Færslur: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kom upp á byggingarsvæði í Garðabæ
Eldur kom upp á byggingarsvæði í Urriðaholti um kvöldmatarleytið. Slökkvilið fór á vettvang ásamt sjúkrabíl og skömmu fyrir klukkan átta var búið að slökkva eldinn.
Sjónvarpsfrétt
„Væri til í að vera í almennilegum skóla“
Bæta þarf við útistigum og breyta gluggum til að tryggja brunavarnir í Hagaskóla í Ármúla. Stúlka í níunda bekk segist til í að geta verið í almennilegum skóla.
Nemendur Hagaskóla fluttir í Korpuskóla
Nemendur í 8. bekk Hagaskóla verða fluttir tímabundið í Korpuskóla Í Grafarvogi í þessari viku meðan leyst er úr bruna­varn­amál­um í hús­næði sem skólinn hef­ur haft til umráða í Ármúla. Þetta var niðurstaða fundar Reykjavíkurborgar með skólaráði Hagaskóla, foreldrafélagi og trúnaðarmönn­um kenn­ara og starfs­fólks.
Kennsla felld niður vegna fregna af lélegum brunavörnum
Kennsla fellur niður hjá fjögur hundruð nemendum Hagaskóla á morgun en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gert alvarlegar athugasemdir við skort á brunavörnum í bráðabirgðahúsnæði skólans að Ármúla í Reykjavík. Skólastjórnendur hafa boðað til fundar með slökkviliði og hyggjast einnig ræða við foreldra. 
Eldsvoði á Fiskislóð
Eldur kom upp í fyrirtækinu Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn seint á fjórða tímanum og var lið sent á vettvang frá öllum stöðvum, 18 manns á fjórum bílum. Uppfært: Búið er að slökkva eldinn og unnið að því að rífa þak til að tryggja að hvorki eldur né glóð leynist í klæðningu.
Fjórir á slysadeild eftir bílveltu
Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar eftir bílveltu við Kleifarvatn á tólfta tímanum í gærkvöld. Að sögn varðstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru allir með beltin spennt þegar bíllinn valt. Einn kenndi sér meins eftir veltuna en hinir þrír fundu ekki fyrir neinum sérstökum meiðslum, en ákveðið var að flytja þá alla til aðhlynningar.
Kviknaði í sorptunnum við leikskólann Grandaborg
Eldur kom upp í sorptunnum við leikskólann Grandaborg upp úr klukkan sex í kvöld. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eyðilögðust sorptunnurnar og skýli sem þær stóðu í.
Börn kveiktu í viðbyggingu St. Jósefsspítala
Kveikt var í þaki viðbyggingar St. Jósefsspítala við Suðurgötu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ósakhæf börn, yngri en 15 ára, hafa játað verknaðinn eftir samtöl við lögreglu að viðstöddum forráðamönnum og fulltrúum barnaverndar.
Myndskeið
Slökkvistarfi lokið í Hafnarfirði - grunur um íkveikju
Slökkvistarfi í tengibyggingu við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp á ellefta tímanum í kvöld, lauk nú seint á tólfta tímanum og eru slökkviliðsmenn að ganga frá og búa sig undir brottför, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið nær fullvíst að kveikt hafi verið í húsinu, sem til stóð að rífa í fyrramálið. Engar skemmdir urðu á aðalbyggingunni, sem nú hýsir Lífsgæðasetur St. Jó.
Eldsvoði við Suðurgötu í Hafnarfirði
Eldur logar í tengibyggingu við St. Jósefsspítalann við Suðurgötu í Hafnarfirði, þar sem áður var leikskóli. Eldurinn hefur læst sig í þak hússins og mikinn reyk leggur frá honum. Fjölmennt slökkvilið er að störfum á vettvangi en fyrstu bílar voru sendir af stað klukkan 22.35 og var eldur þegar orðinn töluverður þegar að var komið.
Eldur kom upp í Selvogsgrunni
Slökkvilið frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að þriggja hæða fjölbýlishúsi í Selvogsgrunni í Reykjavík um klukkan níu í kvöld þar sem eldur kom upp í þaki.
Eldur í hesthúsi í Hafnarfirði
Eldur braust út í hesthúsi í hesthúsahverfi í Hafnarfirði í morgun. Tvö hross voru á bás í húsinu þegar eldurinn kviknaði en nærstöddum tókst að koma þeim út í tæka tíð.
Tveir dælubílar sendir á vettvang
Tilkynnt var um reyk við Háaleitisbraut í Reykjavík um tólfleitið í dag. Tveir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á vettvang.
Bruni í Úlfarsárdal
Eldsvoði kom upp í Úlfarsárdal rétt í þessu. Svo virðist vera sem að kviknað hafi í húsi.
Eldur í verslun í Skútuvogi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að ljúka störfum í Skútuvogi þar sem eldur kviknaði í verslun í kvöld. Menn og bílar frá öllum stöðvum voru sendir á vettvang, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Eldurinn kviknaði í húsnæði verslunarinnar Tunglskin og rafskútuleigunnar OSS og logaði glatt þegar að var komið, að sögn varðstjórans.
Fimm flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun
Fimm einstaklingar voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Enginn var inni í herberginu þegar slökkvilið kom á staðinn.
Eldur kviknaði í bakhúsi í Kvosinni
Eldur kom upp í bakhúsi veitingastaðar við Kvosina á Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tvö í dag.
Tveir handteknir grunaðir um íkveikju
Einn bíll á vegum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sendur laust eftir klukkan þrjú í nótt til að slökkva eld í vinnuskúr í Elliðaárdal fyrir neðan Árbæjarhverfi.
Mikill viðbúnaður vegna barns sem féll í Hafravatn
Mikill viðbúnaður var við Hafravatn í kvöld vegna tíu ára gamallar stúlku sem féll úr kajak ofan í Hafravatn. Slökkviðliðsbíll, tveir sjúkrabílar og kafarar voru sendir á vettvang um leið og útkallið barst.Stúlkan var í björgunarvesti er hún féll útbyrðis.
Keyrði á sjúkrabíl á Miklubraut
Sjúkrabíll lenti í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar skömmu eftir hádegi í dag.
Brunalyktin reyndist koma úr sígarettustubbum
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á fyrsta tímanum í dag um brunalykt í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Reykjavík.
Björgunarmiðstöð byggð á 30 þúsund fermetra lóð
Björgunarmiðstöðin verður á svæði milli Kleppssvæðisins og Holtagarða. Áætluð þörf fyrir starfsemina er talin um 26 þúsund fermetrar. Dómsmálaráðherra segir að þetta sé risaskref inn í framtíðina.
1.868 búa í atvinnuhúsum - Aðbúnaður Íslendinga skárri
Alls búa 1.868 manns í atvinnuhúsnæði á Íslandi, samkvæmt nýrri samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar af eru 19 börn. Margir þeirra búa við óviðunandi brunavarnir.
Eldur brann og sprengingar kváðu við
Laust fyrir klukkan fimm í nótt barst tilkynning um eld og sprengingar í bílskúr við Stóragerði. Þegar slökkvilið kom á staðinn kváðu enn við sprengingar og svartur reykur barst frá skúrnum.
Maðurinn fundinn
Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda í Vesturbænum rétt fyrir klukkan sex. Slökkviliðsbílar, fjórir sjúkrabílar, kafarar og lögreglubílar voru sendir á staðinn.