Færslur: Skólamál

X22 - Vesturbyggð
Þörf á innviðauppbyggingu eftir uppsveiflu síðustu ára
Uppbygging innviða í kjölfar íbúafjölgunar, og umhverfismál, eru meðal þess sem brennur á kjósendum í Vesturbyggð. Íbúar á Barðaströnd vilja að tekið sé á skólamálum þar í sveit.
Senda bréf vegna ofbeldis meðal ungmenna á Akureyri
Lögreglan, Barnavernd Eyjafjarðar og Akureyrarbær hafa sent foreldrum grunnskóla í bænum bréf vegna öldu ofbeldis meðal ungmenna. Eru foreldrar hvattir til að ræða við börn sín um ábyrgð og hættu af slagsmálum.
11.05.2022 - 14:47
Segir sameiningu sveitarfélaga góða fyrir skólastarf
Mikill munur er á rekstrarumhverfi grunnskóla í stórum og litlum sveitarfélögum, sagði Gerður G. Óskarsdóttir, á Morgunvaktinni í morgun. Hún er meðal höfunda greinar um ávinning og áskoranir í rekstri sveitarfélaga á grunnskólum. 
27.04.2022 - 08:50
Páfi biðst afsökunar á örlögum kanadískra frumbyggja
Frans páfi baðst í dag afsökunar á illri meðferð og vanrækslu sem kanadísk frumbyggjabörn máttu þola í skólum kaþólsku kirkjunnar um það bil aldarskeið.
Auka þurfi aðstoð fyrir börn með annað móðurmál
Verðandi formaður Kennarasambands Íslands segir óásættanlegt með öllu að nemendur með annað móðurmál en íslensku standi mun verr í íslensku skólakerfi en nemendur með íslenskan bakgrunn. Efla þurfi sérþekkingu og auka fjármagn til að mæta þessari áskorun.
21.03.2022 - 09:41
Aukið frelsi nýtt til að stytta skóladaginn í 4 tíma
Tilraun með styttingu skóladags í Danmörku þykir hafa gefið góða raun. Skólastjórnendur í Holbæk og Esbjerg hafa síðustu sex mánuði haft frjálsar hendur með það hvernig þeir skipuleggja skólastarf grunnskóla. Í öllum skólum í Esbjerg var ákveðið að stytta viðveru nemenda og í Bakkeskolen er skóladagurinn fjórir klukkutímar. Nemendur og foreldrar voru með í umræðum um breytingar á skipulaginu skólastarfsins.
10.02.2022 - 09:55
Erlent · Menntamál · Danmörk · Evrópa · Skólamál · Börn
Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu opna klukkan eitt
Leikskólar opna á ný klukkan 13 í dag og frístundastarf í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hefst á hefðbundnum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
07.02.2022 - 09:55
Mikilvægast að hafa góðan skóla
Kosið verður um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsness þann 19. febrúar. Helstu mál sameiningarinnar snúast um dreifbýlið á sunnanverðu nesinu og hvernig þróun skólamála þar geti styrkt byggðina.
31.01.2022 - 10:43
Hugmyndir um umhverfisakademíu í Húnavatnssýslu
Hugmyndir eru uppi um að stofna lýðskóla að Húnavöllum sem leggur áherslu á umhverfisfræðslu. Ef allt gengur eftir ætti skólinn að geta hafist á næsta ári. 
27.01.2022 - 08:54
Spegillinn
Uggur í skólafólki og foreldrum í upphafi annar
Viðbúið er að skólastarf raskist eitthvað vegna faraldursins á næstunni. Bæði vegna sóttvarnaráðstafana og þess hve kórónuveirusmit eru útbreidd og tilheyrandi einangrun og sóttkví hjá starfsfólki og nemendum.  Starfsdagur var í grunnskólum víðast hvar 3. janúar og skólastjórnendur reyna að ráða fram úr því hvernig skólastarfi verður háttað þegar það hefst.
Spegillinn
Sakaðir um fjárdrátt í Svíþjóð - sendu fé til mosku hér
Skólayfirvöld í Gautaborg leita nú flestra leiða til að loka þremur einkareknum grunnskólum eftir að upp komst um umfangsmikið fjármálamisferli. Skólastjórnendur hafa verið gagnrýndir undanfarna tvo áratugi, meðal annars fyrir að skipta nemendum upp eftir kynjum og neyða þá til að taka þátt í bænahaldi. Annar einkarekinn skóli í Örebro, hefur greitt félaginu sem rekur mosku í Ýmishúsinu í Reykjavík jafnvirði um 18 milljóna íslenskra króna.
04.12.2021 - 08:30
Talsverð röskun á skólastarfi og fræðslustjórar funda
Fræðslustjórar á höfuðborgarsvæðinu funda nú í hádeginu vegna mikils fjölda smita í skólum. Smit hafa greinst í flestum skólum og kennsla hefur verið felld niður í að minnsta kosti tveimur árgöngum.
