Færslur: Skoffín

Myndskeið
Skoffín tæta og trylla á baráttudegi verkalýðs
Hljómsveitin Skoffín telur niður í Síðasta bæinn í dalnum á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.
01.05.2021 - 14:24
Tónleikar
Aldrei pælt í yfirvofandi kjarnorkustríði
Tónleikar Undirtóna halda áfram í dag, en þeir eru hluti af samnefndri þáttaröð um -kima íslensku tónlistarsenunnar sem í dag er á mikilli siglingu. Þennan föstudaginn eru það Skoffín sem stíga á stokk á einum rótgrónasta tónleikastað landsins, Gauknum.
06.11.2020 - 13:04
Undirtónar - nýr þáttur
Minni tónleikastaðir lífsnauðsynlegir rokkurum
Hljómsveitin Skoffín er gestur Undirtóna í þessari viku. Í þættinum er spjallað við sveitina en einnig við Starra Hauksson, sem rekur einn elsta tónleikastað Reykjavíkur, Gaukinn. Á morgun, föstudag, birtist í spilara RÚV tónleikaupptaka með Skoffín, sem tekin var í tilefni þáttanna.
05.11.2020 - 12:53
Ímynda sér lævi blandið andrúmsloft kaldastríðsáranna
Í dag kom út sjö laga platan Skoffín hentar íslenskum aðstæðum, með íslensku rokksveitinni Skoffín. Platan er hálfgerð þemaplata, en á henni vinnur sveitin með lævi blandið andrúmsloft íslensku kaldastríðsáranna – skapar sína eigin ímynduðu fortíð í tónum og textum.
Stressi yfir sætum stelpum stillt móti kjarnorkustríði
Hljómsveitin Skoffín gaf á dögunum út tónlistarmyndband við nýtt lag, Sætar stelpur. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Jóhannes Bjarki Bjarkason og Bjarni Daníel Þorvaldsson sögðu frá myndbandinu í Núllstillingunni í dag.
28.04.2020 - 17:15
Gagnrýni
Glitrandi indípopp
Skoffín bjargar heiminum er fyrsta breiðskífa samnefnds listamanns. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.