Færslur: Skriðuhætta

Aukin skriðuhætta á Suðausturlandi og Austfjörðum
Mikið hefur rignt á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna viku. Grunnvatnsstaða er víða há og þar sem áfram er spáð talsverðri úrkomu getur skapast aukin hætta á skriðuföllum. Hættan á Austfjörðum er einkum á þeim sunnanverðum.
13.11.2022 - 16:38
Skriðuhætta við Siglufjarðarveg
Hætta er á grjótskriðum á Siglufjarðarvegi, frá Mánaskriðum og norður að Strákagöngum vegna mikillar úrkomu. Vegagerðin biður ökumenn sem eiga leið um svæðið að aka með gát.
30.10.2021 - 16:30
Þægilegra fyrir íbúa að geta séð hvað gerist í hlíðinni
Enn er skriðuhætta á Seyðisfirði og hreyfingar mælast í hryggnum ofan Búðarár. Íbúar eru hvattir til varkárni við Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Yfirlögregluþjónn segir unnið að því að lýsa upp hlíðina, það minnki ónot íbúa að hafa yfirsýn.
23.10.2021 - 18:50
Sjónvarpsfrétt
Telur að um 40 skriður hafi fallið í Útkinn
Alls féllu um fjörutíu skriður í Útkinn í Þingeyjarsveit í vatnsveðrinu þar um síðustu helgi. Þá féllu stórar skriður langt norður fyrir byggðina. Viðbúnaðarstig í Kinninni hefur nú verið fært niður á óvissustig.
Spegillinn
Viðvörunarbjöllur klingja vegna aukinnar skriðuhættu
Það klingja margar viðvörunarbjöllur vegna aukinnar hættu á skriðuföllum að mati Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. Hann segir að það þurfi sárlega að mennta fleira fólk til að til að meta hættuna og auka rannsóknir og vöktun á fjallshlíðum.
Rigning í takti við úrkomuspá á Seyðisfirði í nótt
„Það byrjaði að rigna um og upp úr kvöldmat í gær og hefur rignt síðan, aðeins meira í morgunsárið en í nótt og það eru komnir um og upp úr 30 mm á Seyðisfirði,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.
17.02.2021 - 08:11
Óvissustig á Austurlandi frá klukkan átta í kvöld
Spáð er mikilli rigningu á Austurlandi næsta einn og hálfan sólarhring og Veðurstofan hefur lýst óvissustigi vegna ofanflóðahættu frá því klukkan átta í kvöld. Spáð er vaxandi úrkomu, rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu til fjalla til að byrja með en á morgun hlýnar og þá gæti rignt upp í fjallatoppa. Úrkoman gæti orðið 100 til 200 millimetrar.
13.02.2021 - 18:00
Lýsa yfir óvissustigi á Seyðisfirði síðar í dag
Enn er óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði í dag vegna skriðuhættu. Talsvert hefur hlýnað í veðri, spáð rigningu og hitastig er komið upp fyrir frostmark á láglendi. Esther Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að enn sé óljóst hvort vatn komist niður úr frostinu í fjallinu og hversu stórt svæði gæti hugsanlega þurft að rýma. Nú síðar í dag verði viðbúnaðarstig á Seyðisfirði fært í óvissustig.
13.02.2021 - 13:49

Mest lesið