Færslur: Skimun

Myndskeið
Veirutækið líklega tekið í notkun í næstu viku
Vonir standa til að hægt verði að greina sýni fyrir kórónuveirunni í nýju veirugreiningartæki í næstu viku á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki hafa gerst með leifturhraða að koma tækinu í notkun. 
Suðurafríska afbrigðið greinist á Nýja Sjálandi
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar um tveggja mánaða skeið hefur greinst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingum hefur gengið vel að glíma við faraldurinn en þar hafa alls 1.927 greinst með COVID-19 og 25 látist. Nýsjálendingar eru 5 milljónir talsins.
Myndskeið
Allir skyldaðir í tvöfalda skimun strax í dag
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefur í dag út reglugerð sem skyldar alla sem koma til landsins í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þetta segir hún gert í ljósi þess að veiran er í vexti í löndunum í kringum okkur og að margir sem valið hafa 14 daga sóttkví á landamærunum hafi ekki virt hana.
Viðtal
„Það átti bara að kynna þetta betur“
Það var hárrétt ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra að fresta því að hækka aldursmörk í brjóstaskimun. Þetta segir Thor Aspelund, formaður skimunarráðs Landspítala og prófessor í líftölfræði. Ráðið lagði sjálft til að konur kæmu ekki í skimun fyrr en eftir fimmtíu ára afmælisdaginn. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd og undirskriftum safnað gegn henni. 
Sex innanlandssmit og 26 við landamærin
Sex kórónuveitusmit greindust innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví. 26 smit greindust á landamærunum, þar af voru sex þeirra virk í fyrri sýnatöku og fjögur í seinni sýnatöku. Tveir greindust með mótefni við landamæraskimun og beðið er mótefnamælingar úr 14 sýnatökum. Nú eru staðfest smit í öllum landshlutum.
Þrjú smit innanlands í gær — 14 á landamærum
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og allir sem greindust voru í sóttkví. Fjórtán smit greindust á landamærunum, tvö smitanna eru virk og tólf bíða niðurstöðu úr mótefnamælingu. Í gær greindust einnig þrír með virkt smit í seinni landamæraskimun.
11.01.2021 - 11:04
Útgönguhömlum aflétt í Brisbane
Útgönguhömlum sem settar voru á í skyndi í borginni Brisbane í Ástralíu á föstudag hefur nú verið aflétt. AFP-fréttastofan greinir frá því að starfsmaður á hóteli í borginni greindist með hið nýja bráðsmitandi, svokallað breska afbrigði kórónuveirunnar á föstudag.
Íslendingar undanþegnir skimun Eista
Frá og með morgundeginum taka nýjar sóttvarnareglur gildi við landamæri Eistlands. Samkvæmt þeim verða farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem ekki þurfa að fara í kórónuveiruskimun við komuna til landsins.
10.01.2021 - 21:33
Að skylda fólk í Farsóttarhús er neyðarúrræði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill skylda þá, sem koma til landsins og vilja ekki fara í tvöfalda sýnatöku, til að fara í 14 daga sóttkví í Farsóttarhúsi. Hann segir að það sé neyðarúrræði sem þurfi að grípa til svo faraldurinn blossi ekki upp aftur. Áhyggjuefni sé hversu mörg smit greindust við landamærin í gær.
Ferðafólk til Englands framvísi neikvæðu COVID-prófi
Öllum ferðamönnum til Englands verður gert skylt að sýna neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins. Prófið má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt.
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 í Færeyjum
Fyrsta dauðsfallið hjá COVID smituðum í Færeyjum varð í fyrradag. Þá lést 68 gamall karlmaður á spítalanum í Þórshöfn eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæsludeild í byrjun desember með alvarlegan sjúkdóm annan en COVID-19.
Smit á hóteli sem hýsir fólk af rýmingarsvæðinu í Ask
Fjöldi fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sín eftir jarðfallið mikla í Ask í Gjerdrum þurfti að undirgangast kórónuveirupróf í dag eftir að smit kom upp á Olavsgaard-hótelinu sem hýsir það.
