Færslur: Skimun

Tvö ný smit
Tvö smit greindust við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og því ekki vitað hvort smitin eru virk eða óvirk. 1.256 sýni voru tekin við landamæraskimun og 195 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
11.07.2020 - 11:14
Icelandair gæti þurft að fella niður ferðir
Icelandair gæti þurft að fella niður 2-5 flugferðir í hverri viku vegna takmarkaðrar afkastagetu í skimunum á Keflavíkurflugvelli en útlit er fyrir að farþegar þar verði fleiri en 2.000 á dag sem er sá fjöldi sýna sem hægt er að greina á degi hverjum. Félagið skoðar nú í samstarfi við Isavia hvernig brugðist verði við þessu ástandi.
10.07.2020 - 18:25
Aldrei fleiri skimanir við landamærin
2.159 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem fjöldi sýna fer yfir 2.000 frá því að landamæraskimun hófst 15. júní. Sýkla- og veirufræðideild LSH tók 141 sýni.
10.07.2020 - 11:10
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Virkt smit greindist við landamærin í fyrradag
Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun í fyrradag. Á mánudag greindust tvö virk smit við landamærin en fimm óvirk. Í gær greindust að minnsta kosti tvö smit við landamæraskimun. Enn er beðið eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort um óvirk eða virk smit er að ræða.
09.07.2020 - 11:14
Nær væri að verja almannafé í annað
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala segir það ekki vera hlutverk Landspítala að skima fríska ferðamenn við landamæri Íslands. Í facebook-færslu líkir hann því við að læknar sinni þrifum í Smáralind, nær væri að verja almannafé til annarra verkefna. 
08.07.2020 - 18:39
Ekkert innanlandssmit síðan 2. júlí
Ekkert innanlandssmit greindist í gær, fimmta daginn í röð. Við landamæraskimun greindust sjö smit. Tvö þeirra eru óvirk en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar hinna fimm.
08.07.2020 - 12:49
Viðtal
Áfram verði hægt að taka tvö þúsund sýni á dag
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist staðráðin í að tryggja að áfram verði hægt að skima tvö þúsund manns á sólarhring þótt Íslensk erfðagreining hætti þátttöku við landamæraskimun. 
07.07.2020 - 19:49
Þórólfur: Rannsóknargeta veikleiki í heilbrigðiskerfinu
Þóróflur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í viðbúnaði fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi rannsóknargetan verið brotalöm.
Myndskeið
Íhuga að skima tíu sýni í einu
Heilbrigðisyfirvöld og Landspítalinn eru að kanna möguleika á að auka afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, sögðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi í dag. Meðal þess sem er verið að skoða er að greina tíu sýni í einu í stað þess að greina hvert fyrir sig. Slíkt hefur verið prófað í Þýskalandi og gefið góða raun en ekki er víst að slík greining sé jafn næm og sú sem hefur verið notuð hérlendis.
07.07.2020 - 15:04
Myndskeið
Ákvörðun Kára kallar á nýja nálgun
„Ég hef fullan skilning á því að Íslensk erfðagreining geti ekki sinnt þessu til eilífðarnóns,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu. Hún segir ákvörðun Kára kalla á nýja nálgun en þó sé mikilvægt að stjórnvöld hafi áfram kost á að leita til fyrirtækisins um framhaldið.
06.07.2020 - 18:51
Kári: Við erum hætt skimun í eitt skipti fyrir öll
Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni úr landamæraskimun eftir viku. Kári Stefánsson forstjóri segir Landspítalanum ekki vorkunn að setja upp rannsóknastofu á sjö dögum. Hann segir samskiptin við stjórnvöld hafa verið dálítið skringileg og litið á starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar sem boðflennur í verkefninu. 
Íslensk erfðagreining hættir að skima fyrir stjórnvöld
Íslensk erfðagreining ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að afgreiða fleiri sýni eftir 13. júli.
06.07.2020 - 14:04
Aldrei fleiri í sóttvarnarhúsi
Ferðamaður sem kom til landsins með flugi Wizz Air frá Vínarborg í Austurríki á fimmtudag og greindist með virkt smit hefst nú við nú í Sóttvarnarhúsi.
Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Morgunútvarpið
Knattspyrnan bara þversnið af samfélaginu, segir Klara
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að erfitt sé fyrir sambandið að gera áætlanir eftir að smit greindust hjá leikmönnum nokkurra knattspyrnuliða hér á landi. Leikjum hefur þegar verið frestað og meiri breytinga er að vænta.
29.06.2020 - 08:33
Ekkert smit hjá níu í sóttkví á Austurlandi
Enginn af þeim níu sem voru send í sóttkví á Austurlandi á föstudag hefur greinst með kórónuveirusmit, en sýni úr þeim voru send til greiningar í gær.
28.06.2020 - 17:23
Innanlandssýni neikvæð en 2 ný smit við landamæraskimun
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist í þeim 180 innanlandssýnum sem tekin voru í gær. Tvö jákvæð sýni greindust við landamæraskimun þar sem 1.022 voru skimaðir.
Þrjú smit greindust í 558 sýnum
Þrjú COVID-19 smit greindust við skimun í gær. Þau greindust öll í landamæraskimun.
25.06.2020 - 13:18
Upplýsingafundur
Upplýsingafundur almannavarna
Upplýsingafundur almannavarna hófst klukkan 14:00, miðvikudaginn 24. júní. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi.
24.06.2020 - 13:55
Ekkert nýtt smit
Ekkert smit greindist á Íslandi síðasta sólarhringinn. Samtals voru tekin 779 sýni.
22.06.2020 - 13:22
Þrjú smit greindust í gær
Þrjú smit greindust á landinu í gær samkvæmt tölum Landlæknisembættisins. Í landamæraskimun voru tekin 735 sýni og greindust smitin þrjú öll þar. Ekki liggur fyrir hvort smitin eru gömul og hafi greinst hjá einstaklingum með mótefni eða hvort þau séu virk.
20.06.2020 - 13:10
Myndskeið
Segir skimun ganga vel þrátt fyrir nokkra hnökra
Framkvæmd sýnatöku og skimunar á farþegum sem koma hingað til lands hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir einhverja agnúa og hnökra, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann sagði unnið að því að bæta leiðir til að koma upplýsingum um niðurstöðu úr skimunum. Tveir af um þrjú þúsund farþegum sem hafa komið til landsins frá því á mánudag voru með virkt smit. Þórólfur sagði að það gæti ekki talist mjög hátt hlutfall.
18.06.2020 - 14:37
„Mikill léttir fyrir marga að sjá þetta smella“
Prufukeyrsla á skimunarferli fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli sem fram fór í dag gekk vel að sögn almannavarna og landlæknis. Verkefnastjóri hjá almannavörnum segir að þriggja mánaða vinna hafi verið unnin á örfáum dögum, og það sé léttir fyrir marga að sjá ferlið smella saman.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Blaðamannafundur um breyttar reglur um komu ferðamanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14. Fundinum verður streymt á ruv.is og í sjónvarpinu. Ásamt dómsmálaráðherra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum til svara. Meginefni fundarins er breytingar á reglum um komu ferðamanna til Íslands næstkomandi mánudag, 15. júní.