Færslur: skíðasvæði

Sjónvarpsfrétt
Fjölmenni í Bláfjöllum á öðrum degi jóla
Þótt jólin hafi verið rauð í byggð voru þau það svo sannarlega ekki í Bláfjöllum. Fjöldi fólks lagði leið sína þangað í dag og skemmti sér hið besta.
26.12.2021 - 19:20
Opnað verður í Hlíðarfjalli á morgun
Stefnt var að opnun skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í dag, föstudag. Vegna hlýinda og sterkra vinda verður ekki af opnuninni en forstöðumaður skíðasvæðisins fullyrðir að hægt verði að opna á morgun.
17.12.2021 - 13:20
Sjónvarpsfrétt
Tindastóll orðið öflugt skíðasvæði
Á skíðasvæði Tindastóls hefur verið mikil uppbygging síðustu ár. Aurskriða féll þar í sumar og olli talsverðu raski en kom ekki í veg fyrir að svæðið væri opnað um miðjan nóvember.
15.12.2021 - 08:59
Skíðaveturinn hafinn á Siglufirði
Skíðalyfturnar á Siglufirði verða ræstar í dag, í fyrsta skipti þennan veturinn. Þar er gott færi og sér forstöðumaður skíðasvæðisins fram á góðan skíðavetur eftir tvö mögur ár.
04.12.2021 - 12:55
Vindar hafa leikið nýju stólalyftuna grátt
Sterkir vindar í Hlíðarfjalli hafa valdið skemmdum á stólunum í nýrri lyftu í fjallinu. Unnið er að því að fyrirbyggja frekari skemmdir og er stefnt á að taka lyftuna sljótlega í notkun. Það verður þó ekki fyrir áætlaða opnun skíðasvæðisins, 17. desember.
01.12.2021 - 13:01
„Það verður enginn á svæðinu ef það er snjóflóðahætta“
Óvissu um opnun skíðasvæðisins á Siglufirði hefur verið eytt eftir að Veðurstofan veitti undanþágu til að starfrækja svæðið áfram á snjóflóðahættusvæði. Forstöðumaður segir að svæðið verði kannað alla morgna og ekki opnað ef snjóflóðahætta er til staðar.
07.10.2021 - 13:37
Óvissa um rekstur Hlíðarfjalls
Formaður stjórnar Hlíðarfjalls segir vonbrigði að ekkert ástættanlegt boð hafi borist í rekstur skíðasvæðisins. Akureyrarbær mun því að öllum líkindum sjá um reksturinn í vetur.
16.08.2021 - 09:38
Andrésar Andar leikunum frestað fram í miðjan maí
Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna sem haldnir eru árlega í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar hafa ákveðið að fresta þeim um þrjár vikur vegna faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.
08.04.2021 - 15:04
Svíður að skella í lás aðra páskana í röð
Skíðasvæðin á Íslandi eru lokuð frá og með deginum í dag, 25. mars og næstu þrjár vikur þar á eftir. Forstöðumenn skíðasvæða svíður að þurfa að skella í lás aðra páskana í röð en segja sigur í glímunni við kórónuveiruna þó mikilvægari.
Ölvað fólk fær ekki að skíða í Hlíðarfjalli
Forstöðumaður í Hlíðarfjalli segir að engin vandamál hafi komið upp í tenglum við áfengissölu sem hófst um helgina. Vel verði fylgst með gestum sem neyta áfengis og ölvuðum meinað að skíða.
08.03.2021 - 12:03
Snjóleysi gott fyrir vegfarendur, síðra fyrir skíðafólk
Mjög lítið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Búast má við að þau sem þurfa að komast leiðar sinnar um götur og gangstíga fagni því en að brúnin sé þyngri á skíðafólki.
Fagnar skíðasvæðarýmkun rétt fyrir vetrarfrí
Miklu skiptir að fleiri mega nú vera á skíðum í einu, segir Hlynur Kristinsson, formaður Samtaka skíðasvæða. Nýjar og rýmri reglur um skíðasvæðin tóku gildi í dag. Forráðamennn skíðasvæða þrýstu á um breytingarnar og Hlynur fagnar að þær séu nú komnar til framkvæmda nú þegar vetrarfrí verður í mörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudag og þriðjudag.
19.02.2021 - 12:26
Akureyrarbær semur um kaup á nýju stólalyftunni
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að ganga til samninga um kaup á nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli af Vinum Hlíðarfjalls. Talsmaður félagsins segir að lyftan sé tilbúin til afhendingar.
