Færslur: Skemmtistaðir

Sjónvarpsfrétt
Líkir hávaðanum í miðborginni við óbeinar reykingar
Maður sem býr á Skólavörðustíg líkir hávaðamengun í miðborginni við óbeinar reykingar og krefst þess að opnunartími verði styttur. Íbúar áttu fund með borgarstjóra í gær vegna málsins.
„Janúar sá versti í manna minnum“
„Janúarmánuður er sá versti í manna minnum", segir veitingamaður sem horfir fram á þriðju mánaðamótin í röð án þess að greiðslur komi frá ríkinu. Hann segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar dugi ekki til og vill alvöru styrk frá stjórnvöldum.
28.01.2022 - 18:09
Samkomutakmarkanir teknar upp að nýju í Suður-Kóreu
Gripið verður til samkomutakmarkana að nýju í Suður-Kóreu en smitum hefur tekið að fjölga mjög þar í landi undanfarið. Áður höfðu stjórnvöld tekið þá ákvörðun að reyna að lifa með veirunni.
Viðtal
„Erum fegin að fá að hafa opið“
Eigendum bara og kráa lýst ekki sérstaklega vel á hertar sóttvarnaraðgerðir, en segjast þó fegin að fá að hafa opið. Það er mikið af stórum viðburðum í skemmtanalífinu á dagskrá um helgina að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, í félagi bar- og kráareigenda. Hann býst þó við að margir afboði viðburði eða kjósi að mæta ekki, þrátt fyrir að hertar samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en í næstu viku.
Sjö byrlunarmál til rannsóknar í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sjö mál til rannsóknar eftir síðustu helgi þar sem grunur er um að fólki hafi verið byrluð ólyfjan. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Fólkið var flutt á slysadeild, en þau voru öll stödd á skemmtistöðum eða krám í miðborg Reykjavíkur.
Telur aldrei hafa verið sakfellt fyrir að byrla ólyfjan
Umræða á samfélagsmiðlum um byrlun svokallaðra nauðgunarlyfja getur bent til þess að slíkt sé að færast í aukana, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Hann segist ekki vita til þess að nokkurn tímann hafi verið sakfellt fyrir að fólki sé byrluð ólyfjan á Íslandi.
Skora á sóttvarnalækni að skýra strangar aðgerðir
Framtíðarsýn sóttvarnalæknis er eins og blaut tuska framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, segir í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Markaðurinn hafi verið nánast óstarfhæfur frá því í upphafi faraldursins og þurfi áfram að lúta ströngum sóttvarnaaðgerðum án þess færð séu fyrir því séu haldbær rök að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Samtökin skora á sóttvarnalækni að skýra þessar ströngu aðgerðir.
Of margir barir á kostnað verslana
Fjölgun bara og skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur á kostnað verslana er ein ástæða ölvunar og ofbeldis um helgar segir borgarfulltrúi minnihlutans. Fulltrúi meirihlutans segir opnunartímann bundinn aðalskipulagi og verði ekki breytt með skömmum fyrirvara. 
Ró og spekt á Akureyri
Fréttir hafa verið um að ölvun og óspektir hafi verið miklar í miðbæ Reykjavíkur síðustu helgar. Á Akureyri hefur verið mikill fjöldi í bænum síðustu vikur en lögreglan þar hefur þó ekki haft í meiru að snúast en venjulega. 
19.07.2021 - 12:37
Viðtal
Nauðsyn að draga úr álaginu frá landamærunum
Sóttvarnalæknir kveðst ætla að halda að sér höndum varðandi nýjar aðgerðir vegna aukningar smita undanfarið. Brýnt sé þó að minnka álagið frá landamærunum.
Ekki hægt að tengja smitin við landamærin
Bólusettu einstaklingarnir tveir, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær utan sóttkvíar, tengjast engum böndum og hafa enga tengingu við landamærin. Þá hefur annar þeirra heimsótt skemmtistaði á höfuðborgarsvæðinu. Tugir verða sendir í sóttkví að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.
