Færslur: Skóla- og frístundasvið

Hátt í þúsund börn bíða eftir plássi í frístund
Mönnun hefur áhrif á innritun 45 barna í leikskóla í Reykjavík. Enn vantar fjölda starfsmanna í leikskóla, frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar í borginni og talsverður fjöldi barna er á biðlista. Fimmtán og sextán mánaða gömul börn eiga möguleika á að fá pláss í öðrum leikskólum en sótt var um fyrir þau. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Ekki ljóst hve margt starfsfólk þarf á frístundaheimili
Skipulagning grunnskóla- og frístundastarfs er í fullum gangi um land allt. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki liggja fyrir hvað þarf margt fólk til starfa á frístundaheimilum. Útlitið er gott á Akureyri.
Segir ástandið í leikskólakerfinu óásættanlegt
Ástandið á leikskólakerfinu er óásættanlegt, að mati formanns skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Margir foreldrar búi við mikla óvissu og mikilvægt er að sveitarfélög komi til móts við þá.
Sjónvarpsfrétt
Allt að 20 prósent einelti í grunnskólum
Fimmtán af hverjum 100 nemendum í sjötta til tíunda bekk í grunnskóla segjast hafa orðið fyrir einelti á síðasta skólaári. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að upplýsingum sé haldið leyndum. Dæmi séu um skóla þar sem eineltið er meira.
03.06.2022 - 20:16
Komast 29 mánaða inn á leikskóla borgarinnar
Í Reykjavík hefur meðalaldur þeirra barna sem hefja nám í leikskóla hækkað um þrjá mánuði undanfarin þrjú ár. Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði segir þetta ekki ásættanlegt en tíma taki að bæta úr. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í ráðinu segir að borgin hafi dregist verulega aftur úr nágrannasveitarfélögunum í leikskólamálum.
Fjórir leikskólar opnaðir á næstu mánuðum
Reykjavíkurborg áformar að setja á fót fjóra nýja leikskóla í vetur sem rúma 340 börn.
Fossvogsskóli
Kennsla fer fram í húsi Hjálpræðishersins
Niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg lagði fyrir kennara og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla er skýr. Lýst var yfir miklum stuðningi við að skólastarf í þessum árgöngum færi fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut.
Reykjavíkurborg leitar að öðru rými fyrir Fossvogsskóla
Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segjast ætla að kanna möguleika á betra kennslurými fyrir nemendur 2.-4. bekkjar í Fossvogsskóla. Kallað var til skólaráðsfundar síðdegis þar sem foreldrar lýstu þungum áhyggjum af fyrirhuguðum áætlunum um kennslu í tengibyggingu og kjallara í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings.
Áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla ekki tilbúin
Ekki liggur enn fyrir tímasett áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla. Kennsla var flutt þaðan í Kelduskóla, sem einnig gengur undir heitinu Korpuskóli, í marslok eftir langvarandi viðureign við myglu og sveppagró.
Stóraukin eftirspurn eftir frístundanámskeiðum
Aðsókn í frístundanámskeið á vegum Reykjavíkurborgar hefur stóraukist, ekki síst nú og í fyrra þar sem fólk er minna á faraldsfæti vegna heimsfaraldursins. Reynt er að mæta eftirspurninni og vinna niður biðlista með auknu framboði. Aðsókn í vinnuskólann jókst einnig í fyrra og búist er við að sú eftirspurn haldi sér í ár.
„Óþægilegt“ að fá hópsmit í hverfið
Forsvarsmenn grunnskóla í grennd við leikskólann Jörfa og Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendu tölvupóst í gær og óskuðu eftir því að nemendur sem ættu systkini á Jörfa héldu sig heima. Þá var skerpt á því að allir sem fyndu fyrir minnstu einkennum kæmu ekki í skólann í dag. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist ánægður með viðbrögð yfirvalda við hópsýkingunni í hverfinu en að hann vildi sjá meiri áherslu á loftræstingu á fjölmennum stöðum. 
Borgin leitar til spítalans vegna myglu í Fossvogsskóla
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur nú leitað til Barnaspítala Hringsins um samstarf vegna heilsufars barna í Fossvogsskóla í kjölfar myglu í húsnæði skólans. Skólastjóri segir nokkuð um að foreldrar biðji um að börn þeirra séu ekki í tilteknum rýmum í skólanum. Tilkynnt hefur verið um einkenni hjá á þriðja tug barna.
Starfshópi ætlað að greina ástand Fossvogsskóla
Starfshópur sérfræðinga frá verkfræðistofunni Verkís, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og foreldrafélagi Fossvogsskóla hefur verið myndaður vegna myglu í skólanum.
Segir aldrei leitað til foreldra um lausnir eða samráð
Aðgerðir vegna þess sem kallað er óeðlilegur vöxtur á nokkrum stöðum hefjast í Fossvogsskóla á næstu dögum er ætlað að taka stuttan tíma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og skólaráði Fossvogsskóla í kjölfar fundar 17. febrúar 2021. Faðir nemanda við skólann segir forelda hunsaða í málinu.
Íslenskuver mögulega afturhvarf til móttökudeilda
Kennarar og skólastjórnendur fagna því að borgin veiti auknu fé til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. Formaður Félags grunnskólakennara setur þó spurningarmerki við hvort útfærslan sé afturhvarf til móttökudeilda.
Greiða grunnskólabörnum fyrir kynferðislegar ljósmyndir
Nokkur dæmi eru um það hér á landi á síðustu vikum að fullorðið fólk greiði börnum á grunnskólaaldri fyrir að senda sér kynferðislegar ljósmyndir. Leið þeirra að samskiptum við börnin er í flestum tilvikum í gegnum spjall á netinu og þá helst Snapchat og Instagram, eða Tik tok og appið Telegram. Þetta kemur fram í erindi sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sent til skólastjórnenda.
Samræma tilhögun skólahalds á höfuðborgarsvæðinu
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar bíður þess nú að heilbrigðisráðherra birti sérstaka reglugerð um takmarkanir í skólastarfi seinna í dag. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega aðeins tíu koma saman og grímuskylda gildir um alla eldri en fimm ára.
Viðtal
Það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn
„Það þarf þorp til að ala upp barn, en það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn,“ þetta segir brúarsmiður hjá Miðju máls og læsis og filippseyskur móðurmálskennari. Sjálf á hún son sem talar fjögur tungumál. Tæplega fimmtungur barna í leikskólum Reykjavíkur er af erlendum uppruna og talar tvö eða fleiri tungumál. Brúarsmiðir veita kennurum og foreldrum þessara barna ráðgjöf.