Færslur: Skógarhögg

Sjónvarpsfrétt
Höggva sig í gegnum 85 ára gamlan skóg í Eyjafirði
Margir af reyndustu skógarhöggsmönnum landsins ryðja þessa dagana leið í gegnum 85 ára gamlan skóg í Vaðlareit handan Akureyrar. Þar á meðal annars að leggja nýjan göngu- og hjólreiðastíg. Um 130 tonn af timbri falla til við skógarhöggið.
08.10.2021 - 14:14
Vill umbun fyrir að bjarga Amasonfrumskóginum
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heitir því að bjarga Amason-frumskóginum með því að stöðva ólöglegt skógarhögg og ruðning skógar fyrir árið 2030. Bolsonaro hefur áður gefið svipuð fyrirheit, en þau voru ekki án skilyrða þá fremur en nú. Í erindi sem forsetinn sendi Joe Biden, Bandaríkjaforseta, segist hann fús til að leggja sitt af mörkum til að hindra frekari eyðingu Amasonskógarins.
16.04.2021 - 05:38
Keðjusögin getur komið manni í form
Það er yfirleitt friðsælt í skóginum á Hólum í Hjaltadal en þegar Sumarlandann bar þar að garði hafði fuglasöngur og gjálfur í vatni vikið fyrir háværu urri í keðjusögum. Þar var námskeið í skógarhöggi þar sem nemendur fengu skólun í að grisja og fella tré á öruggan hátt.
23.06.2020 - 14:11
Fjórða mesta eyðing hitabeltisskóga á öldinni
Um 120 þúsund ferkílómetrum hitabeltisskóga var eytt af manna völdum í fyrra. Það er stærra svæði en flatarmál Íslands, sem nemur rúmum 103 þúsund ferkílómetrum. Þrátt fyrir umfangið er þetta ekki nema fjórða mesta eyðing skóga af manna völdum síðan mælingar hófust úr gervihnöttum árið 2001.
26.04.2019 - 05:12
Bandaríkjamenn skeina í burt skóga Kanada
Dálæti Bandaríkjamanna á lúxus-salernispappír á talsverðan þátt í eyðingu skóga í nágrannaríkinu Kanada. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu tveggja umhverfisverndarsamtaka.
03.03.2019 - 07:54
Opin gátt fyrir ólöglegt regnskógatimbur
Starfsmenn Mannvirkjastofnunar hafa áttað sig á því að óprúttnir aðilar geta, fræðilega séð, nýtt sér Ísland sem þvottastöð fyrir ólöglegt regnskógatimbur, látið sem timbrið sé frá Bandaríkjunum eða Kanada, sem eru örugg upprunalönd, fengið pappíra stimplaða og komið timbrinu á markað í Evrópu. En hefur slíkt viðgengist? Það er ekkert sem bendir til þess en það er heldur ekki hægt að útiloka það því eftirlit hefur ekki verið til staðar. Nú á að loka þessari glufu.
Skógarhögg er Norðmönnum í blóð borið
Bókin Hel Ved eftir norska skáldsagnahöfundinn Lars Mytting er ekki skáldverk. Hún er yfirlit yfir menningarlegt mikilvægi skógarhöggs í Noregi ásamt nákvæmum lýsingum um aðferðir við að höggva, stafla og þurrka eldivið en hefur engu að síður selst í mörg hundruð þúsund eintökum og verið þýdd á 18 tungumál.
06.07.2017 - 13:40