Færslur: Skoðanakönnun

Skoðanakönnun
Þrír flokkar í sérflokki og Framsókn enn á siglingu
Þrír flokkar njóta áberandi meira fylgis en aðrir samkvæmt nýrri skoðanakönnum Prósents, sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt henni hefur fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar aukist frá síðustu könnun, sér í lagi fylgi Framsóknarflokksins, en þó ekki svo mikið að það dygði ríkisstjórnarflokkunum þremur til að halda meirihlutanum ef kosið yrði nú.
15.06.2022 - 05:35
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Flestir kusu nafnið Þingeyjarsveit
Nýtt sameinað sveitarfélag Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps á að öllum líkindum eftir að bera nafnið Þingeyjarsveit. Íbúar tóku þátt í skoðanakönnun um nafngiftina og niðurstöðurnar voru afgerandi enda allir íbúar þess Þingeyingar.
Almenn óánægja með hvernig til tókst með bankasöluna
Um það bil 83 af hundraði landsmanna eru óánægð með fyrirkomulagið á sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Tæplega sjötíu prósent eru mjög óánægð en aðeins þrjú prósent mjög ánægð. Um sjö prósent segjast ánægð með hvernig til tókst.
Jákvæðni í garð ESB en lítill áhugi fyrir inngöngu
Almenningur í Færeyjum er almennt jákvæður í garð Evrópusambandsins en hins vegar virðast eyjarskeggjar lítinn áhuga hafa á aðild, ef marka má nýja skoðanakönnun. Niðurstöður hennar sýna að 25 prósent Færeyinga eru áhugasamir um inngöngu en rétt tæpur helmingur andvígur.
Þjóðarpúls
99 prósent Íslendinga fordæma innrás Rússa
Íslendingar eru nær einróma í fordæmingu sinni á innrás Rússlands í Úkraínu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 99 prósent fordæma innrásina en eitt prósent styður hernaðaraðgerðir Rússa. Mikill meirihluti hafnar því að nokkur réttlæting sé fyrir innrásinni og vill að Úkraínumenn veiti mótspyrnu frekar en að leggja niður vopn.
03.03.2022 - 17:19
Sex af hverjum 10 Bandaríkjamönnum óttast um lýðræðið
Tæplega sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja lýðræði í landinu í hættu og meirihluti segir meiri ógn stafa af pólítísku ójafnvægi innanlands en frá erlendum öflum.
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Velþóknun með ráðherraval vex með hækkandi tekjum
Ánægja almennings með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Sömuleiðis er nokkur munur á velþóknun með ríkisstjórnina eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kýs.
Meirihluti ánægður með störf forseta
Nærri þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúps. Um það bil einn af hverjum tíu er óánægður með störf forsetans.
07.12.2021 - 08:09
Ólíkar skoðanir á lausn í Norðvesturkjördæmi
Skiptar skoðanir eru meðal landsmanna hvernig leysa eigi úr þeim vandkvæðum sem komu upp vegna talningar í Norðvesturkjördæmi. Þetta sýnir þjóðarpúls Gallup. Flestum finnst að síðari talningin eigi að standa.
Mismikill vilji til sameiningar
Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð ákváðu að framkvæma skoðanakönnun til þess að kanna hug íbúa til þess að taka upp formlegar viðræður um sameiningu og kjósa síðan um sameiningu sveitarfélaganna. Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir.
07.10.2021 - 08:17
Myndskeið
Kjósendur vilja meira fé til heilbrigðismála
Átta af hverjum tíu kjósendum vilja að meira fé verði varið til heilbrigðisþjónustu en nú er gert. Meirihluti vill að hið opinbera sjái um rekstur þjónustunnar en mikill munur er á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka.
Sviptingar í Suðurkjördæmi
Sósíalistaflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengju allir kjördæmakjörinn þingmann í Suðurkjördæmi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Prófessor í stjórnmálafræði segir það sæta tíðindum en tekur niðurstöðunni með fyrirvara.
Tæpur helmingur vill sömu ríkisstjórn áfram
Ríkisstjórnin heldur ekki, samkvæmt nýrri könnun Prósents, sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Tæpur helmingur vill að núverandi ríkisstjórnarsamstarf haldi áfram. Könnunin var gerð dagana 13. til 16. september og rétt tæplega 1.500 tóku þátt.
Heilbrigðismálin langstærst í huga kjósenda 
Heilbrigðismál bera höfuð og herðar yfir önnur málefni þegar spurt er um mikilvægustu málin fyrir kosningarnar 25. september. 67,8% svarenda nefna heilbrigðismálin sem stærsta kosningamálið.
Unglingsstúlkur oftast þvingaðar til myndsendinga
Fimmtán til sautján ára stúlkur eru sá samfélagshópur hér á landi sem oftast er þvingaður til myndsendinga á netinu. Um þriðjungur þeirra hefur verið beðinn að senda af sér myndir eða persónulegar upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði. Um 16% kvenna á þessum aldri hafa svo orðið fyrir að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu án þeirra samþykkis.
Þriðjungur landsmanna stefnir á utanlandsferðir í ár
Rúmlega 35 prósent landsmanna hafa annað hvort farið, eða ætla að fara, til útlanda á þessu ári.
30.07.2021 - 08:08
Skoðanakönnun til að athuga sameiningarvilja
Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu var felld í byrjun júní. Tvö þeirra, Húnavatnshreppur og Blönduósbær, hafa síðan rætt sín á milli um að fara í viðræður um sameiningu. Skoðanir eru þó skiptar hversu hratt eigi að fara í viðræðurnar.
Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið – Framsókn dalar
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæplega tveimur og hálfu prósentustigi í nýjustu fylgiskönnun MMR sem var gerð dagana 4.-14. júní, og fylgi Framsóknarflokksins dregst saman um tæplega fjögur prósentustig.
15.06.2021 - 12:14
Skýrar flokkslínur í afstöðu til hálendisþjóðgarðs
Mikill munur er á afstöðu fólks til hálendisþjóðgarðs eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur stuðningur við þjóðgarð er á meðal kjósenda Vinstri grænna og stjórnarandstöðuflokkanna en andstaðan er mest á meðal þeirra sem kjósa Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir
Hlutfall þeirra sem segjast hafa séð falsfréttir eða efast um upplýsingar á netinu er mun hærra á Íslandi en í Noregi. Átta af hverjum tíu Íslendinga sögðust hafa efast um upplýsingar og sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir með einhverjum hætti.
Nær helmingur vill Katrínu áfram sem forsætisráðherra
Nærri helmingur þeirra sem tóku afstöðu vill að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leiði næstu ríkisstjórn. Rúmlega þrefalt fleiri vilja hana sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar en vilja að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verði forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn.
28.05.2021 - 20:35
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Framsókn eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig
Fylgi Framsóknarflokkins jókst um rúmt prósentustig milli mánaða samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Vinstri græn missa tæp tvö prósentustig og Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega eitt. Samfylking, Miðflokkur og Flokkur fólksins bæta við sig.
12.03.2021 - 16:07