Færslur: Skógareldar

Þjóðvegur lokaður vegna skógarelds
Aðalþjóðvegurinn milli Aþenu, höfuðborgar Grikklands, og suður- og norðurhluta landsins lokaðist í dag vegna skógarelds. Í tilkynningu frá almannavörnum landsins segir að eldurinn breiðist út við rætur fjallsins Parnitha, um þrjátíu kílómetra norðan við borgina. Fimm þyrlur, fjórar slökkviflugvélar og 35 dælubílar eru á vettvangi. Rúmlega eitt hundrað slökkviliðsmenn eru þar við störf. 
03.08.2021 - 14:53
Þúsundir berjast við eldana í Tyrklandi
Skógareldar í suðvesturhluta Tyrklands ógna varmaorkuveri við ferðamannabæinn Milas. Þeir hafa orðið að minnsta kosti átta manns að bana. Á sjötta þúsund berjast við eldana og notast við mönnuð og ómönnuð loftför og hundruð slökkvibíla.
03.08.2021 - 13:45
Tyrkland: Slökkvilið glímir enn við ógurlega skógarelda
Barátta slökkviliðsmanna við skógarelda heldur áfram í Tyrklandi. Ferðafólk hefur neyðst til að forða sér frá vinsælum áfangastöðum við ströndina. Eldhafið hefur þegar heimtað nokkur mannslíf.
02.08.2021 - 05:18
Miklir skógareldar geisa á Pelópsskaga
Hálft annað hundrað slökkviliðsmanna hefur barist við skógarelda nærri borginni Patras á Pelópsskaga á Grikklandi. Fimmtíu slökkviliðsbílar, átta flugvélar og þyrlur búnar slökkvibúnaði hafa verið notuð við aðgerðirnar.
31.07.2021 - 22:37
Myndskeið
Mannskæðir skógareldar geisa í Tyrklandi
Skógareldar brutust út í Tyrklandi á miðvikudag og loga nú á tíu stöðum víðsvegar um landið. 6 eru látnir, yfir 300 manns hafa særst og hefur þurft að rýma bæði þorp og hótel víða með tilheyrandi brottflutningi.
31.07.2021 - 15:30
Mestu skógareldar í yfir hálfa öld í Finnlandi
Í bænum Kalajoki í Finnlandi loga nú mestu skógareldar sem sést hafa þar í landi í yfir hálfa öld. Bruninn nær yfir um 300 hektara svæði í Kalajoki sem staðsett er á vesturströnd Finnlands. Slökkvistarf hefur staðið yfir frá því á mánudag en í dag náðist loks að afmarka svæðið sem logar en enn er langt í land áður en hægt verður að ráða niðurlögum eldsins vegna þess hve stórt svæðið er.
29.07.2021 - 23:12
Skógareldar á ferðamannaslóðum í Tyrklandi
Þrír eru látnir og 122 hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna reykeitrunar eftir að skógareldar kviknuðu í Antalya-héraði í suðurhluta Tyrklands í gær. Meðal annars brennur gróður í og við ferðamannabæinn Manavgat. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla hafa tuttugu hús brunnið í einu hverfi bæjarins. Þar bjuggu um fimm hundruð manns. Margir hafa verið fluttir á brott. Þyrlur eru notaðar við slökkvistarfið. Yfirvöld grunar að kveikt hafi verið í skóginum, þar sem eldurinn kom upp á fjórum stöðum.
29.07.2021 - 15:22
Mikill skógareldur í sunnanverðu Frakklandi
Mikill skógareldur hefur logað í sunnaverðu Frakklandi um helgina og brennur enn. Yfir 1.000 slökkviliðsmenn berjast við eldinn, sem kviknaði á laugardag. Um 8,5 ferkílómetrar skóglendis hafa orðið eldinum að bráð til þessa. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en afar hlýtt og þurrt hefur verið á þessum slóðum upp á síðkastið.
