Færslur: Skotárásir í stjórnmálum

Rannsókn skotárásar á bíl borgarstjóra hætt
Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl borgarstjóra og skrifstofur Samfylkingarinnar hefur verið hætt. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Hægt verður að taka rannsóknina upp ef nýjar upplýsingar koma fram.
Ekki farið fram á framlengingu yfir grunuðum byssumanni
Ekki verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar. Gæsluvarðhaldið rennur út síðdegis í dag.
Óvíst hvort krafist verði lengra gæsluvarðhalds
Óvíst er hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um aðild að skotárás á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins sé enn í gangi.Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út á morgun.
Myndskeið
Dagur segir heimili sitt hafa verið gert að skotskífu
Líklega var skotið á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á bílastæði aftan við heimili hans. Hann segir að atvikinu fylgi erfiðar tilfinningar, hann og fjölskylda hans horfi aðeins öðru vísi út um gluggann nú en áður. Heimili hans hafi verið gert að skotskífu í myndbandi aðgerðahópsins Björgum miðbænum. 
Dagur B. Eggertsson verður í Silfri dagsins
Fyrsti gestur Sigmars Guðmundssonar í Silfri dagsins er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þá mætast þeir Friðjón Friðjónsson almannatengill og Brynjar Níelson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Viðtal
Vonar að árásin sé ekki merki um breytta framtíð
Forsætisnefnd borgarstjórnar fordæmir árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og bifreið borgarstjóra. Pawel Bartoszek forseti borgarstjórnar vonar að árásirnar séu ekki merki um varanlegar breytingar í þjóðfélaginu þannig að kjörnir fulltrúar þurfi brynvarða bíla og öryggisverði.
Síðdegisútvarpið
Stjórnmálamenn fá alveg ótrúlega holskeflu af viðbjóði
Skotárásir á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og á skrifstofur stjórnmálaflokka eru ein birtingarmynd stjórnmálamenningar sem hefur þróast undanfarin misseri. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari þróun; farið hefur verið yfir mörk sem hingað til hafa verið virt. Áreitni í garð stjórnmálafólks hefur verið falinn vandi sem tímabært er að ræða. Þetta segja þær Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar.
Fordæma að skotið hafi verið á bíl fjölskyldu Dags
Ofbeldi í orði getur fljótt breyst í ofbeldi á borði, eins og þekkt er frá öðrum lýðræðisríkjum. Við þurfum að geta verið ósammála um leiðir, án þess að það skipti okkur í lið vina og óvina, okkur og ykkur. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að stemma stigu við hatursfullri umræðu strax og hennar verður vart. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Viðreisnar sem send var vegna skotárása á bifreið fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og á skrifstofur stjórnmálaflokka.