Færslur: skotárás

Árás í Kamerún kostar átta börn lífið
Þungvopnaðir árásarmenn réðust inn í skóla í suðvesturhluta Kamerún í dag og urðu að minnsta kosti átta börnum að bana.
24.10.2020 - 22:30
Milljarða miskabætur vegna fjöldamorðsins í Las Vegas
Dómstóll í Nevada í Bandaríkjunum lagði í gær blessun sína yfir samkomulag um miskabætur til fórnarlamba einhvers mannskæðasta fjöldamorðs í sögu Bandaríkjanna, sem framið var í Las Vegas 1. október 2017. Þá hóf bandarískur karlmaður skothríð á þúsundir gesta tónlistarhátíðar í borginni út um glugga herbergis síns á 32. hæð Mandalay Bay-hótelsins. 58 lágu í valnum og yfir 800 særðust áður en morðinginn beindi byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi.
Skotárás í garðveislu í Rochester
Tveir létust og 14 særðust í skotárás í garðveislu í Rochester í New York-fylki í Bandaríkjunum í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir varðstjóra lögreglunnar á svæðinu að í kringum hundrað manns hefðu verið á hlaupum um svæðið þegar lögregluna bar að garði.
19.09.2020 - 11:43
Skotárás á fangelsi í Afganistan
Að minnsta kosti þrír létust og fimm særðust í skotárás á fangelsi í borginni Jalalabad í Austur-Afganistan í dag. Árásarmenn komu fyrir bíl fullum af sprengjum við fangelsið og skutu að fangavörðum. AFP fréttastofan greinir frá.
02.08.2020 - 18:10
Tveir létust í skothríðum á næturklúbbi í S-Karólínu
Tveir létust og átta særðust í skotárás á næturklúbbi í Greenville í Suður-Karólínu í nótt. Ástand hinna særðu er misjafnt. Árásarmennirnir hleyptu endurtekið af skotum á klúbbnum um tvöleytið í nótt að staðartíma. Lögregluyfirvöld á svæðinu telja að skothríðirnar tengist götugengjum. Lögregla leitar tveggja einstaklinga sem taldir eru hafa hleypt af skotunum. 
05.07.2020 - 17:09
Átta látnir eftir skotárás í þýsku borginni Hanau
Átta eru látnir eftir árásir byssumanna á tvo vatnspípu-bari í þýsku borginni Hanau í kvöld og fimm eru alvarlega særðir. Árásarmennirnir komust undan og ganga enn lausir, þrátt fyrir að fjölmennt lögreglulið leiti þeirra jafnt á jörðu niðri sem úr lofti.
19.02.2020 - 23:46
Myndskeið
Leita árásarmannsins í verslunarmiðstöð
Vopnaðir öryggisverðir leita nú í verslunarmiðstöð að Jakrapanth Thomma, hermannsins sem er talinn hafa myrt 20 í skotárás í taílensku borginni Nakhon Ratchasima. Jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar hefur verið rýmd en fólk var beðið um að lyfta höndum og segja til nafns þar sem óttast var að Jakrapanth myndi sjálfur reyna að dyljast í mannþrönginni. Lögregla, hermenn og leyniskyttur hafa nú umkringt verslunarmiðstöðina.
08.02.2020 - 19:29
Taílenski hermaðurinn sagður hafa myrt 20
Jakraphanth Thomma, taílenski hermaðurinn sem hóf að skjóta á fólk í borginni Nakhon Ratchasima, er sagður hafa myrt 20 og sært 14. Óttast er að hann sé með 16 gísla í bílakjallara verslunarmiðstöðvar í borginni. Hermaðurinn sýndi beint frá árásinni á Facebook-síðu sinni en hann skaut meðal annars á fólk í búddahofi. Hann hefur enn ekki verið handsamaður.
08.02.2020 - 15:05
Minnst tólf látnir eftir skotárás taílensks hermanns
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að taílenskur hermaður hóf að skjóta á fólk í herstöð, búddistahofi og verslunarmiðstöð í borginni Korat sem er norðaustur af höfuðborginni Bangkok.
08.02.2020 - 12:36
Tveir létu lífið í skotárás í skóla í Kaliforníu
Tveir létu lífið og þrír særðust í skotárás unglingspilts í gagnfræðaskóla í Santa Clarita í Kaliforníu, norðan við Los Angeles, í dag. Hann skaut síðan sjálfan sig og var handsamaður í „alvarlegu ástandi“, að sögn lögreglu.
14.11.2019 - 22:38
Sex lögreglumenn særðir í skotárás
Sex lögreglumenn særðust í skotárás í borginni Fíladelfíu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Enginn þeirra er í lífshættu, að því er bandaríski fjölmiðillinn CNN greinir frá.
14.08.2019 - 22:05
Skotárás í mosku í Noregi
Byssumaður með fjölda vopna hleypti skotum af í bænahúsi múslima í sveitarfélaginu Bærum, nálægt Osló í dag. Vitni segja að viðstaddir hafi yfirbugað árásarmanninn. Einn særðist, en ekki ljóst hvort það eru skotsár. Ungur maður, af norskum uppruna er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi verið með hjálm og í einkennisbúningi, en lögregla hefur ekki staðfest það. Lögregla segir að fleiri vopn hafi fundist inni í moskunni.  
