Færslur: Skip

200 skip, 200.000 ferðamenn og 600 milljónir
Búist er við svipuðum fjölda skemmtiferðaskipa í Faxaflóahafnir í ár og fyrir faraldurinn. Búist er við enn fleirum á næsta ári og vísa hefur þurft skipum frá vegna plássleysis. Gangi áætlanir eftir fá hafnirnar um 600 milljónir í tekjur af komu skipanna.
Myndband
Flæddi yfir bryggju í Reykjavíkurhöfn
Á flóði klukkan hálfníu í morgun mældist sjávarhæð 4,64 metrar í Reykjavíkurhöfn og flæddi að hluta yfir Verbúðarbryggju3, sem er 4,5 metrar á hæð. Guðmundur Birkir Agnarsson, sjómælingamaður hjá Landhelgisgæslunni, segir eðlilegt að það hækki í höfninni þegar stórstreymt er en þetta sé þó meira en spáð var. Skýringin sé líklega lágur loftþrýstingur.
08.11.2021 - 11:04
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
„Hann fór mjög hratt niður og er nú kominn á botninn“
Togarinn Drangur ÁR-307 liggur nú á botni hafnarinnar í Stöðvarfirði. Sjómenn urðu þess varir um klukkan sjö í morgun, er þeir voru á leið til veiða að skipið hallaði talsvert og skömmu síðar var það sokkið. Fjölmennt lið slökkviliðs og björgunarsveitarmanna vinnur nú að því að hindra mengun frá olíu sem lekur frá skipinu og hreinsa lausamuni sem hafa flotið frá því.
25.10.2020 - 09:04
Eimskip hafnar ásökunum um lögbrot
Í tilkynningu sem Eimskip sendi til Kauphallarinnar í dag kemur fram að félagið hafni ásökunum sem fjallað var um í Kveik í gær um brot á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þar segir einnig að félagið hafi ekki haft upplýsingar um kæru Umhverfisstofnunar á hendur því fyrr en eftir samtal við stofnunina fyrr í dag og að stofnunin hafi ekki aflað neinna gagna frá Eimskipi vegna málsins.
25.09.2020 - 14:17
Innlent · Umhverfismál · eimskip · Kveikur · Skip · Goðafoss · Laxfoss
Íslandsheimsókn snubbótt vegna veðurs
Norræna sem kom til Seyðisfjarðar í nótt og leggur úr höfn strax eftir hádegi í dag. Slæm veðurspá veldur því að hefðbundið, tveggja daga stopp var stytt til muna. Leiðsögumaður á staðnum segir ferðafólk skúffað - það hafi sumt lagt á sig langt ferðalag.
22.10.2019 - 13:32
Innlent · Austurland · Veður · Skip