Færslur: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Hundarnir fjórir braggast vel
Fjórir hundar, sem bjargað var meðvitundarlausum úr brennandi húsi í Kórahverfi í Kópavogi í gær, braggast vel. Sex hundar drápust í brunanum.
28.10.2020 - 15:39
Eldurinn kviknaði út frá potti
Talið er kviknað hafi í einbýlishúsi við Stararima í Grafarvogi í gær út frá potti sem verið var að elda mat í á eldavél. Mjög miklar skemmdir urðu á húsinu og það er líklega ónýtt.
Borgin ætlar ekki að bíða lengur með að rífa húsið
Ekki er óhætt að bíða lengur með að rífa húsið við Bræðraborgarstíg 1 sem brann í sumar. Þetta er mat byggingarfulltrúa borgarinnar sem segir að húsið hafi ekki verið rifið því lögregla hafi ekki svarað fyrirspurnum borgarinnar. Hann segir húsið hættulegt og óttast að það fjúki í næstu lægð.
Hafa lokið rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið við rannsókn á bruna í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík 25. júní í sumar. Þrír létust í brunanum og karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða þeirra og gert tilraun til að drepa tíu til viðbótar.
Komst út úr brennandi kjallaraíbúð
Maður var fluttur á sjúkrahús með reykeitrun í nótt eftir eldsvoða í kjallaraíbúð við Samtún í Reykjavík. Þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn hafði maðurinn komist sjálfur út og enginn annar var í húsinu.
15.10.2020 - 07:32
Dæmi um að brunavarnir víki fyrir sóttvörnum
Starfsmenn forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa rekist á það að undanförnu að þegar fyrirtæki eða stofnanir skipta vinnustöðum upp í sóttvarnahólf, þá séu dæmi um að brunavörnum sé fórnað og meðal annars lokað fyrir neyðarútganga.
Metfjöldi sjúkraflutninga vegna COVID
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er farið að finna verulega fyrir auknu álagi vegna sjúkraflutninga sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.
30 útköll vegna COVID og eldur í lyftara á vörulager
Síðasti sólarhringur var annasamur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 124 sjúkraflutningum var sinnt, en af þeim voru 23 forgangsflutningar og 30 verkefni tengd COVID-19. 
Fæddi stúlkubarn á slökkvistöðinni í Skógarhlíð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk heldur óvænta heimsókn í gærkvöld þegar boð barst frá ljósmóður á Landspítala um að von væri á barnshafandi konu sem væri í þann mund að eignast barn.
Sjúkraflutningamenn tóku á móti barni í Grafarvogi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti 111 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. 26 þeirra voru forgangsverkefni og einn flutningur var vegna COVID-19.
Manni bjargað úr sjónum við Hörpu
Manni var bjargað úr sjónum við Hörpu á ellefta tímanum í kvöld. Tilkynning um atvikið barst rétt fyrir tíu.
Tugmilljóna tjón í brunanum hjá Esju
Tug milljóna tjón varð hjá kjötvinnslunni Esja gæðafæði, þegar eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins á Bitruhálsi á miðvikudag.
Viðtal
Eldur kviknaði út frá gasgrilli
Eldur kviknaði út frá gasgrilli á svölum á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrr í kvöld. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að einn hafi verið fluttur til skoðunar á slysadeild en sennilega hafi honum ekki orðið meint af.