Færslur: Skjól og Eir

Landspítali færður af neyðarstigi niður á hættustig
Landspítali var færður af neyðarstigi niður á hættustig nú í hádeginu. Á Landspítala eru 60 með Covid. Af þeim er 51 með virkt smit en 9 hafa lokið einangrun á Covid deildum og bíða flutnings. Tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Tvö börn eru á spítalanum með Covid. Covid hefur leikið hjúkrunarheimili grátt síðustu mánuði en dæmi eru um að hátt í 80 prósent heimilismanna hafi smitast.
28.03.2022 - 12:20
Breyttu baðherbergi í tvíbýli á hjúkrunarheimili
Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilunum sem fyrir eru á suðvesturhorninu til þess að létta álagi af Landspítala svo unnt sé að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til að svara kallinu. Flest hjúkrunarheimili hafa þó hafnað beiðni um að setja fleiri en einn íbúa í hvert herbergi.