10.08.2019 - 15:43
Glottandi Trump vekur reiði
Mynd sem Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna birti á Twitter af sér og Donald Trump forseta, þar sem þau brosa sínu breiðasta með barn sem varð munaðarlaust eftir skotárásina í El Paso, hefur vakið hörð viðbrögð.
09.08.2019 - 17:31
Walmart auglýsir ekki ofbeldisfulla tölvuleiki
Bandaríski verslunarrisinn Walmart ætlar að fjarlægja allar auglýsingar fyrir ofbeldisfulla tölvuleiki og kvikmyndir. Fyrirtækið hefur ekki í hyggju að hætta sölu skotvopna.
09.08.2019 - 15:41
Skipuleggja mótmæli vegna heimsókna Trumps
Mótmæli eru áformuð í borgunum Dayton og El Paso í Bandaríkjunum í dag. Þangað ætlar forsetinn Donald Trump að koma í heimsókn eftir mannskæðar skotárásir í borgunum síðastliðna helgi.
07.08.2019 - 12:01
Trump fer til El Paso á morgun
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer á morgun til El Paso í Texas þar sem 22 voru myrtir og 27 særðir í skotárás á laugardag. Frá þessu greindi Dee Margo borgarstjóri El Paso.
06.08.2019 - 04:30
Mexíkó hótar lögsókn vegna skotárásar í Texas
Utanríkisráðherra Mexíkó segir forseta landsins hafa falið sér að tryggja hröð og ákveðin viðbrögð yfirvalda við skotárásinni í El Paso í Texas í gær. Í það minnsta þrír þeirra sem féllu og níu sem særðust voru mexíkóskir ríkisborgarar.
05.08.2019 - 03:55
Segir skjót viðbrögð bjargað hundruðum í Ohio
Borgarstjóri Dayton í Ohio segir skjót viðbrögð lögreglu, sem skutu til bana byssumann sem myrti níu og særði 27 í nótt, bjargað hundruðum. Fórnarlömbin voru á aldrinum 22 til 39 ára, fjórar konur og fimm karlar. Lögreglumenn felldu árásarmanninn um hálfri mínútu eftir að hann hóf skothríð.
05.08.2019 - 00:10
Systir árásarmannsins meðal þeirra látnu
Tuttugu og tveggja ára systir árásarmannsins var á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í Dayton í Ohio í morgun. Hún var yngsta fórnarlamb árásarinnar. Lögreglan leitaði á heimili árásarmannsins í dag en borgarstjóri Dayton, Nan Whaley, segir að ekki sé vitað hvað honum gekk til. Verið sé að rannsaka málið. 
04.08.2019 - 18:33
Níu myrtir í skotárás í Ohio
Níu manns voru myrtir í skotárásinni í borginni Dayton í Ohio í morgun. Árásarmaðurinn var skotinn til bana og því hafa alls tíu manns látist. Samkvæmt heimildum AFP eru að minnsta kosti 16 manns særðir. Búið er að koma þeim á sjúkrahús en ekki er vitað um ástand þeirra.
04.08.2019 - 09:21
Tíu hugsanlega látnir í skotárás í Ohio
Skotárás var gerði í borginni Dayton í Ohio nú í morgun og standa lögregluaðgerðir yfir. Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar WHIO Ohio eru tíu látnir og óþekktur fjöldi særður en ekki hefur tekist að staðfesta það.
04.08.2019 - 08:10
Rannsaka skotárás sem hugsanlegan hatursglæp
Yfirvöld í Texas rannsaka skotárás í Walmart og verslunarmiðstöð í El Paso í Texas í gær sem hugsanlegan hatursglæp. Tuttugu féllu í árásinni, 26 særðust og einn er í haldi grunaður um verknaðinn.
04.08.2019 - 02:06
Árásarmaðurinn í haldi eftir skotárás í Texas
Að minnsta kosti 19 eru látnir og 40 særðir eftir skotárás í verslun Walmart og verslunarmiðstöð í El Paso í Texas í kvöld, að því er fram kemur á vef NBC. Einn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn.
03.08.2019 - 22:12
Telja byssumanninn í Kaliforníu svipt sig lífi
Hinn 19 ára gamli Santino William Legan, sem myrti tvö börn og einn mann í Kaliforníu á sunnudag, svipti sig lífi samkvæmt niðurstöðu krufningar. Þetta stangast á við fullyrðingar lögreglu sem sagði lögreglumenn hafa skotið hann til bana.
03.08.2019 - 02:47
Ákærður fyrir aðgerðarleysi í skotárás í skóla
Maður sem gegndi starfi öryggisvarðar í skóla í bænum Parkland, þar sem 17 nemendur voru myrtir í skotárás í fyrra, hefur verið handtekinn og ákærður.
05.06.2019 - 00:35