Færslur: Skólabörn

Skólanemendur krefjast hertrar skotvopnalöggjafar
Þúsundir bandarískra barna og unglinga yfirgáfu skólastofur sínar í gær og flykktust út á götur til þess að krefjast hertrar skotvopnalöggjafar. Kveikjan að aðgerðunum var mannskæð skotárás á grunnskóla í Texas á þriðjudag.
Grímuskylda tekin upp fyrir ensk miðskólabörn
Nemendum í enskum miðskólum verður gert að bera andlitsgrímu meðan á kennslu stendur til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það er hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna gagnrýni á að staðkennslu er haldið til streitu á komandi misseri.
02.01.2022 - 01:51
Talibanar banna stúlkum að mæta í miðskóla
Talibanastjórnin í Afganistan bannaði stúlkum á miðskólastigi að mæta í skóla í gær. Samkvæmt tilskipun nýs menntamálaráðneytis skulu drengir einir og karlkynskennarar hverfa til skólastofanna að nýju.
Bólusetningarátak fyrir börn hafið á Kúbu
Kúbversk stjórnvöld ýttu átaki úr vör í gær sem tryggja á bólusetningar barna á aldrinum tveggja til átján ára gegn COVID-19. Vonast er til að staðkennsla í skólum geti því hafist í október.
Embættismaður rannsakar örlög frumbyggjabarna
Kanadíska ríkisstjórnin hyggst skipa sérstakan óháðan embættismann til að finna og stuðla að verndun ómerktra grafa frumbyggjabarna við heimavistarskóla í landinu.
Þungar áhyggjur af niðurskurði til menningarmála
Forstjóri Norræna hússins í Reykjavík lýsir þungum áhyggjum vegna áforma Norrænu ráðherranefndarinnar um að skera niður framlög til menningar á næstu árum. Það þýði um 26,6% niðurskurð til hússins næstu fjögur ár. Forseti Norðurlandaráðs tekur í sama streng.
Foreldrar krefjast tafarlausra úrbóta í Fossvogsskóla
Foreldrar barna, sem hafa fundið fyrir veikindum vegna mygluvanda í Fossvogsskóla, telja mjög alvarlegt að foreldrum hafi ekki verið greint frá því tafarlaust að skaðlegar sveppategundir finnast víða í skólanum. Borgin hljóti að íhuga að rýma skólann þar til lausn er fundin.
Meðalkostnaður á hvern nemanda fer hækkandi
Meðalkostnaður á hvern nemanda í grunnskóla hefur hækkað um 16 prósent frá því í byrjun árs 2017. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir kostnaðaraukann skýrast af auknum launa- og leigukostnaði.
09.09.2020 - 10:36