Færslur: Skemmtistaðir

Tíu staðir þurftu að gera úrbætur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 33 staði í gær til þess að kanna hvort ráðstöfunum varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væri framfylgt. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að 23 staðir hafi verið með allt sitt á hreinu. Fjórum þessara staða hafði áður verið veitt tiltal og þeir höfðu bersýnilega brugðist við tilmælum lögreglu.
Myndskeið
„Við vorum bara óundirbúnir en gerðum ansi margt samt“
Eigandi Ölstofunnar segist hafa verið óviðbúinn aðsókn á barina í gærkvöldi en hyggst gera úrbætur fyrir næstu helgi. Lögreglan heimsótti staðinn tvisvar í gær. „Og var afskaplega ánægð í fyrra skiptið; sagði að við hefðum undirbúið okkur vel, en svo var hún aðeins þyngri í seinna en samt alveg í góðu. Það voru of margir í reyknum en fínt hérna inni.“
Beita sektum og lokunum frá og með deginum í dag
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita sektum og jafnvel lokunum á þeim skemmti- og veitingastöðum sem ekki virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir. Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Krám verði lokað svo opna megi skóla
Hugsanlegt er að öldurhúsum og sambærilegri starfsemi verði gert að loka fljótlega að nýju á Englandi.