Færslur: Skoðanakönnun

Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið – Framsókn dalar
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæplega tveimur og hálfu prósentustigi í nýjustu fylgiskönnun MMR sem var gerð dagana 4.-14. júní, og fylgi Framsóknarflokksins dregst saman um tæplega fjögur prósentustig.
15.06.2021 - 12:14
Skýrar flokkslínur í afstöðu til hálendisþjóðgarðs
Mikill munur er á afstöðu fólks til hálendisþjóðgarðs eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur stuðningur við þjóðgarð er á meðal kjósenda Vinstri grænna og stjórnarandstöðuflokkanna en andstaðan er mest á meðal þeirra sem kjósa Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir
Hlutfall þeirra sem segjast hafa séð falsfréttir eða efast um upplýsingar á netinu er mun hærra á Íslandi en í Noregi. Átta af hverjum tíu Íslendinga sögðust hafa efast um upplýsingar og sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir með einhverjum hætti.
Nær helmingur vill Katrínu áfram sem forsætisráðherra
Nærri helmingur þeirra sem tóku afstöðu vill að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leiði næstu ríkisstjórn. Rúmlega þrefalt fleiri vilja hana sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar en vilja að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verði forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn.
28.05.2021 - 20:35
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Framsókn eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig
Fylgi Framsóknarflokkins jókst um rúmt prósentustig milli mánaða samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Vinstri græn missa tæp tvö prósentustig og Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega eitt. Samfylking, Miðflokkur og Flokkur fólksins bæta við sig.
12.03.2021 - 16:07