Færslur: Skriðuföll

Sjónvarpsfrétt
Glíma enn við afleiðingar skriðunnar í Útkinn
Bændur í Útkinn í Þingeyjarsýslu eiga enn mikið verk fyrir höndum við hreinsunarstarf eftir að skriður féllu úr hlíðinni fyrir rúmu hálfu ári. Bóndi á Björgum sem fékk verstu útreiðina segist ekki enn hafa fyrirgefið fjallinu.
14.06.2022 - 13:01
Flóð og skriðuföll hafa orðið 14 að bana í Brasilíu
Fjórtán hafa farist og fimm er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro ríki Brasilíu. Átta börn eru meðal þeirra látnu.
03.04.2022 - 00:40
Einn látinn og yfir 70 saknað eftir skriðu í Mjanmar
Minnst einn maður lét lífið þegar skriða féll á opna námu í norðanverðu Mjanmar í nótt og ekki færri en 70 er saknað. Í frétt AFP segir að skriðan hafi fallið á Hpakant-jaðinámuna í Kachin-héraði, nærri kínversku landamærunum, klukkan fjögur um nótt að staðartíma, hálftíu í gærkvöld að íslenskum tíma. Náman er yfirborðsnáma í brattri hlíð upp af stöðuvatni. Hátt í 200 manns fórust þegar skriða féll í þessari sömu námu í júlí 2020.
22.12.2021 - 06:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Mjanmar · Skriður · Skriðuföll
Þúsundir Kanadamanna yfirgefa heimili sín vegna flóða
Úrhellisrigning gekk yfir Kyrrhafsstörnd Kanada í gær sem varð til þess að íbúar neyddust til að yfirgefa heimili sín. Sömuleiðis skemmdust vegir og önnur mannvirki. Ríkisstjórnin heitir aðstoð umsvifalaust.
16.11.2021 - 05:12
Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.
14.10.2021 - 06:48
Sjónvarpsfrétt
Telur að um 40 skriður hafi fallið í Útkinn
Alls féllu um fjörutíu skriður í Útkinn í Þingeyjarsveit í vatnsveðrinu þar um síðustu helgi. Þá féllu stórar skriður langt norður fyrir byggðina. Viðbúnaðarstig í Kinninni hefur nú verið fært niður á óvissustig.
Hættustigi aflétt í Útkinn og vegurinn opnaður
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að færa viðbúnaðarstigið í Útkinn úr hættustigi niður á óvissustig. Góð veðurspá er svæðinu næstu daga.
08.10.2021 - 14:36
Sjónvarpsfrétt
Mikið uppbyggingarstarf framundan í Köldukinn
Mikil uppgræðsla bíður ábúenda á Björgum í Köldukinn eftir skriðuföllin þar fyrr í vikunni. Bændur segja þó gott að komast aftur heim. Verktakar voru í allan dag að hreinsa aur af vegum í Útkinn og gera við ljósleiðara sem fór í sundur.
Rýmingu aflétt í Út-Kinn
Rýmingu hefur verið aflétt í allri Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu og fólk á ellefu bæjum má því snúa aftur heim. Rýmingu var aflétt af syðri hluta Kinnar í dag og á stöðufundi almannavarna, sem lauk á sjöunda tímanum, var ákveðið að aflétta einnig rýmingu í Út-Kinn.
05.10.2021 - 19:18
Óbreytt staða í Kinn og Útkinn
Óbreytt staða er í Kinn og Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu eftir skriðuföll síðustu daga. Rýmingar eru enn í gildi og staðan verður endurmetin á fundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Veðurstofunnar í dag.
05.10.2021 - 08:04
Enn hættustig vegna úrkomu
Norðaustlæg átt verður í dag, yfirleitt gola eða kaldi og þurrt, en dálítil rigning syðst og stöku él norðaustantil, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast á Suðurlandi.
05.10.2021 - 06:57
Margar stórar skriður
Mikil mildi má teljast að ekki hafi fallið skriður á hús í Suður-Þingeyjarsýslu. Af þeim hátt í 20 skriðum sem hafa fallið eru að minnsta kosti fimm þeirra mjög breiðar. 
04.10.2021 - 15:16
Hætta á flóðum og skriðuföllum í suðvesturhluta Japan
Hundruð þúsunda Japana hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín af ótta við að gríðarlegt steypiregn geti komið af stað flóðum og skriðuföllum.
