Færslur: Skoðanakannanir

„Hefur sálræn áhrif á fólk þegar fylgið fer niður“
Formaður Samfylkingarinnar segir það vera áhyggjuefni að flokkurinn mælist undir kjörfylgi í skoðanakönnunum. Hann telur hins vegar að stuðningurinn muni aukast þegar flokkurinn kynnir sín helstu stefnumál fyrir komandi kosningar.
07.07.2021 - 15:52
Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi
Framsóknarflokkurinn bætir við sig rúmum þremur prósentustigum í nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Níu flokkar myndu ná sæti á þingi.
07.07.2021 - 13:16
Ánægja með landamærareglurnar samkvæmt Þjóðarpúlsi
Meirihluti landsmanna er ánægður með nýjar landamærareglur stjórnvalda samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Nýju reglurnar voru kynntar undir lok aprílmánaðar og tóku gildi viku síðar.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Vinstri-græn og Framsókn bæta við sig fylgi
Vinstri-græn og Framsóknarflokkurinn auka fylgi sitt milli mánaða samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR en fylgi Samfylkingarinnar minnkar. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi.
18.02.2021 - 14:11
Færri óttast smit og ungt fólk er með COVID-kvíða
Þeim fækkar sem óttast að smitast af COVID-19 og fleiri telja of mikið gert úr heilsufarslegri hættu sjúkdómsins. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup á viðhorfi til ýmissa þátta sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Óvíst hvort kappræðurnar hafi áhrif á niðurstöður
Nú eru tólf dagar til forsetakosninga vestra og stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort að kappræður kvöldsins hafi afgerandi áhrif á niðurstöðuna.
Fréttaskýring
Skoðanakannanir vestra: Mat á menntun vegur þyngra nú
Bandarísk fyrirtæki sem gera skoðanakannanir hafa breytt vinnubrögðum sínum nokkuð eftir forsetakosningarnar 2016. Mat á menntun og búsetu auk tækni við gerð kannana hefur tekið nokkrum stakkaskiptum.
Miðflokkur bætir nokkuð við sig en Samfylkingin dalar
Miðflokkurinn bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samfylkingin tapar hins vegar fylgi. Aðrar breytingar á fylgi flokkanna eru flestar innan skekkjumarka. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæpu prósentustigi meiri en í síðustu könnun.
23.09.2020 - 17:34
90 prósent myndu líklega þiggja bólusetningu við COVID
Níu af hverjum tíu landsmönnum myndi örugglega eða líklega þiggja bólusetningu vegna COVID-19 þegar hún stendur til boða. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Sex prósent sögðust ekki eða líklega ekki myndu þiggja bólusetningu. Fjögur prósent taka ekki afstöðu.
14.09.2020 - 20:40
Meirihlutinn bætir við sig samkvæmt könnun
Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur mælast með 58% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem mælist með mest fylgi í borginni. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þar segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þetta séu gríðarlega sterkar niðurstöður fyrir meirihlutann.
Guðni með yfirburði í öllum könnunum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur mælst með mikla yfirburði  á mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklín Jónsson í öllum þeim fimm skoðanakönnunum sem rannsóknarfyrirtækin Gallup, EMC rannsóknir, Maskína og Zenter hafa framkvæmt fyrir forsetakosningarnar á morgun.
Guðni Th. bætir við sig fylgi í nýrri könnun Gallups
Níutíu og þrjú komma fimm prósent segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, en sex komma fimm prósent Guðmund Franklín Jónsson, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup.
Stuðningur við ríkisstjórnina dvín
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47,5% í nýrri könnun MMR og hefur minnkað um 7 prósentustig frá síðustu könnun þegar hann var rúmlega 54%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 23,5% og hefur bætt við sig einu prósentustigi frá því í apríl. Næstir koma Píratar, sem 14,6% segjast myndu kjósa nú, og er það þremur prósentustigum meira en í síðustu mælingu MMR.
25.05.2020 - 16:29
Færri óttast að smitast af COVID-19
Þeim hefur fækkað sem óttast að smitast af COVID-19, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups, og er meðaltalið nú það sama og þegar mælingar hófust, um mánaðamótin janúar og febrúar, þegar innan við þriðjungur landsmanna óttaðist að veiran bærist til landsins. Fleiri hafa áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum faraldursins nú en þegar hann var að byrja að breiðast út.
Ríkisstjórnin missir stuðning - Sósíalistar næðu inn
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um fimm prósentustig og mælist nú rúmlega 51% samkvæmt nýrri könnun MMR. Niðurstöðurnar benda til þess að fylgi flokkanna sé almennt að færast í svipað form og áður en áhrifa Covid-19 faraldursins gætti að fullu hér á landi.
17.04.2020 - 13:06
Þjóðarpúls Gallup
Samfylkingin og Vinstri græn tapa fylgi
Bæði Samfylkingin og Vinstri græn tapa fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Færri styðja ríkisstjórnina nú en fyrir mánuði síðan. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn með tæplega 23 prósenta stuðning.
02.01.2020 - 17:55
Þjóðarpúls Gallup
Allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi
Stjórnarflokkarnir þrír hafa allir tapað fylgi frá síðustu Alþingiskosningum fyrir réttum tveimur árum, miðað við nýjan þjóðarpúls Gallup. Rétt rúmlega helmingur aðspurðra segist styðja ríkisstjórnina en samtals njóta stjórnarflokkarnir 44,3 prósent stuðnings.
28.10.2019 - 17:57
Þjóðarpúls Gallup
Litlar breytingar á fylgi flokka
Fylgi Pírata minnkar um þrjú prósentustig og Samfylkingin bætir við sig, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka milli mánaða.
02.09.2019 - 18:20
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um tæp fimm prósentustig og mælist nú 46,5 prósent, samkvæmt nýlegri könnun MMR. Í síðustu könnun, 14. mars, var stuðningurinn 41,8 prósent.
11.04.2019 - 16:22
Mismikil ánægja með sumarveðrið
Mjög misjöfn ánægja var meðal fólks með veðrið á Íslandi í sumar, samkvæmt könnun MMR. Áttatíu og tvö prósent svarenda á Norðaustur- og Austurlandi voru ánægð með sumarveðrið en aðeins 14 prósent Sunnlendinga.
06.11.2018 - 15:42
Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað
Helmingur landsmanna styður ríkisstjórnina og rúmlega fimmtungur styður Sjálfstæðisflokkinn sem er stærsti flokkurinn á Alþingi. Þetta er niðustaða nýrrar könnunar sem MMR gerði um miðjan júní. Fylgi flokka breyttist lítið frá því í maí. 
26.06.2018 - 11:36
Kópavogur
Meirihluti gæti haldið en margir óákveðnir
Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi með Bjartri framtíð gæti haldið áfram eftir kosningar, þrátt fyrir að fylgi sameiginlegs framboðs Bjartar framtíðar og Viðreisnar sé innan við helmingur af því sem fyrrnefndi flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins um fylgi flokka í Kópavogi, en einungis um helmingur þeirra sem náðist í tók afstöðu til spurningarinnar um hvaða flokk þeir hygðust kjósa í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.