Færslur: Skrekkur

Fyrsta undankvöld Skrekks í kvöld
Skrekkur byrjar með látum í kvöld þegar fyrsta undakvöldið fer fram. Í kvöld keppa Austurbæjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli, Breiðholtsskóli og Ingunnarskóli. Tveir skólar verða valdir af sérstakri dómnefnd til þess að keppa á úrslitakvöldinu 15. mars í beinni útsendingu á RÚV.
01.03.2021 - 11:26
Nýir kynnar á Skrekk
Hólmfríður Hafliðadóttir og Mímir Bjarki Pálmason eru nýir kynnar Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. Þau taka við af Mikael Emil Kaaber og Berglindi Öldu Ástþórsdóttur sem hafa verið kynnar síðustu þrjú ár og skemmt áhorfendum í sal og heima í stofu.
24.02.2021 - 16:35
Skrekkur 2020 verður í mars 2021
Æfingaferlið fyrir Skrekk hefur reynst mörgum skólum snúið vegna kórónuveirufaraldurins. Dæmi eru um að æfingar hafi farið fram í gegnum fjarfundabúnað.
19.02.2021 - 15:56
Skrekkur eignast lítinn bróður á Suðurlandi í maí
Hæfileikakeppnin Skjálfti fæðist í Þorlákshöfn í vor. Skjálfti er sunnlensk útgáfa af Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, sem hefur farið fram með góðum árangri í 30 ár.
25.01.2021 - 11:52
Búið að draga fyrir þrjú undankvöld Skrekks
í dag fór fram dráttur fyrir undankvöldin í Skrekk, hæfileikakeppni unglinga, sem fara fram dagana 1. - 3. mars. Ekki var unnt að halda Skrekk á síðasta ári og er Hlíðarskóli því ennþá handhafi Skrekksstyttunar.
15.01.2021 - 15:30
info@antonbjarni.is
Undanúrslit Skrekks
Bein útsending frá öðru undanúrslitakvöldi Skrekks.
05.11.2019 - 19:30
Skrekkur stekkur af stað í dag
Beinar útsendingar frá Skrekk, hæfileikahátíð skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, á RÚV.is og UngRÚV
04.11.2019 - 14:29
Myndskeið
Árbæjarskóli sigurvegari Skrekks
Atriði Árbæjarskóla stóð uppi sem sigurvegari Skrekks 2018, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Mikill fögnuður ríkti hjá sigurvegurunum að keppni lokinni.
12.11.2018 - 22:29
Undanúrslit Skrekks í beinni á UngRÚV
Undanúrslitakvöldin í Skrekk verða í fyrsta skipti í ár í beinni útsendingu á vef UngRÚV, nýrri veitu þar sem meirihluti efnis er framleiddur af unglingum í 8.–10. bekk.
06.11.2018 - 18:30
Breiðholtsskóli og Vogaskóli komust áfram
Breiðholtsskóli og Vogaskóli komust áfram í kvöld, á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks, árlegri hæfileikahátíð Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. 26 gagnfræðaskólar taka þátt í keppninni í ár á fjórum kvöldum.
05.11.2018 - 23:03
Myndskeið
Skrekkur 2017: „Þetta var ótrúleg keppni“
Árbæjarskóli sigraði í hæfileikakeppni grunnskólanema, Skrekk sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Alls tóku 27 skólar þátt í keppninni og hafa þeir aldrei verið fleiri, en átta þeirra kepptu til úrslita í beinni útsendingu á RÚV í gær.
14.11.2017 - 08:34
 · Skrekkur
Árbæjarskóli sigraði í Skrekk
Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld. Nemendur Langholtsskóla höfnuðu í öðru sæti keppninnar og nemendur Réttarholtsskóla í því þriðja. 27 grunnskólar í Reykjavík tóku þátt í keppninni í ár og hafa aldrei verið fleiri.
13.11.2017 - 23:11