Færslur: Skripal

BBC sakar Rússa um beina árás á frelsi fjölmiðla
Breska ríkisútvarpið BBC sakar rússnesk um beina árás á frelsi fjölmiðla. Fréttamanni þess var vísað úr landi fyrir að endurnýja ekki vegabréfsáritun sína, sem framkvæmdastjóri BBC segir marka tímamót í samskiptum við Rússa.
13.08.2021 - 17:56
Breskur sendiráðsstarfsmaður grunaður um njósnir
Breskur sendiráðsstarfsmaður var handtekinn í Þýskalandi í gær vegna gruns um njósnir fyrir Rússa. Málið gæti enn aukið á spennu í samskiptum ríkjanna.
Tékkar reka 18 Rússa úr landi vegna sprenginga 2014
Tékknesk stjórnvöld saka Rússa og rússnesku leyniþjónustuna um að hafa átt aðild að mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi árið 2014. Því hafi verið ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem sannað þykir að allir séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana. Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal í Bretlandi 2018 eru á meðal grunaðra. Rússnesk stjórnvöld segja þetta fráleitar ásakanir.
18.04.2021 - 03:35
Nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna Skripal
Bandarísk yfirvöld hafa beitt nýjum refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum í Moskvu vegna meintrar aðkomu þeirra að eitrun rússneska njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu á Englandi í fyrra.
03.08.2019 - 05:52
Fyrsti fundur ráðherra eftir Skripal-málið
Vara utanríkisráðherra Rússlands og ráðherra Evrópumála í Bretlandi hittust á fundi í Þýskalandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðherrar ríkjanna hittast eftir að eitrað var fyrir Sergei Skripal, rússneskum gagnnjósnara, í bænum Salisbury á Bretlandi fyrir tæpu ári síðan.
16.02.2019 - 15:33
Misstu allt eftir Novichok-eitrun
Breski lögreglumaðurinn Nick Bailey segir líf sitt hafa umturnast eftir þáttöku sína á rannsókninni á eiturefnaárásinni á Skrifal-feðginin í Salisbury. Bailey komst í snertingu við Novichok taugaeitrið, og varð að flytja ásamt fjölskyldunni og losa sig við allar eigur sínar.
23.11.2018 - 04:52
Erlent · Evrópa · Bretland · Skripal
Hinn Rússinn sagður herlæknir
Hinn Rússinn, sem er grunaður um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans í breska bænum Salisbury í vor, er herlæknir hjá leyniþjónustu rússneska hersins og heitir réttu nafni Alexander Petrov. Þetta er niðurstaða rannsóknar hjá hópi rannsóknarblaðamanna sem hafa birt niðurstöður sínar á vefsíðunni Bellingcat.
08.10.2018 - 21:28
Annar Rússinn er ofursti í leyniþjónustunni
Annar Rússanna tveggja sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal, fyrrum njósnara og dóttur hans í breska bænum Salisbury í vor, er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða hóps rannsóknarblaðamanna sem birtir greinar sínar á vefsíðunni Bellingcat.
27.09.2018 - 06:14
Bresk stjórnvöld orðlaus vegna viðtalsins
Talsmaður forsætisráðherra Breta segir að viðtal við þá tvo sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginum sé til skammar. Rússneska sjónvarpsstöðin RT birti viðtalið í dag. Þar sögðu hinir grunuðu, Alexander Petrov og Ruslan Boshirov, að þeir hefðu verið í skoðunarferð í Salisbury á þeim tíma þegar eitrað var fyrir feðginunum með eitrinu novichok. Þeir væru ekki njósnarar heldur ynnu þeir í líkamsræktargeiranum.
13.09.2018 - 15:38
Skripal-málið: „Við vorum bara ferðamenn“
Alexander Petrov og Ruslan Boshirov, sem eru grunaðir um að hafa eitrað fyrir rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skripal, sögðu í viðtali við rússnesku sjónvarpsstöðina RT að þeir hefðu komið til Bretlands sem ferðamenn. Þeir hafi farið í skoðunarferð til Salisbury en síðan snúið aftur til Lundúna eftir klukkutíma vegna veðurs. „Við urðum blautir og tókum næstu lest aftur til höfuðborgarinnar,“ sögðu mennirnir. Þá væru þeir ekki njósnarar heldur ynnu þeir í líkamsræktargeiranum.
13.09.2018 - 12:15
May: Á mála hjá leyniþjónustu hersins
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir bresku leyniþjónustuna fullvissa um að mennirnir tveir, sem grunaðir eru um eiturefnaárásina á Skripal-feðginin í Salisbury í mars, séu liðsmenn leyniþjónustu rússneska hersins. Þeir hafi ekki verið einir að verki heldur fengið grænt ljós hjá æðstu embættismönnum.
