Færslur: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Keyrði á sjúkrabíl á Miklubraut
Sjúkrabíll lenti í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar skömmu eftir hádegi í dag.
Brunalyktin reyndist koma úr sígarettustubbum
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á fyrsta tímanum í dag um brunalykt í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Reykjavík.
Björgunarmiðstöð byggð á 30 þúsund fermetra lóð
Björgunarmiðstöðin verður á svæði milli Kleppssvæðisins og Holtagarða. Áætluð þörf fyrir starfsemina er talin um 26 þúsund fermetrar. Dómsmálaráðherra segir að þetta sé risaskref inn í framtíðina.
1.868 búa í atvinnuhúsum - Aðbúnaður Íslendinga skárri
Alls búa 1.868 manns í atvinnuhúsnæði á Íslandi, samkvæmt nýrri samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar af eru 19 börn. Margir þeirra búa við óviðunandi brunavarnir.
Eldur brann og sprengingar kváðu við
Laust fyrir klukkan fimm í nótt barst tilkynning um eld og sprengingar í bílskúr við Stóragerði. Þegar slökkvilið kom á staðinn kváðu enn við sprengingar og svartur reykur barst frá skúrnum.
Maðurinn fundinn
Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda í Vesturbænum rétt fyrir klukkan sex. Slökkviliðsbílar, fjórir sjúkrabílar, kafarar og lögreglubílar voru sendir á staðinn.
Viðtal
Óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði færri og skárri
Minna er um búsetu í óleyfisíbúðum í atvinnuhúsnæði og ástand þess er skrárra en starfsmenn Alþýðusambandsins óttuðust. Þetta segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Í fyrrinótt kviknaði eldur í iðnaðarhúsnæði þar sem fjórtán manns voru inni í íbúðum. Engan sakaði. Drífa segir að tíu manna teymi hafi farið í vettvangsverðir í ósamþykktar íbúðir í atvinnuhúsnæði til að kanna aðbúnað, brunavarnir og ræða við íbúa. 
Myndband
Húsið sem brann var ekki samþykkt sem íbúðarhús
Húsið sem brann í Auðbrekku í Kópavogi í nótt er ekki samþykkt sem íbúðarhús, heldur sem iðnaðarhúsnæði. Fjórtán manns voru inni í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang, en engan sakaði. Íbúar hússins eru af erlendum uppruna. Einn er í haldi lögreglu vegna málsins, grunaður um íkveikju.
Ekki ljóst hvort íbúðir í húsinu voru samþykktar
Einn hefur verið handtekinn, grunaður um íkveikju, eftir að eldur kviknaði í tveggja hæða húsi við Auðbrekku í Kópavogi í nótt. Eldurinn var allmikill og tók slökkvistarf um þrjár klukkustundir. Í húsinu voru áður skrifstofur en nú eru þar leiguíbúðir. Ekki hefur fengist staðfest hvort íbúðirnar séu samþykktar.
Eldur í íbúðarhúsi í Kópavogi
Engan sakaði þegar eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsnæði í Auðbrekku í Kópavogi um þrjúleytið í nótt. Menn og bílar frá öllum stöðvum voru sendir á staðinn og lagði mikinn reyk frá húsinu þegar slökkvilið kom að. Þegar búið var að meta umfang eldsins og ganga úr skugga um að allir væru komnir heilu og höldnu út úr brennandi húsinu var hluti liðsins sendur aftur heim á stöð, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Olíuleki í Elliðaárvogi
Olíuleki uppgötvaðist í kvöld við smábátahöfn Snarfara í Elliðaárvogi. Samkvæmt varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins virðist lekinn stafa frá olíudælu við höfnina. Hann sé að líkindum ekki mikill en hafi mögulega staðið nokkuð lengi og nokkur flekkur því myndast í höfninni. Verið er að skoða aðstæður og er fólk frá Faxaflóahöfnum og heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur á vettvangi, auk dælubíls og mannskaps frá slökkiviliðinu.
Myndskeið
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur
Þrír voru fluttir á slysadeild nú um klukkan sex eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklurbautar.
Foktjón, vatnstjón, eldur í bíl og 30 sjúkraflutningar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins stóð í ströngu í gærkvöld og nótt og sinnti 25 útköllum vegna veðurs og vatnstjóns og einum eldsvoða auk um 30 sjúkraflutninga.
