Færslur: Skoðanakannanir

VG langstærst í nýrri könnun 365-miðla
Vinstrihreyfingin Grænt framboð bætir enn við sig fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, en Björt framtíð og Viðreisn hverfa af þingi eftir kosningarnar, samkvæmt sömu könnun. Samkvæmt henni styðja nær 29 af hverjum hundrað Vinstri græn, sem fengju samkvæmt því 20 þingmenn. Rúm 22 prósent þeirra sem afstöðu tóku segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem gefur fimmtán þingmenn.
Þorgerður: Frjálslyndir kjósendur kröfuharðir
Viðreisn og Björt framtíð hafa ekki gert mistök þótt skoðanakannanir gefi til kynna að flokkarnir myndu ekki ná inn manni ef kosið væri í dag. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, í Vikulokunum á Rás eitt í morgun. Flokkur hennar, Viðreisn, mæl­ist með 4,7 pró­senta fylgi í nýjustu könnunum MMR. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnarflokkarnir þurfi að skerpa áherslur sínar.
29.07.2017 - 13:01
Miðjufólk átti erfiðara með að ákveða sig
Óformleg könnun kleinuhringjasala spáði einna best fyrir um úrslit kosninganna. Í þeim könnunum sem gerðar voru dagana fyrir kosningar var fylgi Pírata ofmetið, það mældist 17,9% hjá Gallup og 21% hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom aftur á móti í ljós að 14,4% kjósenda höfðu sett X við P. Kannanir vanmátu fylgi Sjálfstæðisflokksins, mismikið þó.
31.10.2016 - 18:40
Nærri helmingur óákveðinn
Aðeins rétt rúmur helmingur aðspurðra tók afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis um fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var á mánudagskvöld. Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í könnuninni með 34,6 prósenta fylgi. Píratar fylgja þar á eftir með tæp 20 prósent og þá Vinstri græn og Framsókn með tæp 13 prósent.
28.09.2016 - 06:05
MMR: Viðreisn með þriðja mesta fylgið
Viðreisn mælist með 12,3% fylgi í nýrri könnun MMR. Þetta er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá fyrirtækinu. Flokkurinn er með þriðja mesta fylgi allra flokka, þó að munurinn á þeim flokki og næstu tveimur á eftir sé innan vikmarka.
27.09.2016 - 11:52
„Það er ekkert að því að kjósa strategískt“
Skoðanakannanir geta haft veruleg áhrif á opinbera umræðu í aðdraganda kosninga og eru sömuleiðis taldar geta haft áhrif á það hvort fólk kýs og hvað það kýs. Sum ríki hafa vegna þessa farið þá leið að banna fjölmiðlum og fyrirtækjum að birta skoðanakannanir dögum og jafnvel vikum fyrir kjördag. Markmiðið er að kjósendur hreinsi hugann og kjósi eftir eigin höfði. Stjórnvöld hugðust innleiða svona bann hér árið 2012 en frá því var horfið af praktískum ástæðum.
23.05.2016 - 13:25
  •