Færslur: Skriðuföll

Hætta á flóðum og skriðuföllum í suðvesturhluta Japan
Hundruð þúsunda Japana hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín af ótta við að gríðarlegt steypiregn geti komið af stað flóðum og skriðuföllum.
12.08.2021 - 11:14
Erlent · Hamfarir · Veður · Japan · Asía · Rigning · úrhelli · Flóð · Skriðuföll · Nagasaki
Sjónvarpsfrétt
Þakklát fyrir að enginn var heima
Aurskriða féll á tvö íbúðarhús við Laugaveg í Varmahlíð síðdegis 29. júní og tilviljun réð því að enginn var heima. Íbúar fengu fréttirnar frá vinum og vandamönnum sem höfðu strax samband og aðkoman, þegar heim var komið, var ekki góð.
01.07.2021 - 10:17
Aukið fé til geðheilbrigðisþjónustu á Seyðisfirði
Heilbrigðisstofnun Austurlands fær sautján milljóna króna viðbótarfjárframlag til að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Seyðisfjarðar.
Morgunvaktin
Bráðavarnir við Seyðisfjörð verða tilbúnar fljótlega
Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að enn sé verið að meta tjón af völdum aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Rýming er enn í gildi á hluta svæðisins og hann segir að hreinsunarstarf muni taka nokkra mánuði.  Hann á von á að bráðavarnir verði tilbúnar innan nokkurra daga og nýjar íbúðir í bænum verði tilbúnar eftir nokkra mánuði. 
Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði óbreytt fram yfir áramót
Rýmingarsvæði á Seyðisfirði verður óbreytt fram yfir áramót og hættustig almannavarna er þar enn í gildi. Mat sérfræðinga Veðurstofu Íslands hefur sýnt að ekki hefur orðið vart við neinar hreyfingar á jarðvegi frá því fyrir jól. Aðstæður eru metnar stöðugar eins og er, á meðan kalt er í veðri og ekki rigning. Í hlýindaköflum og rigningartíð er líklegt að svæðið verði óstöðugt og þyrfti þá að grípa til rýminga í varúðarskyni.
Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði endurskoðað á morgun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að rýmingarsvæðið á Seyðisfirði verði óbreytt fram að hádegi á morgun, en þá verður frekari ákvörðun tekin.
Myndskeið
„Maður fer í einhvern gír“
„Maður fer í einhvern gír. Að ætla bara að moka þessu út, klára þetta og þurrka húsið,“ segir Lilja Kjerúlf íbúi á Seyðisfirði sem fékk að snúa aftur í húsið sitt í fyrradag eftir að aurskriður féllu á bæinn fyrr í þessum mánuði.
Rýmingaráætlun á Seyðisfirði í gildi fram á mánudag
Rýmingaráætlun verður í gildi í hluta Seyðisfjarðar til mánudags, 28. desember - degi lengur en upphaflega var gert ráð fyrir vegna hlýinda á svæðinu. Rennsli hefur aukist í ám og lækjum og vel er fylgst með skriðuhættu.
25.12.2020 - 12:14
Týndu ljósmyndirnar frá Seyðisfirði eru fundnar
Mörg þúsund ljósmyndir, sem eru í eigu Tækniminjasafns Austurlands og týndust í aurskriðunum sem féllu í bænum fyrr í þessum mánuði, fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Myndirnar voru í öryggisskáp sem fannst í rústum safnhússins.
25.12.2020 - 09:45
Vara við skriðuföllum á vestanverðu landinu
Hætt er við grjóthruni og skriðuföllum á vestanverðu landinu í dag og fram á nótt. Ekki er talin vera hætta í byggð en Veðurstofan fylgist með aðstæðum.
24.12.2020 - 14:21
Ekki lengur talin skriðuhætta á Eskifirði
Ekki er lengur talin skriðuhætta á Eskifirði, en eins og fram hefur komið þurfti að rýma þar hús við fimm götur á föstudag. Þeirri rýmingu var aflétt á sunnudag. Bæjarstjórinn segir nauðsynlegt að gera nýtt hættumat.
23.12.2020 - 16:29
Seyðisfjörður fer af neyðarstigi niður á hættustig
Enn er hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum á Seyðisfirði og verða þau áfram rýmd. Þetta er mat ofanflóðasérfræðinga Veðurstofu Íslands sem, ásamt samstarfsaðilum, hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Neyðarstig almannavarna hefur verið fært niður í hættustig í bænum og þeim íbúum sem búa utan þessara tilteknu svæða verður heimilt að snúa aftur.
20.12.2020 - 14:41
Þúsundir ljósmynda frá Seyðisfirði týndust í skriðunum
Fjögur af þeim sex húsum, sem hýsa starfsemi Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði skemmdust í aurskriðunum sem féllu í bænum og meirihluti safnmuna er líklega gjörónýtur. Zuhaitz Akizu Gardoki forstöðumaður safnsins segir að þarna hafi óbætanlegar menningarminjar horfið, en vonast til að öryggisskápur sem geymir mörg þúsund ljósmyndir frá Seyðisfirði, sumar meira en hundrað ára gamlar, komi í leitirnar.