26.07.2021 - 06:34
Þúsundir flýja skógarelda á vesturströnd Norður-Ameríku
Þúsundir Kaliforníubúa þurfa að eyða helginni í neyðarskýlum fjarri heimilum sínum vegna mikilla gróður- og skógarelda sem hafa logað vikum saman í ríkinu norðanverðu og ekkert lát er á. Sömu sögu er að segja af þúsundum íbúa Bresku Kólumbíu í Kanada, þar sem 5.000 heimili hafa þegar verið rýmd vegna mikillar eldhættu og íbúar 16.000 heimila til viðbótar hafa verið varaðir við því að þurfa að flýja fyrirvaralaust.
Reyk frá skógareldum leggur þvert yfir Bandaríkin
Loftgæði voru í gær óvíða minni í stórborgum heimsins en í New York, þar sem reykur frá skógareldunum sem brenna í vesturríkjum Bandaríkjanna byrgði fólki sýn og knúði heilbrigðisyfirvöld til að gefa út viðvörun vegna hættulegrar loftmengunar.
22.07.2021 - 04:17
Neyðarástand í Bresku Kólumbíu vegna skógarelda
Yfirvöld í Bresku Kólumbíu í Kanada lýstu í dag yfir neyðarástandi í fylkinu öllu vegna mikilla skógar- og gróðurelda sem þar hafa logað vikum saman. Áður hafði verið lýst yfir neyðarástandi á afmörkuðum svæðum innan fylkisins. Nær 300 skógar- og gróðureldar loga nú í Bresku Kólumbíu og ekkert útlit fyrir að þeim fækki í bráð þar sem spáð er áframhaldandi hitabylgju í fylkinu, þurrviðri og vaxandi, hlýjum vindum.
21.07.2021 - 00:36
Fólk haldi sig heima vegna skógarelda í Síberíu
Íbúar í borginni Jakutsk í Síberíu eru beðnir um að halda sig innandyra og loka gluggum vegna mikils reyks sem leggur yfir borgina frá skógareldum í Síberíu. Yfir tvö þúsund slökkviliðsmenn reyna að ná tökum á þeim 187 skógareldum sem loga í Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðir Síberíu. Flugsamgöngur lágu niðri í Jakutsk í gær vegna eldanna.
19.07.2021 - 01:57
Yfir 300 skógar- og gróðureldar loga í Bresku Kólumbíu
Neyðarástandi vegna gróðurelda hefur verið lýst yfir á stórum svæðum í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þar kviknuðu minnst 77 nýir gróður- og skógareldar um helgina og alls loga þar ríflega 300 slíkir eldar.
12.07.2021 - 06:58
Mannskæðir eldar í Bandaríkjunum
Tveir slökkviliðsmenn í Arizona fórust þegar flugvél þeirra hrapaði þar sem þeir voru í könnunarflugi yfir skógareldi. Mikil og hættuleg hitabylgja er nú í vesturríkjum Bandaríkjanna og hitinn vex enn.
11.07.2021 - 18:38
Hitabylgja ýtir undir skógarelda og heftir slökkvistarf
Stórhættuleg hitabylgja geisar í Vestur- og Suðvesturríkjum Bandaríkjanna og magnar upp mikla gróðurelda sem þar brenna víða. Hitinn gerir hvort tveggja í senn að ýta undir eldana og torvelda slökkvistörf. Hundruð slökkviliðsmanna berjast við gróður- og skógarelda í norðanverðri Kaliforníu og víðar.
11.07.2021 - 02:38
Fjögur látin í skógareldum á Kýpur
Fjórir hafa farist í miklum skógareldum sem hafa geisað á Kýpur síðan í gær. Síðustu daga hefur verið um fjörutíu stiga hiti.
04.07.2021 - 12:27
Barist við skógarelda í Grikklandi
Hátt á þriðja hundrað grískir slökkviliðsmenn hafa síðan í gær barist við skógarelda í fjalllendi í um níutíu kílómetra frá höfuðborginni Aþenu. Að sögn talsmanns almannavarna eru veðurskilyrði til slökkvistarfs mun betri í dag en í gær.
