Færslur: Skoðanakannanir

90 prósent myndu líklega þiggja bólusetningu við COVID
Níu af hverjum tíu landsmönnum myndi örugglega eða líklega þiggja bólusetningu vegna COVID-19 þegar hún stendur til boða. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Sex prósent sögðust ekki eða líklega ekki myndu þiggja bólusetningu. Fjögur prósent taka ekki afstöðu.
14.09.2020 - 20:40
Meirihlutinn bætir við sig samkvæmt könnun
Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur mælast með 58% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem mælist með mest fylgi í borginni. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þar segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þetta séu gríðarlega sterkar niðurstöður fyrir meirihlutann.
Guðni með yfirburði í öllum könnunum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur mælst með mikla yfirburði  á mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklín Jónsson í öllum þeim fimm skoðanakönnunum sem rannsóknarfyrirtækin Gallup, EMC rannsóknir, Maskína og Zenter hafa framkvæmt fyrir forsetakosningarnar á morgun.
Guðni Th. bætir við sig fylgi í nýrri könnun Gallups
Níutíu og þrjú komma fimm prósent segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, en sex komma fimm prósent Guðmund Franklín Jónsson, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup.
Stuðningur við ríkisstjórnina dvín
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47,5% í nýrri könnun MMR og hefur minnkað um 7 prósentustig frá síðustu könnun þegar hann var rúmlega 54%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 23,5% og hefur bætt við sig einu prósentustigi frá því í apríl. Næstir koma Píratar, sem 14,6% segjast myndu kjósa nú, og er það þremur prósentustigum meira en í síðustu mælingu MMR.
25.05.2020 - 16:29
Færri óttast að smitast af COVID-19
Þeim hefur fækkað sem óttast að smitast af COVID-19, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups, og er meðaltalið nú það sama og þegar mælingar hófust, um mánaðamótin janúar og febrúar, þegar innan við þriðjungur landsmanna óttaðist að veiran bærist til landsins. Fleiri hafa áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum faraldursins nú en þegar hann var að byrja að breiðast út.
Ríkisstjórnin missir stuðning - Sósíalistar næðu inn
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um fimm prósentustig og mælist nú rúmlega 51% samkvæmt nýrri könnun MMR. Niðurstöðurnar benda til þess að fylgi flokkanna sé almennt að færast í svipað form og áður en áhrifa Covid-19 faraldursins gætti að fullu hér á landi.
17.04.2020 - 13:06
Þjóðarpúls Gallup
Samfylkingin og Vinstri græn tapa fylgi
Bæði Samfylkingin og Vinstri græn tapa fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Færri styðja ríkisstjórnina nú en fyrir mánuði síðan. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn með tæplega 23 prósenta stuðning.
02.01.2020 - 17:55
Þjóðarpúls Gallup
Allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi
Stjórnarflokkarnir þrír hafa allir tapað fylgi frá síðustu Alþingiskosningum fyrir réttum tveimur árum, miðað við nýjan þjóðarpúls Gallup. Rétt rúmlega helmingur aðspurðra segist styðja ríkisstjórnina en samtals njóta stjórnarflokkarnir 44,3 prósent stuðnings.
28.10.2019 - 17:57
Þjóðarpúls Gallup
Litlar breytingar á fylgi flokka
Fylgi Pírata minnkar um þrjú prósentustig og Samfylkingin bætir við sig, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka milli mánaða.
02.09.2019 - 18:20
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um tæp fimm prósentustig og mælist nú 46,5 prósent, samkvæmt nýlegri könnun MMR. Í síðustu könnun, 14. mars, var stuðningurinn 41,8 prósent.
11.04.2019 - 16:22
Mismikil ánægja með sumarveðrið
Mjög misjöfn ánægja var meðal fólks með veðrið á Íslandi í sumar, samkvæmt könnun MMR. Áttatíu og tvö prósent svarenda á Norðaustur- og Austurlandi voru ánægð með sumarveðrið en aðeins 14 prósent Sunnlendinga.
06.11.2018 - 15:42
Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað
Helmingur landsmanna styður ríkisstjórnina og rúmlega fimmtungur styður Sjálfstæðisflokkinn sem er stærsti flokkurinn á Alþingi. Þetta er niðustaða nýrrar könnunar sem MMR gerði um miðjan júní. Fylgi flokka breyttist lítið frá því í maí. 
26.06.2018 - 11:36
Kópavogur
Meirihluti gæti haldið en margir óákveðnir
Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi með Bjartri framtíð gæti haldið áfram eftir kosningar, þrátt fyrir að fylgi sameiginlegs framboðs Bjartar framtíðar og Viðreisnar sé innan við helmingur af því sem fyrrnefndi flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins um fylgi flokka í Kópavogi, en einungis um helmingur þeirra sem náðist í tók afstöðu til spurningarinnar um hvaða flokk þeir hygðust kjósa í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.