12.08.2021 - 11:14
Erlent · Hamfarir · Veður · Japan · Asía · Rigning · úrhelli · Flóð · Skriðuföll · Nagasaki
Sjónvarpsfrétt
Þakklát fyrir að enginn var heima
Aurskriða féll á tvö íbúðarhús við Laugaveg í Varmahlíð síðdegis 29. júní og tilviljun réð því að enginn var heima. Íbúar fengu fréttirnar frá vinum og vandamönnum sem höfðu strax samband og aðkoman, þegar heim var komið, var ekki góð.
01.07.2021 - 10:17
Aukið fé til geðheilbrigðisþjónustu á Seyðisfirði
Heilbrigðisstofnun Austurlands fær sautján milljóna króna viðbótarfjárframlag til að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Seyðisfjarðar.
Morgunvaktin
Bráðavarnir við Seyðisfjörð verða tilbúnar fljótlega
Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að enn sé verið að meta tjón af völdum aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Rýming er enn í gildi á hluta svæðisins og hann segir að hreinsunarstarf muni taka nokkra mánuði.  Hann á von á að bráðavarnir verði tilbúnar innan nokkurra daga og nýjar íbúðir í bænum verði tilbúnar eftir nokkra mánuði. 
Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði óbreytt fram yfir áramót
Rýmingarsvæði á Seyðisfirði verður óbreytt fram yfir áramót og hættustig almannavarna er þar enn í gildi. Mat sérfræðinga Veðurstofu Íslands hefur sýnt að ekki hefur orðið vart við neinar hreyfingar á jarðvegi frá því fyrir jól. Aðstæður eru metnar stöðugar eins og er, á meðan kalt er í veðri og ekki rigning. Í hlýindaköflum og rigningartíð er líklegt að svæðið verði óstöðugt og þyrfti þá að grípa til rýminga í varúðarskyni.
Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði endurskoðað á morgun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að rýmingarsvæðið á Seyðisfirði verði óbreytt fram að hádegi á morgun, en þá verður frekari ákvörðun tekin.
Myndskeið
„Maður fer í einhvern gír“
„Maður fer í einhvern gír. Að ætla bara að moka þessu út, klára þetta og þurrka húsið,“ segir Lilja Kjerúlf íbúi á Seyðisfirði sem fékk að snúa aftur í húsið sitt í fyrradag eftir að aurskriður féllu á bæinn fyrr í þessum mánuði.
Rýmingaráætlun á Seyðisfirði í gildi fram á mánudag
Rýmingaráætlun verður í gildi í hluta Seyðisfjarðar til mánudags, 28. desember - degi lengur en upphaflega var gert ráð fyrir vegna hlýinda á svæðinu. Rennsli hefur aukist í ám og lækjum og vel er fylgst með skriðuhættu.
25.12.2020 - 12:14
Týndu ljósmyndirnar frá Seyðisfirði eru fundnar
Mörg þúsund ljósmyndir, sem eru í eigu Tækniminjasafns Austurlands og týndust í aurskriðunum sem féllu í bænum fyrr í þessum mánuði, fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Myndirnar voru í öryggisskáp sem fannst í rústum safnhússins.
25.12.2020 - 09:45
Vara við skriðuföllum á vestanverðu landinu
Hætt er við grjóthruni og skriðuföllum á vestanverðu landinu í dag og fram á nótt. Ekki er talin vera hætta í byggð en Veðurstofan fylgist með aðstæðum.
24.12.2020 - 14:21
Ekki lengur talin skriðuhætta á Eskifirði
Ekki er lengur talin skriðuhætta á Eskifirði, en eins og fram hefur komið þurfti að rýma þar hús við fimm götur á föstudag. Þeirri rýmingu var aflétt á sunnudag. Bæjarstjórinn segir nauðsynlegt að gera nýtt hættumat.
23.12.2020 - 16:29
Seyðisfjörður fer af neyðarstigi niður á hættustig
Enn er hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum á Seyðisfirði og verða þau áfram rýmd. Þetta er mat ofanflóðasérfræðinga Veðurstofu Íslands sem, ásamt samstarfsaðilum, hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Neyðarstig almannavarna hefur verið fært niður í hættustig í bænum og þeim íbúum sem búa utan þessara tilteknu svæða verður heimilt að snúa aftur.
20.12.2020 - 14:41
Þúsundir ljósmynda frá Seyðisfirði týndust í skriðunum
Fjögur af þeim sex húsum, sem hýsa starfsemi Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði skemmdust í aurskriðunum sem féllu í bænum og meirihluti safnmuna er líklega gjörónýtur. Zuhaitz Akizu Gardoki forstöðumaður safnsins segir að þarna hafi óbætanlegar menningarminjar horfið, en vonast til að öryggisskápur sem geymir mörg þúsund ljósmyndir frá Seyðisfirði, sumar meira en hundrað ára gamlar, komi í leitirnar.