11.11.2021 - 12:16
Morgunútvarpið
„Erum ekki að gera okkar til að tryggja öryggi barna“
Skólar nýta sjaldan  gagnreyndar aðferðir til að fást við erfiða hegðun barna og sjaldgæft er að starfsfólk fái þjálfun til að beita þeim. Grunnskólastigið stendur einna verst þegar kemur að ýmsum þáttum sem snerta geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og brýnt er að styrkja innviði skólakerfisins.  Þetta segir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. Áætlun um stuðning við börn í skólum hefur ekki enn fengist fjármögnuð.
10.11.2021 - 13:25
Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg
Fjórir af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfylla ekki viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu.  Þetta sýnir ný rannsókn. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og skólaíþróttir skipta sköpum fyrir börn sem ekki eru í skipulagðri hreyfingu.
„Sjálfum finnst mér svona djúpt í árinni tekið“
Fræðslustjóri Akureyrarbæjar segir rakningarteymið ganga lengra á Akureyri en reglur um sóttkví segja til um. Um 80 eru nú í einangrun og tæplega þúsund manns í sóttkví á Akureyri, að stærstum hluta börn á grunnskólaaldri.
05.10.2021 - 17:10
Hópsmit á Akureyri hefur lítil áhrif á skólahald
Rúmlega 250 börn og 33 starfsmenn grunnskóla Akureyrar eru í sóttkví eftir að smit greindust í fjórum börnum í grunnskólum bæjarins. Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir nýjar reglur um sóttkví koma í veg fyrir mikið rask á skólastarfi.
01.10.2021 - 11:51
Breyta matseðlum skóla eftir úttekt — „Barn síns tíma“
Fræðsluráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að gera breytingar á matseðlum leik- og grunnskóla bæjarins í kjölfar úttektar sem gerð var á gæðum og næringargildi skólamáltíða. Í úttektinni sagði að matseðlarnir væru svolítið „barn síns tíma“. Breytingarnar fela meðal annars í sér að auka magn grænmetis, tryggja að feitur fiskur sé oftar í boði sem og trefjarík fæða.
09.09.2021 - 14:30
Fækkuðu um einn bekk vegna tafar á afhendingu húsnæðis
Laugalækjarskóli fór þess á leit við Reykjavíkurborg á síðasta skólaári að fá lausar skólastofur við skólann til að bregðast við fjölgun nemenda. Óskað var eftir því að stofurnar yrðu tilbúnar fyrir skólabyrjun. Nú er skólastarf hafið á ný en framkvæmdir við skólann ekki enn hafnar af ráði, að sögn Jóns Páls Haraldssonar, skólastjóra Laugalækjarskóla.
23.08.2021 - 16:40
Húsnæðisvandi Grundaskóla kostar um milljarð
Starfsemi Grundaskóla á Akranesi verður skipt niður á tvær byggingar á þessu skólaári. Stokka þurfti alla starfsemina upp þegar alvarlegir ágallar á húsnæði skólans komu í ljós í vor. Starfsmenn eru enn frá vinnu vegna heilsubrests. Um milljarður fer í framkvæmdir og aðra þætti vegna húsnæðisvandans.
23.08.2021 - 09:01
Fossvogsskóli
Kennsla fer fram í húsi Hjálpræðishersins
Niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg lagði fyrir kennara og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla er skýr. Lýst var yfir miklum stuðningi við að skólastarf í þessum árgöngum færi fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut.
57 fyrstubekkingar í sóttkví
57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa verið sendir í sóttkví. Börnin höfðu mætt í sumarfrístund í skólanum á mánudag og þar hefur greinst smit, að sögn Þórunnar Jónasdóttur skólastjóra Hörðuvallaskóla. Ekki fást upplýsingar hvort að smit hafi greinst hjá nemanda eða starfsmanni.
Hraðpróf í skólum í stað sóttkvíar til skoðunar
Formaður Skólastjórafélags Íslands leggur til að sértækar aðgerðir verði kynntar fyrir grunn- og framhaldsskóla til að reyna að varna því að heilu bekkirnir þurfi sýknt og heilagt að fara í sóttkví.
Skynjar ekki óróa vegna upphafs skólastarfs
Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segist ekki skynja óróa meðal starfsmanna vegna upphafs skólastarfs. Langstærstur hluti kennarahópsins var bólusettur með bóluefni Pfizer og þarf því ekki örvunarskammt.
04.08.2021 - 15:24
Viðgerðum ljúki í Fossvogsskóla áður en kennsla hefst
Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru hugsi vegna hugmynda skólastjórans um að unnt verði að hefja kennslu þar á haustdögum. Í bréfi sem foreldrafélag skólans sendi foreldrum í vikunni var greint frá efasemdum skólaráðs um að takist að ljúka viðgerðum í tíma.
Sjónvarpsfrétt
Banna alla næturgistingu í grunnskólum á Akureyri
Búið er að banna alla næturgistingu í grunnskólum á Akureyri þangað til úrbætur hafa verið gerðar í brunavörnum. Þúsundir barna sem sækja íþróttamót gista í skólum bæjarins á hverju ári.
15.04.2021 - 10:00