Færslur: Skólamál

PISA-könnuninni frestað vegna COVID
PISA-könnuninni, sem leggja átti fyrir 15 ára nemendur víða um heim á næsta vori hefur nú verið frestað um ár, til vorsins 2022. Það er gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta þýðir að þeir nemendur sem hefja nám í 10. bekk hér á landi í haust munu ekki taka þátt í könnuninni eins og gert hafði verið ráð fyrir. Það munu aftur á móti þeir skólafélagar þeirra gera sem eru árinu yngri.
Metfjöldi vill í læknisfræði og sjúkraþjálfun
443 hafa skráð sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Aldrei hafa fleiri tekið prófin sem í ár verða haldin 11. og 12. júní.
04.06.2020 - 18:14
Stúdentseinkunnir lækkuðu eftir styttingu náms
Meðaleinkunnir úr stúdentsprófi hafa lækkað eftir að námstími til stúdentsprófs var styttur. Brotthvarf hefur minnkað og fleiri vinna með skóla. Andlegri heilsu stúlkna í framhaldsskólum hefur hrakað. Þetta kemur fram í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra um árangur af styttingu námstíma til stúdentsprófs.
28.05.2020 - 16:22
Foreldrar í Fossvogsskóla ósáttir við borgina
Foreldrafélag Fogssvogsskóla telur að borgaryfirvöld hafi ekki gert viðunandi prófanir til að ganga úr skugga um að engin mygla sé lengur í húsnæði skólans. Hafa foreldrarnir ráðið sér lögmann vegna svaraleysis borgarinnar í málinu.
12.05.2020 - 11:17
Skólum í Þingeyjarsveit lokað
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst í Þingeyjarsveit - þrátt fyrir það hefur öllum skólum verið lokað fram yfir páska. Sveitarstjóri segir erfitt að halda úti skólastarfi í samræmi við fyrirmæli yfirvalda ásamt því að smit séu farin að greinast í nágrenninu.
24.03.2020 - 15:44
Skoða skólagjöldin í samkomubanni
Nú er til sérstakrar skoðunar hvort rétt sé að innheimta gjöld fyrir skólavist, nú þegar mörg börn mega ekki mæta í skóla vegna samkomubanns. Á Akureyri verður ekki greitt fyrir þjónustu sem ekki fæst. Á höfuðborgarsvæðinu er málið í skoðun og von á tillögum eftir helgi.
20.03.2020 - 15:52
Grunnskólanum á Hvammstanga lokað vegna Covid-19
Starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga hefur greinst með Covid-19 smit. Skólahald fellur því niður um óákveðinn tíma.
18.03.2020 - 08:28
Klettaskóla lokað vegna COVID-19 smits
Kennsla fellur niður í Klettaskóla í Reykjavík um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans var greindur með COVID-19. Þetta kemur fram í tölvupósti skólans til foreldra allra nemenda.
Öllu skólahaldi á Norðvesturlandi aflýst
Öllu skólahaldi á Norðurlandi-vestra hefur verið aflýst á morgun. Þetta eru skólar í Húnaþingi vestra, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Blönduósbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði. Einnig hefur öllu skólahaldi á Hólamvík verið aflýst.
13.02.2020 - 18:23
Samræmdu prófin byrjuðu í morgun
Hin árlegu Samræmdu könnunarpróf grunnskólanna hófust í morgun þegar tæplega 4.000 nemendur í 7. bekk þeyttu próf. Um 8.800 nemendur úr 4. og 7. bekk munu á næstu dögum taka próf í íslensku og í stærðfræði.
19.09.2019 - 16:38
Kenna sjálfbærni og sköpun á Hallormsstað
Nú er að hefjast nýr kafli í starfi Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Skólinn heitir nú Hallormstaðarskóli og býður upp á nám í sjálfbærni og sköpun sem viðbótarnám við framhaldsskóla.
25.08.2019 - 16:40
Skólahald í Korpuskóla óbreytt næsta vetur
Skólahald í Kelduskóla-Korpu í Staðahverfi í Grafarvogi verður óbreytt næsta vetur. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að líklega verði þetta síðasti veturinn sem skólinn er starfræktur í núverandi mynd.
05.07.2019 - 10:31
Viðtal
Andleg vanlíðan helsta ástæða skólaforðunar
Samræma þarf skráningu á skólasókn í grunnskólum til að vinna bug á skólaforðun. Talið er að minnst þúsund börn hér á landi sæki ekki skóla vegna ýmissa sálrænna og félagslegra vandamála. Þetta kom fram á málþingi um skólasókn og skólaforðun í morgun.
