Færslur: skíðasvæði

Ræða við sóttvarnayfirvöld um opnun skíðasvæða
Forstöðumenn skíðasvæða eiga nú í viðræðum við sóttvarnayfirvöld um leiðir til að geta opnað skíðabrekkurnar um og eftir næstu mánaðamót. Nægur snjór verður brátt í brekkunum en miðað við núverandi reglur er bannað að hleypa fólki í lyfturnar.
19.11.2020 - 12:49
Myndskeið
Ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli á lokametrunum
Áætlað er að ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli verði tilbúin fyrir komandi skíðavertíð. Von er á austurrískum sérfræðingum til að gera lokaúttekt í byrjun október. Svæðisstjóri í fjallinu er bjartsýnn og á von á mikilli aðsókn í vetur.
22.09.2020 - 15:38
Akureyrarbær auglýsir rekstur Hlíðarfjalls til leigu
Stjórn Hlíðarfjalls á Akureyri leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að taka við rekstri skíðasvæðisins. Formaður stjórnarinnar segir að reksturinn hafi verið erfiður í ár. Kostnaður bæjarins við skíðasvæðið síðasta skíðavetur var tæpar tvö hundruð milljónir króna.
18.09.2020 - 11:38
Hlíðarfjall varð af helmingi áætlaðra tekna
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli varð af helmingi tekna vetursins vegna kórónuveirunnar. Forstöðumaður segir ekkert annað í stöðunni en að líta björtum augum til næsta veturs. Ný skíðalyfta verður kláruð í sumar.
04.05.2020 - 11:38
Öllum skíðalyftum lokað vegna veirunnar
Allar skíðalyftur og brekkur við þær verða lokaðar frá og með deginum í dag og þangað til samkomubanni verður aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum skíðasvæða á Íslandi. „Þetta er áfall jafnt fyrir okkur sem rekum skíðasvæðin sem og viðskiptavini okkar en við vonumst til að allir sýni þessu skilning og þolinmæði,“ segir í tilkynningunni.
20.03.2020 - 22:35
Réðust á starfsmann skíðasvæðisins í Grafarvogi
Nokkrir unglingspiltar réðust á umsjónarmann skíðasvæðisins í Grafarvogi í gærkvöld. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að piltarnir hafi slegið og sparkað í manninn þegar hann gerði athugasemdir við að þeir færu ekki eftir reglum svæðisins. Vitni voru að árásinni en piltarnir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn.
06.03.2020 - 06:22
Nýtt skíðasvæði Húsvíkinga á Reykjaheiði
Skíðaáhugafólk á Húsavík hefur ástæðu til að fagna, en nýtt skíðasvæði hefur verið tekið í notkun. Lyftan sem áður var í göngufæri frá miðbænum á Húsavík hefur nú verið komið fyrir á nýjum stað á Reykjaheiði.
03.01.2020 - 14:17
Stórt snjóflóð féll yfir skíðabraut í Sviss
Stórt snjóflóð féll í morgun yfir skíðabraut í Andermatt í Sviss. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Óttast er að fleiri séu grafnir undir flóðinu. Ekki er vitað hversu margir það eru en fjölmargir skíðamenn voru á staðnum þegar flóðið féll. Björgunarsveitir eru að störfum við leit að fleira fólki í flóðinu. 
26.12.2019 - 14:20
Myndskeið
„Fyrst skíði, svo jólagjafir“
Nú þegar 10 dagar eru til jóla hefur skíðasvæðið í Bláfjöllum verið opnað. Skíðagarpar eru sammála um að það sé geggjað að komast á skíði þótt það geti verið vont að detta.
14.12.2019 - 18:04
Ætla að opna nýja stólalyftu í kringum jólin
Framkvæmdir við uppsetningu nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri eru langt komnar. Lyftan verður sú lengsta hér á landi og er forstöðumaður skíðasvæðsins bjartsýnn á að hún verði tilbúin fyrir veturinn.
24.10.2019 - 15:21
Myndskeið
Vonbrigði að uppbygging skíðasvæða tefjist
Tafir á uppbyggingu skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu eru vonbrigði, að mati Inga Júlíussonar formanns skíðaráðs Reykjavíkur. Umhverfismat á framkvæmdinni er nauðsynlegt að mati Veitna vegna vatnsverndarsjónarmiða.
13.10.2019 - 20:45
Vill að ríkið greiði framkvæmdir við Skarðsdal
Bæjarráð Siglufjarðar hefur miklar áhyggjur af því hversu hægt gengur að færa skíðalyftu í Skarðsdal. Skíðasvæðið er að hluta til á snjóflóðahættusvæði, og hefur verið á undanþágu síðustu ár. Bæjaryfirvöld vilja að ríkið taki þátt í að greiða fyrir framkvæmdirnar.
22.08.2019 - 12:11
Fjölmenni á skíðum í sólskini í Bláfjöllum
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Þar skín sólin og skíðafærið er gott. Þar var opnað í fyrsta sinn í vetur síðasta miðvikudag og dagurinn í dag er því fyrsti frídagurinn síðan opnað var. Skíðafólk hefur því eflaust margt verið orðið óþreyjufullt.
26.01.2019 - 15:40
Skíðasvæðin að opnast - Dalvíkingar fyrstir
Skíðasvæði Dalvíkinga var opnað fyrr í vikunni, það fyrsta í vetur. Áætlað er að opna svæðin í Hlíðarfjalli og á Siglufirði á laugardaginn. Mikil snjókoma á skömmum tíma varð til þess að hægt verður að opna nokkur skíðasvæði fyrr en áætlað var.
06.12.2018 - 14:41
Hlíðarfjall opnað um helgina
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað á laugardagsmorgun. Mikil snjókoma undanfarið varð til þess að hægt verður að opna fjallið fyrr en áætlað var.
04.12.2018 - 14:12
3,6 milljarðar í betrumbætur á skíðasvæðum
Skíðaaðstaða á höfuðborgarssvæðinu verður bætt til muna á næstu árum, samkvæmt nýju samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin ætla að verja til þess 3,6 milljörðum króna frá árinu 2019 til 2024..
07.05.2018 - 20:30
Skíðalyftur ekki í notkun vegna viðhaldsleysis
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett fram framtíðarsýn um skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli. Stefnt er að því að skipta út tveimur stólalyftum á allra næstu árum og einnig að bæta aðstöðu í skálum á báðum svæðum.
02.03.2018 - 08:08
Snjóframleiðsla hafin í Hlíðarfjalli
Snjóframleiðsla er nú hafin á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Enn er þó talsvert í að hægt verði að renna sér þar í brekkunum, en stefnt er að því að opna svæðið í lok mánaðar.
06.11.2017 - 16:49
Þúsundir á skíðum um páskana
Mestu skíðadagar ársins eru framundan þegar fjölskyldur halda í páskafrí og dvelja löngum stundum í skíðabrekkunum. Öll helstu skíðasvæði landsins verða opin um páskana þó útlitið hafi ekki verið sem best fyrir fáum dögum.
12.04.2017 - 18:42
Útlit fyrir góðan skíðadag í Bláfjallabrekkum
Búist er við að mikill fjöldi skíðafólks leggi leið sína í Bláfjöll í dag, en þar er nú verið að troða og gera allt tilbúið. Fjögur þúsund manns komu í Bláfjöll í gær, en þar - rétt eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu - er nógur snjór, eftir mikla úrkomu aðfaranótt sunnudags.
28.02.2017 - 13:41