Færslur: Skipulagsmál

Brú yfir Eyjafjarðará í útboð
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að hefja útboðsferli fyrir brú yfir Eyjafjarðará. Brúarsmíðin átti upphaflega að hefjast nú í haust en því var frestað og olli það töluverðu fjaðrafoki meðal hestamanna og útivistarfólks á Akureyri.
21.10.2019 - 11:00
Fjölmargar hugmyndir um framtíð Sigurhæða
Fyrirhugaðri sölu Akureyrarbæjar á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar hefur verið frestað meðan bæjaryfirvöld kanna nýjar hugmyndir um notkun þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram eftir að Facebook-hópur um framtíð hússins var stofnaður.
16.10.2019 - 16:59
Vilja að bærinn standi við gerðan samning
Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri hefur farið þess á leit við bæjarstjórn Akureyrar að samningur um byggingu bátahúss félagsins, sem gerður var árið 2014, verði efndur. Formaður félagsins segir núverandi aðstöðu algerlega óviðunandi.
07.10.2019 - 13:27
Skoða að færa biðstöðvar Strætó á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar skoðar nú möguleika varðandi biðstöðvar í miðbæ Akureyrar. Til stendur að breyta núverandi stoppistöð við Hofsbót og eru nokkrir möguleikar viðraðir í skýrslu verkefnahóps um mögulegar biðstöðvar.
27.09.2019 - 15:03
Myndskeið
Vatnsstígsreitur tekur stakkaskiptum
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svokölluðum Vatnsstígsreit á mótum Laugavegar og Vatnsstígs í miðborg Reykjavíkur. Gömul hús víkja fyrir allt að 4.000 fermetra nýbyggingum og önnur fá andlitslyftingu. Gert er ráð fyrir allt að 56 hótelíbúðum.
70 ný stúdentaherbergi á lóð Háskóla Íslands
Borgarráð samþykkti í gær breytt deiliskipulag um byggingu stúdentaíbúða á lóð Háskóla Íslands við Gamla Garð hjá Hringbraut. Upphafleg tillaga að hönnun byggingarinnar var kynnt 2017 og var það vinningstillagan í hönnunarsamkeppni um deiliskipulag á reitnum. Sú tillaga mætti harðri gagnrýni meðal annars fyrir að skyggja of mikið á Gamla Garð.
Leikskólinn hamli starfsemi Þórs á Akureyri
Íþróttafélagið Þór á Akureyri telur stækkun skólalóðar Glerárskóla og byggingu nýs leikskóla á lóðinni hamla starfsemi íþróttafélagsins til lengri tíma. Bæjarstjórn Akureyrar ákvað að auglýsa aðalskipulagsbreytingu við Glerárskóla á fundi sínum í gær.
19.06.2019 - 13:32
„Ég segi aldrei nei við fleiri trjám“
Tívolí í Kaupmannahöfn vill leggja undir sig Vesterbrogade-breiðstrætið og breyta því í almenningsgarð. Hugmyndin og teikningar arkitekta var kynnt á mánudag og nú er unnið að tillögu sem send verður borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn.
19.06.2019 - 09:28
Segir rangfærslur um þjónustukaup borgarinnar
Ásmundur V. Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir rangt farið með staðreyndir í frétt Fréttablaðsins í dag sem RÚV sagði frá um fjárútlát umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Þar segir að sviðið hafi greitt 395 milljónir vegna þjónustukaup án útboðs til sérfræðinga.
24.05.2019 - 12:12
Gagnrýnir 395 milljóna sérfræðikaup
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði gagnrýnir þessi kaup. Arkitektastofan sem sá um hönnun og verkstjórn braggaverkefnisins umdeilda fékk 1.5 milljónir án útboðs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
24.05.2019 - 07:13
Vilja leggja hjóla- og göngustíg um Gálgahraun
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi Gálgahrauns en miklar deilur stóðu fyrir nokkrum árum um veglagningu í hrauninu. Tillagan gerir ráð fyrir þriggja metra breiðum og 1,3 kílómetra löngum göngu- og hjólreiðastíg syðst í friðlandi Gálgahrauns. Einnig er gert ráð fyrir tveggja metra breiðum malarstíg eftir miðju friðlandinu og fólkvanginum sem liggur þvert á áðurnefnda göngu-og hjólreiðaleið. Hann yrði tveir kílómetrar að lengd.
15.05.2019 - 07:00
Myndskeið
Ósammála um ágæti þess að fækka bensínstöðvum
Forstjórar tveggja af stóru olíufyrirtækjunum taka vel í ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur um að fækka bensínstöðvum um helming innan sex ára. Bæjaryfirvöld í stærstu nágrannasveitarfélögunum hyggjast ekki beita sér fyrir fækkun bensínstöðva.
10.05.2019 - 19:33
Myndskeið
Tillögunni breytt til þess að mæta gagnrýni
Ný tillaga um viðbyggingu Gamla Garðs við Hringbraut hefur verið lögð fram og borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að auglýsa nýtt deiliskipulag vegna byggingarinnar. Borgarstjóri segir nýju bygginguna vera sér hjartans mál.
