Færslur: Skólp

Myndband
Hreinsa nú 20 tonn af rusli frá sem áður fór í Pollinn
Rúmlega 20 tonn af föstu efni í skólpi, sem áður rann í pollinn á Akureyri árlega, eru nú hreinsuð frá áður en skólpið endar í sjónum. Ný skólphreinsistöð var tekin í gagnið í bænum fyrir jól eftir margra ára bið.
11.01.2021 - 13:46
Bið eftir malbiki tefur opnun á nýrri skólphreinstöð
Bið eftir malbikunarframkvæmdum hefur tafið opnun á nýrri skólphreinstöð á Akureyri um fjórar vikur. Framkvæmdir hafa staðið yfir í tæp 2 ár. Þar verður allt skólp frá bænum hreinsað, en í dag fara yfir 400 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi í sjóinn.
21.09.2020 - 13:20
Varað við fjöruferðum vegna skólpmengunar
Veitur ohf. vara fólk við fjöruferðum eða sjósundi í nágrenni skólphreinsistöðvarinnar í Faxaskjóli í Reykjavík í dag. Stöðin í Ánanaustum er biluð og og getur ekki tekið við skólpi úr þeirri í Faxaskjóli, og því mun óhreinsað skólp flæða úr þeirri síðarnefndu í sjóinn. Gert er ráð fyrir að viðgerð stöðvarinnar í Ánanaustum ljúki í kvöld. „Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa,“ segir í tilkynningu.
13.10.2017 - 09:48
Fjölmargar brotalamir í fráveitumálum
Tólf ár eru síðan öll þéttbýlissvæði áttu að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun, eins eða tveggja þrepa en lítið hefur breyst. Árið 2014 var hlutfall óhreinsaðs skólps á Íslandi með því hæsta sem gerist í ríkjum OECD. Að minnsta kosti fjórðungur skólps fór óhreinsaður í sjóinn. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar. Skýrsluhöfundur segir að reglugerð um fráveitumál sé óljós og þvingunarákvæðum aldrei beitt.