Færslur: skotárás

Lögregla í Ísrael hafði hendur í hári skotmanns
Lögregla í Ísrael greindi frá því í morgun að tekist hefði að hafa hendur í hári manns sem grunaður er um að hafa skotið og sært átta manns skömmu fyrir dögun í Jerúsalem. Tveir eru alvarlega særðir og meðal fórnarlambanna er þunguð kona.
14.08.2022 - 07:56
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir í Svartfjallalandi
Dritan Abazović, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir að maður á fertugsaldri myrti tíu og særði sex í borginni Cetinje á föstudag.
Skotmaður yfirbugaður í flugstöð við Canberra-flugvöll
Enginn særðist í morgun þegar karlmaður hleypti af nokkrum skotum innandyra í flugstöð helsta flugvallar Canberra, höfuðborgar Ástralíu. Lögregla yfirbugaði manninn fljótlega meðan viðvörunarflautur hljómuðu um alla bygginguna.
14.08.2022 - 06:17
Sjö særð eftir skotárás á strætisvagn í Jerúsalem
Sjö særðust þegar skotið var á strætisvagn í Jerúsalem í kvöld. Tveir eru alvarlega slasaðir. Ísraelsk löggæsluyfirvöld greindu frá þessu og sögðu árásarmannsins leitað.
14.08.2022 - 02:15
Tólf látin eftir skotárás í Svartfjallalandi
Tólf eru látin og sex særð eftir skotárás í borginni Cetinje í Svartfjallalandi. Árásarmaðurinn sjálfur er meðal hinna látnu en sjónarvottar segja hann hafa skotið af handahófi á vegfarendur, þeirra á meðal börn.
13.08.2022 - 02:00
Ungur maður myrtur í Örebro
Morðrannsókn stendur yfir eftir að maður á þrítugsaldri var skotinn til bana utandyra í Vivalla-hverfinu í sænsku borginni Örebro. Tilkynning um atburðinn barst laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld að staðartíma.
31.07.2022 - 06:00
Segja skort á stuðningi eftir skotárásina í Osló
Starfsfólk sem veitt hefur áfallahjálp eftir skotárásina í Osló í júlí, telur stjórnvöld í landinu ekki hafa lagt næga áherslu á stuðning við þá sem árásin snerti.
17.07.2022 - 01:20
Japan
Shinzo Abe nær dauða en lífi eftir skotárás
Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, er á milli heims og helju eftir að hann var skotinn á kosningasamkomu í morgun. Fyrstu fréttir hermdu að ekkert lífsmark væri með Abe þótt andlát hans hefði ekki verið staðfest. Rétt fyrir klukkan sex greindi svo Fumio Kishida forsætisráðherra frá því að Abe væri enn lifandi en í mikilli og bráðri lífshættu.
08.07.2022 - 03:47
Þúsundir minntust fórnarlamba skotárásar í Kaupmannhöfn
Þúsundir komu saman við Field's verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn í dag, til þess að minnast fórnarlamba skotárásar sem varð þar á sunnudag.
05.07.2022 - 21:10
Byssumaðurinn ræddi fjöldamorð á netinu fyrir árásina
Robert E. Crimo, maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Chicago vegna skotárásar á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, birti myndbönd af fjöldamorðum á netinu skömmu fyrir ódæðisverkið.
05.07.2022 - 17:14
Sjónvarpsfrétt
Birti myndband af sér á netinu með byssu fyrir árásina
Tuttugu og tveggja ára Dani sem skaut þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær, birti myndband af sér á netinu þar sem hann miðaði byssu að höfði sér.
04.07.2022 - 20:45
Þetta helst
Morðin í Field's í Kaupmannahöfn
Þrjú eru látin og fjögur liggja alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir að ungur, danskur maður hóf skothríð með riffli í Fields-verslurnarmiðstöðinni frægu. Lögreglan telur manninn hafa verið einan að verki, en viðbúnaðarstig í borginni hefur verið hækkað, viðburðum aflýst og fólk er beðið um að hafa varann á. Við fjöllum um skotárásina í Kaupmannahöfn í Þetta helst.
04.07.2022 - 14:31
Skotárás í Kaupmannahöfn
Óvissa og tómleiki í borginni eftir skotárásina
Borgarbúar í Kaupmannahöfn eru slegnir yfir atburðum gærdagsins, óvissa ríkir meðal borgarbúa og mikill öryggisviðbúnaður er víða.
04.07.2022 - 08:21
Skotárás í Kaupmannahöfn
Lögreglan upplýsti um þau særðu og látnu í morgun
Verslanamiðstöðin Field's verður lokuð að minnsta kosti í viku fram á mánudag 11. júlí vegna skotárásarinnar í gær. Kaupmannahafnarlögreglan upplýsti um stöðu mála á blaðamannafundi klukkan sex í morgun.