Blokk sem skiptir litum
Fjölbýlishúsið Álalind 14 í Kópavogi er ekki allt þar sem það er séð, því það skiptir litum. Það er bleikt frá einu sjónarhorni en grátt eða grænt frá öðru. Með ráðum gert, segir arkitektinn. 
23.04.2019 - 19:13
Spyrja ráðuneytið hvort íbúakosning sé möguleg
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ætla að leita álits sveitarstjórnarráðuneytisins á því hvort hægt sé að halda íbúakosningu um framtíð stóriðju í Helguvík. Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir óljóst hvort slík kosning yrði lögleg.
17.12.2018 - 12:10
Auglýsa nýtt skipulag fyrir brú yfir Fossvog
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog verði auglýst. Brúin á að liggja frá uppfyllingum á Kársnesi í Kópavogi og ná landi í Reykjavík við enda flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Ríkið og Seltjarnarnesbær stál í stál
Ríkið hefur stefnt Seltjarnarnesbæ vegna kostnaðar við nýtt læknaminjasafn. Ríki og sveitarfélag standa stál í stál en málið verður útkljáð fyrir dómstólum fyrir áramót. Húsið sem átti að hýsa safnið hefur staðið autt í átta ár. Bæjarstjóri vill auglýsa það til sölu. Fram kom í Speglinum í gær að húsið liggi undir skemmdum og að Seltjarnarnesbær hafi hætt við að nota það undir lækningaminjar.
Vilja fá nýtt húsnúmer og bara eina Sunnutröð
Fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri og eiginmaður forseta bæjarstjórnar hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að húsnúmeri þeirra verði breytt. Skipulagsráð ætlar að óska eftir umsögnum íbúa vegna óskarinnar. Þá vill íbúi á Hrafnagili að götunafni á Akureyri verði breytt, þar sem hans gata ber sama heiti.
23.10.2018 - 13:55
Vilja að ráðherra stöðvi framkvæmdir
Samtökin Hollvinir Hornafjarðar vilja að samgönguráðherra beiti sér fyrir því að vinna við lagningu vegar um Hornafjörð verði stöðvuð og að frekari framkvæmdir verði endurskoðaðar áður en lengra er haldið. Samtökin eru eindregið á móti þeirri leið sem sveitarstjórn hefur veitt framkvæmdaleyfi fyrir.
04.10.2018 - 15:25
Kostnaður við bragga langt umfram áætlun
Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík, náðhúsi og skála þar sem eitt sinn var flughótel hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir. Bragginn nýtur verndar í deiliskipulagi borgarinnar enda er hann talinn vera kennileiti og minjar um hernámsárin í borginni.
Sakar borgaryfirvöld um að vanvirða Alþingi
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis, segir stjórnendur Reykjavíkurborgar sýna Alþingi og umhverfi þess „fullkomið virðingarleysi“ með framkvæmdum á svokölluðum Landsímareit við Austurvöll, sem hann kallar skemmdarverk. Þá segir hann allt benda til að borgarstjórn hafi komið listaverkinu „Svörtu keilunni“ eftir Santiago Sierra fyrir á reitnum þinginu til háðungar.
14.08.2018 - 09:03
Vilja að lagnirnar liggi undir Elliðaár
Veitur ohf. vilja að lagnir sem liggja nú í stokkum yfir jörð í Elliðaárdal verði endurnýjaðar og látnar liggja undir farvegi ánna. Framkvæmdunum fylgir rask sem umhverfissvið Reykjavíkur hefur áhyggjur af. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.
19.07.2018 - 12:15
Það gustar um uppbyggingaráform í Skerjafirði
Áætlanir borgarinnar gera ráð fyrir því að umferð um Einarsnes, litla íbúðagötu í Skerjafirði, tæplega sexfaldist vegna 1200 nýrra íbúða sem eiga að rísa á svæðinu. Íbúi sem er ósáttur við fyrirhugaða umferðaraukningu segir borgina vera að troða skipulaginu ofan í kokið á hverfisbúum. Formaður skipulagsráðs segir íbúa engu þurfa að kvíða.
07.07.2018 - 21:17
Segir að Kringlusvæðið muni breytast töluvert
Gert er ráð fyrir allt að 1000 nýjum íbúðum á svokölluðum Kringlureit. Þá á einnig að stækka verslunarmiðstöðina sjálfa samkvæmt nýju rammaskipulagi borgarinnar. Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næstu 12 til 24 mánuðum.
30.06.2018 - 15:45
Nýtt rammaskipulag um Kringlusvæði samþykkt
Borgarráð samþykkti í gær nýtt rammaskipulag um Kringlusvæðið. Skipulagið var unnið af Reitum fasteignafélagi á grundvelli vinningstillögu Kanon arkitekta í hugmyndasamkeppni borgarinnar í fyrra. Gert er ráð fyrir allt að 1000 nýjum íbúðum á svæðinu auk 60,000 fermetra atvinnuhúsnæðis, sem felur meðal annars í sér stækkun Kringlunnar.
29.06.2018 - 20:22