Færslur: Skógareldar

Kreppa blasir við Áströlum
Ástralía stendur frammi fyrir djúpri efnahagslægð, þeirri fyrstu síðan 1991. Efnahagur landsins dróst saman um sjö af hundraði á öðrum ársfjórðungi.
Sex látin í miklum skógareldum í Kaliforníu
Sex hafa látið lífið og hátt á annað hundrað þúsund manna flúið heimili sín í vikunni vegna mikilla skógarelda í Kaliforníu. Reykjarmökkinn af eldunum leggur yfir nánast allt ríkið og stóran hluta Nevada. Hitabylgja geisar í Kaliforníu og hundruð skógarelda kviknuðu í miklu gjörningaveðri í byrjun vikunnar, þegar um 12.000 eldingum laust niður í skraufþurran svörðinn, að mestu án þess vatnsveðurs sem iðulega fylgir slíkum lofteldum. Hitabylgja og heimsfaraldur torvelda slökkvi- og hjálparstörf.
22.08.2020 - 00:40
Tveir látnir og tugir þúsunda á hrakhólum vegna elda
Tugir stórra skógarelda loga enn stjórnlaust í Kaliforníu og fara ört stækkandi. Tveir menn hafa látist í eldunum og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín, einkum við San Francisco-flóann. Ferðafólki hefur sumstaðar verið vísað frá hótelum, svo skjóta megi skjólshúsi yfir heimafólk.
21.08.2020 - 01:49
Skógareldar í Kaliforníu hrekja þúsundir að heiman
Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna mikilla skógarelda sem þar geisa. Tugir íbúðarhúsa og fleiri mannvirki hafa þegar orðið eldunum að bráð, og breiðast þeir enn hratt út. Skæðasti eldurinn logar í nágrenni borgarinnar Vacaville, ekki fjarri Sacramento. Um 100.000 manns búa í Vacaville og nágrenni og var mörgum þeirra gert að forða sér í öruggt skjól í snarhasti í kvöld. Einn maður hefur látið lífið í eldunum.
20.08.2020 - 00:55
Myndband
Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna skógarelda
Miklir gróðureldar geisa í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir hafa þurft að flýja að heiman. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að erfiðlega eigi eftir að ganga að ráða niðurlögum eldanna. 
02.08.2020 - 19:25
Nær þrír milljarðar dýra drápust í gróðureldum Ástralíu
Nærri þrír milljarðar dýra ýmist drápust eða hröktust frá heimkynnum sínum í gróðureldunum miklu sem herjuðu á Ástralíu í vetur sem leið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við nokkra ástralska háskóla. Í skýrslu þeirra segir að um 143 milljónir spendýra, 180 milljónir fugla, 51 milljón froska og 2,46 milljarðar skriðdýra hafi drepist eða hrakist frá sínum náttúrulegu heimkynnum í eldunum.
Myndskeið
Hafa náð tökum á eldum í Portúgal
Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á kjarr- og skógareldum sem hafa brunnið síðustu níu daga um miðbik Portúgals. Þeir loga í þremur héruðum og hafa valdið því að fjöldi fólks hefur flúið. Flestum hefur verið leyft að snúa aftur heim. 21 árs slökkviliðsmaður lést á laugardagskvöld og að minnsta kosti sex hafa slasast vegna eldanna.
27.07.2020 - 12:48
Miklir skógareldar í Portúgal
Á áttunda hundrað slökkviliðsmanna berjast við mikla skógarelda um miðbik Portúgals þessa dagana. Eldarnir kviknuðu fyrir rúmri viku og loga enn stjórnlaust þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs. Nokkur hús hafa þegar orðið eldunum að bráð og stór svæði verið rýmd. Stífir og hlýir vindar torvelda starf þeirra rúmlega 700 slökkviliðsmanna sem staðið hafa vaktina frá því að fyrstu eldarnir kviknuðu í Oleiros-héraði 18. júlí. Þaðan hafa þeir breiðst út til tveggja aðliggjandi héraða.
27.07.2020 - 04:20
Myndskeið
Þúsundir berjast við elda í Síberíu
Íbúum Jakútíu og fleiri svæða í Síberíu hefur verið ráðlagt að halda sig innan dyra og reyna ekki á sig af óþörfu vegna reykjarkófs sem leggur frá kjarr- og skógareldum í landshlutanum. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru sagðar höfuðorsök eldanna.
16.07.2020 - 17:57
Skógar Síberíu brenna í hitabylgju við heimskautsbaug
Margir stórir skógareldar brenna enn í Síberíu, þar sem óvenju miklir hitar og þurrkar hafa skapað kjöraðstæður fyrir slíkar hamfarir. Um helgina börðust rússneskir slökkviliðsmenn við nær 160 skógarelda á samtals 46.000 hekturum lands í Síberíu, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölda héraða.
13.07.2020 - 05:30
Myndskeið
Gróðureldar loga sem aldrei fyrr
Svæðið sem brunnið hefur í Ástralíu undanfarnar vikur og mánuði er nú svipað stórt og gjörvallt Ísland. Þúsundir kröfðust í dag aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn loftslagsbreytingum.
10.01.2020 - 19:20
Morgunvaktin
Ástandið í Nýja Suður-Wales eins og í hryllingsmynd
Ástandinu í Nýja Suður-Wales í Ástralíu er helst hægt að líkja við stríðsástand, segir Sólveig Einarsdóttir, sem búið hefur í bænum Narrabri í fylkinu í þrjátíu ár. Ekkert lát er á gróðureldum, bændur bregða búi og fólk er tilbúið að flýja heimili sín á hverri stundu.
