Færslur: Skimun

Engin PCR-próf á milli Reykjavíkur og Patró
Ekki er lengur boðið upp á PCR-próf til að greina kórónuveirusmit á Vesturlandi vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki. Umdæmislæknir sóttvarna segir að fólk eigi að láta heilbrigðisyfirvöld vita, greinist það með COVID-19 í heimaprófi.
Kína: Allar erlendar póstsendingar skulu sótthreinsaðar
Póstþjónustan í Kína skipar starfsmönnum að sótthreinsa allar sendingar sem berast frá útlöndum og hvetur almenning til að draga úr vörupöntunum erlendis frá.
Samherji skimar starfsfólk eftir jólafrí
Það færist í vöxt að fyrirtæki og stofnanir láti skima starfsfólk sitt áður en það mætir til vinnu eftir frí. Skólarnir í Dalvíkurbyggð sem og útgerðarfyrirtækið Samherji eru meðal þeirra sem prófuðu allt sitt starfsfólk þegar það snéri til starfa eftir jólafrí.
04.01.2022 - 12:01
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
Örmagna færeyskir hjúkrunarfræðingar vilja hærri laun
Stéttarfélag færeyskra hjúkrunarfræðinga segir það óásættanlegt að þeim sem annast kórónuveirusjúklinga sé ekki greitt sérstaklega fyrir það. Landssjúkrahúsið kallar eftir framtíðarlausn varðandi skimanir og bólusetningu.
Takmörkun heimsókna á sjúkrahúsið í Neskaupstað
Ákveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og hjúkrunarheimili eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni þar. Allir starfsmenn sem voru við vinnu síðastliðna daga voru skimaðir í dag.
21.11.2021 - 02:14
Yfir 250 milljónir hafa smitast af COVID-19 frá upphafi
Yfir tvöhundruð og fimmtíu milljón tilfelli kórónuveirusmita hafa verið skráð á heimsvísu frá því faraldurinn skall á í desember 2019. Smitum heldur áfram að fjölga í heiminum.
09.11.2021 - 03:25
Nýjum kórónuveirutilfellum fækkar hratt í Færeyjum
Nýjum tilfellum COVID-19 í Færeyjum hefur fækkað dag frá degi frá því um miðja síðustu viku. Landlæknir eyjanna kveðst varfærnislega bjartsýnn en hrósar löndum sínum fyrir skynsamleg viðbrögð við skyndilegri útbreiðslu veirunnar.
09.11.2021 - 00:45
Fáir í sýnatöku þrátt fyrir fjölgun smita
Þrátt fyrir að óvenjumörg kórónuveirusmit hafi greinst í gær fóru fáir í skimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að rólegt hafi verið alla vikuna.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við hraðpróf
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkafyrirtækjum frá og með 20. september, til þess að auka aðgengi almennings að prófunum. Aðsókn í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er minni en búist var við.
17.09.2021 - 13:01
Myndskeið
Vilja hraðpróf fyrir covid á fleiri stöðum
Listamenn halda flestir að sér höndum og fæstir hafa efnt til viðburða með fimm hundruð gestum í hólfi. Í gær hófust hraðprófanir fyrir fólk sem hyggst sækja viðburði en aðsóknin var dræm. „Við myndum alveg vilja fá einkaaðilana með, sem eru þegar að gera þessi próf, til þess að þetta sé á fleiri stöðum og gestum finnist þetta fýsilegur kostur,“ segir Hrefna framkvæmdastjóri Tix.is.
11.09.2021 - 09:40
Neikvætt hraðpróf styttir hvorki sóttkví né einangrun
Hraðpróf, eða sjálfspróf, koma hvorki í stað sóttkvíar né stytta hana. Það sama á við um einangrun. Sóttkví vegna nándar við covid-smitaðan einstakling varir enn í, að minnsta kosti, sjö daga og lýkur með PCR-sýnatöku. Einangrun varir þá almennt í 14 daga og lýkur með útskrift covid-göngudeildar.
30.08.2021 - 13:39
Hraðpróf komi ekki í stað sóttkvíar
Svokölluð hraðgreiningarpróf á kórónuveirunni eru mikið notuð víða í Evrópu við mismunandi aðstæður, meðal annars í skólum. Niðurstöður úr slíkum hraðprófum liggja alla jafna fyrir innan klukkustundar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir hraðpróf hafa sína kosti en þau komi ekki í stað sóttkvíar hér á landi.
11.08.2021 - 14:31
Geta ekki greint fleiri sýni nema með auka liðstyrk
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur ekki afgreitt meira en fjögur til fimm þúsund sýni á dag. Ef mörg hundruð eða þúsund sýni bætast við á degi hverjum vegna íslenskra komufarþega þarf að fjölga starfsfólki eða leita aðstoðar annars staðar frá.
06.08.2021 - 19:10
Býst við svipuðum tölum smita á morgun
Metfjöldi kórónuveirusmita á einum degi frá upphafi faraldursins greindist innanlands í gær og tók fram á miðjan dag í dag að greina sýnin vegna bilunar í tölvukerfi. Yf­ir­lækn­ir á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans segist búast við að svipaðar tölur yfir smit verði kynntar á morgun.
27.07.2021 - 19:55
Covid-smit í Vinnuskóla Hafnarfjarðar
Covid-smit er komið upp hjá flokkstjóra innan Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Þetta staðfestir Jón Grétar Jónsson, umsjónarmaður Vinnuskólans í samtali við fréttastofu RÚV. 
Hraðinn í útbreiðslu og fjöldi smita kemur á óvart
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir það hafa áhrif á útbreiðslu smita að fólk sé í sumarfríi og á faraldsfæti. Síðustu fjóra daga hafa samtals 248 greinst með COVID-19 innanlands og á tíunda þúsund hefur mætt í sýnatöku.
Brýnir fyrir veiku fólki að fara ekki of snemma á fætur
Heimilislæknir segir grímunotkun, aukna sprittnotkun og tíðari handþvott hafa orðið til þess að minna hafi orðið um umgangspestir. Hún hvetur fólk til að halda því áfram og sýna þolinmæði gagnvart veikindum.
21.07.2021 - 11:50
Frakkar krefjast sólarhringsprófs
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að krefja íbúa sex Evrópuríkja um að framvísa við komuna til landsins innan við sólarhrings gömlu neikvæðu COVID-prófi. Nýja reglan á við íbúa Bretlands, Spánar, Portúgal, Kýpur, Grikklands og Hollands og tekur gildi á miðnætti á morgun, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.
17.07.2021 - 10:31
Helmingur skimana framkvæmdur með hraðprófum hérlendis
Með vaxandi fjölda ferðamanna eykst aðsókn í skimun en víða er krafist neikvæðrar niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. Það eru þá ýmist hraðprófin, sem tekin voru í notkun í síðasta mánuði, eða PCR-próf.
08.07.2021 - 12:53
Eitt nýtt COVID smit innan sóttkvíar á Grænlandi í gær
Eitt nýtt kórónuveirusmit bættist við í Nuuk, höfuðstað Grænlands í gær. Henrik L. Hansen landlæknir segir þó enga ástæðu til að örvænta enda hafi viðkomandi verið í sóttkví.
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.
Fjögur innanlandssmit en öll í sóttkví
Fjögur COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring,öll í sóttkví. Þrjú smit greindust á landamærunum og bíða þau mótefnamælingar.
Ekkert smit innanlands en tvö á landamærunum
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands síðastliðinn sólarhring en tveir á landamærunum. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna, hefur gengið vel að ná utan um smit sem kom upp í síðustu viku og rekja má til búsetuúrræðis á höfuðborgarsvæðinu.