Morgunútvarpið
„Við megum ekki láta síðustu helgi blinda okkur“
Um síðustu helgi bárust fregnir af þónokkru hömluleysi í miðborg Reykjavíkur. Mikið var um samkvæmi, áfengisneyslu og ofbeldisverk. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás tvö að síðasta helgi mætti ekki blinda okkur. Þetta sé ekki endilega það sem koma skal í skemmtistaðamenningu hér á landi.
Bareigendur á fullu að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið
Kráareigendur eru í óða önn að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið og helgina og ráða inn starfsfólk. Allar sóttvarnareglur innanlands falla úr gildi á miðnætti. Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Lebowski bars, Kalda bars, Enska barsins, The Irishman Pub og Dönsku kráarinnar í miðbæ Reykjavíkur, segir að fyrirvarinn sé lítill en hann kvarti ekki. Viðbúið sé að það taki um tvö ár að ná sama dampi og var á rekstrinum áður en heimsfaraldurinn braust út. 
Dagur mótfallinn styttingu opnunartíma skemmtistaða
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík telur ekki rétt að opnunartími skemmtistaða verði styttur varanlega. Lögregla hefur kallað eftir slíkum breytingum.
Viðtal
Búast við fleiri ofbeldismálum með lengri opnunartíma
Ætla má að verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu muni taka umtalsverðum breytingum með rýmkuðum afgreiðslutíma skemmtistaða. Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot í miðborginni fækkaði um 50-60% í kórónuveirufaraldrinum. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í Síðdegisútvarpinu í dag.
Öllu skellt í lás við skemmtistaðagötu í Álaborg
Jomfru Ane Gade í Álaborg verður lokuð um hálfsmánaðar skeið svo draga megi úr útbreiðslu kórónuveirusmita í borginni. Sóttvarnarnefnd danska þingsins ákvað þetta í dag.
02.06.2021 - 13:03
Nektardans leyfður áfram í San Diego
Dómari í San Diego í Kaliforníu-ríki úrskurðaði á miðvikudaginn að tveir nektardanstaðir í borginni megi vera opnir áfram. Yfirvöld í ríkinu höfðu þó ákveðið að öllum fyrirtækjum nema þeim sem veita nauðsynlegustu þjónustu skyldi lokað vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.
„Mátt drekka á veitingastað en ekki á pöbb“
Veitingahúsaeigandi í Reykjavík telur ólíklegt að hertar sóttvarnaaðgerðir sem felast í tímabundinni lokin skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu hafi áhrif á útbreiðslu kórónuveirunnar. 
18.09.2020 - 12:36
Heimilt að skemmtistaðir í Færeyjum hafi opið lengur
Börum, veitingahúsum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka kl. 23. Lög sem heimila landsstjórninni að ákveða breyttan afgreiðslutíma runnu sitt skeið 1. september.
Tíu staðir þurftu að gera úrbætur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 33 staði í gær til þess að kanna hvort ráðstöfunum varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væri framfylgt. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að 23 staðir hafi verið með allt sitt á hreinu. Fjórum þessara staða hafði áður verið veitt tiltal og þeir höfðu bersýnilega brugðist við tilmælum lögreglu.
Myndskeið
„Við vorum bara óundirbúnir en gerðum ansi margt samt“
Eigandi Ölstofunnar segist hafa verið óviðbúinn aðsókn á barina í gærkvöldi en hyggst gera úrbætur fyrir næstu helgi. Lögreglan heimsótti staðinn tvisvar í gær. „Og var afskaplega ánægð í fyrra skiptið; sagði að við hefðum undirbúið okkur vel, en svo var hún aðeins þyngri í seinna en samt alveg í góðu. Það voru of margir í reyknum en fínt hérna inni.“
Beita sektum og lokunum frá og með deginum í dag
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita sektum og jafnvel lokunum á þeim skemmti- og veitingastöðum sem ekki virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir. Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Krám verði lokað svo opna megi skóla
Hugsanlegt er að öldurhúsum og sambærilegri starfsemi verði gert að loka fljótlega að nýju á Englandi.