Færslur: Skjaldborg

Velkominn Árni hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar
Mikil stemmning var á Patreksfirði um helgina þar sem heimildamyndahátíðin Skjaldborg fór fram í fimmtánda sinn. Hátíðinni lauk formlega í gærkvöld þegar verðlaunaafhending fór fram í Félagsheimili Patreksfjarðar.
07.06.2022 - 14:40
Gagnrýni
Máttur söngsins, ósýnilegar hetjur og lifandi póstkort
Kvikmyndarýnir Lestarinnar skellti sér á kvikmyndahátíðina Skjaldborg í enduropnuðu Bíó Paradís síðustu helgi og segir okkur frá heimildarmyndunum Aftur heim?, Góða hirðinum og Hálfum álfi sem vann dómnefndarverðlaun hátíðarinnar.
Hálfur álfur og Er ást verðlaunaðar á Skjaldborg
Hálfur Álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaun og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur hlaut áhorfendaverðlaun á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg sem haldin var í Bíó Paradís um helgina.
21.09.2020 - 15:22
Menningin
Bíó Paradís opnar og Skjaldborg fer suður
Bíó Paradís lýkur upp dyrum sínum á nýjan leik eftir 5 mánaða lokun. Setning heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar markar nýtt starfsár hjá kvikmyndahúsinu, en hún fer vanalega fram á Patreksfirði. 
18.09.2020 - 10:34
Mynd Jóhanns Jóhannssonar Íslandsfrumsýnd á Skjaldborg
First and Last Men eftir Jóhann Jóhannsson verður Íslandsfrumsýnd á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda um verslunarmannahelgina á Patreksfirði. Venjan er að halda Skjaldborg um hvítasunnu en hátíðinni var frestað í ár vegna COVID-19.
11.07.2020 - 09:03
Myndskeið
Hið ljúfsára samband við heimalandið
Pólsk íslenska myndin In touch fékk dómnefndarverðlaunin á Skjaldborg á dögunum. Myndin fjallar um samband Pólverja á Íslandi við ættingja í gamla heimalandinu í gegnum Skype. 
15.06.2019 - 10:48
Viðtal
Ekkert pláss fyrir snobb á Skjaldborg
Heimildamyndahátíðin Skjaldborg verður haldin í 13. sinn 7.-10. júní á Patreksfirði. Meðal efnistaka á hátíðinni í ár er leitin að ástinni, listaverkastuldur, pólskir verkamenn og þvottahús í fjölbýli. Metaðsókn er á hátíðina og innsendar myndir hafa aldrei verið fleiri, svo það stefnir í allsherjarbíóbræðingsveislu.
05.06.2019 - 16:11
Fallbyssukveðja eftir drykkjulæti í Skjaldborg
Ingveldur Hjartardóttir hefur búið á Patreksfirði frá 1955 og þekkir sögu Skjaldborgarbíós ansi vel. Hún hefur sögu að segja frá atviki tengdu húsinu sem átti sér stað á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og fæstir þekkja.
26.05.2018 - 10:10
Söngur Kanemu hlaut verðlaun á Skjaldborg
Heimildamyndin Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur hlaut í gærkvöld bæði aðalverðlaun dómnefndar og áhorfendaverðlaunin Einarinn á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.
21.05.2018 - 12:27
Söngur Kanemu frumsýnd á Skjaldborg
Söngur Kanemu nefnist heimildarmynd sem frumsýnd verður á Skjaldborg á Patreksfirði 18 - 21 maí næstkomandi.
18.05.2018 - 10:00