Færslur: skotárás

Byssumaður í varðhaldi til 8. október
Gæsluvarðhald yfir manninum sem særðist í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum hefur verið framlengt til 8. október. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Banvæn skotárás í bandarískum miðskóla
Nemandi við Mount Tabor miðskólann í borginni Winston-Salem í Norður-Karólínu var skotinn til bana í dag. Yfirvöld óttast að skotárásum í skóla fjölgi að nýju eftir að nemendur snúa til baka í staðnám.
Viðtal
Lögreglumenn fóru austur í gærkvöldi til rannsókna
Lögreglan á Austurlandi skaut og særði vopnaðan mann á Egilsstöðum í gærkvöldi. Enginn lögreglumaður varð fyrir skoti. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan var kölluð út laust eftir klukkan tíu í gærkvöld eftir að skothvellir heyrðust. Að sögn sjónarvotta tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að yfirbuga manninn. Þeirri atburðarás lauk með því að maðurinn var skotinn. 
Samfélagsmiðlahegðun skoðuð áður en skotvopnaleyfi fæst
Innanríkisráðuneyti Bretlands fer nú fram á að hegðun á samfélagsmiðlum verði grandskoðuð hjá þeim sem sækja um skotvopnaleyfi. Þetta kemur í kjölfar mannskæðustu fjöldaskotárásar í landinu í heilan áratug.
Árásarmanninum lýst sem einfara sem amaðist við konum
Enn er ekki vitað hvað olli því að maður á þrítugsaldri myrti fimm, særði tvo og svipti sig loks lífi borginni Plymouth á Suður-Englandi í gær. Honum er lýst sem einfara sem amast við konum.
13.08.2021 - 15:17
Árásarmaðurinn í Plymouth nafngreindur
Lögreglan í Plymouth á Englandi hefur nafngreint árásarmanninn sem skaut fimm manns til bana í gær áður en hann svipti sig lífi.
13.08.2021 - 09:43
17 ára handtekinn fyrir að skjóta lögregluþjón til bana
Sautján ára unglingur hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa skotið lögregluþjón til bana í Gautaborg aðfaranótt fimmtudags.
02.07.2021 - 18:00
Einn fallinn og tólf særð eftir skotárásir í Arizona
Einn liggur í valnum og á annan tug særðust í skotárásum víða í nágrenni Phoenix-borgar í Arizona í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi mann í haldi sem grunaður er um að hafa ekið um og hafið skothríð á minnst átta stöðum með framangreindum afleiðingum.
18.06.2021 - 00:43
Níu skotin til bana í skóla í Rússlandi
Níu hið minnsta, sjö unglingar og kennari þeirra, létust í skotárás í borginni Kazan í Rússlandi í morgun. Tuttugu særðust. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar og er hann fyrrum nemandi við skólann og átti byssu. Forseti Rússlands vill herða reglur um byssueign hið snarasta.
11.05.2021 - 12:45
Tíu féllu í skotárásinni í Boulder í Colorado
Byssumaður réðst inn í stórmarkað í borginni Boulder í Colorado í gær, skaut þar á fólk af handahófi og myrti minnst tíu manns áður en lögreglu tókst að stöðva blóðbaðið, samkvæmt frétt AFP. Kerry Yamaguchi, lögreglustjóri í Boulder, staðfesti á fréttamannafundi í gærkvöld að einn lögreglumaður hefði verið á meðal hinna látnu.
23.03.2021 - 03:40
Mannskæð skotárás í stórmarkaði í Boulder í Colorado
Byssumaður réðist inn í stórmarkað í borginni Boulder í Colorado í kvöld og skaut á fólk af handahófi. Samkvæmt frétt AFP myrti hann nokkrar manneskjur og særði fleiri áður en lögreglu tókst að stöðva blóðbaðið. Lögreglustjórinn Kerry Yamaguchi staðfesti á fréttamannafundi að nokkur hafi dáið í árásinni en gaf ekki upp neinar tölur umfram það að einn lögreglumaður væri á meðal hinna látnu. Margir bandarískir fjölmiðlar hafa þó eftir óstaðfestum heimildum að minnst sex hafi fallið í árásinni.
23.03.2021 - 02:20
Sjö létu lífið í árásum á þrjár heilsulindir í Atlanta
Óþekktur eða óþekktir glæpamenn myrtu minnst sjö manns á þremur heilsulindum í og nærri Atlanta, höfuðborg Georgíuríkis í Bandaríkjunum á þriðjudag, og nokkur liggja sár eftir árásirnar.
