Færslur: Skyndihjálp

Læknisskoðun fótboltamanna fyrirbyggir ekki allan vanda
Þó svo að knattspyrnumenn á borð við Christian Eriksen, liðsmann danska landsliðsins, gangist árlega undir ítarlega læknisskoðun greinast ekki allir undirliggjandi áhættuþættir. Þetta segir Reynir Björnsson læknir sem starfað hefur fyrir KSÍ við landsleiki. Christian hné niður í leik Dana og Finna á Evrópumótinu í knattspyrnu á laugardag. Mikilvægt sé þegar fólk fer í hjartastopp að hefja hjartahnoð sem fyrst.
14.06.2021 - 08:53
Viðtal
„Get ekki ímyndað mér hvernig er að upplifa þetta“
Sólveig Ásgeirsdóttir, sem bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar í fyrrasumar, er skyndihjálparmaður ársins. Súsanna Helgadóttir er 28 ára og var með leyndan hjartagalla sem varð til þess að hún missti meðvitund þegar Sólveig var í heimsókn hjá henni. Hún segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig það sé að upplifa þetta og þakkar Sólveigu lífgjöfina.
11.02.2021 - 13:25