Færslur: Skriða

Tíðir skjálftar á Torfajökulssvæðinu valda heilabrotum
Vísindamenn fljúga yfir Torfajökulssvæðið norðan Mýrdalsjökuls í dag til að athuga hvort þar eru einhverjar sjáanlegar breytingar. Þar mælast nú nokkrir lágtíðniskjálftar á klukkustund. Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni segir að ástæður virkninnar gætu verið kvikuinnskot, skriða og breytingar á jarðhitasvæði.
Enn hreyfist flekinn sunnan Búðarár
Hreyfing mælist enn í hlíðinni sunnan Búðarár ofan Seyðisfjarðar í skriðusárinu frá desember 2020. Veðurstofan skoðar nú gögn yfir nákvæmar færslur í kjölfar rigninga í gær og niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar í dag. Í gær hafði flekinn færst um 3,5 cm frá því á laugardag. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.
08.10.2021 - 10:59
Spegillinn
Hús á 30 km hraða
Í Noregi er vitað um 2300 svæði þar sem kvikleir er í jörðu. Enn á eftir að rannsaka fleiri staði. Fá 2015-2019 var varið um fimm milljörðum í aðgerðir til að koma í veg fyrir að kvikleirskriður færu af stað. Með þessum aðgerðum var öryggi tæplega 900 íbúðarhúsa tryggt og um 300 annara bygginga. Um 110 þúsund manns í Noregi búa á svæðum þar sem kvikleir er í jörðu.
11.01.2021 - 17:00
Leitarhundur fann engan í bænum Aski
Leitarhundur sem látinn var síga niður úr þyrlu í leit að fólki sem gæti legið undir rústum húsa í bænum Ask í Noregi varð einskis var. Upphaflega stóð til að senda hundinn einan af stað en úr varð að þjálfari og björgunarsveitarmaður fóru einnig inn á svæðið.
31.12.2020 - 04:44
Leit heldur áfram í bænum Ask í Noregi
Tíu er enn saknað eftir jarðfallið mikla í norska bænum Ask í Gjerdrum síðustu nótt samkvæmt nýjustu fréttum norska ríkisútvarpsins.
31.12.2020 - 00:09
Myndskeið
Vinna hörðum höndum að hreinsun á Seyðisfirði
Hreinsunarstarf er hafið á Seyðisfirði og nú er unnið að því að bjarga verðmætum og tryggja öryggi á því svæði þar sem risastór aurskriða féll á föstudaginn. Meðal annars er brýnt að fergja og koma í veg fyrir að brak fjúki.
23.12.2020 - 16:13
Myndskeið
Ótrúlegt að skynja samstöðuna í samfélaginu
„Þjóðinni allri er virkilega brugðið við þessar fregnir. Það má auðvitað ganga kraftaverki næst ef ekki hefur orðið manntjón í þessum ægilegu hamförum. En við stöndum auðvitað öll með Seyðfirðingum í dag og hugsum til þeirra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í sjónvarpsfréttum í kvöld.
18.12.2020 - 19:43
Viðtal
Öllu tjaldað til við að tryggja öryggi íbúa
Allt tiltækt björgunarlið hefur verið ræst út vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Björgunaraðgerðirnar séu mjög stórar. „Við erum komin á neyðarstig og erum að senda lögreglumenn, björgunarsveitarmenn, sérsveitarmenn og landhelgisgæsluna á staðinn,“ segir hún.
18.12.2020 - 17:51
Myndskeið
„Íbúarnir eru í áfalli“
Íbúar á Seyðisfirði eru í algjöru áfalli. Þetta segir Aðalheiður L Borgþórsdóttir fyrrverandi bæjarstjóri. „Það er búið að safna okkur saman og verið að skrá okkur. Nú á bara að fara að flytja alla úr bænum með rútum. Það eru bara allir í sjokki,“ segir hún. Hús hennar fjölskyldu hafi naumlega sloppið undan skriðunni sem hreif með sér tíu hús og nokkur þeirra fóru út í sjó.
18.12.2020 - 17:00
Appelsínugul viðvörun vegna úrkomu á Austfjörðum
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Austfjörðum vegna áframhaldandi úrkomu. Viðvörunin tekur gildi klukkan 17 í dag og má búast við talsverðri úrkomu fram á kvöld. Þá dregur aðeins úr henni fram til klukkan 17 á morgun þegar bætir í að nýju. Bjarki Borgþórsson, eftirlitsmaður Veðurstofunnar og lögregluþjónn á Seyðisfirði, segir að í gær hafi brostið sprunga sem fylgst hafi verið með frá árinu 2002.
16.12.2020 - 17:00
Skriðan hefði getað fallið hvar sem er úr Botnabrún
Þónokkrar smáar skriður féllu úr fjallinu ofan við syðri byggðina á Seyðisfirði í nótt. Hættustig almannavarna vegna skriðufalla á Seyðisfirði og óvissuástand á Austurlandi vegna mikillar rigningar. Veðurstofan varar við skriðuhættu í neðri hlutum fjalla eftir langvarandi vætutíð.
16.12.2020 - 10:16
Myndskeið
Bergfylla hrundi úr bjarginu í skjálftanum
Stór bergfylla hrundi í sjó fram á allt að tíu metra kafla úr Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum 20. október. Sprungur og önnur ummerki sjást þar og víðar á Reykjanesskaga.
Grjóthrunið í Esju líklega af mannavöldum
Grjóthrun í Esju yfir göngustíg þar sem fólk var á ferð í gær varð líklega af mannavöldum, segir jarðverkfræðingur. Göngufólk átti sig ekki á því að litlir steinar sem falli undan því geti komið skriðum af stað. 
06.07.2020 - 12:43
40 metra djúp gjá í veginum eftir aurskriðu
Aurskriðurnar sem fallið hafa í Alta í norður Noregi eru nú orðnar tvær á nokkrum dögum og hrifsaði sú sem féll í fyrrinótt með sér stóran hlut af þjóðvegi á svæðinu
06.06.2020 - 20:10
Morgunútvarpið
Bókelskur köttur rekur menningarsetur á Hvammstanga
Á Hvammstanga rekur rithöfundurinn og myndlistarkonan Birta Þórhallsdóttir menningarsetur og bókaútgáfu ásamt kettinum sínum henni Skriðu sem er að sögn eiganda hennar mjög menningarlega sinnaður köttur.
29.12.2019 - 12:03