Færslur: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og eins fyrirlestrasalir á jarðhæð á Háskólatorgi. Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið. Verulegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors.
Lögregla leitar manns sem beraði sig við Seljaskóla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að hún leitaði karlmanns sem beraði á sér kynfærin fyrir framan nemendur í Seljaskóla í Breiðholti um hádegisbilið í fyrradag.
Mánuðir þar til hægt verður að nýta hluta háskólans
Jarðhæð Gimli og fyrirlestrasalir á jarðhæð Háskólatorgs, þeirra húsa Háskóla Íslands sem fóru verst út úr vatnsflaumnum í nótt, verða ónothæfar næstu mánuði. Öll kennsla sem farið hefur fram á Háskólatorgi og í Gimli verður nú rafræn.
Viðtal
Líklega hundraða milljóna tjón í Háskóla Íslands
Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að enn sé of snemmt að segja til um hversu mikið tjón hlaust í Háskóla Íslands af völdum vatnsflaums þegar kaldavatnslögn fór í sundur í nótt. „Við höfum bara hugmyndir um að það hlaupi á hundruðum milljóna. Það er gríðarlegt tjón.“ Hann telur að munir á Árnastofnun hafi sloppið. Listasafn er í sumum húsum en eftir á að skoða hvort það lenti í vatninu.
Myndskeið
Starfsemi Háskólans raskast til hádegis hið minnsta
Öll starfsemi Háskóla Íslands, kennsla, rannsóknir og þjónusta á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu liggur niðri að minnsta kosti til hádegis. Á þriðja þúsund tonna af vatni flæddi um háskólasvæðið í nótt þegar kaldavatnslögn við Suðurgötu gaf sig.
Óboðinn gestur í Grafarvogi og hnupl í Breiðholti
Lögreglan vísaði óvelkomnum gesti út af heimili í Grafvarvogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
Eldur í þvottavél í einbýlishúsi í Reykjavík
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um reyk frá einbýlishúsi í Vogahverfi Reykjavíkur nú á tólfta tímanum. Allar stöðvar voru sendar að húsinu, þar sem kom í ljós að kviknað hafði í þvottavél. Tvær stöðvar voru fljótlega sendar til baka.
„Mjög þungir dagar“ hjá slökkviliðinu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk 147 útköll vegna sjúkraflutninga á síðasta sólarhringnum, 24 þeirra voru forgangsverkefni og níu útköll tengdust COVID-19. „Það er mjög mjög mjög mikið,“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við fréttastofu.
Hafa ráðið niðurlögum eldsins í Álfsnesi
Starfsfólk Sorpu og verktakar hafa ráðið niðurlögum elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í Reykjavík undir stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
08.01.2021 - 10:44
Myndskeið
Bruni á ruslahaugum í Álfsnesi — íbúar loki gluggum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um hálfsjöleytið í morgun eftir að eldur kviknaði á ruslahaugum í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í Reykjavík. Varðstjóri slökkviliðsins segir að kviknað hafi í dekkjakurli, sem notað er til að stafla rusli, og að það hafi komið fyrir nokkrum sinnum áður. Sennilega hafi orðið sjálfsíkveikja.
08.01.2021 - 08:36
Eldur í hjólhýsi í Laugardal
Eldur kviknaði í hjólhýsi í Laugardal á sjöunda tímanum í morgun. Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að hjólhýsið hafi brunnið til ösku en engan hafi sakað. Eldsupptök eru enn ókunn.
Talsverður erill hjá lögreglu og slökkviliði
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fimmtán sinnum eftir miðnætti og átján sinnum alls til að slökkva elda í ruslagámum. Að sögn varðstjóra var aldrei hætta á ferðum og ekki varð umtalsvert tjón. Sömuleiðis var mikill erill hjá lögreglunni.
