Færslur: Skýstrókar

Mannskæðir skýstrokkar í Iowa
Sex manns fórust þegar ógnarmiklir skýstrokkar gengu yfir Madisonsýslu í Iowa í Bandaríkjunum í gær, að sögn almannavarna í ríkinu. Fjögur fullorðin og tvö börn létu lífið í hamförunum, sem líka ollu feiknarmiklum skemmdum á jafnt íbúðarhúsum sem öðrum mannvirkjum að sögn Diogenes Ayala. yfirmanns almannavarna.
06.03.2022 - 07:06
Biden heitir fullum stuðningi við uppbyggingu
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heimsótti í dag þá staði í Kentucky-ríki sem fóru  verst út úr ofsaveðrinu um síðustu helgi þegar þrjátíu skýstrókar fóru yfir nokkur ríki. 
15.12.2021 - 22:07
Sjónvarpsfrétt
Skýstrókar á nýjum slóðum mögulega vegna veðurbreytinga
Öflugir skýstrókar eru sjaldgæfir á þeim slóðum í Bandaríkjunum þar sem þeir gengu yfir um helgina, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings, og því hafi fólk ekki verið viðbúið. Kenningar eru uppi um að breytingar á veðurfari valdi þessum öfgum. Tuga er leitað í rústum í kappi við tímann. 
12.12.2021 - 19:40
Leita fólks í rústum í kappi við tímann
Leitað er í kappi við tímann að þeim tugum sem enn er saknað í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem skýstrókar fóru yfir á föstudagskvöld. Staðfest hefur verið að áttatíu og þrír fórust en óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Bandaríkjaforseti segir ljóst að hlýnun jarðar hafi áhrif á öfgar í veðri og ætlar að óska eftir nánari upplýsingum frá sérfræðingum um áhrifin í þetta sinn.
12.12.2021 - 12:38
Óttast að yfir 100 hafi farist í óveðri í Bandaríkjunum
Óttast er að yfir 100 manns hafi farist í Bandaríkjunum í fyrrinótt þegar eitt versta óveður í manna minnum reið yfir Kentucky og fimm ríki til viðbótar. Rúmlega áttatíu hafa þegr fundist látin, flest í Kentucky, og óttast er að þau séu enn fleiri.
12.12.2021 - 07:49