Færslur: Skógrækt

Umfang skóga rúmlega tvöfaldast á tuttugu árum
Skógarþekja á Íslandi eykst til muna ef standa á við markmið um kolefnislosun næstu tvo áratugi. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um skógrækt því hún breytir landslagi segir sviðsstjóri Þjóðskóga.
11.07.2021 - 18:52
„Mjög sárt að sjá þetta gerast enn og aftur“
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur náð tökum á gróðureldum í Hafnarfirði, um það bil kílómetra sunnan við Hvaleyrarvatn. Um það bil hektari brann, gróinn fjölbreyttu skóglendi. Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, segir mjög sárt að horfa upp á eyðilegginguna.
11.05.2021 - 16:25
Landinn
Reikna út kolefnisbindingu í íslenskum skógum
„Við erum að bæta við svokallað lífmassafall sem gert var fyrir tuttugu árum. Þá voru tré mæld og vigtuð til að átta sig á þvi hversu mikill lífmassi er í hverju tré. Til þess þarf náttúrulega að fórna nokkrum trjám," segir Bjarki Kjartansson, starfsmaður Skógræktarinnar.
16.03.2021 - 07:30
Síðdegisútvarpið
Sífellt vinsælli, enda ilmar hún og heldur sér vel
Stafafuran er sú jólatrjátegund sem flestir, sem velja lifandi tré, kaupa. Barrheldni þessarar trjátegundar gæti haft þar nokkur áhrif, en einnig er stafafuran umhverfisvænn kostur, því að hún er ræktuð í stórum stíl hér á landi. Þá gæti ilmur hennar valdiði auknum vinsældum. Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands.
23.12.2020 - 21:26
Myndskeið
Stafafuran kemur sterk inn þegar velja á jólatré
Þótt plastjólatré séu alltaf vinsæl segir skógarbóndi stafafuruna verða sífellt vinsælli hjá Íslendingum þegar velja á jólatré í stofuna.
01.12.2020 - 17:03
Myndskeið
Söfnuðu að minnsta kosti 50 milljónum fræja
Að minnsta kosti 50 milljón birkifræ söfnuðust í söfnunarátaki sem hófst í haust. Framkvæmdastjóri Skógræktar Kópavogs segir að söfnunin hafi farið fram úr björtustu vonum. Hann segir stefnt að því að halda átakinu áfram á næstu árum.
05.11.2020 - 19:31
Leita skemmdarvarga sem fóru um Guðmundarlund í nótt
Skemmdir voru unnar í Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt, en Skógræktarfélag Kópavogs vekur athygli á þessu og óskar eftir upplýsingum frá almenningi um ferðir skemmdarvarga.
24.10.2020 - 14:44
Myndskeið
Saltveður í janúar skemmdi furur um allt land
Miklar skemmdir sjást á stafafuru og skógarfuru í sumar. Á Héraði litar dautt barr heilu lundina brúna. Skógræktarstjóri segir að furan þoli illa salt sem ýrðist yfir landið í janúar. Trén hafa eins konar ofnæmi fyrir saltinu.
22.08.2020 - 19:53
Myndskeið
Tími villisveppanna runninn upp
Tími villtra sveppa í náttúrunni er runninn upp. Sveppatínsla nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi. Greina þarf sveppi gaumgæfilega til að ganga úr skugga um að þeir séu ætir.
24.07.2020 - 19:32
Vilja planta 270 þúsund trjáplöntum á Ærvíkurhöfða
Kolviðarsjóður hyggst hefja skógrækt á 102 hektara landi á Ærvíkurhöfða í Norðurþingi. Sjóðurinn er með landið í leigu hjá sveitarfélaginu. Skipulags-og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í gær að heimila skógræktina með ákveðnum skilyrðum.
10.06.2020 - 17:40
Landinn
Uppruni birkisins á Skeiðarársandi staðfestur
„Við erum búin að bera saman erfðaefni úr birkinu á Skeiðarársandi og birki úr þremur birkiskógum í nágrenninu og það liggur núna fyrir niðurstaða um faðernið, ef svo má segja,“ segir Kristinn Pétur Magnússon, prófessor í erfðafræði við Háskólann á Akureyri.
30.03.2020 - 15:35
Skógræktin hvetur til trjáknúsa í samkomubanni
Skógræktin hvetur landsmenn til að fá sér göngutúr út í skóg og knúsa tré til að létta lundina í samkomubanni.
28.03.2020 - 12:36
Tré sligast og brotna undan snjóþunga
Tré á Norðurlandi fóru mörg hver illa út úr fárviðrinu í síðustu viku og mörg brotnuðu undan snjóþunga. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga segist ekki muna eftir álíka ástandi í Kjarnaskógi.
18.12.2019 - 18:16
Telur framtíðarhorfur mófugla daprar
20 árum eftir að trjám er plantað í mólendi hverfa vaðfuglar af svæðinu, segir fuglafræðingur. Hann telur stóran hluta af mófuglum hverfa ef farin verður sú leið sem Skógræktin hefur boðað. Skógræktarstjóri segir ástæðu til að rannsaka frekar áhrif skógræktar og annarrar landnotkunar á fuglastofna. 
