Færslur: Skotvopn

Myndskeið
Nærri 4.000 skammbyssur í einkaeigu á Íslandi
Nærri 4.000 skammbyssur eru skráðar í einkaeigu á Íslandi. Alls eiga Íslendingar um 70.000 lögleg skotvopn og þar eru haglabyssur langvinsælastar. Sjö byssur voru tilkynntar stolnar í fyrra, sem er töluvert minna en undanfarin ár.
22.02.2021 - 22:15
Innlent · byssueign · Skotvopn · Vopn
Vopnaburður og valdheimildir lögreglu rædd í þinginu
Þingmenn ræddu rannsóknar- og valdheimildir auk vopnaburðar lögreglu í umræðum um störf þingsins í dag. Kveikja umræðnanna var skotárás sem leiddi til bana manns á laugardagskvöldið.
Byssur og skotfæri aftur í hillur Walmart
Byrjað var að raða byssum og skotfærum aftur í hillur verslana bandaríska smásölurisans Walmart í gær, aðeins degi eftir að þær voru fjarlægðar úr hillunum af ótta við uppþot, rán og rupl.
31.10.2020 - 04:53
Myndskeið
5.800 Bandaríkjamenn dáið af skotsárum á árinu
Tólf voru myrt í skotárás á bæjarskrifstofu í bænum Virginia Beach í Bandaríkjunum í gær. Lögreglustjórinn segist aldrei aftur ætla að nefna árásarmanninn á nafn. Ólíklegt verður að teljast að gerðar verði breytingar á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum í kjölfar árásarinnar.
01.06.2019 - 19:46
Skotárás númer 150 á þessu ári
Árásarmaður skaut ellefu til bana á þjónustumiðstöð í Virginíu í gær. Nú þegar 152 dagar eru búnir af árinu 2019 hafa 150 skotárásir verið framdar í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri slasast eða deyja.
01.06.2019 - 11:58