Færslur: Skotvopn

Fulltrúadeildin bannar hálfsjálfvirk vopn í einkaeigu
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi í dag atkvæði með frumvarpi sem bannar einstaklingum að eiga hálfsjálfvirk vopn. Ólíklegt þykir að frumvarpið hljóti brautargengi í öldungadeild þingsins.
Sjónvarpsfrétt
Forsætisráðherra vill þrengja vopnalöggjöf
Forsætisráðherra segir markmið stjórnvalda að þrengja vopnalöggjöfina svo það verði erfiðara að fá vopn hér á landi. Aðgengi að vopnum geti leitt af sér fleiri tilefnislausar árásir eins og gerðar voru síðustu tvær helgar í Osló og Kaupmannahöfn.
Morgunvaktin
Notkun skotvopna eykst hérlendis
Nýlegar fréttir frá nágrannalöndunum af voðaverkum og árásum þar sem skotvopnum er beitt, nú síðast í Kaupmannahöfn og Ósló, hafa vakið upp spurningar um hvernig þessum málum sé háttað hérlendis.
Sjónvarpsfrétt
Telur að þurfi að endurmeta eftirlit með skotvopnum
Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningadeildar, segir að þurfi að huga ætti betur að eftirliti með skotvopnum hér á landi. Reynt sé að fylgjast með torkennilegri hegðun á samfélagsmiðlum.
Norskur táningur handtekinn með sjálfvirkt skotvopn
Lögregla handtók dreng á táningsaldri í þorpinu Vatne vestanvert í Noregi í nótt en hann ógnaði vegfarendum með sjálfvirku skotvopni. Tilkynning um framferði drengsins barst laust fyrir klukkan tvö í nótt að staðartíma, en óttast var að hann ætlaði sér að beita vopninu.
02.07.2022 - 06:30
Báðir flokkar sammælst um drög að hertri byssulöggjöf
Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum hefur sammælst um frumvarpsdrög um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Verði frumvarpið samþykkt verður það viðamesta frumvarp tengt harðri byssulöggjöf til að fara í gegnum öldungadeildina í áratugi.
12.06.2022 - 18:00
Tíu ára telpa banaði konu sem slóst við móður hennar
Tíu ára telpa var handtekin í Flórída í Bandaríkjunum á þriðjudag, grunuð um að hafa skotið til bana konu sem móðir hennar átti í útistöðum við. Lögreglan í Orlando greinir frá þessu og segir að yfirvöld barna- og fjölskyldumála í Flórídaríki hafi tekið stúlkuna í sína vörslu.
09.06.2022 - 06:12
Aðstandendur fórnarlamba í Texas sagðir undirbúa kæru
Aðstandendur fórnarlamba sem létu lífið í mannskæðri skotárás í Uvalde í Texas á dögunum eru sagðir undirbúa málsókn gegn skotvopnaframleiðandanum Daniel Defense.
04.06.2022 - 02:34
Þrír létu lífið í skotárás í Iowa
Þrír létust í skotárás í Iowa í Bandaríkjunum í dag. Ódæðismaðurinn skaut tvær konur til bana á bílastæði við kirkju og svipti sig svo lífi, að sögn lögreglunnar í Iowa.
Biden ávarpar þjóð sína vegna skotárása – „Nóg komið!“
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði bandarísku þjóðina í dag í tilfinningaþrunginni ræðu. Hann ítrekaði ákall til löggjafans um að herða skotvopnalög í landinu og minnti á fórnarlömb mannskæðra skotárása á síðustu vikum.
Fjórir látnir eftir skotárás á sjúkrahúsi í Oklahoma
Fjórir létust eftir skotárás í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld, miðvikudag. Maður vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu er sagður hafa hafið skothríð inni í Sankti Francis sjúkrahúsinu í borginni Tulsa og skotið þrjá til bana.
02.06.2022 - 00:34
Trudeau vill herða lög um byssueign í Kanada
Stjórnvöld í Kanada kynntu í gær, mánudag, tillögu að hertri löggjöf um byssueign þar í landi. Verði frumvarpið að lögum verður óheimilt að kaupa, selja eða flytja skambyssur inn til landsins. Að auki verður takmarkað verulega aðgengi að eftirlíkingum af byssum eða leikföngum sem líta út eins og skotvopn.