18.02.2021 - 17:51
Nær uppselt í Hlíðarfjall næstu tvær vikur
Nær allir aðgöngumiðar að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar á tímabilinu 18. til 28. febrúar eru að seljast upp. Þessi mikla eftirspurn er til komin vegna vetrarleyfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku og þeirri næstu. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir að síminn hafi hreinlega ekki stoppað.
15.02.2021 - 14:37
„Meiriháttar að vera búnir að koma þessu í gang“
Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði var opnað í dag, rúmum þremur vikum eftir að stórt snjóflóð olli þar tjóni upp á tugi milljóna. Umsjónarmaður svæðisins segir ekkert að óttast.
12.02.2021 - 19:37
Opna skíðasvæðið þremur vikum eftir snjóflóðin
Þrátt fyrir tug milljóna tjón á skíðasvæðinu á Siglufirði eftir snjóflóð er stefnt að því að opna svæðið aftur á morgun. Til stóð að opna svæðið í dag að því varð ekki vegna veðurs.
10.02.2021 - 15:14
Myndskeið
Allt í rúst á skíðasvæðinu á Siglufirði
Skíðaskálinn í Skarðsdal á Siglufirði og gámar og vélar eru ónýt eftir snjóflóðið sem þar féll í nótt, segir umsjónarmaður skíðasvæðisins. Íbúar níu húsa sem rýmd voru á Siglufirði hafa allir fengið húsaskjól í nótt. 
20.01.2021 - 22:30
Myndskeið
Uppselt í Bláfjöll eftir hádegi í dag
Uppselt var í Bláfjöll eftir hádegið, enda fyrsti dagurinn sem var hægt að hafa opið síðan í fyrravor. Skíðakappar segja vel hægt að halda tveggja metra bili á skíðum ef allir hugsa.
17.01.2021 - 18:48
Skíðasvæði: Veitingasala og skíðaleigur lokaðar
Miklar takmarkanir verða á skíðasvæðum landsins þegar þau verða opnuð að nýju á morgun. Þau verða aðeins keyrð á 50% afköstum og engin veitingasala verður leyfð.
12.01.2021 - 15:47
Myndband
Mörg hundruð klukkustundir sjálfboðaliða í skíðasvæðið
Hópur sjálfboðaliða í Mývatnssveit hefur nýtt tímann í faraldrinum og varið mörg hundruð klukkustundum í að laga skíðalyftuna í sveitinni. Lyftan, sem sett var upp fyrir um tveimur áratugum, hefur lítið verið notuð síðustu ár og lá hún undir skemmdum.
30.12.2020 - 06:30
Myndskeið
Gönguskíðaæði runnið á landsmenn
Hálfgert gönguskíðaæði virðist hafa runnið á landsmenn nú þegar skíðalyftur eru lokaðar í faraldrinum. Skíðakaupmaður á Akureyri á von á að sala gönguskíðum þrefaldist miðað við síðasta vetur.
28.12.2020 - 21:19
Gagnrýna breytingar á lögum um ofanflóðavarnir
Bæjarráð Fjallabyggðar telur að fyrirhugaðar breytingar á lögum um ofanflóðavarnir geti fært tug- eða hundruð milljóna skuldbindingar yfir á sveitarfélögin frá ríkinu. Ekki komi til greina að samþykkja frumvarp að lögum eins og það liggur fyrir á Alþingi.
Ræða við sóttvarnayfirvöld um opnun skíðasvæða
Forstöðumenn skíðasvæða eiga nú í viðræðum við sóttvarnayfirvöld um leiðir til að geta opnað skíðabrekkurnar um og eftir næstu mánaðamót. Nægur snjór verður brátt í brekkunum en miðað við núverandi reglur er bannað að hleypa fólki í lyfturnar.
19.11.2020 - 12:49
Myndskeið
Ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli á lokametrunum
Áætlað er að ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli verði tilbúin fyrir komandi skíðavertíð. Von er á austurrískum sérfræðingum til að gera lokaúttekt í byrjun október. Svæðisstjóri í fjallinu er bjartsýnn og á von á mikilli aðsókn í vetur.
22.09.2020 - 15:38
Akureyrarbær auglýsir rekstur Hlíðarfjalls til leigu
Stjórn Hlíðarfjalls á Akureyri leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að taka við rekstri skíðasvæðisins. Formaður stjórnarinnar segir að reksturinn hafi verið erfiður í ár. Kostnaður bæjarins við skíðasvæðið síðasta skíðavetur var tæpar tvö hundruð milljónir króna.
18.09.2020 - 11:38