Færslur: Skimun

Myndskeið
Langar raðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut
Löng röð myndaðist í dag við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut þar sem sýnataka Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fer fram.
Viðtal
Áhyggjuefni að ekki sé búið að rekja smitið á Hlíf
Ekki hefur tekist að rekja smitið sem greindist á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, í gær. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að vegna þess að ekki hafi fengist heilleg mynd af því hvernig smitið barst þangað hafi margir verið sendir í sóttkví eða beðnir um að viðhafa smitgát. Þá hafi heimsóknir aðstandenda verið bannaðar.
23.08.2020 - 13:56
Viðtal
Víðir: „Samfélagið allt fær sömu þjónustu“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það sama ganga yfir ríkisstjórnina og alla aðra í sýnatöku. Ráðherrarnir fái úthlutaðan tíma í skimun og mæti þangað sem sýnataka fer fram í dag.
Myndskeið
Greina sýni langt fram á kvöld í Vatnsmýri
Formlegt samstarf Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu sýna hófst í morgun og eru flest þeirra nú greind hjá ÍE. Síðustu fjórar vikur hefur langmest verið greint hjá veirufræðideild Landspítalans. Fjögur innanlandssmit voru staðfest í gær. 
Þurfa að vera í sóttkví alla Íslandsdvölina
Hluti þeirra farþega sem komu hingað til lands í morgun vissi ekki af nýjum reglum um skimanir. Sumir þeirra höfðu ekki ætlað að dvelja hér þá fimm daga sem ferðamönnum er nú gert að verja í sóttkví á milli skimana og aðrir þurfa að vera í sóttkví allan þann tíma sem þeir dvelja hér á landi. 
Íslendingar með vottorð mega fljúga til Grænlands
Íslendingum sem ferðast til Grænlands dugir að sýna vottorð þess efnis að þeir séu ekki með Covid-19. Vottorðið má ekki vera eldra en fimm daga gamalt.
Færeyjar skyldu fara að dæmi Íslands við skimun
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað nokkuð í Færeyjum undanfarnar vikur. Ferðafólki hefur ekki verið skipað í sóttkví meðan beðið er niðurstöðu síðari skimunar.
17.08.2020 - 12:20
Átta smit greindust innanlands
Átta kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og ekkert við landamærin, en fjórir bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku þar. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví.
16.08.2020 - 11:07
Sjö smit greindust innanlands í gær
Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og ekkert við landamærin, en fjórir bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku þar. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví.
15.08.2020 - 11:00
Bíða þess um borð að hafa siglt í fjórtán daga
Menntaskólanemar frá Öckerö í Svíþjóð bíða þess nú um borð í skútunni Gunillu rétt fyrir utan Reykjavíkurhöfn að fjórtándi dagur siglingarinnar til landsins líði. Þá hafa þau í raun verið í fjórtán daga sóttkví um borð og stíga loks í land.
13.08.2020 - 16:02
Færeyingar álíta sig vera að ná böndum yfir faraldurinn
Virk kórónuveirusmit í Færeyjum töldust 114 í gær. Það er mesti fjöldi smita í eyjunum frá upphafi, en þau voru 102 þegar faraldurinn náði hámarki í vor.
Sex innanlandssmit greindust
Sex virk innanlands greindust í gær, öll greindust þau á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Fjórir eru á aldrinum átján til 29 ára, einn á sjötugsaldri og eitt er barn á leikskólaaldri.
4 virk smit innanlands í gær
Fjögur ný innanlandssmit greindust í gær á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Ekkert smit greindist hjá Íslenskri erfðagreiningu sem meðal annars skimaði í Vestmannaeyjum í gær. Tvö smit bættust í dag við þau þrjú sem greindust við landamærin í fyrradag.
12.08.2020 - 11:09
Myndskeið
Áframhaldandi skimun og sóttkví í einhverri mynd
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að áfram þurfi að beita skimun og sóttkví í einhverri mynd á landamærum ef stjórnvöld vilja lágmarka áhættuna á að veiran berist til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann segir tillögurnar sem hann afhenti heilbrigðisráðherra í morgun snúast um það.
Fjögur smit bættust við í gær
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, bæði við skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við landamærin greindist eitt virkt smit og jákvæð niðurstaða fékkst úr einni skimun þar sem beðið hafði verið eftir mótefnamælingu. 938 eru í sóttkví. Tveir eru á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. Beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar úr einu sýni.
10.08.2020 - 11:11
Innlent · COVID-19 · Smit · Skimun
Myndskeið
Aukningin er verulegt áhyggjuefni, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aukningu smita vera verulegt áhyggjuefni og að líklega hafi allir orðið fyrir nokkrum vonbrigðum þegar samkomutakmarkanir voru hertar.
07.08.2020 - 18:50
Gátu ekki skimað vegna skorts á sýnatökupinnum
Vísa hefur þurft fólki, sem óskar eftir COVID-19 sýnatöku, frá Heilsugæslustöðinni við Lágmúla í dag vegna skorts á sýnatökupinnum. Í morgun voru þar til 15 pinnar sem búist var við að myndu klárast fljótlega. Salóme Ásta Arnardóttir, læknir á heilsugæslustöðinni, segir að von sé á fleiri pinnum á morgun.
05.08.2020 - 15:20
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Enginn smitaður í 612 manna úrtakinu á Akranesi
Enginn reyndist smitaður af COVID-19 í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á slembiúrtaki íbúa Akraness. Alls voru 612 íbúar skimaðir í dag, tæplega tíu prósent Skagamanna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá þessu við fréttastofu.
02.08.2020 - 22:14
Myndskeið
Tæplega tíu prósent Skagamanna skimuð í dag
Tæplega tíu prósent Skagamanna voru skimuð fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Bæjarstjórinn segir að ótti hafi gripið um sig þegar hópsýking kom upp, en hann gleðst yfir samheldni bæjarbúa sem brugðust hratt og vel við beiðni um sýnatöku.
02.08.2020 - 19:42
Skima allt að sex hundruð á Akranesi í dag
Íslensk erfðagreining bætti í skimun vegna hópsýkingar á Akranesi og hleypir nú um hundrað fleiri í skimun í dag. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að skimun gangi vel og því var hægt að bæta við fleiri plássum.
02.08.2020 - 14:15
Fullt í skimun á Akranesi eftir góðar viðtökur
Fullt er í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi á morgun. Bæjarstjóri Akranesbæjar, Sævar Freyr Þráinsson, greinir frá þessu í Facebook færslu í kvöld. Hann þakkar Skagamönnum góð viðbrögð við boðun í skimun.
Myndskeið
Brýnir fyrir heilbrigðisstarfsfólki að taka sýni
„Þegar kemur að snemmgreiningu þá er ekki ásættanlegt að heyra sögur af því að fólk sem er með einkenni komist ekki í sýnatöku. Ég vil brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að hafa lágan þröskuld á því að taka sýni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag.
01.08.2020 - 14:38
37 virk kórónuveirusmit í Færeyjum
Nú eru þrjátíu og sjö virk kórónuveirusmit í Færeyjum. Enginn Færeyingur er meðal hinna smituðu.
31.07.2020 - 04:02
Bandarískum stjórnvöldum ráðlagt um viðbrögð
Bandaríkin gætu staðið frammi fyrir hundruðum þúsunda dauðsfalla til viðbótar af völdum kórónuveirunnar. Þetta er mat samtaka læknaskóla í landinu. Taka þurfi upplýstar ákvarðanir um viðbrögð við útbreiðslu veirunnar.
30.07.2020 - 01:05