Færslur: Skutulsfjörður

Stórir hnullungar runnu á veginn um Skutulsfjörð
Nokkur hundruð kílóa grjót runnu úr Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði snemma í gærmorgun og út á veg. Engan sakaði og ekki urðu tafir á umferð. Starfsmenn Vegagerðarinnar fóru á vettvang um leið og tilkynning barst og ýttu grjótinu af veginum.
22.08.2022 - 12:28
Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 
Vegurinn var lokaður í um 40 daga af 90
Vegurinn um Súðavíkurhlíð, á milli Súðavíkur og Ísafjarðar, var lokaður um 40 sinnum, á fyrstu þremur mánuðum ársins, stundum hátt í tvo sólarhringa í senn. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að staða samgöngumála á svæðinu hamli byggðaþróun og kallar eftir göngum á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar.