Færslur: Slátrun

Heimaslátrun heimiluð með skilyrði um læknisskoðanir
Bændum verður heimilt að slátra sauðfé og geitum á eigin búum og dreifa á markaði, samkvæmt nýrri reglugerð Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, fagnar reglugerðinni en segir að kröfum um læknisskoðun kunni að fylgja vandræði á þeim bæjum sem eru langt frá dýralæknaþjónustu.