17.03.2021 - 01:43
Vopnaburður og valdheimildir lögreglu rædd í þinginu
Þingmenn ræddu rannsóknar- og valdheimildir auk vopnaburðar lögreglu í umræðum um störf þingsins í dag. Kveikja umræðnanna var skotárás sem leiddi til bana manns á laugardagskvöldið.
Lögreglan verst allra frétta af morðrannsókn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra frétta af gangi rannsóknar á skotárás í Bústaðahverfi á laugardagskvöld. Erlendur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og útlengingur á sama aldri hefur verið úrskuðaður í gæsluvarðhald.
Rannsókn lýkur í fyrsta lagi um næstu mánaðarmót
Ekki er gert ráð fyrir að rannsókn á skotárás á bíl fjölskyldu Dags B Eggertssonar borgarstjóra ljúki fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðarmót. Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Rannsóknin gangi ágætlega.  
Lýstu yfir áhyggjum af öryggi stjórnmálamanna
Fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á Alþingi lýstu áhyggjum sínum af öryggi stjórnmálamanna og starfsfólks stjórnmálaflokka á fundi með lögregluyfirvöldum í morgun. 
Viðtal
Ríkislögreglustjóri fundar um skotárásir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í næstu viku um öryggismál í kjölfar skotárása á húsnæði flokkanna.Hún segir alla verða að sameinast um að vinna gegn hatursorðræðu. 
Ekki fleiri skotárásir í New York síðan árið 2006
Lögreglan í öllum fimm umdæmum New York-borgar skráði 1531 skotárás á árinu 2020 sem er rúmlega tvöföldun frá árinu áður þegar þær voru 754. Morðum í borginni fjölgaði mjög á árinu.
Þrefalt morð í keiluhöll í Rockford, Illinois
Karlmaður á fertugsaldri myrti þrennt og særði þrjú til viðbótar í keilusal í borginni Rockford í Illinois í gærkvöld. Lögregluyfirvöld í borginni vöruðu fólk við á Twitter og réðu því að halda sig fjarri keiluhöllinni. Nokkru síðar, skömmu eftir miðnætti, tilkynnti lögreglan á sama vettvangi að 37 ára gamall, hvítur karlmaður hefði verið handtekinn vegna málsins og engra annarra leitað í tengslum við rannsóknina.
27.12.2020 - 05:45
Fjöldi særður eftir skotárás í Bandaríkjunum
Fjöldi fólks var fluttur særður á sjúkrahús í bænum Wauwatosa í Wisconsin eftir skotárás í verslunarmiðstöð þar í dag.
20.11.2020 - 23:34
Árás í Kamerún kostar átta börn lífið
Þungvopnaðir árásarmenn réðust inn í skóla í suðvesturhluta Kamerún í dag og urðu að minnsta kosti átta börnum að bana.
24.10.2020 - 22:30
Milljarða miskabætur vegna fjöldamorðsins í Las Vegas
Dómstóll í Nevada í Bandaríkjunum lagði í gær blessun sína yfir samkomulag um miskabætur til fórnarlamba einhvers mannskæðasta fjöldamorðs í sögu Bandaríkjanna, sem framið var í Las Vegas 1. október 2017. Þá hóf bandarískur karlmaður skothríð á þúsundir gesta tónlistarhátíðar í borginni út um glugga herbergis síns á 32. hæð Mandalay Bay-hótelsins. 58 lágu í valnum og yfir 800 særðust áður en morðinginn beindi byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi.
Skotárás í garðveislu í Rochester
Tveir létust og 14 særðust í skotárás í garðveislu í Rochester í New York-fylki í Bandaríkjunum í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir varðstjóra lögreglunnar á svæðinu að í kringum hundrað manns hefðu verið á hlaupum um svæðið þegar lögregluna bar að garði.
19.09.2020 - 11:43
Skotárás á fangelsi í Afganistan
Að minnsta kosti þrír létust og fimm særðust í skotárás á fangelsi í borginni Jalalabad í Austur-Afganistan í dag. Árásarmenn komu fyrir bíl fullum af sprengjum við fangelsið og skutu að fangavörðum. AFP fréttastofan greinir frá.
02.08.2020 - 18:10
Tveir létust í skothríðum á næturklúbbi í S-Karólínu
Tveir létust og átta særðust í skotárás á næturklúbbi í Greenville í Suður-Karólínu í nótt. Ástand hinna særðu er misjafnt. Árásarmennirnir hleyptu endurtekið af skotum á klúbbnum um tvöleytið í nótt að staðartíma. Lögregluyfirvöld á svæðinu telja að skothríðirnar tengist götugengjum. Lögregla leitar tveggja einstaklinga sem taldir eru hafa hleypt af skotunum. 
05.07.2020 - 17:09