Færslur: Sláturhús

„Örsláturhús eru framtíðin“
Aðeins þrjú lögbýli eru með rekstrarleyfi fyrir svokölluð örsláturhús hér á landi en leyfi fyrir þeim var fyrst veitt í vor. Bændur einna þessara býla bjóða nú öðrum bændum ókeypis ráðgjöf við að koma sé upp aðstöðu og segja framtíðina vera í örslátrun. 
16.03.2022 - 15:23
Íhuga að hraðprófa starfsmenn í sláturtíð
Sláturleyfishafar segja snúið að manna komandi sláturtíð. Dræmar viðtökur hafa verið við atvinnuauglýsingum hér innanlands. Þá fylgja því töluverðar áskoranir að fá erlent vinnuafl í heimsfaraldri. Hjá Norðlenska er til skoðunar að hraðprófa fyrir veirunni.
Leitar umsagna vegna samruna Kjarnafæðis og Norðlenska
Samkeppniseftirlitið hefur nú óskað eftir sjónarmiðum þeirra sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna fyrirhugaðs samruna Norðlenska og Kjarnafæðis. Aðgangur er gefinn að samrunaskrá og horft verður bæði til hagsmuna bænda og neytenda við mat á samrunanum.
15.10.2020 - 17:29
Segir afurðastöðvarnar veitast að bændum
Nautgripabóndi í Borgarfirði segir að sláturhúsin veitist að frumframleiðendum greinarinnar með lækkun afurðaverðs. Bændur eigi ekki annarra kosta völ en að hefja heimaslátrun í stórum stíl ef þrengt verði enn frekar að þeim.
Flókið að skipuleggja sláturtíðina í ár
Starfsmannastjóri Norðlenska segir töluvert flóknara að skipuleggja sláturtíðina nú en undanfarin ár. Um helmingur starfsmanna þessa vertíðina kemur erlendis frá, það hlutfall er venjulega yfir 80%. Rætt hefur verið hvort skima eigi alla sem starfa á vertíðinni.
28.08.2020 - 09:31
Kjarnafæði og Norðlenska sameinast
Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu.
06.07.2020 - 13:23
Eins og að róa í kjötsúpu
Íbúum í nágrenni Hvammstanga líkar bölvanlega við mikið mávager sem heldur til við frárennsli sláturhússins í bænum. Bændur óttast að mávarnir geti borið smit í menn og búfénað og étið unga úr æðarvarpi.
Útlit fyrir minni sumarslátrun en í fyrra
Minna verður hægt að slátra af lömbum í sumarslátrun en til stóð. Þrátt fyrir það segjast sláturleyfishafar ná að mæta þeim skorti sem skapast hefur á kjötmarkaði. Bændur segja varla borga sig að slátra núna miðað við það verð sem sé í boði.
16.08.2019 - 12:49
Erfiðar viðræður um samruna kjötfyrirtækjanna
Þrátt fyrir að hafa kannað flestar mögulegar leiðir til að sameina kjötvinnslufyrirtækin Norðlenska og Kjarnafæði hefur enn ekki tekist að ljúka því. Enn ber talsvert í milli og óvíst er talið að sameining takist úr þessu. Viðræðum er þó haldið áfram.
04.06.2019 - 11:49
Mæla sýrustig í lambakjöti eftir slátrun
Afurðastöðvum sem selja lambakjöt berast reglulega kvartanir frá fólki sem finnst kjötið seigt og ullarbragð af því. Þessu veldur of hátt sýrustig. Í nýliðinni sláturtíð hóf Fjallalamb á Kópaskeri að mæla sýrustig í lambakjöti til að tryggja að ekki fari of súrt kjöt þaðan á markað.
11.12.2018 - 11:11
Greiða 13% álag til sauðfjárbænda
Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH á Hvammstanga greiða 13 prósenta viðbótarálag til sauðfjárfjárbænda. Álagið verður greitt á hvert kíló dilkakjöts og kemur til viðbótar við það verð sem tilkynnt var um í upphafi sláturtíðar í haust. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.
30.09.2017 - 08:31
Mengun frá sorpbrennsluofnum við sláturhús
Ítrekað hefur verið kvartað yfir lykt frá sorpbrennsluofnum sem settir voru upp við nokkur sláturhús á síðasta ári. Heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra segir að nær hefði verið að sameinast um stærri og fullkomnari ofna.
12.06.2017 - 12:41
Misjafnar aðstæður bænda til að slátra snemma
Landfræðilegar aðstæður ráða því hvort bændur geti brugðist við tilboði sláturheyfishafa um að slátra snemma og fá þannig hærra verð fyrir afurðirnar. Bændur á snjóþungum svæðum eiga erfitt með að flýta sauðburði og færa lömb fyrr til slátrunar.
28.11.2016 - 16:46
Óvenjumörg tilfelli af vöðvasulli í sauðfé
Í sláturtíðinni hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar orðið varir við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum. Greiningin hefur verið staðfest af sérfræðingum á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Ástæðan gæti verið misbrestur á bandormahreinsun hunda.
03.11.2016 - 15:21
„Lagast vonandi á næstu dögum“
„Forráðamenn sláturhússins hafa nú boðið okkur velkomin til eftirlits. Við getum vonandi sent menn austur fljótlega og þá lagast þetta vonandi“, segir Einar Örn Thorlacius lögfræðingur Matvælastofnunar. Stofnunin stöðvaði í dag markaðssetningu afurða frá Sláturhúsinu á Seglbúðum í Skaftárhreppi, eftir að eftirlitsmönnum stofnunarinnar var ekki hleypt þar inn.
01.03.2016 - 16:08