Færslur: Skoðanakannanir

Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Fylgi flokka í Hafnarfirði
Samfylkingin í stórsókn og meirihlutinn í fallhættu
Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist verulega meðal hafnfirskra kjósenda, samkvæmt nýrri könnun Prósents, sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Verði niðurstaða kosninganna í takt við niðurstöður þessarar könnunar er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu fylgi og Framsóknarflokkurinn bæti lítið eitt við sig.
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Sjö af hverjum tíu treysta Bjarna mjög eða frekar lítið
Alls sögðust 26,9 prósent þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum bera mjög mikið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns flokksins, í nýrri könnun Maskínu. Traust til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar utan Jóns Gunnarssonar minnkaði á milli kannana.
26.04.2022 - 10:11
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Macron og Le Pen tókust hart á í sjónvarpskappræðum
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron núverandi forseti og Marine Le Pen tókust hart á um samskiptin við Rússa og notkun slæðu múslimakvenna í sjónvarpskappræðum í kvöld. Fjórir dagar eru í seinni umferð forsetakosninganna.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Mjótt á munum milli Macron og LePen í nýrri könnun
Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Þá kemur í ljós hverjir tveir takast á fyrir seinni umferðina 24. apríl. Kannanir bera með sér að það verði Emmanuel Macron núverandi forseti og hægriöfgaleiðtoginn Marine Le Pen. Tólf eru í framboði.
Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Þjóðarpúls
99 prósent Íslendinga fordæma innrás Rússa
Íslendingar eru nær einróma í fordæmingu sinni á innrás Rússlands í Úkraínu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 99 prósent fordæma innrásina en eitt prósent styður hernaðaraðgerðir Rússa. Mikill meirihluti hafnar því að nokkur réttlæting sé fyrir innrásinni og vill að Úkraínumenn veiti mótspyrnu frekar en að leggja niður vopn.
03.03.2022 - 17:19
Íhaldsmenn vilja Trump í framboð 2024
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð langefstur í óformlegri skoðanakönnun CPAC, samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum, um hver eigi að vera frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningum 2024.
Einhleypir líklegri til að strengja áramótaheit
Fjórðungi færri strengdu áramótaheit nú um nýliðin áramót en síðustu fjögur ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu.
08.02.2022 - 11:09
Vinsældir Ardern hafa aldrei verið minni
Efasemdir um um réttmæti harðra sóttvarnaráðstafana ríkisstjórnar Nýja-Sjálands og ótti um stöðu efnahagsmála hafa dregið verulega úr vinsældum Jacindu Ardern, forsætisráðherra landsins, meðal kjósenda. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar í landinu.
Sigurður Ingi og Katrín þóttu standa sig best
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stóðu sig best af formönnum stjórnmálaflokkanna í síðustu þingkosningum samkvæmt niðurstöðum nýlegrar skoðanakönnunar Maskínu. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þóttu standa sig verst.
14.01.2022 - 10:05
Fylgi Vinstri grænna fellur á milli mánaða
Fylgi stjórnmálaflokka helst nokkuð stöðugt á milli mánaða, fyrir utan fylgi Vinstri grænna sem lækkar um rúm tvö prósent í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi við Pírata mælist nú nær fjórum prósentum hærra en í kosningunum í september.
Stúfur vinsælastur í fyrsta skipti
Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælasti jólasveinninn. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR.
22.12.2021 - 14:01
Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með nýju stjórnina
Um það bil 16% landsmanna líst vel á nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Um tuttugu og þrjú prósent segja að sér lítist frekar vel á hana. Ánægjan er mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Hefðbundin jólamatargerð vefst fyrir helmingi Breta
Nærri helmingur fullorðinna Breta segist ekki kunna að undirbúa jólamáltíð með öllu því hefðbundna meðlæti sem fylgja þarf. Sums staðar verður enginn sérstakur jólamatur á breskum borðum á jóladag.
15.12.2021 - 03:15
Meirihluti treystir niðurstöðum kosninga
Tveir af hverjum þremur treysta niðurstöðum nýafstaðinna kosninga á meðan 22 prósent treysta þeim illa. Vantraustið er minnst í Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að Landskjörstjórn hafi ekki borist staðfesting um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað hafi verið fullnægjandi.
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.
Myndskeið
Konur gætu orðið næstum helmingur þingmanna
Tuttugu og sex nýir þingmenn verða á Alþingi verði úrslit kosninganna þau sömu og niðurstöður skoðanakönnunar Gallups. Þá myndu sjö konur bætast í hóp þingmanna, þannig að þær yrðu 31 af 63 þingmönnum eða rétt tæpur helmingur.
21.09.2021 - 22:26
Þjóðarpúls: Flokkur fólksins bætir við sig og VG tapar
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 30 þingmenn og myndu missa meirihluta á þingi, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup fyrir fréttastofu RÚV.
Heilbrigðismál númer eitt meðal kjósenda allra flokka
Heilbrigðismálin eru efst í huga kjósenda allra flokka þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn. Þetta sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Umhverfismál skipta kjósendur mun meira máli en í fyrri kosningum.
Nokkur vinstri sveifla í nýrri skoðanakönnun
Fylgi eykst við vinstri flokkana samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Útilokað yrði að mynda þriggja flokka stjórn sem þýðir að núverandi stjórn er fallin. Sjálfstæðisflokkur missir fylgi en er þó í kjörstöðu við stjórnarmyndun samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Myndskeið
Kannanir alls ekki út og suður
Jafnvel örlitlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka geta haft meiriháttar breytingar á fjölda þingmanna. Skoðanakannanir sem birst hafa undanfarna daga eru ekki jafn misvísandi og þær kunna að virðast í fyrstu.