Færslur: Skógareldar

Myndskeið
Gróðureldar loga sem aldrei fyrr
Svæðið sem brunnið hefur í Ástralíu undanfarnar vikur og mánuði er nú svipað stórt og gjörvallt Ísland. Þúsundir kröfðust í dag aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn loftslagsbreytingum.
10.01.2020 - 19:20
Morgunvaktin
Ástandið í Nýja Suður-Wales eins og í hryllingsmynd
Ástandinu í Nýja Suður-Wales í Ástralíu er helst hægt að líkja við stríðsástand, segir Sólveig Einarsdóttir, sem búið hefur í bænum Narrabri í fylkinu í þrjátíu ár. Ekkert lát er á gróðureldum, bændur bregða búi og fólk er tilbúið að flýja heimili sín á hverri stundu.
09.01.2020 - 10:00
Myndskeið
Óttast um dýr í útrýmingarhættu
Yfir tvö þúsund heimili hafa eyðilagst í gróðureldunum í Ástralíu og óttast er um afdrif dýrategunda í útrýmingarhættu. Svæðið sem þegar hefur brunnið er á við 80 prósent af flatarmáli Íslands.
07.01.2020 - 19:54
Mörgum tíðrætt um skógareldana á Golden Globe
Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin í 77. sinn í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Margir verðlaunahafanna byrjuðu ræðu sína á því að sýna þeim stuðning sem berjast við skógareldana í Ástralíu.
06.01.2020 - 10:09
„Hef verið í reykjarmekki í 2-3 vikur“
Tugum þúsunda manna hefur verið skipað að yfirgefa ákveðin svæði í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu  en þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi í þriðja sinn frá því gróðureldarnir kviknuðu þar. Íslendingur sem er búsettur þar segir fólk orðið afar þreytt á eldunum. Fjölskylda hans hefur búið í reykjarmekki í tvær til þrjár vikur.
02.01.2020 - 19:40
Skipa þúsundum að yfirgefa Viktoríufylki vegna elda
Almannavarnir í ástralska fylkinu Viktoríu hafa fyrirskipað tugum þúsunda íbúa og ferðamanna að yfirgefa svæði þar sem kjarreldar geisa því búist er við því að ástandið fari versnandi næstu daga.
29.12.2019 - 13:10
Óttast að yfir 8.000 kóalabirnir hafi drepist
Óttast er að nær þriðjungur allra kóalabjarna hafi drepist í gróðureldunum sem geisað í strandhéruðum Nýja Suður-Wales í Ástralíu, eða allt að 8.400 dýr. Umverfisráðherra Ástralíu greindi frá þessu í morgun.
27.12.2019 - 06:24
Gróðureldar ógna stórborginni Valparaiso í Chile
Á annað hundrað bygginga hafa brunnið til grunna í gróðureldum sem geisa í og við hafnarborgina Valparaiso í Chile. Fjölda borgarbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, sem fara hratt yfir og illa gengur að hemja, og rafmagn var tekið af um 90.000 heimilum og fyrirtækjum í borginni til að fyrirbyggja enn meira tjón.
25.12.2019 - 02:24
Myndband
Skýldi sér í þurrkofni á meðan eldurinn æddi hjá
Ekkert lát er á gróðureldunum sem geisa í Ástralíu. Tveir fórust um helgina. Íslendingur í Sydney segir að það sé engu líkara en heimsendir sé í nánd. Þangað berst mikill reykur.
22.12.2019 - 20:01
Segir DiCaprio borga fyrir að brenna Amasonskóginn
Brasilíuforseti sakar bandarísku kvikmyndastjörnuna og umhverfisverndarsinnann Leonardo DiCaprio um að borga mönnum fyrir að kveikja í regnskógum Amazon upp á síðkastið. Þá sakar sonur hans Alþjóða náttúruverndarsjóðinn, WWF, um svipuð brot.
30.11.2019 - 06:27
Myndskeið
Brunasárin drógu kóalabjörninn Lewis til dauða
Kóalabjörninn Lewis, sem komst í heimsfréttirnar þegar honum var bjargað úr skógareldum í Ástralíu, er dáinn. Hann brann illa í eldunum og sárin drógu hann til dauða. Dýralæknar svæfðu hann þegar ljóst var að brunasárin væru ekki að gróa.
26.11.2019 - 10:44
Myndskeið
Hundruð kóalabjarna drápust í gróðureldum
Hundruð kóalabjarna hafa drepist í gróðureldunum sem geisa í Ástralíu. Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í suðurhluta landsins og er óttast að ástandið versni enn á morgun.
20.11.2019 - 19:23
Reykjarmistur yfir Sydney - mengunin eins og í Dehli
Heilsuspillandi reykjarmistur lá yfir stórum hluta Sydneyborgar þegar þriðjudagur reis þar syðra. Reykinn leggur yfir þessa fjölmennustu borg Ástralíu frá miklum kjarr- og skógareldum sem geisa á austurströnd landsins. Mælar sýndu að loftmengun var komin langt yfir hættumörk í morgunsárið og loftgæðin orðin álíka lítil og á slæmum degi í Dehli á Indlandi.