05.09.2018 - 14:15
Refsiaðgerðir gegn Rússum vegna Skripal
Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna meintar ábyrgðar þeirrar á banatilræði við fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal á Englandi í mars.
08.08.2018 - 20:08
Telja Rússa hafa eitrað fyrir Skripal
Breska lögreglan telur sig hafa borið kennsl á þá sem eitruðu fyrir Skripal feðginunum með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í suðurhluta Englands 4. mars. Nokkrir séu grunaðir um verknaðinn, allt rússneskir ríkisborgarar.
19.07.2018 - 06:20
Erlent · Evrópa · Skripal · Bretland · Rússland
Pútín hafnar ásökunum um eitranir
Vladimír Pútín forseti Rússlands segir ásakanir breska stjórnvalda um að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fjórar manneskjur í suðurhluta Englands hafi orðið fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok úr lausu lofti gripnar.
17.07.2018 - 00:43
Segir novichok hafa verið í ilmvatnsflösku
Charlie Rowley, sem varð fyrir novichok-eitrun 30. júní, komst líklega í tæri við eitrið í ilmvatnsflösku á heimili sínu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Matthew Rowley, bróður hans.
16.07.2018 - 11:58
Segir Rússa valda að dauða vegna taugaeiturs
Varnarmálaráðherra Bretlands Gavin Williamson hefur sakað rússnesk stjórnvöld um að bera ábyrgð á dauða Dawn Sturgess sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok. Hún lést á sjúkrahúsi í gær eftir vikulöng veikindi.
09.07.2018 - 19:15
Veiktust af völdum taugaeiturs
Efnið sem par í Amesbury á Englandi komst í snertingu við er það sama og notað var gegn Skripal feðginunum í Salisbury í mars síðastliðnum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og heilbrigðisyfirvalda í kvöld.
04.07.2018 - 21:10
Skripal kveðst heppin að hafa lifað af
Yulia Skripal segir í yfirlýsingu að hún og faðir hennar, Sergei Skripal, hafi verið heppin að lifa af taugaeitursárás sem þau urðu fyrir í bænum Salisbury á Englandi 4. mars síðastliðinn.
24.05.2018 - 13:35
Novichok-eitur var prófað í Tékklandi
Forseti Tékklands lýsti því yfir í gær að novichok-taugaeitur hafi verið prófað þar í landi í nóvember síðastliðnum. Bresk stjórnvöld segja að slíkt eitur verið notað í árás á Skripal-feðginin þar í landi. Þessi yfirlýsing Milos Zeman, forseta Tékklands, í gær, er andstæð því sem tékknesk yfirvöld hafa áður lýst yfir.
04.05.2018 - 14:10
Rússar vilja upplýsingar um morðrannsókn
Sendiráð Rússlands í London segir í tilkynningu að bresk stjórnvöld haldi frá þeim upplýsingum um rannsókn á árásum á nokkra Rússa í Bretlandi að undanförnu.
08.04.2018 - 12:20
Sergei Skripal úr lífshættu
Sergei Skripal, fyrrverandi gagnnjósnari, sem varð fyrir eiturefnaárás 4. mars síðastliðinn, er ekki lengur í lífshættu. Heilsa hans hefur skánað til muna síðustu daga, að því er fram kemur í tilkynningu Salisbury District spítala, þar sem hann hefur dvalið.
06.04.2018 - 13:44
Segir Breta í miklu áróðursstríði gegn Rússum
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í kvöld vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. Vasily Nebenzya, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði Breta í miklu áróðursstríði gegn rússneskum stjórnvöldum og þeir eigi eftir að iðrast þess.
05.04.2018 - 22:09
 · Skripal
Engin sameiginleg Skripal-rannsókn
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman annað kvöld vegna taugaeitursárásinnar á Sergei og Júlíu Skripal. Ekkert verður af sameiginlegri rannsókn á árásinni.
04.04.2018 - 21:02
Hafa ekki fundið uppruna Novichok-eitursins
Breskum vísindamönnum hefur ekki tekist að sanna að taugaeitrið sem notað var í árás á Skripal-feðginin komi frá Rússlandi.
03.04.2018 - 16:01
Rússar reiðir vegna ummæla Johnsons
Sendiherra Rússlands í Bretlandi segir ummæli utanríkisráðherra landsins þar sem hann ber saman Heimsmeistaramótið í fótbolta sem haldið verður í Rússlandi í sumar og Ólympíuleikar nazismans í Berlín 1936, óásættanleg og óábyrg.
22.03.2018 - 21:20