Færslur: Skotárás í Svíþjóð

Maður á áttræðisaldri skotinn til bana í Smálöndum
Karlmaður á áttræðisaldri lést í skotárás í bænum Växjö í sænsku Smálöndunum á þriðjudagskvöld. Frá þessu er greint á vef sænska ríkissjónvarpsins SVT. Þar segir að maðurinn hafi verið skotinn í íbúðahverfinu Teleborg um klukkan átján að staðartíma og verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið er rannsakað sem morð og var lögregla með mikinn viðbúnað á og við vettvang brotsins.
16 ára piltur skotinn til bana í Sandviken í Svíþjóð
Sextán ára piltur fannst látinn á hjólastíg í bænum Sandviken í Gävleborgarléni í Svíþjóð seint í gærkvöld. Lögregla upplýsti í nótt að hann hefði verið skotinn til bana. 54 hafa látið lífið í skotárásum í Svíþjóð það sem af er þessu ári, fleiri en nokkru sinni fyrr.
Enn ein skotárásin í sænsku borginni Södertälje
Einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Södertälje, skammt suður af höfuðborginni Stokkhólmi. Skotárásir og morð hafa verið tíð í borginni undanfarið og lögregluyfirvöld þar hafa fengið liðsauka til að bregðast við ástandinu.
Leigubílstjóri skotinn til bana í Gautaborg
Hálffertugur leigubílstjóri var skotinn til bana á bílastæði í Gautaborg í Svíþjóð í nótt. Neyðarlínu bárust allmargar tilkynningar um skothvelli í borginni um klukkan hálf fjögur að staðartíma. Á vettvangi fann lögreglan hinn látna sem virðist hafa nýlokið vinnu sinni og lagt bílnum þegar hann var myrtur.
Stór lögregluaðgerð í verslunarmiðstöð í Malmö
Lögreglan í Malmö í Svíþjóð er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia í borginni. Samkvæmt heimildum SVT eru vopnaðir lögreglumenn gráir fyrir járnum með byssur á lofti. Vitni lýsa því að sést hafi til vopnaðs manns inni í verslunarmiðstöðinni og fólk tekið til fótanna. Ekki er þó vitað til þess að hleypt hafi verið af skotum.
07.10.2022 - 13:20

Mest lesið