19.11.2019 - 01:57
Varla hefur rignt í Sydney í 18 mánuði
Ástralir búa sig undir versnandi gróðurelda í vikunni. Íslendingur í Sydney, Gunnar Pétursson, segir að varla hafi rignt í borginni í eitt og hálft ár. Skæðir skógareldar hafa geisað í austurhluta Ástralíu undanfarnar vikur. Staðan batnaði aðeins um helgina en í þessari viku er spáð miklum hita, allt að 35 stigum, sem er óvenju heitt á þessum árstíma, og þurrum vindi þannig að hætta á gróðureldum getur aukist enn frekar.
18.11.2019 - 19:41
Kóalabirnir í hættu vegna skógarelda
Á annað hundrað gróðureldar loga enn í austurhluta Ástralíu, og óhagstæð veðurspá bendir til að þeir séu síst á undanhaldi. Kóalabirnir eiga erfitt með að flýja og margir hafa orðið eldinum að bráð.
16.11.2019 - 12:35
Fjórir hafa dáið í gróðureldunum í Ástralíu
Líkamsleifar manns fundust í sviðnu kjarrlendi í Nýju Suður Wales í Ástralíu í dag, að sögn lögreglu. Er þetta fjórða dauðsfallið sem rekja má til gróðureldanna sem geisað hafa í vestanverðri Ástralíu síðustu daga, allt frá Sydney í suðri og langt norður í Queensland-fylki.
14.11.2019 - 02:28
Myndband
Skógareldar í útjaðri Sydney
Neyðarástand er enn í Ástralíu vegna mikilla gróðurelda sem hafa geisað síðan í september. Yfirvöld óttast að eldarnir eflist næstu daga og að margar vikur geti tekið að ráða niðurlögum þeirra að fullu.
12.11.2019 - 20:51
Trump og ríkisstjóri Kaliforníu í orðaskaki
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hótar að synja Kaliforníuríki um fjárhagsaðstoð vegna skógareldanna sem þar hafa geisað að undanförnu, eftir að ríkisstjóri Kaliforníu gagnrýndi hann og stefnu hans í umhverfismálum.
Þúsundir flýja skógarelda nærri Los Angeles
Ekkert lát er á skógareldunum sem geisað hafa í Kaliforníu að undanförnu. Eldarnir brenna heitt og hömlulaust skammt frá milljónaborginni Los Angeles og heitir vindar gera þá enn erfiðari viðureignar en ella.
02.11.2019 - 00:21
Skógareldar í ríku hverfi í LA
Enn og aftur brennur skógur á stórum svæðum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ár eftir ár kemur upp sú staða að þúsundir manna þurfa að flýja heimkynni sín, manntjón verður og ófá íbúðarhús og aðrar byggingar verða eldi að bráð.
29.10.2019 - 19:08
Neyðarástand í Kaliforníu
Yfirvöld í Kaliforníu hafa fyrirskipað umfangsmikla rýmingaráætlun vegna gróðureldanna sem þar geisa. Íbúar í stórum hluta borgarinnar Santa Rosa þurfa að yfirgefa heimili sín. Þegar hafa um 90 þúsund þurft að flýja heimili sín í Norður-Kaliforníu. Rýmingaráætlunin nú nær yfir stórt svæði í Sonoma, þar með talið Santa Rosa, þar sem um hundrað sjötíu og fimm þúsund manns búa. Yfir 10 þúsund hektarar lands hafa brunnið.
27.10.2019 - 15:25
Rafmagn líklega tekið af 36 héruðum
Um 50 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna mikilla skógarelda sem nú geisa í Kaliforníu ríki Bandaríkjanna. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Los Angeles og Sonoma sýslum, sem þekktar eru fyrir vínekrur sínar. 
26.10.2019 - 11:37
Myndskeið
Tugþúsundir húsa rýmd í Kaliforníu
Yfirvöld í Kaliforníu hafa fyrirskipað að 23 þúsund íbúðarhús skuli rýmd þegar í stað vegna gróðurelds norðan við Los Angeles. Einn er látinn og tugir húsa hafa þegar orðið eldinum að bráð. Hátt viðbúnaðarstig er í gildi víða í ríkinu.
11.10.2019 - 17:50
Spegillinn
Baráttan um regnskógana
Eldarnir í Amazon-regnskóginum hafa beint kastljósi að enn stærra og flóknara vandamáli, örlögum allra hitabeltisregnskóga jarðarinnar. Þetta segir Jón Geir Pétursson, umhverfis- og auðlindafræðingur. Eldar loga líka í hitabeltisskógum Afríku, og skógar Súmötru og Borneó brunnu fyrir skömmu. Eyðing skóganna er af mannavöldum, og veldur allt að 17% af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.
29.08.2019 - 18:03
Eldarnir á Gran Canaria í rénun
Slökkviliðsmenn á Gran Canaria hafa náð tökum á skógareldum sem brunnið hafa á norðurhluta eyjarinnar í meira en eina viku. Yfir tíu þúsund hektarar skóg- og gróðurlendis hafa brunnið. Þúsundir íbúa á svæðinu urðu að flýja að heiman undan eldunum. Þeim hefur verið leyft að snúa aftur heim. Að því er kemur fram á Twitter heldur starfið þó áfram þar til slökkt hefur verið í öllum glæðum.
26.08.2019 - 14:39