Færslur: Skrekkur

Unglingar sem ætla á Skrekk þurfa að fara í hraðpróf
Unglingar sem ætla að fara á úrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, á mánudag þurfa að fara í hraðpróf. Hraðprófið þarf að taka samdægurs og heimapróf gilda ekki. Nemendur þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu þegar þeir mæta í rútu á vegum skólans síns.
05.11.2021 - 18:11
Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust áfram
Þriðja og síðasta undankvöld Skrekks var haldið í kvöld. Austurbæjarskóli með atriðið Í skugga ofbeldis og Árbæjarskóli með atriðið Annað viðhorf komust áfram og keppa því til úrslita mánudaginn 8. nóvember ásamt Laugalækjarskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Hagaskóla.
03.11.2021 - 22:44
Skrekkur
Eitruð karlmennska, KSÍ og kvenréttindi í Skrekk
Þriðju undanúrslit hæfileikakeppninnar Skrekks hefjast í Borgarleikhúsinu klukkan átta í kvöld og eru í beinni útsendingu á RÚV.is. Skólarnir sem stíga á svið að þessu sinni og freista þess að komast í lokakeppnina á mánudag eru Hólabrekkuskóli, Klettaskóli, Víkurskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjarskóli, Rimaskóli, Ingunnarskóli og Hlíðaskóli.
03.11.2021 - 13:32
Skrekkur
Hlýnun jarðar, brotin sjálfsmynd og #metoo í Skrekk
Önnur undanúrslit hæfileikakeppninnar Skrekks hefjast í Borgarleikhúsinu klukkan átta í kvöld. Skólarnir sem stíga á svið að þessu sinni og freista þess að komast í lokakeppnina eru Foldaskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli, Seljaskóli, Sæmundarskóli, Háteigsskóli, Vogaskóli og Hagaskóli.
02.11.2021 - 14:10
Skrekkur
Átröskun, heimsfaraldur, kvíði og hryðjuverk í Skrekk
Undanúrslit hæfileikakeppninnar Skrekks verða í kvöld og næstu tvö kvöld í Borgarleikhúsinu og beinu vefstreymi á RUV.is. Sjö skólar keppast um að komast í úrslitin sem verða 8. nóvember.
01.11.2021 - 12:52
Skrekkur
Sæmundarskóli í annað sinn í úrslitum
Sæmundarskóli komst áfram úrslit Skrekks með atriðið „Leitin að liðnum tímum“. Þrátt fyrir vel unnið atriði áttu þau erfitt með að trúa því að þau væru komin í úrslitin. „Við erum enn að bíða að Skrekkur hringi og segi: Það var smá misskilningur þið eruð ekki að komast áfram,“ segir Karen, þátttakandi Sæmundarskóla í Skrekk.
13.03.2021 - 13:42
Jörðin kveikjan að atriðið Seljaskóla
Seljaskóli komst áfram í úrslit Skrekks með atriðið „Sköpun jarðar“. „Okkur fannst rosalega merkilegt hvernig allt gerðist, hvernig jörðin varð til og mannkynið. Við erum bara að sýna frá grunni hvernig þetta allt saman byrjaði og hvernig þetta er núna,“ segir Karen Emma, ein þátttakenda Seljaskóla í Skrekk.
12.03.2021 - 13:08
Ólýsanleg tilfinning að komast í úrslit
Ingunnarskóli er kominn áfram í úrslit Skrekks með atriðið „Af hverju má ég ekki bara vera ég?". Með atriðinu vilja þátttakendur vekja athygli á þeirri miklu pressu sem fylgir því að vera unglingur. Hugmyndin kom snemma upp í æfingaferlinu og lá beinast við að fara þessa leið þar sem þau tengja svo vel við efnið.
12.03.2021 - 11:44
Skrekkur
Óskrifuðu reglurnar sem unglingar fylgja
„Það geta ekki allir litið eins út. Það hafa ekki allir efni á sama dótinu, þessu nýja, fína og flotta,“ segir Saga María Sæþórsdóttir nemandi í Langholtsskóla. Skrekkshópur skólans segist vilja vekja athygli á þessu með glaðlegum hætti, ekki með því að rífast og skammast á dramatískan hátt.
11.03.2021 - 14:25
Skrekkur
Grafalvarlegt stjórnmálagrín
Austurbæjarskóli er annar af tveimur skólum sem komust áfram í úrslit Skrekks á svokölluðu „wildcard“. Skrekkshópnum finnst hugmyndin að atriðinu spennandi vegna þess hve margir skólafélagar þeirra eru af erlendum uppruna.
11.03.2021 - 13:05
Skrekkur
Vekja athygli á einhverfu
Laugalækjarskóli komst áfram í úrslit í Skrekk með atriðið „Í öðru ljósi“. Með atriðinu vilja þau vekja athygli á einhverfu. Þau segjast ekki hafa vitað mikið um einhverfu áður en þau byrjuðu að vinna atriðið.
