Færslur: Skipulagsmál

Uppgötvum umhverfi okkar
Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur fjallaði í pistli í Samfélaginu á Rás 1 um hvernig staðir og umhverfi geta haft áhrif á okkur, veitt okkur gleði og fyllt okkur öryggi meðan aðrir staðir eru fráhrindandi og valda vanlíðan.
23.11.2020 - 12:04
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti tekið af skipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi fyrir svokallaðan Tjaldsvæðisreit, sem þýðir að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður lagt af. Ný heilsugæslustöð verður meðal annars byggð á þessu svæði.
22.10.2020 - 18:47
Viðauki við aðalskipulag Reykjavíkur fyrir borgarráð
Borgarráð fjallað á fundi sínum í dag um drög að breyttu aðalskipulagi fyrir Reykjavíkurborg til ársins 2040. Fulltrúar minnihluta borgarráðs gagnrýna áformin og segja skorta hagstætt byggingarland og að ekki sé minnst á Sundabraut í tillögunum. Þá er það gagnrýnt að leggja eigi hraðbraut þvert á Vetnsendahvarf.
15.10.2020 - 23:34
Myndskeið
Umdeild lóð skammt frá nýja íbúðarhverfinu á Akureyri
Umgengni á rúmlega 50 þúsund fermetra lóð steypustöðvar á Akureyri hefur stöðvað afgreiðslu á starfsleyfi fyrirtækisins. Heilbrigðisfulltrúi segir svæðið lengi hafa verið til vandræða.
30.09.2020 - 10:06
Göngugötur í Kvosinni til framtíðar
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur lagt til breytingar á umferðarskipulagi í Kvosinni. Þar er gert ráð fyrir að kjarni Kvosarinnar verði göngugötusvæði til framtíðar og að göturnar í kring verði vistgötur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin sé að gefa mannlífi meira pláss í Kvosinni.
23.09.2020 - 16:52
Vilja íbúakosningu um skipulagið á Oddeyri
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja upp nýtt íbúðarsvæði. Þar kemur fram að hæð einstakra bygginga geti orðið allt að 25 metrar yfir sjávarmáli. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um breytinguna.
16.09.2020 - 13:45
Silfrið
Sundabraut verði með 50 km hámarkshraða
Verði Sundabraut lögð sem hraðbraut mun það kosta mörg mislæg gatnamót og hún mun skera hverfi í sundur. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir Sundabraut ekki vera einkamál borgarinnar.
13.09.2020 - 13:43
Meta hvort Voga-pálmarnir séu raunhæf hugmynd
Á næstunni verður ráðist í mat á hvort raunhæft sé að koma pálmatrjám fyrir í Vogabyggð, en tillaga þess efnis vann í samkeppni um útilistaverk fyrir hátt í tveimur árum. Ámundi Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir að málið hafi ekki verið í forgangi hjá borginni.
11.09.2020 - 18:08
Vilja auglýsa skipulagsbreytingu fyrir Oddeyri
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að auglýst verði breyting á aðalskipulagi Akureyrar sem nær yfir nýtt íbúðasvæði á Oddeyri. Fyrir tæpu ári voru kynntar hugmyndir um allt að 11 hæða hús á svæðinu. Þær hugmyndir hlutu mikla gagnrýni.
10.09.2020 - 15:27
Allt að 300 íbúðir í nýrri íbúðabyggð á Akureyri
Akureyrarbær kynnti í dag tillögu að deiliskipulagi fyrir 300 íbúða hverfi ofan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Í nýja hverfinu verða einnig smáhýsi sem ætluð eru heimilislausum.
09.09.2020 - 20:15
Páll þarf ekki að rífa legsteinasafnið strax
Niðurrif á legsteinasafni Páls Guðmundssonar á Húsafelli frestast um einn og hálfan mánuð, fram til tuttugasta og áttunda október. Tímann fram að því á að nýta til að reyna að ná lendingu um sameiginlega hagsmuni landeigenda á Húsafelli.
04.09.2020 - 09:29
Myndskeið
Íbúar hvattir til að skoða nýjar tillögur um Breiðholt
Í Breiðholti er nú verið að kynna vinnutillögur fyrir hverfisskipulag Seljahverfis, Efra- og Neðra Breiðholts. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum.
19.08.2020 - 22:49
Vill fá að skapa list sína í friði
Páll Guðmundsson listamaður á Húsafelli hefur sótt um leyfi til Borgarbyggðar til að rífa nýlegt legsteinahús sitt.
