Færslur: Skoðanakannanir

Meirihluti treystir niðurstöðum kosninga
Tveir af hverjum þremur treysta niðurstöðum nýafstaðinna kosninga á meðan 22 prósent treysta þeim illa. Vantraustið er minnst í Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að Landskjörstjórn hafi ekki borist staðfesting um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað hafi verið fullnægjandi.
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.
Myndskeið
Konur gætu orðið næstum helmingur þingmanna
Tuttugu og sex nýir þingmenn verða á Alþingi verði úrslit kosninganna þau sömu og niðurstöður skoðanakönnunar Gallups. Þá myndu sjö konur bætast í hóp þingmanna, þannig að þær yrðu 31 af 63 þingmönnum eða rétt tæpur helmingur.
21.09.2021 - 22:26
Þjóðarpúls: Flokkur fólksins bætir við sig og VG tapar
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 30 þingmenn og myndu missa meirihluta á þingi, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup fyrir fréttastofu RÚV.
Heilbrigðismál númer eitt meðal kjósenda allra flokka
Heilbrigðismálin eru efst í huga kjósenda allra flokka þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn. Þetta sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Umhverfismál skipta kjósendur mun meira máli en í fyrri kosningum.
Nokkur vinstri sveifla í nýrri skoðanakönnun
Fylgi eykst við vinstri flokkana samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Útilokað yrði að mynda þriggja flokka stjórn sem þýðir að núverandi stjórn er fallin. Sjálfstæðisflokkur missir fylgi en er þó í kjörstöðu við stjórnarmyndun samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Myndskeið
Kannanir alls ekki út og suður
Jafnvel örlitlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka geta haft meiriháttar breytingar á fjölda þingmanna. Skoðanakannanir sem birst hafa undanfarna daga eru ekki jafn misvísandi og þær kunna að virðast í fyrstu.
Tæpur helmingur vill sömu ríkisstjórn áfram
Ríkisstjórnin heldur ekki, samkvæmt nýrri könnun Prósents, sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Tæpur helmingur vill að núverandi ríkisstjórnarsamstarf haldi áfram. Könnunin var gerð dagana 13. til 16. september og rétt tæplega 1.500 tóku þátt.
Viðreisn og Framsókn bæta við sig fylgi í könnun MMR
Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bæta nokkuð við fylgi sitt en fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar aðeins, samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Morgunblaðið.
Sjónvarpsfrétt
Þjóðarpúls: ellefu þingmenn falla af þingi
Ellefu þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri myndu detta út af þingi miðað við þjóðarpúls Gallup. Þar á meðal er einn ráðherra, Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
01.09.2021 - 23:22
Þjóðarpúls: Ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnin er fallin, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fá 31 þingmann miðað við niðurstöður könnunarinnar. Ekki munar þó miklu enda þurfa flokkar hennar aðeins einn þingmann til viðbótar til að halda meirihluta.
Níu flokkar næðu inn á þing
Níu flokkar næðu inn á þing og Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 8,7 prósenta fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR fyrir Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi allra flokka, 23,9 prósent, og Framsóknarflokkurinn fengi 12,5 prósent samkvæmt könnuninni.
26.08.2021 - 07:48
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 23,4 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó litu undir kjörfylgi.
Styðja ákvörðun um brotthvarf en ekki aðferðina við það
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hvernig staðið var að brotthvarfi bandarískra hersveita frá Afganistan. Engu að síður sýna kannanir heima fyrir að fjöldi Bandaríkjamanna styður þá ákvörðun að kalla hermennina heim.
Sjónvarpsfréttir
Sitjandi stjórn gæti haldið velli
Núverandi stjórn gæti haldið velli samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Flokkur fólksins næði ekki manni á þing samkvæmt könnuninni. Ýmsar útfærslur eru hugsanlegar á stjórnarmyndun.
17.08.2021 - 19:49
Fréttaskýring
Hver nær á þing?
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Birgir Ármannsson og Brynjar Níelsson næðu öll inn á þing í Reykjavík, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var fyrir helgi. Þetta sést þegar niðurstöður Þjóðarpúlsins eru fullgreindar og skipting jöfnunarþingsæta eftir kjördæmum skoðuð.
Gætu grætt á gölluðu kerfi fjórðu kosningarnar í röð
Síðustu stóru skoðanakannanir gefa allar til kynna að fjórðu kosningarnar í röð verði skipting þingsæta milli flokka ekki í samræmi við vilja almennings. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndu einn eða fleiri stjórnarflokkanna fá fleiri þingsæti en atkvæðaskiptingin segir til um. Leiðrétta má skekkju í kosningakerfinu með einfaldri lagasetningu en stjórnarflokkarnir stóðu gegn tilraun stjórnarandstöðuflokka í þá átt.
01.08.2021 - 15:42
Sjónvarpsfrétt
Samfylkingin og Framsókn hástökkvararnir
Ríkisstjórnin heldur meirihluta samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast samanlagt með 49,8 prósenta fylgi en það dugar þeim þó til að fá meirihluta þingsæta, 34 af 63.
30.07.2021 - 20:10
70 prósent kjósenda VG á móti óbreyttu stjórnarmynstri
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eftir kosningar í haust, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Vísi.is. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru hins vegar áfjáðir í að halda óbreyttu stjórnarmynstri.
„Hefur sálræn áhrif á fólk þegar fylgið fer niður“
Formaður Samfylkingarinnar segir það vera áhyggjuefni að flokkurinn mælist undir kjörfylgi í skoðanakönnunum. Hann telur hins vegar að stuðningurinn muni aukast þegar flokkurinn kynnir sín helstu stefnumál fyrir komandi kosningar.
07.07.2021 - 15:52
Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi
Framsóknarflokkurinn bætir við sig rúmum þremur prósentustigum í nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Níu flokkar myndu ná sæti á þingi.
07.07.2021 - 13:16
Ánægja með landamærareglurnar samkvæmt Þjóðarpúlsi
Meirihluti landsmanna er ánægður með nýjar landamærareglur stjórnvalda samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Nýju reglurnar voru kynntar undir lok aprílmánaðar og tóku gildi viku síðar.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Vinstri-græn og Framsókn bæta við sig fylgi
Vinstri-græn og Framsóknarflokkurinn auka fylgi sitt milli mánaða samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR en fylgi Samfylkingarinnar minnkar. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi.
18.02.2021 - 14:11
Færri óttast smit og ungt fólk er með COVID-kvíða
Þeim fækkar sem óttast að smitast af COVID-19 og fleiri telja of mikið gert úr heilsufarslegri hættu sjúkdómsins. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup á viðhorfi til ýmissa þátta sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.