Færslur: Skúli Mogensen

Landsréttur hafnar gjaldþrotakröfu WOW á hendur Títan
Landréttur hefur hafnað kröfu WOW air um að taka bú Títan Fjárfestingarfélags, sem er í eigu Skúla Mogensen fyrrum forstjóra og eiganda WOW air til gjaldþrotaskipta. Að mati Landsréttar var krafa WOW air umdeild og tilvist kröfunnar þótti ekki nægjanlega leidd í ljós.
19.05.2020 - 15:14
Hótel í eigu Skúla úrskurðað gjaldþrota
Base hótel á Ásbrú, sem Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW, opnaði árið 2016, var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur daginn eftir að því var lokað og öllu starfsfólki sagt upp störfum. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
03.02.2020 - 06:57
Þrotabú WOW höfðar riftunarmál upp á milljarða
Þrotabú WOW hefur ákveðið að höfða á annan tug riftunarmál vegna greiðslna sem langflestar voru gerðar í mars á síðasta ári, greiðslur sem skiptastjórar þrotabúsins telja að hafi verið gerðar á mjög vafasömum tíma í ljósi stöðu fyrirtækisins. Þetta var kynnt á skiptafundi þrotabúsins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu.
Svona eignast þú villuna hans Skúla Mogensen
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air setti hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu í gær en það hefur vakið verðskuldaða athygli. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verðmiði hússins væri 700 milljónir króna.
16.10.2019 - 17:22
Fullyrðir að félagið verði áfram íslenskt
Líklegt er að breytingar verði á rekstri WOW Air, fjárfesti Indigo Partners í félaginu. Þetta er mat Kristjáns Sigurjónssonar greinanda í ferðaiðnaðinum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow fullyrðir að félagið verði áfram íslenskt. 
01.12.2018 - 18:30
Skúli vill tvöfalda hringveginn
Skúli Mogensen forstjóri WOW Air kallar eftir grundvallar viðhorfsbreytingum stjórnvalda til ferðaþjónustunnar og uppbyggingu innviða til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Hann segir nauðsynlegt að hraða uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og tvöfalda hringveginn.
05.10.2015 - 15:35