09.01.2020 - 10:00
Myndskeið
Óttast um dýr í útrýmingarhættu
Yfir tvö þúsund heimili hafa eyðilagst í gróðureldunum í Ástralíu og óttast er um afdrif dýrategunda í útrýmingarhættu. Svæðið sem þegar hefur brunnið er á við 80 prósent af flatarmáli Íslands.
07.01.2020 - 19:54
Mörgum tíðrætt um skógareldana á Golden Globe
Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin í 77. sinn í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Margir verðlaunahafanna byrjuðu ræðu sína á því að sýna þeim stuðning sem berjast við skógareldana í Ástralíu.
06.01.2020 - 10:09
„Hef verið í reykjarmekki í 2-3 vikur“
Tugum þúsunda manna hefur verið skipað að yfirgefa ákveðin svæði í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu  en þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi í þriðja sinn frá því gróðureldarnir kviknuðu þar. Íslendingur sem er búsettur þar segir fólk orðið afar þreytt á eldunum. Fjölskylda hans hefur búið í reykjarmekki í tvær til þrjár vikur.
02.01.2020 - 19:40
Skipa þúsundum að yfirgefa Viktoríufylki vegna elda
Almannavarnir í ástralska fylkinu Viktoríu hafa fyrirskipað tugum þúsunda íbúa og ferðamanna að yfirgefa svæði þar sem kjarreldar geisa því búist er við því að ástandið fari versnandi næstu daga.
29.12.2019 - 13:10
Óttast að yfir 8.000 kóalabirnir hafi drepist
Óttast er að nær þriðjungur allra kóalabjarna hafi drepist í gróðureldunum sem geisað í strandhéruðum Nýja Suður-Wales í Ástralíu, eða allt að 8.400 dýr. Umverfisráðherra Ástralíu greindi frá þessu í morgun.
27.12.2019 - 06:24
Gróðureldar ógna stórborginni Valparaiso í Chile
Á annað hundrað bygginga hafa brunnið til grunna í gróðureldum sem geisa í og við hafnarborgina Valparaiso í Chile. Fjölda borgarbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, sem fara hratt yfir og illa gengur að hemja, og rafmagn var tekið af um 90.000 heimilum og fyrirtækjum í borginni til að fyrirbyggja enn meira tjón.
25.12.2019 - 02:24
Myndband
Skýldi sér í þurrkofni á meðan eldurinn æddi hjá
Ekkert lát er á gróðureldunum sem geisa í Ástralíu. Tveir fórust um helgina. Íslendingur í Sydney segir að það sé engu líkara en heimsendir sé í nánd. Þangað berst mikill reykur.
22.12.2019 - 20:01
Segir DiCaprio borga fyrir að brenna Amasonskóginn
Brasilíuforseti sakar bandarísku kvikmyndastjörnuna og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að borga mönnum fyrir að kveikja í regnskógum Amazon upp á síðkastið. Þá sakar sonur hans Alþjóða náttúruverndarsjóðinn, WWF, um svipuð brot.
30.11.2019 - 06:27
Myndskeið
Brunasárin drógu kóalabjörninn Lewis til dauða
Kóalabjörninn Lewis, sem komst í heimsfréttirnar þegar honum var bjargað úr skógareldum í Ástralíu, er dáinn. Hann brann illa í eldunum og sárin drógu hann til dauða. Dýralæknar svæfðu hann þegar ljóst var að brunasárin væru ekki að gróa.
26.11.2019 - 10:44
Myndskeið
Hundruð kóalabjarna drápust í gróðureldum
Hundruð kóalabjarna hafa drepist í gróðureldunum sem geisa í Ástralíu. Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í suðurhluta landsins og er óttast að ástandið versni enn á morgun.
20.11.2019 - 19:23
Reykjarmistur yfir Sydney - mengunin eins og í Dehli
Heilsuspillandi reykjarmistur lá yfir stórum hluta Sydneyborgar þegar þriðjudagur reis þar syðra. Reykinn leggur yfir þessa fjölmennustu borg Ástralíu frá miklum kjarr- og skógareldum sem geisa á austurströnd landsins. Mælar sýndu að loftmengun var komin langt yfir hættumörk í morgunsárið og loftgæðin orðin álíka lítil og á slæmum degi í Dehli á Indlandi.
19.11.2019 - 01:57
Varla hefur rignt í Sydney í 18 mánuði
Ástralir búa sig undir versnandi gróðurelda í vikunni. Íslendingur í Sydney, Gunnar Pétursson, segir að varla hafi rignt í borginni í eitt og hálft ár. Skæðir skógareldar hafa geisað í austurhluta Ástralíu undanfarnar vikur. Staðan batnaði aðeins um helgina en í þessari viku er spáð miklum hita, allt að 35 stigum, sem er óvenju heitt á þessum árstíma, og þurrum vindi þannig að hætta á gróðureldum getur aukist enn frekar.
18.11.2019 - 19:41
Kóalabirnir í hættu vegna skógarelda
Á annað hundrað gróðureldar loga enn í austurhluta Ástralíu, og óhagstæð veðurspá bendir til að þeir séu síst á undanhaldi. Kóalabirnir eiga erfitt með að flýja og margir hafa orðið eldinum að bráð.
16.11.2019 - 12:35