10.03.2021 - 12:50
Skrekkur
Geggjuð tilfinning
Hagaskóli komst áfram í Skrekk á svokölluðu „wildcard“ í keppninni með atriði skólans sem nefnist Fimm stig missis. Keppendur segja að tilfinning hafi verið geggjuð.
10.03.2021 - 09:38
Skrekkur
Beirút í Borgarleikhúsinu
Hlíðaskóli komst áfram í úrslit í Skrekk með atriðið „Beirútin mín“. Agla Elín, einn keppenda, segir að atriði sé henni perónulegt og að það sé mikilvægt að tala um þessa hluti. Atriðið byggja þau á frásögnum vinkonu Öglu sem býr í Beirút.  
09.03.2021 - 17:51
Skrekkur
Austurbæjarskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk
Atriði Austurbæjarskóla og Hagaskóla voru valin sérstklega af dómnefnd Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundarráðs Reykjavíkur og keppa á úrslitakvöldinu ásamt sex öðrum atriðinum.
05.03.2021 - 15:29
Sæmundarskóli og Laugalækjarskóli komust áfram í Skrekk
Sæmundarskóli og Laugalækjarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á þriðja og síðasta undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.  
03.03.2021 - 22:18
Mynd með færslu
Í BEINNI
Í beinni: Þriðja undankvöld Skrekks
Þriðja undankvöld Skrekks fer fram í kvöld. Skólarnir sem keppa í kvöld eru Sæmundarskóli, Klettaskóli, Dalskóli, Laugalækjarskóli, Háteigsskóli og Foldaskóli. Tveir skólar verða valdir af dómnefnd til þess að keppa á úrslitakvöldinu 15. mars í beinni útsendingu á RÚV.
03.03.2021 - 19:38
Hverjir komast áfram á síðasta undankvöldinu?
Annað undankvöld Skrekks fór fram í gær þar sem Langholtsskóli með atriðið Boðorðin 10 og Hlíðaskóli með atriðið Beirútin mín komust áfram. Í kvöld kemur í ljós hvaða tveir skólar bætast við úrslitakvöldið 15. mars sem verður í beinni útsendingu á RÚV.  
03.03.2021 - 12:15
Hlíðaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekks
Hlíðaskóli og Langholtsskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á öðru undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.
02.03.2021 - 22:24
Hverjir komast áfram í Skrekk í kvöld?
Fyrsta undankvöld Skrekks fór fram í gær þar sem Seljasskóli með atriðið Sköpun jarðar og Ingunnarskóliskóli með atriðið Afhverju má ég ekki bara vera ég komust áfram. Það ræðst í kvöld hvaða tveir skólar bætast við úrslitakvöldið 15. mars sem verður í beinni útsendingu á RÚV.
02.03.2021 - 12:06
Seljaskóli og Ingunnarskóli áfram í Skrekk
Seljaskóli og Ingunnarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á fyrsta undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.  
01.03.2021 - 23:00
Fyrsta undankvöld Skrekks í kvöld
Skrekkur byrjar með látum í kvöld þegar fyrsta undakvöldið fer fram. Í kvöld keppa Austurbæjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli, Breiðholtsskóli og Ingunnarskóli. Tveir skólar verða valdir af dómnefnd til þess að keppa á úrslitakvöldinu 15. mars í beinni útsendingu á RÚV.
01.03.2021 - 11:26
Nýir kynnar á Skrekk
Hólmfríður Hafliðadóttir og Mímir Bjarki Pálmason eru nýir kynnar Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. Þau taka við af Mikael Emil Kaaber og Berglindi Öldu Ástþórsdóttur sem hafa verið kynnar síðustu þrjú ár og skemmt áhorfendum í sal og heima í stofu.
24.02.2021 - 16:35
Skrekkur 2020 verður í mars 2021
Æfingaferlið fyrir Skrekk hefur reynst mörgum skólum snúið vegna kórónuveirufaraldurins. Dæmi eru um að æfingar hafi farið fram í gegnum fjarfundabúnað.
19.02.2021 - 15:56
Skrekkur eignast lítinn bróður á Suðurlandi í maí
Hæfileikakeppnin Skjálfti fæðist í Þorlákshöfn í vor. Skjálfti er sunnlensk útgáfa af Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, sem hefur farið fram með góðum árangri í 30 ár.
25.01.2021 - 11:52
Búið að draga fyrir þrjú undankvöld Skrekks
í dag fór fram dráttur fyrir undankvöldin í Skrekk, hæfileikakeppni unglinga, sem fara fram dagana 1. - 3. mars. Ekki var unnt að halda Skrekk á síðasta ári og er Hlíðarskóli því ennþá handhafi Skrekksstyttunar.
15.01.2021 - 15:30