31.10.2019 - 17:15
innslag
Stór áfangi í íslenskri skógræktarsögu
Framleiðsla á límtré úr íslenskum við gæti orðið raunhæfur möguleiki í náinni framtíð. Landinn fékk að fylgjast með þegar fyrstu íslensku límtrésbitarnir voru burðarþolsprófaðir og þar kom öspin langbest út.
14.10.2019 - 11:00
Sífellt fleiri meindýr valda skaða í skóginum
Skaðvaldar í íslenskum skógum eru vaxandi vandamál og sífellt fleiri meindýr leggjast á gróðurinn og valda miklum skemmdum. Lífsskilyrði þessara kvikinda batna sífellt með hlýnandi veðri og óafvitandi dreifum við þeim sjálf um landið því sumar tegundir halda sig helst þar sem mikið er af ferðamönnum.
18.07.2019 - 14:17
Uppgræðsla áhrifaríkasta lausnin
Gríðarlega umfangsmikill skógrækt gæti verið svarið við loftslagsbreytingum samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar. Með gróðursetningu á um 1,7 milljörðum hektara áður óræktaðs lands gæti orðið mögulegt að binda um tvo þriðju hluta þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið af manna völdum. Svæðið jafngildir samanlögðu landsvæði Bandaríkjanna og Kína, og þyrfti að planta niður um 1.200 milljörðum trjáa.
05.07.2019 - 05:14
Fréttaskýring
Kolefnisjöfnun: Epli og appelsínur í búbblu
Það kostar 2000 krónur að kolefnisjafna eitt tonn af koltvísýringi hjá Kolviði en 5000 krónur að kolefnisjafna sama magn hjá Votlendissjóði. Aðferðir sjóðanna eru ólíkar. Spegillinn ræddi við forsvarsmenn sjóðanna og komst að því að ekki er ósennilegt að hluta trjánna í Kolviðarskógum verði brennt í járnblendiverksmiðju, Votlendissjóður lætur nægja að treysta því að landeigendur framtíðar grafi ekki upp úr skurðum og það er hægt að kolefnisjafna sig óháð því hvort heildarlosun eykst eða ekki.
Myndskeið
20 metra múr vestfirskra trjáa rofinn
Vestfirsk tré hafa nú rofið 20 metra múrinn. Tré í Dýrafirði og við Reykhóla hafa háð harða baráttu um að vera hæsta tré Vestfjarða en vantar þó meira en átta metra til að ná hæsta tré landsins.
16.06.2019 - 20:15
Ráðherra gróðursetti með grunnskólabörnum
Í tilefni samstarfsyfirlýsingar Yrkjusjóðs, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar gróðursetti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, trjáplöntur í Þorláksskógum á Suðurlandi í dag ásamt hópi grunnskólabarna.  Yfirlýsingin erum aukna gróðursetningu grunnskólabarna og fræðslu fyrir þau um samspil kolefnisbindingar, landnotkunar og loftslagsmála, segir á vef Stjórnarráðs Íslands. Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Tré öflugasti gróðurinn til kolefnisbindingar
Skógræktarstjóri segir skógrækt öflugustu aðferðina við kolefnisbindingu á þurru landi. Hann er vongóður um að skógrækt sé að ná sér á strik með átaki stjórnvalda í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Stefnt er að gróðursetningar um sex milljón trjáa á ári eftir þrjú ár.
Skógræktarstjóri vísar gagnrýni NÍ á bug
Skógrækt á Íslandi er mjög skipulögð en ógjörningur er að ákveða langt fram í tímann hvar eigi að rækta skóg, segir skógræktarstjóri. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni forstjóra Náttúrufræðistofnunar um skipulagsleysi. Öll skógrækt er framkvæmdaleyfisskyld og fjölmörg svæði eru útilokuð til skógræktar.
Gætu annað eftirspurn eftir lifandi jólatrjám
Með því að leggja 15 milljónir króna á ári í ræktun á íslenskum jólatrjám gæti jólatrjáaframleiðsla hér, innan fárra ára, annað eftirspurn landsmanna eftir lifandi jólatrjám. Fyrir skógareigendur er hagstæðara að rækta og selja jólatré en að framleiða timbur.
19.12.2018 - 21:10
Viðtal
Aukin hætta á skógareldum með aukinni skógrækt
Með aukinni skógrækt hér á landi hefur hætta á skógareldum aukist. Starfshópur um brunavarnir í gróðri skilaði niðurstöðum sínum á dögunum. Frá árinu 2007 til 2008 voru 287 útköll hér á landi vegna gróðurbruna. Meirihluti þeirra var af mannavöldum.
24.05.2018 - 08:08
Efla forvarnir og viðbrögð við gróðureldum
Á nýjum vef um gróðurelda geta skógareigendur, bændur og sumarhúsaeigendur, nálgast ítarlegar upplýsingar til að gera sína eigin brunavarnaráætlun.
24.04.2018 - 16:21