Færslur: skíði

Færeyingar bóka skíðaferðir til Akureyrar
Á meðan Íslendingar bóka skíðaferðir til Alpanna stefna Færeyingar á skíðaferðir til Akureyrar. Í febrúar á næsta ári verður flogið beint á milli Akureyrar og Færeyja með það fyrir augum að Færeyingar komist á skíði í Hlíðarfjalli.
08.11.2021 - 14:39
Andrésarleikunum frestað, flýtt aftur og nú aflýst
Ákveðið hefur verið að aflýsa Andrésar andar leikunum árið 2021. Hátt í eitt þúsund keppendur voru skráðir til leiks. Almannavarnir og sóttvarnalæknir lögðust gegn áformunum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi varðandi farsóttina í samfélaginu.
20.04.2021 - 19:23
Svíður að skella í lás aðra páskana í röð
Skíðasvæðin á Íslandi eru lokuð frá og með deginum í dag, 25. mars og næstu þrjár vikur þar á eftir. Forstöðumenn skíðasvæða svíður að þurfa að skella í lás aðra páskana í röð en segja sigur í glímunni við kórónuveiruna þó mikilvægari.
Fagnar skíðasvæðarýmkun rétt fyrir vetrarfrí
Miklu skiptir að fleiri mega nú vera á skíðum í einu, segir Hlynur Kristinsson, formaður Samtaka skíðasvæða. Nýjar og rýmri reglur um skíðasvæðin tóku gildi í dag. Forráðamennn skíðasvæða þrýstu á um breytingarnar og Hlynur fagnar að þær séu nú komnar til framkvæmda nú þegar vetrarfrí verður í mörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudag og þriðjudag.
19.02.2021 - 12:26
Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag
Reglum um sóttvarnaaðgerðir á skíðasvæðum hefur verið breytt og nú mega fleiri vera á skíðasvæðum landsins eða helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þá er veitingasala heimil á skíðasvæðum. Þetta kemur fram í reglum sem sóttvarnalæknir, Samtök skíðasvæða og Samband íslenskra sveitarfélaga sendu frá sér í morgun.
Myndskeið
Ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli á lokametrunum
Áætlað er að ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli verði tilbúin fyrir komandi skíðavertíð. Von er á austurrískum sérfræðingum til að gera lokaúttekt í byrjun október. Svæðisstjóri í fjallinu er bjartsýnn og á von á mikilli aðsókn í vetur.
22.09.2020 - 15:38
Öllum skíðalyftum lokað vegna veirunnar
Allar skíðalyftur og brekkur við þær verða lokaðar frá og með deginum í dag og þangað til samkomubanni verður aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum skíðasvæða á Íslandi. „Þetta er áfall jafnt fyrir okkur sem rekum skíðasvæðin sem og viðskiptavini okkar en við vonumst til að allir sýni þessu skilning og þolinmæði,“ segir í tilkynningunni.
20.03.2020 - 22:35
Þyrluskíðaferðir eðlilegur hluti af starfseminni
Fulltrúi Vinstri grænna á Akureyri segir þyrluskíðaferðir á Glerárdal ganga gegn markmiðum með friðlýsingu dalsins. Formaður Skipulagsráðs segir skíðamennsku eðlilegan hluta starfsemi í fólkvanginum.
01.03.2020 - 14:06
Myndskeið
Akureyrarbær kaupir nýju lyftuna á 323 milljónir
Akureyrarbær mun kaupa nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli við verklok. Kostnaður er 323 milljónir en upphaflega stóð til að hagsmunasamtökin Vinir Hlíðarfjalls sem fengu lyftuna að gjöf frá Samherja myndu leigja bænum mannvirkið næstu 15 árin.
24.02.2020 - 19:19
Aflýsa heimsbikarmóti á skíðum vegna kórónaveirunnar
Alþjóðaskíðasambandið FIS hefur ákveðið að aflýsa heimsbikarmóti karla á skíðum sem fara átti fram í Yanqing í Kína um miðjan febrúar vegna hraðrar útbreiðslu kórónaveirunnar.
29.01.2020 - 10:28
María Finnbogadóttir sigraði í svigi á alþjóðlegu móti
María Finnbogadóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, sigraði í dag í svigi á ungverska meistaramótinu fyrir 16-20 ára keppendur.
15.01.2020 - 14:14
Stórt snjóflóð féll yfir skíðabraut í Sviss
Stórt snjóflóð féll í morgun yfir skíðabraut í Andermatt í Sviss. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Óttast er að fleiri séu grafnir undir flóðinu. Ekki er vitað hversu margir það eru en fjölmargir skíðamenn voru á staðnum þegar flóðið féll. Björgunarsveitir eru að störfum við leit að fleira fólki í flóðinu. 
26.12.2019 - 14:20
Bláfjöll opnuð á morgun
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað í fyrramálið í fyrsta sinn þennan veturinn. Þá er búið að leggja spor í Bláfjöllum, um Leirurnar og kringum hólinn.
13.12.2019 - 16:14