Færslur: Skotland-sjálfstæðisbarátta

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kosningar um réttindi hinsegin fólks
Kosningar verða í Færeyjum 8. desember. Stjórnin missti meirihluta eftir að lögmaður, sem er forsætisráðherra Færeyja, rak Jenis av Rana úr stjórninni vegna andstöðu hans við aukin réttindi samkynhneigðra. Miðflokkur Jenis av Rana hætti þá stuðningi við stjórnina og ekki tókst að mynda nýjan meirihluta.
Skotar fá ekki að kjósa um sjálfstæði
Hæstiréttur Bretlands útskurðaði rétt í þessu að Skotum sé ekki heimilt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt án heimildar um slíkt frá ríkisstjórn Bretlands. Hún hafði ekki leyft slíkt og því vísuðu stjórnvöld í Skotlandi málinu til dómstóla.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sjálfstæðismál Skota fyrir hæstarétti
Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu.
Nicola Sturgeon: Síðasta embættisverk Boris Johnson?
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, sendi í dag bréf til Nicola Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands, þar sem hann hafnar beiðni hennar um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 við Boga Ágústsson.
Spegillinn
Sturgeon í sjálfstæðisklípu
Eftir nýafstaðnar kosningar til skoska þingsins var Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins ekki sein á sér að lýsa yfir að niðurstöðurnar gæfu öðru þjóðaratkvæði um sjálfstæði byr undir báða vængi. Við nánari athugun er spurning hvort svo sé í raun og þá hvernig Sturgeon muni taka á flókinni stöðu.
Sigur SNP eykur líkur á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Niðurstöður liggja fyrir í þingkosningum í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) með Nicolu Sturgeon í fararbroddi, fær 64 sæti á þinginu. Til að ná hreinum meirihluta hefði flokkurinn þurft að ná einu sæti til viðbótar en 129 sitja á þinginu í Holyrood.
Johnson og Sturgeon brött með stöðuna í kosningunum
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fagnar þeim niðurstöðum sem stefnir í eftir kosningarnar í gær. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, er bjartsýn á enn einn sigur Þjóðarflokksins.
Spennandi kosningar í Skotlandi
Kosið er á Bretlandseyjum í dag til margra bæja- og sveitarstjórna, og þings í Skotlandi og Wales. Um 40 milljónir Breta hafa rétt til að kjósa í kosningum dagsins. Athyglin beinist helst að þingkosningunum í Skotlandi þar sem kannanir sýna að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta sæta á þinginu í Edinborg.
Ný þjóðaratkvæðagreiðsla líkleg vinni Þjóðarflokkurinn
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að standa í vegi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands ef Skoski þjóðarflokkurinn hlýtur meirihluta í kosningum næsta mánaðar. Þetta fullyrðir Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, í viðtali við Guardian í gær. 
12.04.2021 - 06:33
Skoskt sjálfstæði, Brexit og Covid
Skoski þjóðarflokkurinn miðar á sjálfstæði Skotlands sem Skotar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2014. Þar með virtist spurningunni svarað um ókomna áratugi. En Skotar eru ósáttir við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sú breyting feli í sér forsendubrest en þeir glíma við óvilja bresku stjórnarinnar um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Gordon Brown varar við upplausn Bretlands
Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur varað við hættunni á því að sameinaða konungsríkið Bretland leysist upp haldi stjórnin í Lundúnum áfram að hundsa vilja Skota, Norður-Íra og íbúa Wales.
Sturgeon boðar lögmæta atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, heitir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins fái hún og Skoski þjóðarflokkurinn umboð til þess í skosku þingkosningunum í maí. Efnt verði til atkvæðagreiðslunnar hvort sem ríkisstjórn Borisar Johnsons samþykkir það eða ekki. Áætlun þar að lútandi var kynnt á flokksþingi Skoska þjóðarflokksins í gær.
25.01.2021 - 04:14
Segir Skota ekki fá að kjósa um sjálfstæði á næstunni
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands muni ekki fara fram hjá þeirri kynslóð sem nú lifir. Skoskir ráðamenn hafa kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálstætt Skotland í kjölfar Brexit.