Varðskipsmenn sóttu innilyksa fólk og ketti
Skipverjar af varðskipinu Tý sóttu í gærkvöld fólk sem hafði flúið skriðuföllin í Seyðisfirði að Hánefsstöðum, sem eru utar í firðinum, og orðið innilyksa þar. Fólkið hafði með sér tvo ketti í búri og voru menn og dýr sótt á léttabáti varðskipsins að Hánefsstöðum og farið með þau að höfn í Seyðisfirði.
20.12.2020 - 10:26
Þyrla Gæslunnar á leið austur
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, lagði af stað frá Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun til Egilsstaða, þar sem hún verður til taks vegna aurskriðanna sem fallið hafa á Austfjörðum undanfarna daga.
20.12.2020 - 10:09
Lögregla og sérfræðingar meta stöðuna á Austurlandi
Yfirstjórn lögreglunnar á Austurlandi og aðgerðastjórnar á svæðinu munu funda núna klukkan níu til að fara yfir stöðuna sem upp hefur komið vegna aurskriða sem féllu á svæðinu i fyrradag og á þriðjudaginn. Í kjölfarið fundar yfirstjórnin síðan með fulltrúum Veðurstofu Íslands, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og ýmsum viðbragðsaðilum þar sem farið verður yfir aðstæður og framhaldið metið.
20.12.2020 - 08:58
Viðtal
Húsin sem skemmdust eru ekkert einkamál Seyðfirðinga
Að minnsta kosti ellefu hús á Seyðisfirði hafa skemmst í aurskriðunum þar síðustu daga, flest hafa þau mikið sögulegt gildi og meðal þeirra er fyrsta sjoppa landsins. Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, sem skrifað hefur sögu húsanna á Seyðisfirði, segir að þarna hafi miklar menningarminjar glatast og að það sé ekki einkamál Seyðfirðinga.
19.12.2020 - 17:56
„Við erum að búa til plön um framhaldið“
„Við erum að búa til plön um framhaldið, hvenær við getum opnað fyrir íbúa aftur inn á svæðið, hvenær hægt verður að hefja hreinsunarstarf og slíkt,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Egilsstöðum um stöðuna á Seyðisfirði.
19.12.2020 - 13:09
Viðtal
„Það er nokkuð ljóst að það eru miklar skemmdir“
„Það er nokkuð ljóst að það eru miklar skemmdir,“ segir Jens Hilmarsson varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, en hann er staddur á Seyðisfirði og lýsti aðstæðum þar í hádegisfréttum.
19.12.2020 - 12:53
Við stöndum í þessu saman
Ólöf Margrét Snorradóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli hefur verið Seyðfirðingum sem nú gista á Egilsstöðum, eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sín, innan handar. Hún segir að fólk sé slegið og að óvissa um framhaldið valdi kvíða.
19.12.2020 - 11:55
„Það verður annar bæjarsvipur“
Neyðarstig er enn í gildi á Seyðisfirði,upp úr klukkan tíu verður haldinn stöðufundur Almannavarna, Veðurstofu og vettvangs- og aðgerðarstjórnar á Austurlandi þar sem farið verður yfir stöðu mála á svæðinu og rætt um næstu skref. Páll Thamrong Snorrason, íbúi á Seyðisfirði, er nú í sumarbústað á Einarsstöðum ásamt foreldrum sínum og bróður, en þeim var gert að yfirgefa heimili sitt eins og öðrum bæjarbúum í gær. Hann segir að bærinn verði aldrei samur.
19.12.2020 - 10:15
Sérfræðingar fara yfir stöðuna á Seyðisfirði
Náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar funda nú um stöðu mála á Seyðisfirði, en þar er neyðarstig enn í gangi og óttast er að mikið vatnsmagn í 150 til 250 metra hæð fyrir ofan bæinn, sem bundið er í jarðveginn, komi niður. Þeir hafa verið að fara yfir mælingar sem þeir hafa fengið úr mælitækjum sínum í nótt og greina þær en niðurstaða liggur ekki fyrir.
19.12.2020 - 08:02
„Fólk heldur vel utan um hvert annað"
Óvissustig vegna skriðuhættu er enn í gildi á Austurlandi og hættustig á Seyðisfirði. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að íbúum verði líklega ekki leyft að huga að húsum sínum í dag. Veðurspáin sé ekki hagstæð. Hótelstjóri sem hýst hefur nokkra íbúa eftir að aurskriðan féll segir að fólk haldi vel utan um hvert annað.
17.12.2020 - 11:31
Íbúum líklega ekki leyft að huga að húsum sínum
Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og óvissustig er á Austurlandi af sömu ástæðu. Lítil skriða féll á Seyðisfirði í gærkvöldi, milli tveggja húsa sem höfðu verið rýmd. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að líklega verði íbúum ekki leyft að huga að húsum sínum í dag. Það rignir enn og útlit fyrir að það bæti í úrkomuna með morgninum.  
17.12.2020 - 09:11
Skriður féllu víða um helgina 
Skriður féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í óveðrinu um helgina. Veðurstofan og Vegagerðin höfðu varað við hættu á skriðum og grjóthruni á vegum og ráðið vegfarendum frá því að ferðast um tiltekna fjallvegi. 
20.07.2020 - 15:23