Færslur: Skotfimi

Fyrsta konan sem byrjar hlaupið með ólympíukyndilinn
Ólympíumeistarinn í skotfimi, hin gríska Anna Korakaki, verður fyrsta konan í sögunni sem hleypur fyrsta hluta leiðarinnar með ólympíukyndilinn. Farið verður með hann frá borginni Ólympíu í Grikklandi á ólympíuleikana. Þeir verða haldnir í Tókýó í Japan í júlí. Hingað til hefur það alltaf verið karlmaður sem hefur hlaupið fyrsta hluta leiðarinnar frá Ólympíu.
09.02.2020 - 17:42
Jórunn vann gull í skotfimi
Skotfimikeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll um helgina. Í gær vann Ásgeir Sigurgeirsson gullið með loftskammbyssu en Jórunn Harðardóttir reyndist hittnust með loftriffil í dag.
03.02.2019 - 19:05
Ásgeir hlaut gull í skotfimi
Skotfimikeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Laugardalshöll um helgina. Í dag var keppt með loftskammbyssu en Ásgeir Sigurgeirsson reyndist hittnastur skyttanna með skammbyssu í dag.
02.02.2019 - 15:40
„Mikil æfing ekki endilega betri."
150 ára afmæli Skotfélags Reykjavíkur er fagnað um þessar mundir en félagið er elsta íþróttafélag Íslands. Af því tilefni fékk félagið þrefaldan Ólympíumeistara í skotfimi til að halda erindi í dag um markmiðasetningu og æfingar afreksíþróttafólks.
21.08.2017 - 21:57