Færslur: Skógareldar

Börðust við gróðurelda á 400 ferkílómetra svæði
Yfir 1.000 slökkviliðsmenn börðust við heljarmikla skógar- og gróðurelda í norðurhluta Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum á laugardag. Eldarnir kviknuðu 6. apríl og hefur slökkviliðinu gengið misvel að hamla útbreiðslu þeirra. Í liðinni viku færðust þeir mjög í aukanna og á föstudag fóru þeir alveg úr böndunum vegna afar óhagstæðra vinda. Að morgni laugardags loguðu eldarnir á nær 400 ferkílómetra svæði og höfðu þá vaxið um nær 140 ferkílómetra á einum sólarhring.
01.05.2022 - 01:15
Mikill og „stórfurðulegur“ skógareldur í Kaliforníu
Mikill og ákafur skógareldur geisar í Monterey-sýslu á miðri Kaliforníuströnd, sem þykir afar óvenjulegt á þeim slóðum á þessum árstíma. Eldurinn kviknaði á föstudagskvöld og hefur þegar sviðið yfir 600 hektara lands. Loka þurfti þjóðvegi 1 meðfram ströndinni og fjölda fólks hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól.
23.01.2022 - 01:30
„Jólakraftaverk“ að enginn fórst í eldunum í Colorado
Íbúar Boulder-sýslu í Colorado í Bandaríkjunum gátu snúið aftur heim í dag eftir að ofsafengnir gróðureldar skildu eftir sig slóð eyðileggingar á örskömmum tíma. Snjókoma sá til þess að slökkva í síðustu glæðum eldanna í nótt.
01.01.2022 - 06:50
Kalifornía
Ákærðir fyrir að kveikja risavaxinn skógareld
Feðgar á sjötugs- og fertugsaldri voru í gær handteknir og þeim birt ákæra fyrir að hafa með vítaverðu gáleysi kveikt ógurlegan skógareld sem sveið rúmlega 800 ferkílómetra skóg- og gróðurlendis í norðanverðri Kaliforníu í sumar sem leið.
Austurríki
Fá aðstoð grannríkja í baráttu við skógarelda
Austurrísk stjórnvöld ákváðu um helgina að nýta sér samstarf Evrópuríkja um almannavarnir og kalla eftir aðstoð vegna skógarelda í Hirschwang-héraði í Neðra-Austurríki, nærri landamærum Ítalíu. Ítalir hafa þegar brugðist við og sent tvær sérútbúnar slökkviliðsflugvélar á vettvang og tvær Sikorsky-þyrlur frá Þýskalandi voru væntanlegar í gær. Þá er einnig von á slökkviþyrlum frá Slóvakíu innan skamms.
01.11.2021 - 02:12
Orkufyrirtæki ákært vegna skógarelda í Kaliforníu
Saksóknari í Kaliforníu í Bandaríkjunum lagði í gær fram ákæru gegn orkufyrirtækinu PG&E. Fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á upptökum Zogg eldsvoðans í september í fyrra, sem náði yfir um 22 þúsund hektara landsvæði. 
Gróðureldar kviknuðu á Grikklandi í kvöld
Gróðureldar brutust út í kvöld nærri bænum Nea Makri norðaustur af Aþenu höfuðborg Grikklands. Um það bil sjötíu slökkviliðsmenn berjast nú við eldana en íbúum hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín.
20.09.2021 - 23:53
Vonast til að heimsins stærsta tré verði bjargað
Hundruð slökkviliðsmanna sem glíma við skógarelda í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum eru bjartsýnir um að þeim takist að bjarga heimsins stærsta tré frá eldtungunum. Milljónir ekra hafa orðið skógareldum að bráð í sumar.
Mörg hundruð flýja skógarelda á Spáni
Um tvö þúsund íbúar bæja og þorpa í Andalúsíu á Spáni hafa orðið að flýja heimili sín undanfarna daga vegna skógarelda í héraðinu. Spænska stjórnin hefur sent herinn til þess að aðstoða við slökkvistörf.
13.09.2021 - 00:43
Grunar að mafían beri ábyrgð á fjölda skógarelda
Yfirvöld á Ítalíu kenna mafíunni um mikinn hluta þeirra skógarelda sem geisað hafa á í landinu í sumar, með hörmulegum afleiðingum. Umhverfisráðherra Ítalíu, Roberto Cingolani, telur að yfir 70 prósent eldanna séu afleiðing vísvitandi íkveikju. Margir þeirra hafa kviknað í þjóðgörðum, þar á meðal eldur sem sveið stórt svæði í merkum beykiskógi í Kalabríuhéraði sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Þúsundir flýja heimili sín í Norður-Kaliforníu
Fleiri þúsund íbúar fjölmargra þorpa og smábæja hafa neyðst til að flýja skógareldana sem geisa í vesturhlíðum Sierra Nevada-fjallanna í norðanverðri Kaliforníu. Mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðustu tvo daga þar sem eldarnir hafa magnast upp í heitum og þurru veðri og hlýjum vindum.
Skógar brenna enn á vesturströnd Norður-Ameríku
Caldor- eldurinn, skógareldur sem kviknaði ekki ýkja fjarri bandarísku borginni Sacramento, höfuðborg Kaliforníu um helgina, nær tífaldaðist að stærð á síðustu tveimur sólarhringum og hefur nú sviðið yfir 200 ferkílómetra skógar og gróðurlendis. Flytja þurfti tvo íbúa smábæjarins Grizzly Flats á sjúkrahús með þyrlu eftir að Caldor-eldurinn fór þar um, eyðilagði fjölda húsa og hrakti bæjarbúa á flótta. Grizzly Flats er um 80 kílómetra frá Sacramento.