Reykjavík: Meirihlutinn heldur, en fylgi dalar
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur heldur velli og fengi 13 af 23 borgarfulltrúum í stækkaðri borgarstjórn ef niðurstöður kosninganna í vor líkjast niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið á dögunum. Samkvæmt könnuninni minnkar fylgi meirihlutans þó töluvert. Það skýrist einkum af fylgishruni Bjartrar framtíðar, sem er nánast horfin af sjóndeildarhring kjósenda ef marka má þessa könnun, og merkjanlegri niðursveiflu í fylgi Samfylkingarinnar.
Konur kjósa frekar VG, karlar Sjálfstæðisflokk
Á morgun verður gengið til kosninga. Um 250 þúsund eru á kjörskrá og ef miðað er við kjörsóknina í fyrra, sem var rúmlega 79%, má búast við því að um 197 þúsund kjósendur mæti á kjörstað og ráðstafi atkvæði sínu.  Gera þeir það eins og í fyrra?  Má greina fylgni við kyn, menntun og tekjur þegar kemur að því að velja flokk? 
Björt framtíð og Flokkur fólksins ekki á þing
Sjálfstæðisflokkur bætir heldur við fylgi sitt á sama tíma og fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs minnkar nokkuð, samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Niðurstöður hennar birtast í blaðinu í dag og samkvæmt þeim er Sjálfstæðisflokkurinn nú aftur orðinn stærstur flokka, með 25 prósenta fylgi. VG fengi samkvæmt þessari könnun 23,2 prósent. Björt framtíð og Flokkur fólksins fengju ekki mann kjörinn. Fyrrnefndi flokkurinn er nálægt því að þurrkast út.
VG enn stærst í könnun Fréttablaðsins
Vinstri græn njóta yfirburðafylgis í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Nærri þrír af hverju tíu þeirra sem þátt tóku í könnuninni hyggjast kjósa þau.
11.10.2017 - 04:58
VG langstærst í nýrri könnun 365-miðla
Vinstrihreyfingin Grænt framboð bætir enn við sig fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, en Björt framtíð og Viðreisn hverfa af þingi eftir kosningarnar, samkvæmt sömu könnun. Samkvæmt henni styðja nær 29 af hverjum hundrað Vinstri græn, sem fengju samkvæmt því 20 þingmenn. Rúm 22 prósent þeirra sem afstöðu tóku segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem gefur fimmtán þingmenn.
Þorgerður: Frjálslyndir kjósendur kröfuharðir
Viðreisn og Björt framtíð hafa ekki gert mistök þótt skoðanakannanir gefi til kynna að flokkarnir myndu ekki ná inn manni ef kosið væri í dag. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, í Vikulokunum á Rás eitt í morgun. Flokkur hennar, Viðreisn, mæl­ist með 4,7 pró­senta fylgi í nýjustu könnunum MMR. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnarflokkarnir þurfi að skerpa áherslur sínar.
29.07.2017 - 13:01
Miðjufólk átti erfiðara með að ákveða sig
Óformleg könnun kleinuhringjasala spáði einna best fyrir um úrslit kosninganna. Í þeim könnunum sem gerðar voru dagana fyrir kosningar var fylgi Pírata ofmetið, það mældist 17,9% hjá Gallup og 21% hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom aftur á móti í ljós að 14,4% kjósenda höfðu sett X við P. Kannanir vanmátu fylgi Sjálfstæðisflokksins, mismikið þó.
31.10.2016 - 18:40
Nærri helmingur óákveðinn
Aðeins rétt rúmur helmingur aðspurðra tók afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis um fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var á mánudagskvöld. Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í könnuninni með 34,6 prósenta fylgi. Píratar fylgja þar á eftir með tæp 20 prósent og þá Vinstri græn og Framsókn með tæp 13 prósent.
28.09.2016 - 06:05
MMR: Viðreisn með þriðja mesta fylgið
Viðreisn mælist með 12,3% fylgi í nýrri könnun MMR. Þetta er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá fyrirtækinu. Flokkurinn er með þriðja mesta fylgi allra flokka, þó að munurinn á þeim flokki og næstu tveimur á eftir sé innan vikmarka.
27.09.2016 - 11:52
„Það er ekkert að því að kjósa strategískt“
Skoðanakannanir geta haft veruleg áhrif á opinbera umræðu í aðdraganda kosninga og eru sömuleiðis taldar geta haft áhrif á það hvort fólk kýs og hvað það kýs. Sum ríki hafa vegna þessa farið þá leið að banna fjölmiðlum og fyrirtækjum að birta skoðanakannanir dögum og jafnvel vikum fyrir kjördag. Markmiðið er að kjósendur hreinsi hugann og kjósi eftir eigin höfði. Stjórnvöld hugðust innleiða svona bann hér árið 2012 en frá því var horfið af praktískum ástæðum.
23.05.2016 - 13:25