Færslur: Skordýr

Myndskeið
Húsflugur herja á Akureyringa
Húsflugur hafa gert mörgum Akureyringum lífið leitt síðustu vikur. Flugnasprey, límgildrur og rafmagnsflugnaspaðar seljast nú sem aldrei fyrr. Meindýraeyðir segir að þetta sé hálfgerð plága.
29.07.2020 - 00:13
Gamlir og nýir landnemar herja á birkitré
Edda Sigurdís Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Skógræktinni, segir að pöddur herji nú eitt sumar enn á trjágróður og gæti stefnt í trjádauða. Skógræktin rannsakar hvort eitthvað sé hægt að gera til að bjarga trjágróðrinum.
03.07.2020 - 08:30
Fækkun skordýra áhyggjuefni
Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði um skordýr og mikilvægi þeirra fyrir vistkerfi plánetunnar í umhverfispistli í Samfélaginu á Rás 1.
18.05.2020 - 14:08
Skordýrum fækkað um fjórðung frá 1990
Skordýrum hefur fækkað um nærri fjórðung síðustu þrjá áratugi, samkvæmt úttekt vísindamanna á nærri 1.700 svæðum víða í heiminum. Mikil fækkun í Evrópu veldur vísindamönnum hugarangri.
24.04.2020 - 06:25
Viðtal
Brauð úr lirfum krybba í þróun hjá Matís
Fjögur íslensk fyrirtæki og stofnanir vinna að samevrópsku rannsóknarverkefni um það að vinna prótein úr örþörungum, skordýrum og einfrumungum. Meðal þess sem er í þróun er brauð úr lirfum krybba, segir Birgir Örn Smárason, hjá Matís. Þá stendur til að vinna prótein úr einþörungum á Hellisheiði sem bæði verður hægt að nota í matvæli og dýrafóður.
11.11.2019 - 18:14
Kveikur
Skapadægur skordýranna
Skordýr eru ekki sérlega vinsæl dýr. Þau eru fyrir okkur, trufla okkur og ógna okkur jafnvel. Margir taka fækkun þeirra því eflaust sem gleðitíðindum. En hvað verður um okkur án þeirra?
15.10.2019 - 20:16
Kveikur
75% skordýranna horfin
Það væri auðvelt fyrir Íslendinga að álykta sem svo að skordýrum færi fjölgandi í heiminum, því þannig er þróunin hér á landi með hlýnandi loftslagi. En öðru nær.
15.10.2019 - 08:05
Lúsmý fyrr á ferðinni en áður
Þetta var bara árás, segir maður sem var bitinn af lúsmýi. Það er fyrr á ferðinni en áður og besta ráðið við því er að vera með góða viftu í svefnherberginu.
12.06.2019 - 19:48
Með lifandi býflugur í auganu
Taívanskir læknar fundu fjórar lifandi býflugur í auga konu sem leitaði til þeirra vegna bólgu í auga. Flugurnar eru af smágerðri býflugnategund sem kallast „sweat bee“ eða svitabý.
10.04.2019 - 12:07
Viðtal
Spá aukinni neyslu skordýra
Flest okkar fá líklega klígju af tilhugsuninni um að borða pöddur. Árið 2017 velti markaður með skordýr til manneldis 55 milljónum dollara og því er spáð að upphæðin verði 700 milljónir árið 2024, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC.
04.01.2019 - 18:38
Áhyggjur af velferð býflugna
Búflugnabændur hafa áhyggjur af réttarstöðu sinni og velferð býflugna vegna notkunar eiturefna gegn skordýrum. Stjórn búflugnabænda hefur sent Matvælastofnun ábendingu vegna málsins, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.
20.07.2018 - 14:56
Eitrun gegn lúsmýi geti skaðað býflugnarækt
Býræktarfélag Íslands hefur áhyggjur af því að eitrað sé fyrir lúsmýi án þess að tekið sé tillit til býflugnaræktunar í nágrenninu. Formaður félagsins segir að haft verði samband við Matvælastofnunar enda falli býflugur sem haldið er til nytja undir lög um dýravelferð.
08.07.2018 - 17:17
Viðtal
„Erfitt að heimsækja blóm í rigningu“
„Ég hef yfirleitt ekki þungar áhyggjur af þessum smádýrum mínum. Þau bjarga sér nokk en það eru einkum og sér í lagi humlurnar sem ég hef áhyggjur af núna,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur. Erfiðara sér fyrir þær að komast í blóm í rigningartíðinni.
03.07.2018 - 20:08
„Skordýrin koma til með að lifa okkur“
Vísindamenn hafa greint um milljón tegundir, líklega bara lítið brot af þeim sem fyrirfinnast í náttúrunni. Skordýr hafa alls staðar gert sig heimakomin. Þau þrífast við ótrúlega fjölbreytilegar aðstæður og hafa gert í mörg hundruð milljón ár en nú er að verða breyting á því. Víða um heim sækir maðurinn hart fram gegn skordýrum, eitrar fyrir þeim og eyðileggur búsvæði þeirra. Skordýr reiða sig á fjölbreyttan gróður og einhæft ræktarland er í þeirra huga eins og hver önnur eyðimörk. 
06.03.2018 - 16:58
 · viðtal · Umhverfismál · Skordýr · mengun
Hafa áhyggjur af fækkun fljúgandi skordýra
Skordýrarannsókn sem gerð var á 63 náttúruverndarsvæðum í Þýskalandi yfir 27 ára tímabil bendir til þess að fljúgandi skordýrum hafi fækkað um yfir 75 prósent á tímabilinu. Niðurstöður rannsóknarinnar þykja sérstaklega mikið áhyggjuefni einmitt vegna þess að hún var gerð á náttúruverndarsvæði þar sem lífríki nýtur verndar gegn ágangi.
19.10.2017 - 21:38
Köngulóarungar í svefnherbergisglugganum
„Þetta er nú bara fyrir utan svefnherbergisgluggann minn,“ segir Heiða Jack landslagsarkitekt hlæjandi, um köngulóarungana á myndinni hér fyrir ofan. Klasinn hafi verið tveir til þrír sentímetrar þegar hún tók myndina á fimmtudag.
04.07.2017 - 16:05