Enn beðið úrbóta við Hörgárbraut - „mannslíf í húfi"  
Ekkert bólar á úrbótum til að auka umferðaröryggi á Hörgárbraut á Akureyri. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti fyrr á þessu ári að ráðist yrði í fimm aðgerðir í því augnamiði að lækka umferðarhraða. Íbúi við götuna segir mannslíf í húfi.
06.08.2020 - 11:46
Viðtal
Vilja fækka bílum með nýju stígakerfi á Akureyri
Tillaga að nýju stígakerfi innan Akureyrarbæjar liggur nú fyrir. Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir kerfi göngu- og hjólastíga í bænum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir auknum aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar.
05.08.2020 - 15:08
Segir vegabætur nauðsyn vegna aukinnar umferðar
Nauðsynlegt var að gera endurbætur á veginum í Vesturdal sunnan Hljóðakletta innan Vatnajökulsþjóðgarðs því búist er við að umferð þar margfaldist á næstu árum. Þetta segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Hann segir að ákvörðunin hafi verið alfarið á hendi Vegagerðarinnar - stjórn þjóðgarðsins hafi ekki komið að henni.
Bresku braggarnir hverfa úr Borgarnesi
Verið er að rífa tvo bragga sem standa við Egilsholt í Borgarnesi, til að rýma fyrir nýju skipulagi. Nú munu þeir skipta um aðsetur.
Morgunútvarpið
Sjálfsagt að ríkið rukki starfsfólk fyrir bílastæði
„Þetta er mjög áberandi í umræðu hjá öllum skipulagsfræðingum,“ segir Björn Teitsson, nemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskóla, um þá hugmynd að ríkisstofnanir og sveitarfélög rukki starfsmenn sína um gjald fyrir bílastæði.
25.06.2020 - 11:35
Þarf að byggja hærra svo framkvæmdir svari kostnaði
Formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar segir að tekið verði tillit til áhyggja Isavia varðandi tillögur að breyttu aðalskipulagi á Oddeyri. Isavia telur að gangi þær eftir geti það dregið úr notagildi Akureyrarflugvallar.
12.06.2020 - 16:05
Hætta við að koma fyrir hundagerði og fækka bílastæðum
Fallið hefur verið frá breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar sem sneri að því að koma fyrir hundagerði á lóðinni og fækka bílastæðum. Skipulags- og samgönguráð ákvað á fundi sínum í vikunni að taka tillit til fjölda athugasemda og draga tillöguna til baka og vísa henni til borgarráðs.
12.06.2020 - 09:34
Flugskýlið verður ekki rifið
Ekki kemur til þess að rífa þurfi viðhaldsstöð flugfélagsins Ernis vegna vegalagningar og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs, segir það miður að umræðan hafi farið í þennan farveg.
Menningin
Gufunes verði þorp lista og skapandi greina
Reykjavíkurborg ætlar að auglýsa rúmlega sex þúsund fermetra í Gufunesi til umsóknar fyrir listamenn, frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Hugmyndin er að Gufunes verði þorp skapandi greina.
25.05.2020 - 19:50
Myndskeið
Byggingarstjóri segir kostnaðinn mun meiri en 22 þúsund
Byggingarstjóri Hótels Reykjavíkur við Lækjargötu segir að lagt hafi verið í mikil útgjöld við að tryggja öryggi vegfarenda og 22 þúsund króna leyfisgjald sé alls ekki allur kostnaðurinn við lokun tveggja akreina.
20.05.2020 - 19:14
Myndskeið
Kostaði 22 þúsund að loka hálfri Lækjargötu í ár
Hálf Lækjargatan er enn lokuð vegna hótelframkvæmda, þótt þær séu stopp. Það kostaði verktakann ekki nema 22 þúsund krónur að fá götunni lokað í ár, en Reykjavíkurborg hefur til skoðunar að breyta gjaldtökunni.
19.05.2020 - 19:05
Lækkun bygginga á Oddeyri breytir engu
Hverfisráð Oddeyrar leggst gegn áformum um byggingar á Gránufélagsreit á Oddeyri á Akureyri, þrátt fyrir að hámarkshæð húsa hafi verið lækkuð úr ellefu hæðum í átta. Núgildandi skipulag, sem leyfir allt að fjögurra hæða hús, sé vænlegri kostur.
19.05.2020 - 13:55