Færslur: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur og vatnsflaumur í Borgaskóla
Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöld. Brunaviðvörunarkerfi og úðakerfi skólans voru í gangi þegar slökkvilið kom á vettvang, en líklegt er talið að kviknað hafi í ofni í hannyrðastofu.
Kona lést í bruna í Hafnarfirði í nótt
Kona á sjötugsaldri lést eftir að eldur kom upp í íbúð í Hafnarfirði í nótt, en slökkviliðið fékk tilkynningu um eld rétt fyrir klukkan tvö. 
Slökktu eld í hjólhýsi í Mosfellsbæ
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á níunda tímanum í morgun eftir að tilkynning barst um eld í hjólhýsi í Mosfellsbæ.
Myndband
Eldur í íbúðarhúsi við Arnarsmára í Kópavogi
Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað til en að sögn varðstjóra var eldur mjög lítill og skamma stund tók að slökkva hann.
Sjónvarpsfrétt
Í dag var hlaupið til góðs
Í dag átti Reykjavíkurmaraþonið að fara fram eftir að því var frestað frá 20. ágúst þegar upprunalega átti að hlaupa. Mörg góðgerðarfélög og smærri hópar og einstaklingar nýttu daginn í daginn í dag til að láta gott af sér leiða.
Hópslagsmál í Kópavogi og bruni í Reykjavík
Tilkynnt var um hópslagsmál í Kópavogi þar sem hópur ungmenna tókst á. Hópurinn leystist upp þegar lögregla mætti á staðinn. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en alls eru tæplega hundrað mál skráð í dagbók hennar.
Telja upptök brunans vera ofhitnun rafhlöðu í rafskútu
Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir líklegt að upptök brunans í Bríetartúni fyrr í kvöld, megi rekja til rafskútu. Þá bendi aðstæður í húsinu til þess að sprenging hafi orðið, sem gæti hafa verið rafhlaða sem ofhitnaði.
Eldur í íbúðarhúsi á Týsgötu
Allt tiltækt slökkvilið var kallað til rétt fyrir klukkan tvö vegna elds í íbúðarhúsi á Týsgötu í Reykjavík. Reyk leggur frá húsinu.
Eldur reyndist vera bjarmi frá lampa
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent af stað skömmu eftir miðnætti vegna tilkynningar um eld Árbæjarhverfi. Þegar til kom reyndist eldurinn vera bjarmi frá lampa og því var allt lið afturkallað.
Bíll rann út í sjó í Nauthólsvík
Engan sakaði þegar fólksbíll rann út í sjó í Nauthólsvík rétt eftir klukkan sjö í kvöld. Einn var bílnum sem rann niður ramp sem notaður er til að sjósetja báta. Maðurinn kom sér sjálfur í land.
Eldur í herbergi við Hátún í Reykjavík
Eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík í kvöld. Slökkvilið var kallað til upp úr klukkan ellefu og gekk greiðlega að slökkva eldinn að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Björguðu hesti sem festist í flórgati
Eitt útkall slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn fólst í því að bjarga hesti sem sat fastur í flórgati. Hesturinn var hálfur ofan í haughúsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Björgunin tókst vel og slapp hesturinn vel þrátt fyrir nokkurn stirðleika og bólgur í kroppi hestsins eftir uppákomuna. 
Féll tíu metra niður í húsgrunn
Maður féll tíu metra til jarðar niður í húsgrunn á byggingarsvæði í Katrínartúni í morgun. Þetta staðfestir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.
Nota hraðpróf til að vernda viðbragðsaðila
Hraðgreiningarpróf er bara eitt af þeim verkfærum sem við notum til að koma í veg fyrir smit inn á vinnustaðina, segir deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðið hefur boðið starfsfólki sínu upp á hraðgreiningarpróf síðustu vikur.
Sjúkraflutningamenn „stóðu á haus“ í gærkvöld
Mikið annríki hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhring en það fór í alls 171 sjúkraflutning, þar af voru 56 útköll tengd kórónuveirunni og 26 forgangsútköll. Þá barst tilkynning um átta leytið í gærkvöld um göngumann sem hafði fótbrotnað á Móskarðshnjúkum. Flogið var með manninn á slysadeild Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 
Hafa fimm bíla fyrir minna veika covid-sjúklinga
Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, vonast til að álag við sjúkraflutninga covid-smitaðra verði ekki mikið meira. Flutningar smitaðra sem ekki þurfa umönnun, en þarf að koma í einangrun, hafa verið töluverðir í fjórðu bylgju faraldursins. Það stendur þó ekki til að breyta fyrirkomulagi covid-flutninga.
Sjúkrabílar sinntu 111 útköllum í gær
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fagnar því á Facebook-síðu sinni að sinna hafi þurft færri útköllum í gær en fyrri daga. Sjúkrabílar SHS fóru í 111 útköll, þar af 28 forgangsútköll í gær en degi áður voru flutningar sjúkrabíla 177 talsins.
Erilsamur sólarhringur í sjúkraflutningum
Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöld og í nótt. Það fór í alls 169 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring, þar af voru 57 flutningar á sjúklingum með COVID-19.
35 fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhring, en alls voru 35 manns fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19. Þar af voru tólf fluttir vegna COVID-19 í nótt.
Talsverðar skemmdir eftir bruna í risíbúð í Hafnarfirði
Eldur kom upp í risíbúð við Hringbraut í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var einskorðaður við þessa einu íbúð í húsinu.
Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
Erilsamur sólarhringur að baki hjá Slökkviliðinu
Talsverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins undanfarinn sólarhring. Liðið fór í um 156 sjúkraflutninga, 32 forgangsútköll og 29 vegna COVID-19. Nokkuð var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöld og í nótt.
Mótorhjólaslys skammt frá Rauðhólum
Mótorhjólaslys varð á Suðurlandsvegi, skammt frá Rauðhólum, rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Einn slasaðist og hefur hann verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þetta staðfestir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Metfjöldi sjúkraflutninga hjá slökkviliðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhringinn og sinnti samtals 186 sjúkraflutningum. Þar af voru 48 covid-flutningar og 30 forgangsflutningar.