31.05.2022 - 01:12
Mikil umfjöllun um skotárásir leiði til fleiri árása
Stjórnmálafræðingur segir að mikil fjölmiðlaumfjöllun um skotárásir virðist oft leiða af sér fleiri skotárásir. Átján ára piltur myrti minnst nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag, viku eftir mannskæða skotárás í Buffalo.
Skólanemendur krefjast hertrar skotvopnalöggjafar
Þúsundir bandarískra barna og unglinga yfirgáfu skólastofur sínar í gær og flykktust út á götur til þess að krefjast hertrar skotvopnalöggjafar. Kveikjan að aðgerðunum var mannskæð skotárás á grunnskóla í Texas á þriðjudag.
Lögregla í Toronto banaði vopnuðum byssumanni
Lögregla í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, skaut ungan, vopnaðan mann til bana í gær. Ákveðið var að loka nokkrum skólum í borginni vegna líkinda við mannskæða árás í Bandaríkjunum fyrir tveimur dögum.
27.05.2022 - 02:00
87.048 skotvopn skráð hér á landi
Þann fyrsta janúar á þessu ári voru 76.680 skotvopn skráð í notkun 36.548 eigenda hér á landi. Þegar óvirk, förguð, týnd, haldlögð og útflutt skotvopn eru meðtalin, auk skotvopna lögreglu og lagerar verslana eru skráð skotvopn þó 87.048.
Skotmaður sem særði fjóra í Washington tók eigið líf
Maður sem særði fjóra í skotárás í einu virðulegasta hverfi Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, tók eigið líf áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Lögreglustjóri borgarinnar greindi frá þessu í gærkvöld.
Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust stefnir vopnabirgi
Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður við gerð kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt vopnabirgjanum Seth Kenney. Hún sakar hann um að hafa vísvitandi látið raunverulegar byssukúlur liggja innan um gerviskot.
Krefst fangelsis yfir lögreglumönnum sem bönuðu stúlku
Faðir fjórtán ára stúlku sem lögreglumenn skutu til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum krefst þess að þeir verði dæmdir í fangavist fyrir verknaðinn.
Lögregla leitar ennþá árásarmanns í Kaupmannahöfn
Ungur maður liggur mjög alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir skotárás á kaffihúsi á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um árásina.
Vopnalagabrot á Austurlandi til rannsóknar lögreglu
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hótanir með skotvopni gegn fólki sem dvaldi í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði síðastliðna nótt. Grunur leikur á að þrjár rjúpnaskyttur sem gistu í nálægum bústað eigi hlut að máli.
Viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vel
Aðstoðarleikstjórinn sem rétti leikaranum Alec Baldwin byssu við gerð kvikmyndarinnar Rust á dögunum hefur viðurkennt að hafa ekki kannað fyllilega hvort hún væri hlaðin. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar sem unnin er upp úr gögnum rannsóknar málsins.
27.10.2021 - 23:53
Tveir liggja í valnum eftir skotárás í Idaho-ríki
Tveir voru skotnir til bana og fjórir særðust þegar maður hóf skothríð í stórri verslunarmiðstöð í Boise, höfuðborg Idaho-ríkis í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglu.
26.10.2021 - 01:41
Halls sagt upp vegna brota á skotvopnareglum árið 2019
Dave Halls, aðstoðarleikstjóra vestrans Rust var sagt upp störfum við kvikmyndaverkefni árið 2019 vegna brota á öryggisreglum varðandi skotvopn. Mjög strangar reglur gilda um notkun skotvopna á tökustöðum kvikmynda.
25.10.2021 - 23:54
Var að æfa að miða á tökuvél þegar skot hljóp af
Leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að linsu tökuvélar þegar skot hljóp af og hæfði tökustjóra og leikstjóra kvikmyndarinnar Rust í borginni Albuquerque í Nýja Mexíkó ríki í Bandaríkjunum 21. október síðastliðinn. Þetta kom fram í vitnisburði leikstjórans Joel Souza hjá lögreglu.
25.10.2021 - 11:08