Færslur: Skimun

Skólastarf í Þórshöfn raskast vegna kórónuveirusmits
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Færeyjum í gær, laugardag. Virk smit í eyjunum eru nú tuttugu og tvö.
Þriðja bylgjan hafin - eins og óheftur faraldur
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin, segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og forvarsmaður Covid spálíkans Háskóla Íslands. Hann segir faraldinn núna svipaðan og í byrjun mars en að fjöldi smita næstu daga skeri úr um hver þróunin verður. 
Smitin eru rakin til háskólanna og veitingastaðar
Meirihluti þeirra 19 sem greindust með kórónuveirusmit í gær er ungt fólk. Smitin eru nánast öll á höfuðborgarsvæðinu, eins og smitin 13 sem greindust í fyrradag og eru einkum rakin til þriggja staða; Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og veitingastaðar í Reykjavík. Um þriðjungur þeirra smituðu voru í sóttkví.
17.09.2020 - 12:23
Tvö innanlandssmit – hvorugur í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Hvorugur þeirra sem greindist var í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamærin í gær og beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga úr tveimur skimunum þar. Enginn er á sjúkrahúsi með COVID-19.
14.09.2020 - 11:20
2 ný smit innanlands – í sóttkví
Tvö ný smit greindust innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví við greiningu. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem ýmist allir sem greinast eru í sóttkví eða enginn greinist. Fjögur smit greindust við landamæraskimun.
09.09.2020 - 11:17
Ekkert smit greindist innanlands í gær
Ekkert nýtt smit greindist innanlands í gær, í fyrsta sinn frá 30. ágúst. Einstaklega fá sýni voru greind. Fimm smit greindust við landamærin, eitt virkt smit úr fyrri skimun og eitt úr seinni skimun en þrír bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.
07.09.2020 - 11:12
Nærri tvöfaldur íbúafjöldi Færeyja skimaður við Covid19
Ríflega hundrað þúsund kórónuveirupróf hafa verið gerð í Færeyjum frá því skimun hófst í lok febrúar. Sé gert ráð fyrir að hver og einn fari einu sinni í sýnatöku þýðir það að nærri tvöfaldur íbúafjöldi eyjanna hafi verið skimaður.
Fjögur innanlandssmit - helmingur í sóttkví
Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Í gær voru þau fimm og einnig í fyrradag. Tveir þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Níutíu og sex eru í einangrun hér á landi með COVID-19. Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit á landamærunum í gær en þrír bíða eftir niðurstöðum mótefnamælingar við landamærin.
03.09.2020 - 11:12
Flestir eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir
Flestir Íslendingar eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum og meirihluti landsmanna voru sáttir við það þegar aðgerðir voru hertar 19. ágúst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem viðhorf fólks til sóttvarnaraðgerða voru könnuð.
Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Sex innanlandssmit - þar af fjögur í sóttkví
Sex voru greind með COVID-19 smit innanlands í gær. Af þeim voru fjögur í sóttkví. Þrjú þeirra sem fóru í skimun á landamærunum í gær bíða eftir mótefnamælingu.
26.08.2020 - 11:03
Fimm innanlandssmit greind í gær - þrír voru í sóttkví
Fimm voru greind með COVID-19 smit innanlands í gær. Af þeim voru þrjú í sóttkví. Fjórir þeirra sem fóru í skimun á landamærunum í gær bíða eftir mótefnamælingu. 114 eru í einangrun hér á landi vegna veirunnar og 989 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins en enginn á gjörgæslu.
25.08.2020 - 11:08
Usain Bolt með COVID-19
Spretthlauparinn fyrrverandi Usain Bolt er með COVID-19. Nú dvelur hann í einangrun á heimili sínu í Jamaíku.
25.08.2020 - 01:58
Myndskeið
„Mann langar bara til að komast heim“
Mann langar bara til að komast heim. Þetta segja María Sigurðardóttir og Ólafur Þór Guðmundsson, hjón frá Ísafirði sem hafa undanfarna fjóra daga verið í sóttkví á Hótel Keflavík eftir 11 mánaða dvöl á Kanaríeyjum. Þau segja að prýðilega hafi farið um þau en sjá nú fyrir endann á sóttkvínni.
24.08.2020 - 20:16
Myndskeið
Vel upplýstir farþegar í hálftómri vél
Mjög fáir, einungis um 20 farþegar, voru um borð í vél SAS frá Kaupmannahöfn sem lenti á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun. Venjulega á háannatíma væri vélin smekkfull með hátt í 170 farþega.Þeir sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa kynnt sér reglur um sóttvarnir hér á landi og ekki látið það hafa áhrif á ferðalagið.
24.08.2020 - 19:16
6 smit greindust innanlands í gær
Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tvö greindust við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar beggja. Fimm þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví. Ríflega þrettán hundruð sýni voru tekin við landamærin en 291 á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
24.08.2020 - 11:09
Myndskeið
Langar raðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut
Löng röð myndaðist í dag við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut þar sem sýnataka Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fer fram.
Viðtal
Áhyggjuefni að ekki sé búið að rekja smitið á Hlíf
Ekki hefur tekist að rekja smitið sem greindist á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, í gær. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að vegna þess að ekki hafi fengist heilleg mynd af því hvernig smitið barst þangað hafi margir verið sendir í sóttkví eða beðnir um að viðhafa smitgát. Þá hafi heimsóknir aðstandenda verið bannaðar.
23.08.2020 - 13:56
Viðtal
Víðir: „Samfélagið allt fær sömu þjónustu“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það sama ganga yfir ríkisstjórnina og alla aðra í sýnatöku. Ráðherrarnir fái úthlutaðan tíma í skimun og mæti þangað sem sýnataka fer fram í dag.
Myndskeið
Greina sýni langt fram á kvöld í Vatnsmýri
Formlegt samstarf Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu sýna hófst í morgun og eru flest þeirra nú greind hjá ÍE. Síðustu fjórar vikur hefur langmest verið greint hjá veirufræðideild Landspítalans. Fjögur innanlandssmit voru staðfest í gær. 
Þurfa að vera í sóttkví alla Íslandsdvölina
Hluti þeirra farþega sem komu hingað til lands í morgun vissi ekki af nýjum reglum um skimanir. Sumir þeirra höfðu ekki ætlað að dvelja hér þá fimm daga sem ferðamönnum er nú gert að verja í sóttkví á milli skimana og aðrir þurfa að vera í sóttkví allan þann tíma sem þeir dvelja hér á landi. 
Íslendingar með vottorð mega fljúga til Grænlands
Íslendingum sem ferðast til Grænlands dugir að sýna vottorð þess efnis að þeir séu ekki með Covid-19. Vottorðið má ekki vera eldra en fimm daga gamalt.
Færeyjar skyldu fara að dæmi Íslands við skimun
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað nokkuð í Færeyjum undanfarnar vikur. Ferðafólki hefur ekki verið skipað í sóttkví meðan beðið er niðurstöðu síðari skimunar.
17.08.2020 - 12:20
Átta smit greindust innanlands
Átta kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og ekkert við landamærin, en fjórir bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku þar. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví.
16.08.2020 - 11:07
Sjö smit greindust innanlands í gær
Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og ekkert við landamærin, en fjórir bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku þar. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví.
15.08.2020 - 11:00