Færslur: Skriðuhætta

Sjónvarpsfrétt
Telur að um 40 skriður hafi fallið í Útkinn
Alls féllu um fjörutíu skriður í Útkinn í Þingeyjarsveit í vatnsveðrinu þar um síðustu helgi. Þá féllu stórar skriður langt norður fyrir byggðina. Viðbúnaðarstig í Kinninni hefur nú verið fært niður á óvissustig.
Spegillinn
Viðvörunarbjöllur klingja vegna aukinnar skriðuhættu
Það klingja margar viðvörunarbjöllur vegna aukinnar hættu á skriðuföllum að mati Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. Hann segir að það þurfi sárlega að mennta fleira fólk til að til að meta hættuna og auka rannsóknir og vöktun á fjallshlíðum.
Rigning í takti við úrkomuspá á Seyðisfirði í nótt
„Það byrjaði að rigna um og upp úr kvöldmat í gær og hefur rignt síðan, aðeins meira í morgunsárið en í nótt og það eru komnir um og upp úr 30 mm á Seyðisfirði,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.
17.02.2021 - 08:11
Óvissustig á Austurlandi frá klukkan átta í kvöld
Spáð er mikilli rigningu á Austurlandi næsta einn og hálfan sólarhring og Veðurstofan hefur lýst óvissustigi vegna ofanflóðahættu frá því klukkan átta í kvöld. Spáð er vaxandi úrkomu, rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu til fjalla til að byrja með en á morgun hlýnar og þá gæti rignt upp í fjallatoppa. Úrkoman gæti orðið 100 til 200 millimetrar.
13.02.2021 - 18:00
Lýsa yfir óvissustigi á Seyðisfirði síðar í dag
Enn er óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði í dag vegna skriðuhættu. Talsvert hefur hlýnað í veðri, spáð rigningu og hitastig er komið upp fyrir frostmark á láglendi. Esther Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að enn sé óljóst hvort vatn komist niður úr frostinu í fjallinu og hversu stórt svæði gæti hugsanlega þurft að rýma. Nú síðar í dag verði viðbúnaðarstig á Seyðisfirði fært í óvissustig.
13.02.2021 - 13:49