03.01.2021 - 13:23
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Tími til að Skotland verði sjálfstætt
Fyrsti ráðherra Skota, Nicola Sturgeon, segir Brexit-samkomulagið gert gegn vilja þjóðar sinnar. Tími sé til kominn að Skotar verði sjálfstætt ríki sem tilheyri Evrópu.
24.12.2020 - 15:16
„Aldrei verið vissari“ um sjálfstæði Skotlands
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins, hefur „aldrei verið vissari" um að sjálfstætt Skotland verði að veruleika. Þetta mun koma fram í ræðu hennar á ársfundi Skoska þjóðarflokksins í dag, að því er segir í tilkynningu frá flokknum.
Vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, vill nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á næsta ári. Lundúnablaðið Times greinir frá þessu. Fram hafi komið í viðtali við Sturgeon að hún vildi að atkvæðagreiðslan færi fram á fyrri hluta næsta þings sem hæfist á næsta ári.
27.11.2020 - 08:35
Spegillinn
Sjálfstæði Skota, Johnson, Brexit og COVID
Skoskir sjálfstæðissinnar töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslu 2014 um sjálfstætt Skotland og það átti að útkljá allt sjálfstæðistal um ókomin ár. En nú blómstra sjálfstæðisvonirnar meir en nokkru sinni í krafti vinsælda Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skota og að Boris Johnson forsætisráðherra Breta er óvinsæll í Skotlandi. Brexit og svo glíman við COVID-19 efla sjálfstæðishugmyndirnar enn frekar.
Heimsglugginn
Meirihluti kjósenda vill sjálfstætt Skotland
Næstum sex af hverjum tíu kjósendum í Skotlandi vilja að landið fái sjálfstæði og slitið verði á tengslin við bresku krúnuna. Þetta er mesti stuðningur sem nokkru sinni hefur mælst við sjálfstæði Skotlands.
15.10.2020 - 11:15
Stuðningur við sjálfstæði Skotlands eykst enn
Stuðningur við að Skotland segi sig úr lögum við Stóra-Bretland og gerist sjálfstætt ríki hefur aldrei mælst meiri meðal skoskra kjósenda en nú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Ipsos Mori. Í henni sögðust 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi sjálfstæði Skotlands, en 42 prósent vildu halda í óbreytta stöðu landsins innan Bretaveldis.
Setja sjálfstæði á oddinn fyrir þingkosningar
Skosk yfirvöld stefna að því vera búin að skipuleggja framkvæmd og tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota næsta vor. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, greindi frá þessu í dag. „Við birtum frumvarpsdrög áður en þessu þingi lýkur,“ sagði hún.
01.09.2020 - 17:54
Myndskeið
Skoskir mótmælendur vilja vera áfram í ESB
Það er langt í frá að það ríki sátt um veruna utan Evrópusambandsins. Andstæðingar Brexit í Skotlandi komu saman við þinghúsið í Edinborg í dag. Öðrum megin götunnar mótmælti fólk sem telur framtíð Skotlands best borgið innan Evrópusambandsins en sem kunnugt er tók útganga Bretlands úr sambandinu gildi í gærkvöld.
01.02.2020 - 19:34
Meirihluti Skota vill sjálfstæði
Meirihluti Skota vill sjálfstæði frá Stóra Bretlandi. Skoðanakönnun sem YouGove birti í dag sýnir að 51 af hundraði styður að lýst verði yfir sjálfstæði Skotlands, 49 prósent eru á móti.
30.01.2020 - 17:30
Neita Skotum um atkvæðagreiðslu
Breska stjórnin segir ekki koma til greina að heimila Skotum að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, eins og heimastjórnin hyggst gera. Fyrsti ráðherra stjórnarinnar segir viðbrögðin ekki koma á óvart; Íhaldsflokkurinn sé að neita Skotum um lýðræði.
14.01.2020 - 17:39

Mest lesið