Færslur: Skútustaðahreppur

Sjónvarpsfrétt
Bóndi neyðist til að hella mjólk— „Finnst það ömurlegt“
Kúabóndi í Mývatnsveit segir ömurlegt að hafa þurft að hella niður allri mjólk sem framleidd er á bænum í tvo mánuði. Eftir að ein kýrin veiktist og var lógað fór búið undir lágmarksviðmið Mjólkursamsölunnar sem neitar að sækja mjólkina.
26.03.2022 - 14:03
Andaþing heillaði ekki örnefnanefnd
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar kjósa í apríl um heiti á nýju sameinuðu sveitarfélagi. Átta tillögur bárust örnafnanefnd og nefndin valdi fjögur heiti sem nú verður kosið um.
25.03.2022 - 03:22
Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Skútustaðahreppur hefur fest kaup á fimmtán hundruð hektara lóð á Kálfaströnd í Mývatnssveit. Sveitarstjórinn segir að með kaupunum opnist möguleikar til að gefa íbúum og gestum aukið aðgengi að Mývatni.
16.12.2021 - 14:57
Hurðir teknar niður í Mývatnssveit
Í gamla skólanum á Skútustöðum, sem nú síðast hýsti Hótel Gíg, verður opnuð gestastofa náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit. Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform ríkisins um að halda úti sex meginstarfsstöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Mývatn er sú sjötta í röðinni.
Myndband
Mörg hundruð klukkustundir sjálfboðaliða í skíðasvæðið
Hópur sjálfboðaliða í Mývatnssveit hefur nýtt tímann í faraldrinum og varið mörg hundruð klukkustundum í að laga skíðalyftuna í sveitinni. Lyftan, sem sett var upp fyrir um tveimur áratugum, hefur lítið verið notuð síðustu ár og lá hún undir skemmdum.
30.12.2020 - 06:30
Segir 32 milljónir frá ríkinu skipta miklu
Sveitarstjórinn í Skútustaðahreppi segir að stuðningur ríkisins vegna hruns í ferðaþjónustunni skipti miklu máli. Peningarnir verða nýttir til uppbyggingar í sveitarfélaginu og til að skapa grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf.
21.08.2020 - 10:53
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Sveinn Margeirsson nýr sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps staðfesti á fundi sveitarstjórnar í dag að ráða Svein Margeirsson í starf sveitarstjóra. Hann tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem hefur verið ráðinn borgarritari. Alls barst 21 umsókn um starfið, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. 
10.06.2020 - 13:31
Viðtal
Fjórðungur íbúa af erlendum uppruna
Fjórðungur íbúa Skútustaðahrepps er erlendir ríkisborgarar. Þar hefur verið mótuð sérstök fjölmenningarstefna sem hefur verið tæpt ár í undirbúningi. Í henni er meðal annars tekið á því hvernig sveitarfélagið geti veitt sem besta þjónustu og hvernig skólar geti tekið vel á móti nemendum af erlendum uppruna.
14.10.2019 - 09:50
Mývatn: Ráðherra vill styrkja Skútustaðahrepp
„Ég er því miður ekki með peningavaldið en mér finnst líklegt að ég leggi fyrr en síðar fram í ríkisstjórn minnisblað þar sem ég bið um að við aðstoðum sveitarstjórnina út af þeim auknu kröfum sem við höfum gert og viljum gera varðandi fráveitumál, þó skýrslur kannski sanni að það orsaki ekki breytinguna sem nú er þá á vatnið alltaf að njóta vafans,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra um Mývatn og fráveitumálin sem sveitarfélagið hefur beðið stjórnvöld að hjálpa sér að bæta úr.
13.05.2016 - 14:29