06.01.2021 - 00:21
Erlent · Noregur · Gjerdrum · Ask · COVID-19 · Skimun · Hamfarir · Náttúruhamfarir
Tvö ný smit greindust
Tvö COVID-19 smit hafa greinst samkvæmt bráðabirgðatölum landlæknisembættisins. Engin sýnataka fór fram í gær á jóladaginn en smitin komu fram eftir að greint var frá síðustu tölum frá aðfangadegi. Annar smitaðra var í sóttkví en hinn ekki samkvæmt Jóhanni K. Jóhannssyni, samskiptastjóra almannavarna.
26.12.2020 - 10:44
Engin sýnataka á jóladag
Á jóladag verður ekki hægt að fara í sýnatöku neins staðar á landinu og heldur ekki á nýársdag. Flesta hina hátíðisdagana verður hægt að fara í sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og á sumum sýnatökustöðvum heilbrigðisstofnana. Opnunartíminn er þó takmarkaður.
23.12.2020 - 20:57
Innlent · Sýnataka · Jól · áramót · Skimun · COVID-19
13 innanlandssmit og fimm utan sóttkvíar
13 COVID-19 smit greindust innanlands í gær. Fimm voru utan sóttkvíar. Þrjú virk smit greindust við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr átta sýnatökum þar. Alls voru tekin 960 sýni innanlands og 1.374 sýni við landamærin.
16 ný innanlandssmit – um þriðjungur utan sóttkvíar
16 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru fimm ekki í sóttkví.  Rúmlega þrettán hundruð sýni voru tekin. Einn greindist með veiruna við landamæraskimun. 
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Níu smit og þriðjungur ekki í sóttkví
Níu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Þrjú virk smit greindust við landamæraskimun í gær, tveir greindust þar með mótefni og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fjórum sýnum sem tekin voru við landamærin.
26 ný innanlandssmit, 19 voru í sóttkví
26 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru 19 í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr tveimur sýnum sem voru tekin við landamærin.
Öllum íbúum Liverpool boðið upp á ítrekaðar skimanir
Allir íbúar Liverpool-borgar, hálf milljón talsins, verða frá og með deginum í dag skimaðir við COVID-19. Borgin verður þar með sú fyrsta á Englandi til að bjóða upp á slíkt en tilgangurinn er að koma í veg fyrir að sjúkrahús borgarinnar yfirfyllist af kórónuveiruskjúklingum.
27 ný smit og 10 utan sóttkvíar
27 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru 1o ekki í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka, það er nú 188,4, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 198.
26 ný smit, tíu ekki í sóttkví
26 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tíu ekki í sóttkví. Sex smit greindust á landamærunum og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr einni sýnatöku þar frá því fyrr í vikunni. Nýgengi innanlandssmita er 198, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 202,3.
Skimuðu helming slóvakísku þjóðarinnar í gær
Næstum helmingur slóvakísku þjóðarinnar var skimaður fyrir kórónuveirunni í gær eftir að yfirvöld settu af stað tveggja daga skimunarátak. Stefnt er að því að skima alla þjóðina til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
01.11.2020 - 17:39
86 ný innanlandssmit – 10 við landamærin – 62 í sóttkví
86 ný innanlandssmit greindust í gær af þeim voru 24 ekki í sóttví við greiningu. Tíu virk smit greindust við landamæraskimun, eitt við skimun 2 og tíu bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir skimun við landamærin. 5% þeirra sýna sem tekin voru við landamærin reyndust jákvæð. Nú eru 58 á sjúkrahúsi með COVID-19 og einn á gjörgæslu. Talsvert fleiri sýni voru greind í gær en síðustu daga, samtals 2.286 innanlands.
Viðtal í heild sinni
Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum. Þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku. Hásetinn segir að eftir að þeim var tilkynnt um smitið hafi þeim verið sagt að halda áfram að vinna.