Færslur: Skotveiði

Hreindýraveiði sumarsins lokið
Hreindýraveiðitímabili sumarsins lauk í gær. Kvóti sem má veiða á hverju ári var ekki fylltur.
22.09.2020 - 07:23
Rjúpnaveiðimaður varð fyrir slysaskoti
Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um að rjúpnaveiðimaður á sjötugsaldri hafi orðið fyrir slysaskoti í Eldhrauni, skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur, laust eftir klukkan þrjú í dag. Skotið hafnaði í öðrum fæti mannsins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
01.11.2019 - 21:12
Spegillinn
Stóru rjúpnatopparnir koma ekki aftur
Arne Sólmundsson segir að óháð veiðum séu ekki forsendur í náttúrunni til að byggja upp stóra rjúpnastofna eins og þekktust hér áður fyrr. Hann segir að fjöldi veiðidaga skipti ekki máli heldur hvenær árs sé veitt. Hann hefur rýnt í gögn um rjúpuna sem staðfesti að viðkoma hennar hafi minnkað um fimmtung frá árinu 2004.
30.10.2019 - 17:00
Skaut föður sinn í misgripum fyrir villisvín
Maður skaut föður sinn til bana fyrir slysni. Mennirnir voru í veiðileiðangri í þjóðgarði á Suður-Ítalíu þegar maðurinn skaut föður sinn, sem hann taldi að væri villisvín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt tilvik kemur upp á Ítalíu.
22.09.2019 - 22:50
Myndskeið
Læra að veiða og gjörnýta gæsir á Hallormsstað
Gæsaveiði stendur nú sem hæst og bæði kvölds og morgna sitja veiðimenn fyrir gæs gráir fyrir járnum. Nemendur í nýju sjálfbærninámi í Hallormsstaðarskóla fá að fara á veiðar og læra að gjörnýta hráefnin og góða umgengni við matarkistu náttúrunnar.
15.09.2019 - 20:43
Rjúpnavertíðin valdið vonbrigðum
Rjúpnaveiðin hefur almennt valdið vonbrigðum það sem af er vertíðinni og tíðarfar sett strik í reikninginn. Veiðimenn sjá talsvert af rjúpu en hafa almennt lítið veitt. Þetta er þó misjafnt eftir landshlutum.
16.11.2018 - 13:54
Veiðimönnum bent á sögulegan fjölda heiðagæsa
Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki og biður Umhverfisstofnun skotveiðimenn að hafa það í huga á gæsaveiðitímabilinu sem hefst í dag, ef valið stendur á milli grágæsar og heiðagæsar. Heiðagæsastofninn er um fimmfallt stærri en grágæsastofninn. Stangveiði hefur ekki staðið undir væntingum á Norður- og Austurlandi í sumar.
20.08.2018 - 11:43
Á fjórða þúsund umsóknir um hreindýraveiði
Umhverfisstofnun hafa borist 3.176 umsóknir um leyfi til að veiða hreindýr á næsta veiðitímabili. Ljóst að margar hreindýraskyttur verða frá að hverfa, en heimilt verður að veiða 1.450 dýr.
20.02.2018 - 15:26
Misjöfn rjúpnaveiði en fyrsti dagurinn góður
Rjúpnaveiðin hófst í dag og þrátt fyrir vonda veðurspá áttu margir góðan dag á fjöllum og voru ánægðir með veiðina. Rjúpnaskytta á Akureyri segir að fáir veiðidagar séu í boði og þá verði að nýta allan þann tíma sem gefst þrátt fyrir leiðindaveður.
27.10.2017 - 19:03
Segir hljóðdeyfa minnka álag á hjarðirnar
Í dag er síðasti dagur hreindýraveiða, en í ár var í fyrsta sinn leyfilegt að nota hljóðdeyfa við veiðarnar. Leiðsögumaður telur að hljóðdeyfar ættu að vera skylda enda bæti það starfsaðstæður og minnki álag á hjarðirnar. „Það munar rosalega miklu að hafa hjóðdeyfi, vegna þess að það er allt annað vinnuumhverfi fyrir okkur,“ segir Sigurður Aðalsteinsson leiðsögumaður.
20.09.2017 - 20:21