Færslur: Skipulagsstofnun

Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Skipulagsstofnun leggst gegn Svartárvirkjun
Umhverfisáhrif af að virkja Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit verða verulega neikvæð, segir í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar. Yrði áin virkjuð myndu mikil náttúruverðmæti raskast verulega, segir ennfremur. Þá segir að Þingeyjarsveit ætti að endurskoða áform um gera ráð fyrir virkjuninni í aðalskipulagi.
Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Íbúðarhúsnæði reist við Veðurstofu og Sjómannaskólann
Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Veðurstofuhæðar og Sjómannaskólareits þannig að þar verður hægt að reisa íbúðarhúsnæði. Báðir reitirnir voru áður skilgreindir fyrir samfélagsþjónustu.
06.05.2020 - 14:00
Myndskeið
Kynjagleraugun eru mikilvæg í skipulagsmálum
Forstjóri Skipulagsstofnunar segir mikilvægt að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi þegar rætt er um skipulagsmál. Það geti leitt til fjölbreyttari lausna.
03.03.2020 - 07:30
BEINT
Opinn fundur skipulagsstofnunar um loftslagsmál
Skipulagsstofnun heldur morgunverðarfund um loftslagsmál og skipulag í þéttbýli í Iðnó í dag. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Loftslagsráð. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til tíu.
28.01.2020 - 08:30
Skipulagsstofnun felst á tillögu Isavia
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Isavia að matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar. Stofnunin gerir þó 10 athugasemdir við tillöguna. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum á flugbrautarkerfi og akbrautum auk uppbyggingar flugbrauta, sem ætlað er að hámarka afköst núverandi brauta.
04.07.2019 - 15:47
Uppbygging feli í sér mjög neikvæð áhrif
Skipulagsstofnun telur uppbyggingaráform í Kerlingarfjöllum falla illa að gildandi landsskipulagsstefnu um hálendið. Sumir kostirnir hafi í för með sér neikvæð áhrif á umhverfi og upplifun ferðamanna af svæðinu.
29.04.2019 - 15:22
Opnað fyrir athugasemdir við Hólasandslínu
Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Háspennulínu sem Landsnet áformar að leggja frá Akureyri að Hólasandi í Þingeyjarsýslu.
09.11.2018 - 12:00
Gæti þýtt nýtt byggingaleyfi og önnur skilyrði
Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að verði bygging Fosshótels við Mývatn úrskurðuð matsskyld gæti þurft að gefa út byggingaleyfi með viðbótarskilyrðum. samkvæmt niðurstöðum umhverfismatsins. Ekkert verði þó aðhafst í málinu fyrr en niðurstaða Skipulagsstofnunar liggi fyrir.
07.07.2017 - 16:34
Umhverfismat endurskoðað að hluta
Skipulagsstofnun telur að endurskoða skuli áhrif á landslag og ásýnd lands, ferðaþjónustu og útivist í umhverfismati Hvammsvirkjunar. Í úrskurði stofnunarinnar sem birtur var í dag eru ekki taldar forsendur að öðru leyti til endurskoðunar matsskýrslu um Hvammsvirkjun frá árinu 2003.
Deiliskipulag hafið vegna Hvammsvirkjunar
Undirbúningur deiliskipulags vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá er hafinn. Alþingi færði virkjunina úr biðflokki í nýtingarflokk í sumar. Skipulagsstofnun ákveður fyrir mánaðamót hvort gera eigi nýtt umhverfismat Hvammsvirkjunar. Nýtt umhverfismat gæti seinkað áætlunum um að gangsetja virkjunina árið 2019.