Færslur: Skriðufall
Bráðavarnir við Seyðisfjörð verða tilbúnar fljótlega
Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að enn sé verið að meta tjón af völdum aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Rýming er enn í gildi á hluta svæðisins og hann segir að hreinsunarstarf muni taka nokkra mánuði. Hann á von á að bráðavarnir verði tilbúnar innan nokkurra daga og nýjar íbúðir í bænum verði tilbúnar eftir nokkra mánuði.
14.01.2021 - 09:17
Nýr búnaður til að vakta skriðuhættu settur upp
Veðurstofan vinnur nú að því að setja upp nýja vöktunarbúnað til þess að auka nákvæmni mælinga vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Vöktun hlíðanna ofan bæjarins hefur þegar verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu á bæinn í desember.
07.01.2021 - 23:38
Ótrúlegt að skynja samstöðuna í samfélaginu
„Þjóðinni allri er virkilega brugðið við þessar fregnir. Það má auðvitað ganga kraftaverki næst ef ekki hefur orðið manntjón í þessum ægilegu hamförum. En við stöndum auðvitað öll með Seyðfirðingum í dag og hugsum til þeirra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í sjónvarpsfréttum í kvöld.
18.12.2020 - 19:43
Skriður féllu víða um helgina
Skriður féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í óveðrinu um helgina. Veðurstofan og Vegagerðin höfðu varað við hættu á skriðum og grjóthruni á vegum og ráðið vegfarendum frá því að ferðast um tiltekna fjallvegi.
20.07.2020 - 15:23