21.05.2021 - 14:55
Skógareldar ógna byggð í Höfðaborg
Skógareldar loga enn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku og hefur fjöldi borgarbúa neyðst til að flýja heimili sín þar sem hætta er talin á að þau verði eldunum að bráð. Nokkuð hefur verið um gróðurelda í nágrenni Höfðaborgar síðustu daga, þar sem veður hefur verið heitt og þurrt um hríð.
20.04.2021 - 04:46
Bókasafn elsta háskóla Suður-Afríku skógareldi að bráð
Aldagamalt bókasafn háskólans í Höfðaborg varð í gær eldi að bráð þegar miklir skógareldar í hlíðum Table Mountain, eða Stapafells, læstu sig í byggingar þessa elsta háskóla Suður-Afríku. Gróðureldarnir loga enn og ganga slökkvistörf erfiðlega.
19.04.2021 - 05:23
Ástralir búa sig undir fyrstu hitabylgju sumarsins
Ástralir búa sig nú undir fyrstu hitabylgju sumarsins, með hita um og yfir 40 gráðum, þurrum og hlýjum vindum og þar með kjöraðstæðum fyrir gróðurelda. Skógar- og gróðureldar síðasta sumars eru Áströlum enn í fersku minni, enda þeir verstu og víðfeðmustu sem sögur fara af þar í landi. 33 fórust í eldunum, sem sviðu um 190.000 ferkílómetra gróðurlendis frá september 2019 til mars 2020, og áætlað er að allt að þrír milljarðar dýra af öllu tagi hafi drepist í eða vegna eldanna.
Silverado-eldurinn kviknaði mögulega út frá rafmagni
Ógnarmikill gróðureldur sem blossaði upp í Kaliforníu í fyrradag kviknaði mögulega út frá neistum frá háspennulínu. Talsmaður orkufyrirtækisins sem ber ábyrgð á háspennulínunni greindi frá þessu í gærkvöld.
28.10.2020 - 06:28
Stærsti gróðureldur í sögu Colorado
Stærsti gróðureldur í Colorado sem sögur fara af hefur brunnið síðan 13. ágúst og fer enn stækkandi. Fyrra met var líka sett í sumar; sá eldur brann frá júlílokum fram í miðjan september. Eldurinn sem nú logar í norðanverðu Coloradoríki er kenndur við Cameronhnúk og er farinn að teygja sig hættulega nærri borginni Fort Collins, segir í frétt Washington Post.
16.10.2020 - 05:41
Neyðarástand í Paragvæ vegna skógarelda
Paragvæska þingið lýsti á fimmtudag yfir neyðarástandi í landinu vegna mikilla elda í hinum viðfeðma Gran Chaco-skógi, þar sem fjölmargir ættbálkar frumbyggja eiga sitt heimili innan um nautgripabændur og jafn ólíkar skepnur og jagúara og risabeltisdýr.
03.10.2020 - 06:28
Víðfeðmustu gróðureldar í sögu Kaliforníu loga enn
Miklir skógar- og gróðureldar loga enn í Kaliforníu og varað er við hitabylgju meðfram endilangri Kaliforníuströnd næstu daga. Óttast er að hitinn og þurrir og hlýir vindar blási enn meiri krafti í eldana, sem þegar eru orðnir þeir mestu og víðfeðmustu sem sögur fara af í ríkinu. Við San Francisco-flóa hefur viðvörun vegna reykmengunar verið í gildi um hríð og andrúmsloftið flokkað sem „óheilnæmt.“ Í tilkynningu yfirvalda segir að sú viðvörun hafi verið framlengd fram í miðja næstu viku.
Kreppa blasir við Áströlum
Ástralía stendur frammi fyrir djúpri efnahagslægð, þeirri fyrstu síðan 1991. Efnahagur landsins dróst saman um sjö af hundraði á öðrum ársfjórðungi.