Eldur í vélageymslu nærri Sundahöfn
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk og eld í stórri vélageymslu nærri Sundahöfn á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu fór mannskapur frá öllum stöðvum á vettvang á fjórum dælubílum. Mikill reykur var þar í stóru rými en með hjálp hitamyndavélar tókst fljótlega að finna eldinn, sem bundinn var við eina vinnuvél. Vel gekk að slökkva eldinn og að því loknu voru allar dyr opnaðar og reykræst eins og kostur var.
Stóraukið álag og þörf á frekari styrkingu
Fjórðungi fleiri sjúkrabílsboðanir bárust slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári en árið 2020 og voru sjúkraflutningar sem tengdust COVID-19 nærri tvöfalt fleiri. Slökkviliðsstjóri segir álagið gríðarlegt.
Tveir brunar með viku millibili við Elliðavatn
Tveir sumarbústaðir hafa brunnið með viku millibili suðaustanmegin við Elliðavatn. Síðari bústaðurinn brann í nótt og var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.
04.01.2022 - 09:26
Alelda sumarbústaður látinn brenna niður í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í sumarbústað við Elliðavatn. Þetta segir í færslu frá slökkviliðinu á Facebook.
04.01.2022 - 06:41
Sjónvarpsfrétt
Hundruð sinuelda af völdum skotelda
Þótt brennur væru bannaðar þessi áramót þá hefur sjaldan brunnið eins mikið á Suður- og Vesturlandi. Neistar úr skoteldum og óleyfisbrennum kveiktu þar hundruð sinuelda sem slökkvilið börðust við í alla nótt. 
Eldur í ónýtum sumarbústað við Elliðavatn
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld í gömlum og ónýtum sumarbústað við Elliðavatn um þrjúleytið í nótt. Mannskapur var sendur á vettvang af einni stöð, með tankbíl og dælubíl. Bústaðurinn var alelda þegar að var komið og var honum leyft að brenna niður. Hann stóð á mörkum vatnsverndarsvæðis og ekki þykir ráðlegt að dæla miklu vatni á brennandi mannvirki á slíkum stað ef hjá því verður komist, til að draga úr mengunarhættu.
Myndskeið
Eldur í bílageymslu í Seljahverfi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan tvö vegna eldsvoða í bílageymslu í Seljahverfi í Reykjavík. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu berst svartur reykur út úr bílageymslunni og eldtungur hafa teygt sig út um glugga.
Eldur kviknaði út frá kertaskreytingum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í tvö útköll í morgun vegna elds sem kviknaði út frá kertum. Engin slys urðu á fólki en tjón varð á húsbúnaði á báðum stöðum.
25.12.2021 - 17:33
Semja við einkaaðila um covid-flutninga í fyrsta sinn
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line um að flytja covid-sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu. Það er ætlað til þess að létta á álagi á Slökkviliðið sem hefur séð um alla covid flutninga fram þessu. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem samið er við einkafyrirtæki til þess að sjá um flutningana.
Leit hætt við Hafnarfjarðarhöfn - enginn fór í sjóinn
Leit hefur verið hætt í og við Hafnarfjarðarhöfn, þar sem óttast var að einstaklingur hefði farið í sjóinn við Norðurbakkann. Leitinni var hætt á fyrsta tímanum í nótt þegar viðkomandi fannst heill á húfi, fjarri höfninni, og reyndist ekki hafa farið í sjóinn yfirhöfuð.
Óttast að maður hafi farið í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn
Lögregla og Slökkvilið höfuðborgarasvæðisins er með talsverðan viðbúnað á Norðurbakka við Hafnarfjarðarhöfn, þar sem óttast er að maður hafi farið í sjóinn.
Slökkviliðsmaður bjargaði ketti úr tré
Gráleitum klifurketti var bjargað í gærkvöld úr um tíu metra háu tré sem hann treysti sér ekki niður úr. Á Facebooksíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að kötturinn hafi dúsað í trénu í um það bil sólarhring og bar sig nokkuð illa. Hann ríghélt sér í slökkviliðsmanninn sem hélt á honum niður, en lét sig svo hverfa út í myrkrið.