Færslur: Skúta

Landinn
Ólst upp í skútu og er heilluð af hafinu
„Það gerist svo mikil orka þarna út á sjónum og það heillar mig rosalega að allt getur gerst,“ segir Tara Ósk Markúsdóttir, sautján ára nemi í vélstjórn. Hún er ein fárra kvenna í náminu en konur eru aðeins um tvö prósent útskrifaðra úr vélstjórn í Tækniskólanum. „Ég ætla að taka þessa þekkingu og reyna að fá vinnu út á sjó,“ segir Tara.
29.11.2021 - 08:52
Landinn
Sér Ísafjörð fyrir sér sem miðstöð skútusiglinga
„Það er náttúrlega bara eitthvað heillandi við það að sigla undir seglum og vera út á hafi,“ segir Elvar Vilhjálmsson, sem er á siglinganámskeiði á skólaskútunni Teistu í Skutulsfirði. Það er fyrirtækið Aurora Arktika sem býður upp á námskeiðin sem hófust fyrr í vor.
16.05.2021 - 20:10
Bíða þess um borð að hafa siglt í fjórtán daga
Menntaskólanemar frá Öckerö í Svíþjóð bíða þess nú um borð í skútunni Gunillu rétt fyrir utan Reykjavíkurhöfn að fjórtándi dagur siglingarinnar til landsins líði. Þá hafa þau í raun verið í fjórtán daga sóttkví um borð og stíga loks í land.
13.08.2020 - 16:02