp í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg eftir miðnættið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsinu rétt fyrir klukkan eitt. 
19.12.2020 - 01:21