19.08.2021 - 03:38
Skógareldar loga ekki lengur í Alsír
Slökkviliði og björgunarsveitum í Alsír hefur tekist að slökkva alla skógarelda í landinu. Á þriðja tug er í haldi grunaður um að hafa viljandi kveikt eldana.
18.08.2021 - 15:23
Dixie stækkar enn og hlýir vindar kynda nýja elda
Dixie-eldurinn mikli, næst-stærsti skógareldur sem sögur fara af í Kaliforníu, heldur áfram að breiða úr sér og nýir og skæðir skógareldar halda áfram að gjósa upp í ríkinu, þar sem veðrið gerir slökkviliðsmönnum afar erfitt um vik þessa dagana. Orkufyrirtæki hafa tekið strauminn af þúsundum heimila í varúðarskyni.
Miklir skógareldar nærri Saint-Tropez
Um það bil þúsund franskir slökkviliðsmenn reyndu í gær að ráða niðurlögum skógarelda nærri frönsku hafnarborginni Saint-Tropez. Slökkviliðsmennirnir notuðu kraftmiklar vatnsdælur, þyrlur og flugvélar til að berjast við eldinn sem kviknaði á mánudagskvöld.
18.08.2021 - 00:00
Slökkvilið berst við skógarelda á Algarve í Portúgal
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda sem kviknuðu á ferðamannslóðum í Algarve í suðurhluta Portúgals í gær.
17.08.2021 - 10:12
Tyrklandsforseti heitir bótum eftir hamfaraflóð
Hamfaraflóð í norðanverðu Tyrklandi hafa orðið 27 manns að bana. Flóðin skullu á skömmu eftir að náðist að hemja mikla skógarelda sem urðu átta að bana. Forseti landsins heitir því að íbúum verði að fullu bættur skaðinn.
13.08.2021 - 14:11
Maður myrtur grunaður um að bera ábyrgð á skógareldum
Ríkissaksóknari í Alsír fyrirskipaði í dag rannsókn á því að æstur múgur tók mann af lífi án dóms og laga. Talið var að hann bæri ábyrgð á víðfeðmum skógareldum í landinu. Yfirvöld telja næsta öruggt að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum og eru fjórir í haldi vegna þess.
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Þjóðarsorg í Alsír þar sem 65 eru látin í skógareldum
Forseti Alsír lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu til að minnast þeirra sextíu og fimm sem látið hafa lífið í gríðarlegum skógareldum. Stjórnvöld grunar sterklega að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.
11.08.2021 - 15:47
Reykur frá skógareldum í Síberíu yfir norðurpólnum
Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins, í fyrsta sinn svo sögur fari af. Rússneska veðurstofan Rosgidromet segir eldana færast í aukana fremur en hitt. Miklir skógareldar hafa herjað æ oftar og meira á Síberíu síðustu ár. Rússneskir vísindamenn og umhverfisverndarsinnar rekja það til loftslagsbreytinga og allt of lítillar umhirðu skóganna, sökum lítilla fjárveitinga.
10.08.2021 - 02:41
Loftslagsskýrsla IPCC
Stöðva þarf losun koldíoxíðs ef ekki á illa að fara
Langvarandi hitabylgjur og þurrkar eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri, ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan, mannskæð flóðin í Evrópu og Asíu síðustu vikur - allt er þetta bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að draga svo mikið úr þeirri losun að dugi, ef vilji er fyrir hendi.
Dixie-eldurinn orðinn sá næst-stærsti í sögu Kaliforníu
Dixie-skógareldurinn í norðanverðri Kaliforníu heldur áfram að stækka og er orðinn næst-stærsti skógareldur í sögu Kaliforníuríkis. Rannsókn bendir til þess að hann kunni að hafa kviknað þegar tré féll á rafmagnslínu. Veðurskilyrði hafa verið heldur hagstæðari á hamfarasvæðunum í Norður-Kaliforníu um helgina en síðustu vikur, sem hefur hægt heldur á útbreiðslu þessa risaelds. Hann stækkar þó enn og hefur nú brennt um 1.875 ferkílómetra skógar- og gróðurlendis.
Fimm saknað í skógareldunum í Kaliforníu
Fimm er saknað á hamfarasvæðunum í norðanverðri Kaliforníu, þar sem ógnarmiklir skógareldar brenna allt sem fyrir verður og hafa meðal annars lagt tvo smábæi í rúst. Sá stærsti þeirra, Dixie-eldurinn, logar enn af miklum krafti og hefur sviðið um 1.800 ferkílómetra skógar- og gróðurlendis.
08.08.2021 - 05:52
Neyðarástand á Sikiley vegna skógarelda - eldgos í Etnu
Yfirvöld á Sikiley lýstu í gær yfir neyðarástandi og hækkuðu viðbúnaðarstig fyrir næsta hálfa árið vegna skógarelda sem brenna á eyjunni. Nello Musumeci, héraðsstjóri á Sikiley, greinir frá því í færslu á Facebook að ákvörðunin sé byggð á ástandinu nú og veðurhorfum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sikiley, Sardinía. Calabria og Puglia eru þau héruð Ítalíu sem verst hafa orðið úti í skógareldum í sumar. 
08.08.2021 - 01:22