20.05.2019 - 14:10
Hækkandi meðalaldur kennara mikið áhyggjuefni
Meðalaldur leikskólakennara hér á landi hefur hækkað hratt síðasta áratuginn. Formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, segir þróunina í sömu átt meðal grunn- og framhaldsskólakennara, nýliðun sé ekki nægjanleg.
05.09.2018 - 12:17
Skora á skólayfirvöld að bregðast við
Nýkjörin stjórn Kennarafélags Reykjavíkur skorar á skólayfirvöld í Reykjavík að bregðast nú þegar við alvarlegri stöðu kennara í grunnskólum borgarinnar. Félagið segir skort á kennurum hafa aukist á undanförnum árum og að veikindi innan stéttarinnar séu mikil. Stjórnin segir orsakirnar löngu þekktar; of lág laun og gríðarlegt álag.
04.05.2018 - 15:22
Samræmd próf ganga samkvæmt áætlun
Nemendur í 9. bekkjum grunnskóla landsins taka í dag samræmd próf í stærðfræði. Á vef Menntamálastofnunar segir að allt gangi samkvæmt áætlun. Klukkan 9 voru um 3.000 nemendur að taka prófið.
08.03.2018 - 09:34
Telur að styrkja þurfi stöðu tvítyngdra barna
Börn af erlendum uppruna eiga erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en gengur og gerist í nágrannalöndunum.  Þetta kemur fram í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, gagnrýnir að tvítyngdum börnum á íslandi sé kennt á sama hátt og þeim börnum sem hafa íslensku að móðurmáli.  Nichole var gestur Morgunútvarpsins á rás2 í morgun.
20.02.2018 - 11:39
Tvö tilvik þar sem trúnaðargögn voru lesin
Skýrsla um mistök við yfirfærslu gagna í tölvukerfi Borgarhólsskóla á Húsavík sýnir að afar ólíklegt sé að viðkvæmar upplýsingar hafi komist í almenna umferð innan skólans. Í tveimur tilfellum náðu nemendur þó að lesa trúnaðargögn.
29.11.2017 - 17:20
Mannekla blasir við í leikskólum í Kópavogi
Mannekla blasir við í leikskólum í Kópavogsbæ. Líkur eru á því að börn í Kópavogi komist ekki að á leikskólum næsta haust og að börn verði send heim fyrr á daginn.
31.07.2017 - 11:33
Grunnstoðir Árneshrepps á ystu nöf
Óvíst er hvort skólastarf verði áfram í Árneshreppi í vetur. Eitt barn er skráð í Finnbogastaðaskóla, grunnskóla hreppsin. Þrjú til viðbótar eiga þar lögheimili en óljóst hvort þau búi þar í vetur. Ekki er búið að ráða skólastjóra til starfa fyrir veturinn. Sömuleiðis er verslun í Árneshreppi erfið og óljóst hvort útibú kaupfélagsins standi undir rekstri, vegna fólksfækkunar. Þannig eru tvær grunnstoðir sveitarfélagsins komnar á ystu nöf, segir Ingólfur Benediktsson, varaoddviti Árneshrepps.
28.07.2017 - 14:33
Vilja auka jafnræði með ókeypis námsgögnum
Grunnskólanemendur í Reykjanesbæ fá ókeypis námsgögn í haust. Með þessu vilja bæjaryfirvöld vinna gegn mismunun og stuðla að því að börn njóti jafnræðis í námi.
09.07.2017 - 13:14
„Nemendum nánast verið sendur puttinn“
Staða rektors við Menntaskólann í Reykjavík hefur enn ekki verið auglýst til umsóknar en skólastarf hefst eftir mánuð. Kennari við skólann segir að nemendum hafi með því nánast verið sendur fingurinn.
06.07.2017 - 12:38
Engir nemendur í skólanum á vorönn
Engin hefðbundin kennsla er í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað eftir áramót. Skólameistarinn segir að þó aðsóknin sé dræm á vorönninni hafi skólinn verið fullsetinn í haust og næsti vetur líti vel út.
14.02.2017 - 08:57
360 gráðu sýndarveruleiki á Sauðárkróki
Nemendur Árskóla á Sauðárkróki stigu stórt skref inn í framtíðina í dag þegar þeir nýttu sér fyrstir allra nýtt íslenskt 360 gráðu sýndarveruleikaefni. Kennsluefnið var framleitt fyrir Matís um lífhagkerfið og nýtingu auðlinda á landi og sjó.
03.10.2016 - 19:01
Helmingur nemendagarðanna á Hólum til sölu
Þrjátíu og átta íbúðir í eigu Nemendagarða Hólaskóla hafa verið auglýstar til sölu. Með þessu á að bregðast við miklum rekstrarvanda nemendagarðanna. Fasteignamat eignanna er á þriðja hundrað milljónir króna.
29.09.2016 - 16:21