Aðgerðum slökkviliðs lokið við Lækjargötu 2a
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum við Lækjargötu 2a í Reykjavík þar til nú skömmu fyrir fréttir. Mikinn reyk lagði um ganga hússins og út um glugga sem reyndist koma frá þvottavél eða þurrkara í kjallara. Nú er unnið að því að reykræsta húsið. Húsið gereyðilagðist í bruna árið 2007 og var endurbyggt að stærstum hluta.
Eldur í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg
Eldur kom upp í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg eftir miðnættið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsinu rétt fyrir klukkan eitt. 
19.12.2020 - 01:21
Kviknaði í kertaskreytingu í Vesturbæ Reykjavíkur
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nú á áttunda tímanum vegna reyks í fjölbýlishúsi í Hagahverfi í Vesturbæ Reykjavíkur. Vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir að kviknað hafi í kertaskreytingu á borði og reykur borist fram í sameignina. Reykurinn hafi verið minni háttar og tjón einnig aðeins minni háttar. Slökkviliðið hafi hleypt reyknum út og verkinu sé lokið.
113 sjúkraflutningar og 17 tengdir COVID-19
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór 113 sjúkraflutningaferðir síðasta sólarhringinn og 17 af þeim voru tengdar COVID-19. Dælubílar slökkviliðsins þurftu að sinna þremur verkefnum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það sé ekki óvenjulegt að fjöldi sjúkraflutninga fari yfir hundrað á sólarhring, enda hafi verið mikið annríki hjá slökkviliðinu í allt haust.
Myndskeið
Eldur í jólaskrauti í Kópavogi
Minniháttar tjón varð þegar eldur kviknaði út frá jólaskreytingu í bílskúr við íbúðahús á Nýbýlavegi í hádeginu í dag. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, að sögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og barst hann ekki í aðrar byggingar.
Eldur kviknaði út frá jólaskreytingu – minniháttar tjón
Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent að íbúðahúsnæði á Nýbýlavegi í Kópavogi skömmu fyrir klukkan hálf eitt. Vel gekk að slökkva eldinn, sem kviknaði út frá jólaskreytingu og varð minniháttar tjón af.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins reykræsti bát
Reykkafarar Slökkviliðs höfuð­borgar­svæðisins þurftu fóru á ellefta tímanum í gærkvöldi að fara um borð í bát sem liggur við festar við Grandagarð.
Eldur í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal
Eldur kviknaði á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Urðarbrunn í Úlfarsárdal í Reykjavík rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að engan hafi sakað, enda hafi enginn verið inni í íbúðinni. Það hafi tekið nokkrar mínútur að slökkva eldinn.
Myndskeið
Slökktu eld í bíl í Ártúnsbrekku
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk nú um klukkan sjö tilkynningu um að eldur logaði í bíl í Ártúnsbrekku.
Metfjöldi sjúkraflutninga í október
Sjúkrabílar hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru boðaðir í 30% fleiri útköll í október, samanborið við sama mánuð í fyrra.
Hundarnir fjórir braggast vel
Fjórir hundar, sem bjargað var meðvitundarlausum úr brennandi húsi í Kórahverfi í Kópavogi í gær, braggast vel. Sex hundar drápust í brunanum.
28.10.2020 - 15:39
Eldurinn kviknaði út frá potti
Talið er kviknað hafi í einbýlishúsi við Stararima í Grafarvogi í gær út frá potti sem verið var að elda mat í á eldavél. Mjög miklar skemmdir urðu á húsinu og það er líklega ónýtt.
Borgin ætlar ekki að bíða lengur með að rífa húsið
Ekki er óhætt að bíða lengur með að rífa húsið við Bræðraborgarstíg 1 sem brann í sumar. Þetta er mat byggingarfulltrúa borgarinnar sem segir að húsið hafi ekki verið rifið því lögregla hafi ekki svarað fyrirspurnum borgarinnar. Hann segir húsið hættulegt og óttast að það fjúki í næstu lægð.