Færslur: Skemmtistaðir

Nektardans leyfður áfram í San Diego
Dómari í San Diego í Kaliforníu-ríki úrskurðaði á miðvikudaginn að tveir nektardanstaðir í borginni megi vera opnir áfram. Yfirvöld í ríkinu höfðu þó ákveðið að öllum fyrirtækjum nema þeim sem veita nauðsynlegustu þjónustu skyldi lokað vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.
„Mátt drekka á veitingastað en ekki á pöbb“
Veitingahúsaeigandi í Reykjavík telur ólíklegt að hertar sóttvarnaaðgerðir sem felast í tímabundinni lokin skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu hafi áhrif á útbreiðslu kórónuveirunnar. 
18.09.2020 - 12:36
Heimilt að skemmtistaðir í Færeyjum hafi opið lengur
Börum, veitingahúsum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka kl. 23. Lög sem heimila landsstjórninni að ákveða breyttan afgreiðslutíma runnu sitt skeið 1. september.
Tíu staðir þurftu að gera úrbætur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 33 staði í gær til þess að kanna hvort ráðstöfunum varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væri framfylgt. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að 23 staðir hafi verið með allt sitt á hreinu. Fjórum þessara staða hafði áður verið veitt tiltal og þeir höfðu bersýnilega brugðist við tilmælum lögreglu.
Myndskeið
„Við vorum bara óundirbúnir en gerðum ansi margt samt“
Eigandi Ölstofunnar segist hafa verið óviðbúinn aðsókn á barina í gærkvöldi en hyggst gera úrbætur fyrir næstu helgi. Lögreglan heimsótti staðinn tvisvar í gær. „Og var afskaplega ánægð í fyrra skiptið; sagði að við hefðum undirbúið okkur vel, en svo var hún aðeins þyngri í seinna en samt alveg í góðu. Það voru of margir í reyknum en fínt hérna inni.“
Beita sektum og lokunum frá og með deginum í dag
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita sektum og jafnvel lokunum á þeim skemmti- og veitingastöðum sem ekki virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir. Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Krám verði lokað svo opna megi skóla
Hugsanlegt er að öldurhúsum og sambærilegri starfsemi verði gert að loka fljótlega að nýju á Englandi.