„Fagra og friðsæla höfuðborgin breyttist á augabragði“
Skömmu fyrir miðnætti sendi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur frá sér yfirlýsingu vegna skotárásinnar í Kaupmannahöfn. Hið sama gerði Margrét Danadrottning ásamt Friðriki ríkisarfa og Mary eiginkonu hans. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sendi Dönum samúðarkveðjur.
Mótmæli eftir að lögregla banaði óvopnuðum manni
Fjórða daginn í röð kom nokkur hundruð saman í dag og mótmæltu við ráðhús Akron-borgar í Ohio í Bandaríkjunum. Ástæða mótmælanna er sú að lögreglumenn skutu svartan mann til bana á mánudaginn var.
04.07.2022 - 01:35
Þrjú látin eftir skotárásina í Kaupmannahöfn
Søren Thomassen lögreglustjóri í Kaupmannahöfn staðfesti á blaðamannafundi laust fyrir klukkan ellefu í kvöld að maður á fimmtugsaldri og tvær yngri manneskjur væru látin eftir árásina í verslunarmiðstöðina Field's. Þrjú væru alvarlega særð en ótilgreindur fjöldi særður en ekki í lífshættu.
Talinn hafa átt í samskiptum við þekktan öfgamann
Samkvæmt heimildum Norska ríkisútvarpsins NRK átti árásarmaðurinn í Osló samskipti við þekktan trúarofstækismann í aðdraganda árásarinnar.
26.06.2022 - 11:00
Árásin í Osló
Árásin rannsökuð sem hryðjuverk og Oslo Pride aflýst
Oslóarlögreglan skilgreinir mannskæða skotárás sem gerð var í miðborg norsku höfuðborgarinnar í nótt sem hryðjuverk. Gleðigöngunni Oslo Pride sem fara átti fram í borginni í dag hefur verið aflýst. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu.
25.06.2022 - 07:32
Árásin í Osló
Árás á kærleikann og frelsið til að elska
Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Noregs, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður norska Íhaldsflokksins, eru slegin vegna tíðinda af mannskæðri skotárás í miðborg Oslóar í nótt, þar sem tvennt lét lífið og hátt í tuttugu særðust, þar af þrjú alvarlega. Flest bendir til þess að árásarmaðurinn hafi vísvitandi ráðist að hinsegin fólki sem safnast hafði saman á næturklúbbi í aðdraganda gleðigöngunnar sem á að fara fram í Osló í dag.
25.06.2022 - 06:36
Sjónvarpsfrétt
Þakklátur fyrir að vera á lífi
Morguninn hófst eins og venjulega hjá Mateusz Dariusz Lasek þegar hann fór með son sinn Jakub Mateusz á leikskólann Víðivelli í Hafnarfirði í gær. Feðgarnir mættu snemma og voru að bíða eftir að leikskólinn opnaði þegar skotið var á bíl þeirra.
Sjónvarpsfrétt
Útkallið áskorun sem hefði getað farið illa
Samningamaður lögreglu sem ræddi við manninn sem handtekinn var í Hafnarfirði í gær segir að útkallið hafi verið áskorun sem hefði mjög auðveldlega getað farið illa. Útköllum samningahóps lögreglu hefur fjölgað á umliðnum árum. Flest þeirra snúa að andlegum veikindum. Vopnuð útköll sérsveitar vegna notkunar skotvopna voru þrefalt fleiri í fyrra en árið 2016.
23.06.2022 - 19:33
Yfirmaður skólalögreglu í Uvalde látinn fara
Yfirmaður skólalögreglu í Uvalde-skólaumdæmi í Texas, sem bar ábyrgð á löggæslu og viðbrögðum lögreglu við mannskæðri árás á grunnskóla í bænum í maí, hefur verið leystur frá störfum. Yfirstjórn lögreglunnar greindi frá þessu í gær, miðvikudag, daginn eftir að yfirmaður almannavarna í Texas sagði viðbrögð lögreglu hafa verið kolröng og sakaði yfirmann lögregluliðsins, Pete Arrendo, um að hafa metið líf lögreglumannanna meira en barnanna sem þeir áttu að vernda.
Sjónvarpsfrétt
Leikskólabarn í öðrum bílnum sem skotið var á
Maður og ungur sonur hans voru inni í öðrum tveggja bíla sem skotið var á í Hafnarfirði í morgun. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Íbúum var brugðið eftir atburðina. 
Þetta helst
Umsátrið í Hafnarfirði
Umsátursástand ríkti í norðurbænum í Hafnarfirði í allan morgun og fram yfir hádegi þegar maður á sjötugsaldri, vopnaður byssu, hóf skothríð af svölum íbúðar sinnar á kyrrstæða bíla. Leikskóla var lokað af ótta við árásarmanninn og fjölmennt lið lögreglu, sérsveitar og sjúkraliðs kallað á staðinn. Maðurinn kom út úr íbúð sinni skömmu eftir hádegi, eftir að hafa rætt við lögreglu í síma í marga klukkutíma. Við fórum yfir atburði morgunsins í Þetta helst.
22.06.2022 - 15:23