Færslur: Skjálftamælingar

Gosórói á Reykjanesskaga — þetta vitum við núna
Litlir skjálftar fóru að mælast suður af Keili við Litla Hrút klukkan 14:20. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. Björgunarsveitir á Suðurnesjum eru í viðbragðsstöðu, viðbúnaðarstig vegna flugumferðar hefur verið hækkað og almannavarnir hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16 þar sem farið verður yfir stöðu mála.
Hátt í 17.000 skjálftar frá upphafi hrinunnar
Meira en 16.500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð á miðvikudagsmorguninn 24. febrúar. Frá miðnætti hafa mælst meira en 800 skjálftar, þar af átta stærri en 3.
Samantekt
Samantekt: Öflug jarðskjálfahrina á Reykjanesskaga
Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga 24. febrúar 2021. Upphaflega var talið að þarna væri öflug en fremur eðlileg jarðskjálftahrina á þverbrotabeltinu á Reykjanesskaga. Þegar vika var hafði liðið var ekkert lát á skjálftahrinunni og óróapúls greindist á skjálftamælum Veðurstofu Íslands. Þá hafði kvikugangur myndast og kvika færðist nær yfirborðinu.