Færslur: Slökkvilið Akureyrar

Sjónvarpsfrétt
Huga að brunavörnum á Hömrum og í Kjarnaskógi
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri segir orðið tímabært að huga að brunavörnum í Kjarnaskógi og nærliggjandi umhverfi. Vinnuhópur hefur verið stofnaður í því skyni.
20.06.2022 - 15:30
Fyrsti nýi björgunarstigabíll landsins afhentur
Stigabíllinn var formlega afhentur Slökkviliðinu á Akureyri í vikunni en hann er fullkominn stigabíll frá framleiðandanum Echelles Riffaud í Frakklandi. Þetta er fyrsti nýi björgunarstigabíllinn sem íslenskt slökkvilið festir kaup á en Brunavarnir Árnessýslu fengu raunar sams konar bíl sem verður tekin í notkun á allra næstu dögum.
28.04.2022 - 14:06
Talsvert vatnstjón í ráðhúsinu á Akureyri
Talsvert tjón varð þegar vatnskrani í eldhúsi á fjórðu hæð ráðhússins á Akureyri gaf sig í nótt og vatn rann milli hæða.
07.12.2021 - 09:18
Viðtal
Bjargaði meðvitundarlausum starfsmanni á Old Trafford
Gunnar Rúnar Ólafsson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, gleymir seint skoðunarferð á fótboltavöllinn Old Trafford í Manchester í byrjun mánaðarins. Þar bjargaði hann manni í andnauð sem féll meðvitundarlaus niður á leikvanginum.
21.10.2021 - 13:54
Sinubruni við Lundeyri á Akureyri
Slökkvilið Akureyrar var kallað út upp úr ellefu vegna sinubruna við Lundeyri í norðanverðu Holtahverfi.
26.05.2021 - 11:40
Bíll eyðilagðist í eldi á Akureyri
Tilkynning barst um eld í bifreið í Múlasíðu á Akureyri um fjögurleytið í nótt. Einn dælubíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabifreið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri var bíllinn alelda þegar að var komið og eldurinn farinn að teygja sig í næsta bíl og valda á honum skemmdum. Slökkvistarf gekk greiðlega og lauk fyrir klukkan fimm. Bíllinn sem kviknaði í er gjörónýtur en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu sakaði engan og hætta steðjaði hvorki að fólki né mannvirkjum.
23.03.2021 - 06:23
Myndband
Slökkvistöðin rafmagnslaus þegar útkall kom á Akureyri
Slökkviliðinu á Akureyri tókst að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Rafmagn fór af stórum hluta bæjarins, þar á meðal slökkvistöðinni, eftir að eldurinn komst í spennistöð í kjallara skólans.
07.01.2021 - 01:44
Slökkvilið réð niðurlögum elds í Glerárskóla á Akureyri
Slökkviliðinu á Akureyri hefur tekist að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Að sögn Ólafs Stefánssonar slökkviliðsstjóra er verið að reykræsta húsið en mikinn reyk leggur enn frá byggingunni.
07.01.2021 - 00:32
Eldur í fyrirtæki á Akureyri
Eldur kom upp í þvottahúsinu Grandþvotti á Akureyri í morgun. Slökkvilið Akureyrar var kallað út rétt upp úr átta og var þá talsverður eldur á afmörkuðum stað í húsinu.
02.12.2020 - 09:03
Myndskeið
Eldur í mannlausum bíl á Akureyri
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á Akureyri á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn var á bílastæði fyrir utan fjölbýlishús. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn er þó mikið skemmdur, eða jafnvel ónýtur, eins og sjá má á myndum sem Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV, náði á vettvangi.
11.10.2020 - 23:08
Alelda bíll á Akureyri
Það kviknaði í bifreið á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Bíllinn var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang skömmu eftir útkall og hafði eldurinn þá læst sig í nærliggjandi bíl.
07.08.2020 - 16:16
Telja að kviknað hafi í þurrkara og eldur breiðst út
Rannsókn á eldsupptökum í einu elsta íbúðarhúsi á Akureyri í síðasta mánuði, þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést, er ekki lokið. Grunur beinist að þurrkara í húsinu.
09.06.2020 - 11:41
Nágranni heyrði í reykskynjara og tók til sinna ráða
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út skömmu eftir hádegi vegna reyks sem barst úr íbúð í Norðurgötu. Pottur gleymdist á eldavél í mannlausri íbúð.
06.06.2020 - 13:43
Sérútbúnir slökkvibílar fyrir Vaðlaheiðargöng
Tveir sérútbúnir slökkvibílar til að fást við eld í jarðgöngum hafa verið teknir í notkun beggja vegna Vaðlaheiðarganga. Bílarnir eru þeir einu sinnar tegundar og kosta samtals um 80 milljónir króna.
Sérstök COVID-19 vél sér um sjúkraflug
Ein sjúkraflugvél á vegum Mýflugs sér alfarið um að fljúga með sjúklinga sem grunað er að séu smitaðir af kórónuveirunni eða eru með staðfest smit.
01.04.2020 - 07:23